Fleiri fréttir

Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina

Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði.

Með gula hjálma í móttökunni

Mikið álag hefur verið á starfsfólki á Heilsugæslunni hér á landi undanfarnar vikur. Árleg inflúensa hefur verið á sínum stað í bland við almenn veikindi og svo bættist kórónuveiran við í febrúar og viðbúnaður vegna þeirra.

Gul viðvörun fyrir Austurland

Gul viðvörun er í gildi fyrir Austurland að Glettingi og á Austfjörðum og varir ástandið fram til klukkan tvö í dag.

Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum

Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis.

Töluvert berst af fyrirspurnum um afbókanir

Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni.

For­manns­slagur í Bænda­sam­tökunum

Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi, býður sig fram til formennsku í Bændasamtökum Íslands.

Landsþingi Viðreisnar frestað vegna kórónuveirunnar

Stjórn Viðreisnar hefur tekið ákvörðun um að landsþingi flokksins, sem fyrirhugað var dagana 14. og 15. mars verði frestað vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur vegna kórónuveirunnar hér á landi.

Segir Íslendinga og heimamenn í Madonna vera hina rólegustu

Íslenskur maður sem staddur er í Madonna á Ítalíu segir Íslendinga og heimamenn vera hina rólegustu vegna kórónuveirunnar. Hann vissi ekki að hann yrði sendur í sóttkví við heimkomu enda var svæðið ekki skilgreint sem hættusvæði þegar hann fór út.

Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest

Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“

Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf.

Sjá næstu 50 fréttir