Fleiri fréttir

Ljúka síður framhaldsskóla

Tæp 24 prósent ungmenna á aldrinum 18 til 22 ára með íslenskan bakgrunn hafa útskrifast úr skóla á framhaldsskólastigi.

Byggðarráð undrast seinagang ráðherra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra gagnrýnir seinagang Lilju Alfreðsdóttur sem hefur ekki staðfest Borðeyri sem verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru síðan sveitarstjórn óskaði eftir því við stjórnvöld.

Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný

Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum.

Efla eftirlit með útlendingum

Heimilt verður að leita að og bera kennsl á útlendinga sem hingað koma á grundvelli fingrafaraleitar í VIS-upplýsingakerfinu samkvæmt nýju reglugerðarákvæði sem dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar á samráðsvef stjórnvalda.

Undrast asa við frágang kjarasamninga

Formaður Eflingar segir að félagið hafi verið í virkum samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu fyrir undirskrift. Náðst hafi fram mikilvæg atriði á lokametrunum. Ekki sátt um auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum.

Vantar enn 200 þúsund ferðamenn

Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair.

Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör

Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa.

Sátt við að launin hækki ekki að sinni

Maður í lægsta launaflokki er sáttur við krónutöluhækkun kjarasamninga. Háskólamenntuð kona er ánægð fyrir hönd þeirra lægstlaunuðu og segist vera sátt við að laun hennar hækki ekki að sinni.

Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra

Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Seðlabankastjóri segir að aðilar vinnumarkaðrins hafi gert mistök með því að setja ákvæði um vaxtalækkun í kjarasamninga. Ákvæðið sé óheppilegt og gæti leitt til þess að minna svigrúm verði til vaxtalækkana.

Dregur úr trúverðugleika seðlabankans

Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu.

Vilja halda aftur af gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga

Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga mælast til þess við sveitarfélögin að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu, umfram það sem þegar er komið til framkvæmda, og þá til að stuðla að verðstöðugleika.

Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans

Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson.

Málefni aldraðra eitt af stóru málum ársins

Stjórnvöld standa frammi fyrir þeirri staðreynd að meðalaldur fólks fer hækkandi með ári hverju. Mikil fjölgun hefur orðið í aldursflokki aldraðra og segir landlæknir málaflokkinn vera áskorun enda hafi lengi verið vandi á Landspítala.

Sjá næstu 50 fréttir