Fleiri fréttir

For­maður Fjöl­miðla­nefndar hefur fengið rúmar 15 milljónir frá ráðu­neyti Lilju

Einar Hugi Bjarnason sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði formann Fjölmiðlanefndar þvert á tillögu sérfræðinga ráðuneytisins er sagður hafa fengið fimmtán og hálfa milljón króna fyrir nefndarsetu og lögfræðiráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hann hefur seti í að minnsta kosti átta nefndum á vegum Framsóknarflokksins.

Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum

Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið.

„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“

Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 

Met slegið í útlánum Landsbanka til heimila

Landsbankinn lánaði heimilunum 25 milljarða króna í maí vegna húsnæðiskaupa og hefur aldrei lánað meira til þeirra í einum mánuði. Almenningur nýtir sér lækkun vaxta til skuldbreytinga og íbúðarkaupa.

„Óábyrgt að lofa að bæta hag allra, bara ef þeir kjósa mig“

Forseti Íslands fer ekki með fjárveitingarvald og það væri óábyrgt af þeim sem situr á Bessastöðum að lofa öllu fögru og segjast munu bæta hag allra bara ef þið kjósið mig,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands spurður um hlutverk forseta.

Alvarlegasta smithættan á djamminu

Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt.

Vilja reisa nýtt hús­næði Mennta­vísinda­sviðs innan fjögurra ára

Nýju húsnæði Háskóla Íslands sem áætlað er að rísi á svæði Vísindagarða skólans í Vatnsmýri á næstu fjórum árum er ætlað að verða framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu sem undirrituð var á ársfundi HÍ í hátíðarsal skólans í morgun.

Breyta um lit á sjúkrabílum

25 nýir sjúkrabílar munu sjást á götum landsins síðar í sumar. Þeir verða ekki eins og Íslendingar eru vanir sjúkrabílum heldur verða þeir gulir og grænir og mun það kallast Battenburg merking.

Framhaldsskólanemar vonsviknir með frumvarp um Menntasjóð

Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að frumvarp menntamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna hafi verið samþykkt á Alþingi í gær án þess að komið væri til móts við bóknámsnemendur í framhaldsskólum.

Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína

Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí.

Á íslensku í fyrsta sinn í hálfa öld

Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins og rafmagnsbylting í flugsamgöngum er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Lýsa áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga í ályktun sem það hefur sent samninganefnd ríkisins og tveimur ráðuneytum. Varar það við því að þjónusta eigi eftir að skerðast verulega ef til verkfalls kemur.

Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný

Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu.

Sjá næstu 50 fréttir