Fleiri fréttir

Gylfi aðstoðar Benedikt áfram

Gylfi Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra.

Ætla að byggja hundruð íbúða

Byggingafélag námsmanna hyggst byggja 250 til 300 íbúðir á næstu árum og hefur vegna þess gefið út viljayfirlýsingu ásamt Reykjavíkurborg. Að því er fram kemur í tilkynningu er horft til fjögurra svæða.

Ítrekar óviðeigandi skilaboð

Maður sem grunaður er um að birta myndir af íslenskum ólögráða stúlkum á netinu og tengja við vændisvefsíður er grunaður um að halda uppteknum hætti.

Vilja frestun á lóð fyrir Heklu

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði lögðu til í gær að ekki yrði gengið frá viljayfirlýsingu um ráðstöfun á 24 þúsund fermetra lóð í Syðri-Mjódd til bílaumboðsins Heklu án útboðs fyrr en íbúum og ýmsum félögum á svæðinu hefur verið gefinn kostur á að gefa umsögn.

Fleiri útköll frá útlendingum

Símtöl sem bárust Neyðarlínunni frá útlenskum símanúmerum voru 3,37 prósent allra útkalla á síðasta ári. Þeim fjölgaði um fjórtán prósent frá árinu 2015 en þá voru þau 2,95 prósent útkalla. Árið 2014 voru þau 2,16 prósent útkalla.

Starfsvenja afrekssjóðs að rökstyðja ekki

Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði til sérsambanda sinna 150 milljónum samkvæmt gömlum reglum þar sem enginn rökstuðningur er á bak við hverja upphæð. Mikið rætt um ógagnsæi sjóðsins sem formaður hans segir viðtekna venju.

Eldri borgarar greiða ekki fasteignagjöld

Eigendur íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum sem orðnir eru sjötíu ára og eru ellilífeyrisþegar þurfa ekki að greiða af þeim fasteignagjöld. Áfram verða þó greidd þjónustugjöld. Bæjarráð hefur ákveðið að hafa þennan háttinn á líkt og verið hefur undanfarin ár.

Glittir í framkvæmdir við Landmannalaugar

Uppbygging í Landmannalaugum hefst í maí. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunnar og er ágangur ferðamanna þar mikill. Unnið eftir verðlaunatillögu frá 2014. "Megum ekki vera mikið seinni,“ segir oddviti Rangárþings ytra.

Vilja öruggt flug með sjúklinga

Byggðarráð Skagafjarðar vill að sveitarstjórinn fái fund með Isavia til að fara yfir nauðsynlegan búnað og umgjörð sem þarf á flugvellinum á Sauðárkróki til þess að tryggja öruggt sjúkraflug.

Rammaáætlun bíður á núllstillingu

Með nýjum kosningum var umfjöllun Alþingis um rammaáætlun núllstillt. Nýr umhverfisráðherra þarf að mæla fyrir málinu á nýjan leik, en segir of snemmt að segja til um í hvaða mynd það verður. Nýir ráðherrar deildu harkalega um m

Aðkallandi að ljúka framkvæmdum

Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur áhyggjur af tíðum umferðar­slysum á Reykjanesbraut. Í bókun sem samþykkt var í gær áréttaði ráðið mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur á brautinni án tafar.

Coca-Cola á Íslandi ekki skaðabótaskylt gagnvart manni sem kveðst hafa gleypt glerbrot við að drekka úr kókflösku

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en maðurinn höfðaði mál gegn fyrirtækinu vegna tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir en maðurinn hélt því fram að kókflaskan, sem hann keypti sér í apríl 2013 í sjoppunni á BSÍ, hefði verið gölluð þar sem í henni hefðu leynst glerbrot. Coca-Cola á Íslandi hafnaði kröfu mannsins og hélt því fram að útilokað væri að glerbrot hefði komist í flöskuna í framleiðsluferlinu.

Ferðamenn átti sig ekki á hættunni

Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við.

Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell

Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla.

Brynjar stofnar Félag fýlupúka

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins slær á létta strengi í Facebook-færslu en ýmsir eru ósáttir við ráðherraval flokksins.

Tók fimm áburðartegundir af skrá í fyrra

Matvælastofnun hefur birt skýrslu um eftirlit með áburði á árinu 2016 þar sem kemur meðal annars fram að fimm áburðartegundir hafi verið teknar af skrá í fyrra eftir efnamælingar.

Sjá næstu 50 fréttir