Fleiri fréttir

Verðtrygging áfram en tímalengd breytt

Ekki er unnið að afnámi verðtryggingar í fjármálaráðuneytinu, þrátt fyrir orð forsætisráðherra um annað. Lenging lágmarkstíma verðtryggðra lána í tíu ár og stytting úr 40 í 25 ár er til skoðunar. Mögulegt er að frumvarp komi fram í haust.

Starfsmenn fá bónusgreiðslur

Verkalýðsfélag Akraness og HB Grandi hafa náð samkomulagi um hækkun bónusgreiðslu starfsmanna HB Granda.

Syngja um ást og frið

Yfirfullt var í morgun í stærsta sal Hörpu við setningu Barnamenningarhátiðar.

Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni

"Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði.

Krummi í Kvennaskólanum

Hrafnspar hefur búið til laup á syllu við Kvennaskólann og fylgst er með þeim með vefmyndavél.

Aukið vísindasamstarf við Kína

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf.

Blekktar til að gerast ábyrgðarmenn

Dæmi eru um að konur af erlendum uppruna hafi gengist í ábyrgðir fyrir lán í þeirri trú að þær væru að votta undirskrift. Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna segir mikilvægt að efla túlkaþjónustu og upplýsa fólk betur.

Óvissa með áframhald gangagerðar

Vaðlaheiðargöngin eru full af vatni að austanverðu og enn kemur heitt vatn Eyjafjarðarmegin sem hamlar gangagreftri. Gangagerð mun tefjast um óákveðinn tíma á meðan verktakar bíða eftir að vatnsrennslið nái jafnvægi austanmegin.

Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala

Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent.

Sjá næstu 50 fréttir