Fleiri fréttir Kynntu 15 nýjar aðgerðir og 35 prósenta losunarsamdrátt Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. 23.6.2020 15:27 4,2 milljóna sekt fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til greiðslu 4,2 milljóna króna sektar til ríkissjóðs vegna ítrekaðra umferðar- og fíkniefnalagabrota, sem og brot gegn vopnalögum. 23.6.2020 14:48 Fá miskabætur vegna húsleitar Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi maka manns sem handtekinn var fyrir kannabisræktun og þremur börnum hennar miskabætur eftir að lögregla gerði húsleit á heimili þeirra í tengslum við brot mannsins. 23.6.2020 14:42 Sóttu tvo eftir gassprengingu í tjaldi í Þórsmörk Tveir slösuðust eftir að minni gassprenging varð í tjaldi í Básum í Þórsmörk snemma í morgun. 23.6.2020 14:03 Svona er ný útgáfa aðgerðaáætlunar Íslands í loftslagsmálum Ný útgáfa aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu að Arnarhvoli klukkan 14:30 í dag. 23.6.2020 14:00 Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23.6.2020 13:08 Vilja fá vísindalegar rannsóknir áður en ákvörðun er tekin Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því í umsögn til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að nokkrar ákvarðanir verði teknar um friðun Eyjafjarðar fyrir fiskeldi í sjó án þess að fyrst fari fram vísindalegar rannsóknir. 23.6.2020 13:04 Einn greindist með veiruna við landamæraskimun Einn greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun síðasta sólarhringinn. 23.6.2020 13:03 Samkomulag um þingfrestun í sjónmáli Umræðu um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára lauk í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. 23.6.2020 12:56 Kjaradeilu sjúkraliða og SFV til ríkissáttasemjara Máli Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Kjarasamningur deiluaðila rann út 31. mars 2019. 23.6.2020 12:38 Forsetaframbjóðandinn segir það bull og vitleysu að stuðningsmenn hans fari offari á samfélagsmiðlum Engar rannsóknir á meintri upplýsingaóreiðu nú í aðdraganda forsetakosninga. 23.6.2020 12:37 Virkni skjálftahrinunnar jókst lítillega í morgun Heldur dró úr virkni skjálftahrinunnar fyrir norðan í nótt en hún jókst skyndilega í morgun með skjálfta sem mældist 3,3 að stærð. Jarðskjálftarhrinan á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi hófst 19. júní. 23.6.2020 12:30 Árekstur við Garðatorg Árekstur bifhjóls og fólksbíls varð við Garðatorg í Garðabæ nú skömmu fyrir hádegi. 23.6.2020 12:08 Vordís kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands Vordís Eiríksdóttir forstöðumaður hjá Landsvirkjun var kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. 23.6.2020 11:54 Eins og kletturinn væri að detta undan höndunum á henni Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. 23.6.2020 11:48 Hæstiréttur sendir vinnuslys aftur í Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. 23.6.2020 10:58 Frosti telur sig heppinn að hafa ekki lent í klóm Þórhalls miðils Þórhallur miðill bauð Frosta Logasyni heim til sín eftir fráfall föður hans. 23.6.2020 10:40 Þau tala fyrir flokkana í eldhúsdagsumræðum í kvöld Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu umferð. 23.6.2020 10:34 Kynna nýja útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum Fundinum verður streymt beint á Vísi. 23.6.2020 10:00 Fimmtán milljóna sekt vegna Airbnb-útleigu Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018. 23.6.2020 09:21 Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23.6.2020 08:45 Handtóku tvo sem grunaðir eru um fíkniefnasölu Lögregla á Suðurnesjum handtók í síðustu viku tvo karlmenn sem staðnir voru að verki grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna. 23.6.2020 07:59 Þingfundi slitið laust eftir klukkan tvö í nótt Bryndís Haraldsdóttir varaforseti Alþingis sleit þingfundi laust eftir klukkan tvö í nótt þegar umræðum um annars vegar fimm ára samgönguáætlun og hins vegar fimmtán ára samgönguáætlun var frestað. 23.6.2020 07:18 Styrkur skjálftanna fer dvínandi Jarðhræringar héldu áfram í Tjörnesbrotabeltinu í nótt en styrkur skjálftanna út af Eyjafirði hefur farið dvínandi. 23.6.2020 06:29 Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22.6.2020 23:25 Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal. 22.6.2020 22:20 Segir alvarlegt að kjaradeila hjúkrunarfræðinga fari í gerðardóm Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. 22.6.2020 21:31 Veðurstofa varar við sjö stiga skjálfta en Ragnar býst við hámark sex stiga Veðurstofan varar við því að búast megi við skjálfta af stærðinni sjö. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur hins vegar ólíklegt að skjálfti í Eyjafjarðarálnum fari yfir sex stig. 22.6.2020 21:21 „Ég þorði ekki að segja neinum, ég vildi það ekki“ Gísli Már Helgason er Ólafsfirðingur og fimm barna faðir sem hefur búið í Svíþjóð síðastliðin 23 ár. Hann flutti frá Íslandi eftir röð áfalla sem gerðu það að verkum að honum fannst sér ekki vært þar lengur og vildi komast burt í nýtt umhverfi. 22.6.2020 20:01 Telur of snemmt að tala um málþóf: „Það er heilmikið ósagt í þessum málum“ Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. 22.6.2020 18:45 Aðalheiður verður fréttastjóri Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir hefur verið ráðin í starf fréttastjóra á ritstjórn blaða- og vefútgáfu Fréttablaðsins. 22.6.2020 18:09 Besta vörnin við lúsmýi sérstök flugnanet Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. 22.6.2020 18:03 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars farið yfir jarðskjálftahrinuna sem hefur verið út af Norðurlandi síðan á föstudag. Þá verður fjallað um sögulegt samkomulag sem afstýrði verkfalli hjúkrunarfræðinga á síðustu stundu og margt fleira. 22.6.2020 18:00 „Hryggur og reiður“ og sakar meirihluta fjárlaganefndar um ritskoðun Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um meirihluta fjárlaganefndar í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingis í dag. 22.6.2020 17:53 Dæmdur fyrir að fróa sér á almannafæri Maðurinn kvaðst hafa verið að kasta af sér þvagi. Eins sagðist hann hafa verið ofurölvi þegar atvikið átti sér stað. 22.6.2020 17:39 Fundi flugfreyja og Icelandair lokið Fundi samninganefnda flugfreyja og Icelandair er nú lokið. Hann hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni klukkan 9:30 í morgun. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan hálf tíu. 22.6.2020 17:07 Hildur segir Þórdísi Lóu úti á túni í sínum málflutningi Þórdís Lóa og Hildur Björnsdóttir takast hart á í málefnum borgarinnar. 22.6.2020 16:22 Rannsókn lokið og allir sektaðir nema einn Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á málum 11 einstaklinga sem grunaðir voru um brot á sóttvarnalögum með því að hafa ekki fylgt reglum um sóttkví er lokið. 22.6.2020 16:19 Tveir farþeganna í einangrun en níu með „gömul smit“ Af þeim ellefu sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun hér á landi eru aðeins tveir með virk smit og í einangrun. 22.6.2020 15:59 Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22.6.2020 15:28 Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22.6.2020 15:11 Segir af og frá að lögmenn greiði fyrir að vera á lista Afstöðu Guðmundur Ingi Þóroddsson segir ýmislegt gert til að bregða fæti fyrir Afstöðu vegna umdeilds lögmannalista. 22.6.2020 14:02 Svona var 78. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Fundurinn hófst klukkan 14. 22.6.2020 13:54 Dæmdur fyrir netsamskipti við „Erlu 2004“ Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni. 22.6.2020 13:38 Náði myndbandi af harkalegum bardaga tveggja karra Hlynur Vigfús Björnsson, íbúi á Bíldudal varð vitni að ansi ójöfnum leik í gærmorgun þegar karri, karlkyns rjúpa, gekk hreinlega frá öðrum karra í garðinum hjá Hlyni. 22.6.2020 13:16 Sjá næstu 50 fréttir
Kynntu 15 nýjar aðgerðir og 35 prósenta losunarsamdrátt Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. 23.6.2020 15:27
4,2 milljóna sekt fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu til greiðslu 4,2 milljóna króna sektar til ríkissjóðs vegna ítrekaðra umferðar- og fíkniefnalagabrota, sem og brot gegn vopnalögum. 23.6.2020 14:48
Fá miskabætur vegna húsleitar Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi maka manns sem handtekinn var fyrir kannabisræktun og þremur börnum hennar miskabætur eftir að lögregla gerði húsleit á heimili þeirra í tengslum við brot mannsins. 23.6.2020 14:42
Sóttu tvo eftir gassprengingu í tjaldi í Þórsmörk Tveir slösuðust eftir að minni gassprenging varð í tjaldi í Básum í Þórsmörk snemma í morgun. 23.6.2020 14:03
Svona er ný útgáfa aðgerðaáætlunar Íslands í loftslagsmálum Ný útgáfa aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu að Arnarhvoli klukkan 14:30 í dag. 23.6.2020 14:00
Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23.6.2020 13:08
Vilja fá vísindalegar rannsóknir áður en ákvörðun er tekin Bæjarráð Fjallabyggðar hafnar því í umsögn til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að nokkrar ákvarðanir verði teknar um friðun Eyjafjarðar fyrir fiskeldi í sjó án þess að fyrst fari fram vísindalegar rannsóknir. 23.6.2020 13:04
Einn greindist með veiruna við landamæraskimun Einn greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun síðasta sólarhringinn. 23.6.2020 13:03
Samkomulag um þingfrestun í sjónmáli Umræðu um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára lauk í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. 23.6.2020 12:56
Kjaradeilu sjúkraliða og SFV til ríkissáttasemjara Máli Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Kjarasamningur deiluaðila rann út 31. mars 2019. 23.6.2020 12:38
Forsetaframbjóðandinn segir það bull og vitleysu að stuðningsmenn hans fari offari á samfélagsmiðlum Engar rannsóknir á meintri upplýsingaóreiðu nú í aðdraganda forsetakosninga. 23.6.2020 12:37
Virkni skjálftahrinunnar jókst lítillega í morgun Heldur dró úr virkni skjálftahrinunnar fyrir norðan í nótt en hún jókst skyndilega í morgun með skjálfta sem mældist 3,3 að stærð. Jarðskjálftarhrinan á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi hófst 19. júní. 23.6.2020 12:30
Árekstur við Garðatorg Árekstur bifhjóls og fólksbíls varð við Garðatorg í Garðabæ nú skömmu fyrir hádegi. 23.6.2020 12:08
Vordís kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands Vordís Eiríksdóttir forstöðumaður hjá Landsvirkjun var kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. 23.6.2020 11:54
Eins og kletturinn væri að detta undan höndunum á henni Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. 23.6.2020 11:48
Hæstiréttur sendir vinnuslys aftur í Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. 23.6.2020 10:58
Frosti telur sig heppinn að hafa ekki lent í klóm Þórhalls miðils Þórhallur miðill bauð Frosta Logasyni heim til sín eftir fráfall föður hans. 23.6.2020 10:40
Þau tala fyrir flokkana í eldhúsdagsumræðum í kvöld Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu umferð. 23.6.2020 10:34
Kynna nýja útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum Fundinum verður streymt beint á Vísi. 23.6.2020 10:00
Fimmtán milljóna sekt vegna Airbnb-útleigu Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018. 23.6.2020 09:21
Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23.6.2020 08:45
Handtóku tvo sem grunaðir eru um fíkniefnasölu Lögregla á Suðurnesjum handtók í síðustu viku tvo karlmenn sem staðnir voru að verki grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna. 23.6.2020 07:59
Þingfundi slitið laust eftir klukkan tvö í nótt Bryndís Haraldsdóttir varaforseti Alþingis sleit þingfundi laust eftir klukkan tvö í nótt þegar umræðum um annars vegar fimm ára samgönguáætlun og hins vegar fimmtán ára samgönguáætlun var frestað. 23.6.2020 07:18
Styrkur skjálftanna fer dvínandi Jarðhræringar héldu áfram í Tjörnesbrotabeltinu í nótt en styrkur skjálftanna út af Eyjafirði hefur farið dvínandi. 23.6.2020 06:29
Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22.6.2020 23:25
Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal. 22.6.2020 22:20
Segir alvarlegt að kjaradeila hjúkrunarfræðinga fari í gerðardóm Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. 22.6.2020 21:31
Veðurstofa varar við sjö stiga skjálfta en Ragnar býst við hámark sex stiga Veðurstofan varar við því að búast megi við skjálfta af stærðinni sjö. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur hins vegar ólíklegt að skjálfti í Eyjafjarðarálnum fari yfir sex stig. 22.6.2020 21:21
„Ég þorði ekki að segja neinum, ég vildi það ekki“ Gísli Már Helgason er Ólafsfirðingur og fimm barna faðir sem hefur búið í Svíþjóð síðastliðin 23 ár. Hann flutti frá Íslandi eftir röð áfalla sem gerðu það að verkum að honum fannst sér ekki vært þar lengur og vildi komast burt í nýtt umhverfi. 22.6.2020 20:01
Telur of snemmt að tala um málþóf: „Það er heilmikið ósagt í þessum málum“ Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. 22.6.2020 18:45
Aðalheiður verður fréttastjóri Fréttablaðsins Aðalheiður Ámundadóttir hefur verið ráðin í starf fréttastjóra á ritstjórn blaða- og vefútgáfu Fréttablaðsins. 22.6.2020 18:09
Besta vörnin við lúsmýi sérstök flugnanet Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar. 22.6.2020 18:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars farið yfir jarðskjálftahrinuna sem hefur verið út af Norðurlandi síðan á föstudag. Þá verður fjallað um sögulegt samkomulag sem afstýrði verkfalli hjúkrunarfræðinga á síðustu stundu og margt fleira. 22.6.2020 18:00
„Hryggur og reiður“ og sakar meirihluta fjárlaganefndar um ritskoðun Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um meirihluta fjárlaganefndar í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingis í dag. 22.6.2020 17:53
Dæmdur fyrir að fróa sér á almannafæri Maðurinn kvaðst hafa verið að kasta af sér þvagi. Eins sagðist hann hafa verið ofurölvi þegar atvikið átti sér stað. 22.6.2020 17:39
Fundi flugfreyja og Icelandair lokið Fundi samninganefnda flugfreyja og Icelandair er nú lokið. Hann hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni klukkan 9:30 í morgun. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan hálf tíu. 22.6.2020 17:07
Hildur segir Þórdísi Lóu úti á túni í sínum málflutningi Þórdís Lóa og Hildur Björnsdóttir takast hart á í málefnum borgarinnar. 22.6.2020 16:22
Rannsókn lokið og allir sektaðir nema einn Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á málum 11 einstaklinga sem grunaðir voru um brot á sóttvarnalögum með því að hafa ekki fylgt reglum um sóttkví er lokið. 22.6.2020 16:19
Tveir farþeganna í einangrun en níu með „gömul smit“ Af þeim ellefu sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun hér á landi eru aðeins tveir með virk smit og í einangrun. 22.6.2020 15:59
Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22.6.2020 15:28
Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22.6.2020 15:11
Segir af og frá að lögmenn greiði fyrir að vera á lista Afstöðu Guðmundur Ingi Þóroddsson segir ýmislegt gert til að bregða fæti fyrir Afstöðu vegna umdeilds lögmannalista. 22.6.2020 14:02
Svona var 78. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Fundurinn hófst klukkan 14. 22.6.2020 13:54
Dæmdur fyrir netsamskipti við „Erlu 2004“ Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til kynferðislegrar áreitni gegn barni. 22.6.2020 13:38
Náði myndbandi af harkalegum bardaga tveggja karra Hlynur Vigfús Björnsson, íbúi á Bíldudal varð vitni að ansi ójöfnum leik í gærmorgun þegar karri, karlkyns rjúpa, gekk hreinlega frá öðrum karra í garðinum hjá Hlyni. 22.6.2020 13:16
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent