Hundrað sjúklingar bíða útskriftar Linda Blöndal skrifar 21. apríl 2015 19:30 Ekki er hægt að útskrifa um hundrað sjúklinga af Landspítalanum þar sem viðeigandi úrræði eru ekki til staðar. Nýting á sjúkrarúmum er langt yfir það sem ráðlagt er, segir Guðríður Katrín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs spítalans. Löng bið eftir útskriftÁ opnum fundi sem hjúkrunarráðið hélt í dag kom fram að í um hundrað sjúkrarúmum liggur fólk sem hægt er að útskrifa en pláss í viðeigandi úrræðum fyrir fólkið, til dæmis í endurhæfingu, heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimili, er ekki til staðar nema kannski eftir margra vikna bið. Illmögulegt er því að taka á móti nýjum sjúklingum nema á göngum spítalans. Yfir hundrað prósent nýting rúma„Það er bara þannig að það sem kemur inn þarf að fara aftur út og það gengur ekki alltaf svoleiðis fyrir sig. Það flæðir í raun bara yfir á spítalanum,” sagði Guðríður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að ástandið tengdist ekki verkföllum sem hafa sligað spítalann heldur hafi staðan skapast áður en til dæmis læknaverkfallið skall á. Spítalinn sé að jafnaði með yfir hundrað prósent nýtingu á rúmum. Langt umfram tilmæli LandlæknisLandlæknir mælist til þess að nýting sjúkrarúma fari ekki yfir 85 prósent, vegna öryggis sjúklinga. Utan spítalans eru hins vegar alls ekki næg úrræði fyrir þá sem þurfa að útskrifast og því má segja að um hundrað manns liggi fastir á spítalanum til lengri eða skemmri tíma. Margar vikur getur tekið fyrir sjúkling að útskrifast á viðeigandi stað.Allir tapaKostnaður við eitt sjúkrarúm er um hundrað þúsund krónur á sólarhring miðað við um 20 þúsund sem það myndi kosta fyrir rúm, til dæmis á hjúkrunarheimili. Eitt hundrað sjúkrarúm á einum sólarhring kosta því tíu milljónir á dag og því má segja að allir tapi á ástandinu.Aukin sókn af landsbyggðinni„Það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum og niðurskurður á landsbyggðinni eykur eftirspurn eftir þjónustu hér, eins og fæðingarþjónustu og í skurðaðgerðir og þess háttar. Við viljum heyra um lausnirnar núna,” segir Guðríður og bætir við að aðstæður séu erfiðar fyrir hjúkrunarfræðinga sem séu hreinlega að troða marvaða í vinnunni daglega. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira
Ekki er hægt að útskrifa um hundrað sjúklinga af Landspítalanum þar sem viðeigandi úrræði eru ekki til staðar. Nýting á sjúkrarúmum er langt yfir það sem ráðlagt er, segir Guðríður Katrín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs spítalans. Löng bið eftir útskriftÁ opnum fundi sem hjúkrunarráðið hélt í dag kom fram að í um hundrað sjúkrarúmum liggur fólk sem hægt er að útskrifa en pláss í viðeigandi úrræðum fyrir fólkið, til dæmis í endurhæfingu, heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimili, er ekki til staðar nema kannski eftir margra vikna bið. Illmögulegt er því að taka á móti nýjum sjúklingum nema á göngum spítalans. Yfir hundrað prósent nýting rúma„Það er bara þannig að það sem kemur inn þarf að fara aftur út og það gengur ekki alltaf svoleiðis fyrir sig. Það flæðir í raun bara yfir á spítalanum,” sagði Guðríður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir að ástandið tengdist ekki verkföllum sem hafa sligað spítalann heldur hafi staðan skapast áður en til dæmis læknaverkfallið skall á. Spítalinn sé að jafnaði með yfir hundrað prósent nýtingu á rúmum. Langt umfram tilmæli LandlæknisLandlæknir mælist til þess að nýting sjúkrarúma fari ekki yfir 85 prósent, vegna öryggis sjúklinga. Utan spítalans eru hins vegar alls ekki næg úrræði fyrir þá sem þurfa að útskrifast og því má segja að um hundrað manns liggi fastir á spítalanum til lengri eða skemmri tíma. Margar vikur getur tekið fyrir sjúkling að útskrifast á viðeigandi stað.Allir tapaKostnaður við eitt sjúkrarúm er um hundrað þúsund krónur á sólarhring miðað við um 20 þúsund sem það myndi kosta fyrir rúm, til dæmis á hjúkrunarheimili. Eitt hundrað sjúkrarúm á einum sólarhring kosta því tíu milljónir á dag og því má segja að allir tapi á ástandinu.Aukin sókn af landsbyggðinni„Það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum og niðurskurður á landsbyggðinni eykur eftirspurn eftir þjónustu hér, eins og fæðingarþjónustu og í skurðaðgerðir og þess háttar. Við viljum heyra um lausnirnar núna,” segir Guðríður og bætir við að aðstæður séu erfiðar fyrir hjúkrunarfræðinga sem séu hreinlega að troða marvaða í vinnunni daglega.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Sjá meira