Náttúrupassinn er dauður á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2015 13:36 Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa er dautt og verður ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi. Formaður nefndarinnar segir ráðherra hafa boðað aðrar leiðir til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða, en þær hafa enn ekki litið dagsins ljós. Frumvarp Ragnheiðrar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vægast sagt verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Frumvarpið hefur verið til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar hefur áður sagt að frumvarpið færi ekki út úr nefnd án mikilla breytinga. „Ég er sammála því sem fram kom hjá ráðherranum í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku að það er ólíklegt að við afgreiðum náttúrupassann á þessu þingi eins og hann lítur út í dag,“ segir Jón.Hvað verður þá um þá nauðsynlegu fjáröflun sem allir eru að tala um að þurfi til að byggja upp ferðamannastaði landsins? „Ráðherrann verður að svara því. Hún hefur málið til skoðunar og það er á hennar verksviði. Þannig að við göfum ekki fengið nein skilaboð ennþá um hvað hún hyggst gera í þeim efnum,“ segir Jón. Náttúrupassafrumvarpið eins og það var lagt fram sé hins vegar dautt. Náttúrupassinn átti að skila milljörðum króna á næstu árum til uppbyggingar ferðamannastaða, sem allir eru sammála um að sé nauðsynleg og jafnvel bráðaðkallandi, vegna vaxandi ágangs ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins. Mjög stuttur tími er eftir af vorþingi og formlegur frestur til að leggja fram þingmál án afbrigða runninn út. „Það er náttúrlega allt hægt hér á þinginu, sérstaklega ef það er sátt um málið, og um þetta mál hefur verið almenn sátt. Það er að segja um einhvers konar gjaldtöku. Þannig að ef koma fram einhverjar hugmyndir sem er víðtæk sátt um pólitískt, reikna ég með að þingið gæti brugðist við með þeim hætti að hægt væri að afgreiða það. En það eru auðvitað aðrar leiðir og þetta er ráðherrann væntanlega að skoða og hún verður að gefa upplýsingar um hvar það stendur í ráðuneytinu,“ segir Jón. Ef ekki takist sátt um aðrar leiðir á Alþingi á vorþinginu verði ekki mikið um nýjar fjárveitingar í þennan málaflokk eftir þessum leiðum. Alþingi Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira
Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa er dautt og verður ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi. Formaður nefndarinnar segir ráðherra hafa boðað aðrar leiðir til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða, en þær hafa enn ekki litið dagsins ljós. Frumvarp Ragnheiðrar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vægast sagt verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Frumvarpið hefur verið til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar hefur áður sagt að frumvarpið færi ekki út úr nefnd án mikilla breytinga. „Ég er sammála því sem fram kom hjá ráðherranum í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku að það er ólíklegt að við afgreiðum náttúrupassann á þessu þingi eins og hann lítur út í dag,“ segir Jón.Hvað verður þá um þá nauðsynlegu fjáröflun sem allir eru að tala um að þurfi til að byggja upp ferðamannastaði landsins? „Ráðherrann verður að svara því. Hún hefur málið til skoðunar og það er á hennar verksviði. Þannig að við göfum ekki fengið nein skilaboð ennþá um hvað hún hyggst gera í þeim efnum,“ segir Jón. Náttúrupassafrumvarpið eins og það var lagt fram sé hins vegar dautt. Náttúrupassinn átti að skila milljörðum króna á næstu árum til uppbyggingar ferðamannastaða, sem allir eru sammála um að sé nauðsynleg og jafnvel bráðaðkallandi, vegna vaxandi ágangs ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins. Mjög stuttur tími er eftir af vorþingi og formlegur frestur til að leggja fram þingmál án afbrigða runninn út. „Það er náttúrlega allt hægt hér á þinginu, sérstaklega ef það er sátt um málið, og um þetta mál hefur verið almenn sátt. Það er að segja um einhvers konar gjaldtöku. Þannig að ef koma fram einhverjar hugmyndir sem er víðtæk sátt um pólitískt, reikna ég með að þingið gæti brugðist við með þeim hætti að hægt væri að afgreiða það. En það eru auðvitað aðrar leiðir og þetta er ráðherrann væntanlega að skoða og hún verður að gefa upplýsingar um hvar það stendur í ráðuneytinu,“ segir Jón. Ef ekki takist sátt um aðrar leiðir á Alþingi á vorþinginu verði ekki mikið um nýjar fjárveitingar í þennan málaflokk eftir þessum leiðum.
Alþingi Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira