Fleiri fréttir

Búið að opna Hellisheiði

Vegurinn um Hellisheiði er hefur verið opnaður á nýjan leik en honum var lokað í morgun á meðan vinna stóð yfir við að fjarlægja olíuflutningabíl.

Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni.

Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst.

Hellisheiðin lokuð

Verið er að loka veginum yfir Hellisheiði meðan bíll er fjarlægður af svæðinu.

200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs

Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna.

Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum

Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur.

Ljósmyndir ársins 2018

Sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði í Smáralind í dag. Við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018.

Báturinn kominn í land

Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað og hann kominn til hafnar á Ísafirði.

Berjast við vatnsleka frá kælikerfi hjá PCC á Bakka

Starfsfólk PCC á Bakka merst nú við vatnsleka frá kælikerfi sem unnið er að við að laga. Í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins segir að ofn 1 hafi verið stöðugur í talsverðan tíma en ofn 2 til vandræða.

Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál

Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag.

Margar tilkynningar um verkfallsbrot

Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun.

Freyja heldur ótrauð áfram

Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin.

Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið

Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring.

Myndband frá falli skorsteinsins

Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var felldur í dag en fylgst var með herlegheitunum í beinni á Vísi, í fréttinni má sjá myndband frá framkvæmdunum.

Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna

Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verkfallsmál verða fyrirferðarmikil í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Sjá næstu 50 fréttir