Blekktar til að gerast ábyrgðarmenn viktoría hermannsdóttir skrifar 21. apríl 2015 10:00 Konurnar skrifuðu undir í þeirri trú að þær væru að gerast vottar en ekki að þær væru í persónulegri ábyrgð fyrir lánunum. NORDICPHOTOS/GETTY „Við brýnum fyrir þeim sem koma á námskeið til okkar að skrifa ekki undir neitt ef þau eru ekki viss um hvað það er. Hafa fyrst samband og fá aðstoð,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Dæmi eru um mál þar sem konur af erlendum uppruna hafa skrifað undir lánaábyrgðir á röngum forsendum, þar sem þeim hefur verið sagt, af aðilum sem þær hafa treyst, að þær hafi verið að votta undirskrift en séu hins vegar að gangast í ábyrgð fyrir lánum og hafa lent í talsverðum fjárhagsvandræðum vegna þess. Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögmaður hjá Bonafide lögmönnum, hefur haft tvö slík mál á sinni könnu þar sem þrjár konur koma við sögu. „Þær héldu að þær væru að undirrita sem vitundarvottar. Í öðru málinu var það gert í banka og í hinu voru pappírarnir undirritaðir heima,“ segir Elín. Í báðum tilfellum var verið að undirrita persónulega ábyrgð fyrir skyldmenni en konurnar stóðu í þeirri trú að þær væru að undirrita sem vitundarvottar en ekki að ganga í ábyrgð fyrir skuldum. Síðan hafi aðalskuldari lánsins hætt að borga og ábyrgðin fallið á þær.Elín Hrefna Ólafsdóttir, Margrét Steinarsdóttir og Anna Katarzyna Wozniczka.„Bankinn fór fram á fjárnám í öðru málinu og ætlaði að bjóða ofan af þeim 37 fermetra íbúð sem þær bjuggu báðar í. Þarna var sótt af ótrúlegum krafti að konum sem ekkert eiga,“ segir Elín en henni tókst að semja um málið fyrir þeirra hönd. „Það tók ár að koma í veg fyrir frekara tjón. Það eru örugglega miklu fleiri í þessari stöðu en þær sem tengjast þeim málum sem ég hef verið með því þær voru heppnar að hafa einhvern sem benti þeim á að þær gætu leitað sér aðstoðar,“ segir Elín og telur brýnt að fjármálastofnanir upplýsi þá sem skrifa undir slíkt að upplýsa viðkomandi um hvað sé verið að skrifa undir. Anna segir Samtökin hafa barist fyrir bættri túlkaþjónustu. Þær hafi heyrt dæmi um að fólk skrifi undir eitthvað sem það skilji ekki fyllilega og oft sé erfitt að fá aðstoð túlks. „Það er oft þannig að þær eru ekki að koma til okkar eða lögfræðings fyrr en þær eru búnar að skrifa undir,“ segir Anna. Hún segir brýnt að opinberar stofnanir og fyrirtæki fræði fólk og upplýsi hvað það sé að skrifa undir. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist einnig þekkja dæmi þess að fólk hafi skrifað undir eitthvað sem það hafi ekki fyllilega skilning á. Víða sé misbrestur á túlkaþjónustu. „Ég man ekki eftir að fólk hafi sagt mér að það hafi fengið túlkun um það hvað þetta raunverulega þýddi sem það var að skrifa undir, oft hefur það verið sá sem er að taka lánið sem hefur sagt hvað það þýddi að skrifa undir. Ég hef dæmi um fólk þar sem á einhvern hátt er búið að notfæra sér vanþekkingu þeirra á tungumálinu eða kerfinu, bága aðstöðu eða þvíumlíkt,“ segir Margrét. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
„Við brýnum fyrir þeim sem koma á námskeið til okkar að skrifa ekki undir neitt ef þau eru ekki viss um hvað það er. Hafa fyrst samband og fá aðstoð,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Dæmi eru um mál þar sem konur af erlendum uppruna hafa skrifað undir lánaábyrgðir á röngum forsendum, þar sem þeim hefur verið sagt, af aðilum sem þær hafa treyst, að þær hafi verið að votta undirskrift en séu hins vegar að gangast í ábyrgð fyrir lánum og hafa lent í talsverðum fjárhagsvandræðum vegna þess. Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögmaður hjá Bonafide lögmönnum, hefur haft tvö slík mál á sinni könnu þar sem þrjár konur koma við sögu. „Þær héldu að þær væru að undirrita sem vitundarvottar. Í öðru málinu var það gert í banka og í hinu voru pappírarnir undirritaðir heima,“ segir Elín. Í báðum tilfellum var verið að undirrita persónulega ábyrgð fyrir skyldmenni en konurnar stóðu í þeirri trú að þær væru að undirrita sem vitundarvottar en ekki að ganga í ábyrgð fyrir skuldum. Síðan hafi aðalskuldari lánsins hætt að borga og ábyrgðin fallið á þær.Elín Hrefna Ólafsdóttir, Margrét Steinarsdóttir og Anna Katarzyna Wozniczka.„Bankinn fór fram á fjárnám í öðru málinu og ætlaði að bjóða ofan af þeim 37 fermetra íbúð sem þær bjuggu báðar í. Þarna var sótt af ótrúlegum krafti að konum sem ekkert eiga,“ segir Elín en henni tókst að semja um málið fyrir þeirra hönd. „Það tók ár að koma í veg fyrir frekara tjón. Það eru örugglega miklu fleiri í þessari stöðu en þær sem tengjast þeim málum sem ég hef verið með því þær voru heppnar að hafa einhvern sem benti þeim á að þær gætu leitað sér aðstoðar,“ segir Elín og telur brýnt að fjármálastofnanir upplýsi þá sem skrifa undir slíkt að upplýsa viðkomandi um hvað sé verið að skrifa undir. Anna segir Samtökin hafa barist fyrir bættri túlkaþjónustu. Þær hafi heyrt dæmi um að fólk skrifi undir eitthvað sem það skilji ekki fyllilega og oft sé erfitt að fá aðstoð túlks. „Það er oft þannig að þær eru ekki að koma til okkar eða lögfræðings fyrr en þær eru búnar að skrifa undir,“ segir Anna. Hún segir brýnt að opinberar stofnanir og fyrirtæki fræði fólk og upplýsi hvað það sé að skrifa undir. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist einnig þekkja dæmi þess að fólk hafi skrifað undir eitthvað sem það hafi ekki fyllilega skilning á. Víða sé misbrestur á túlkaþjónustu. „Ég man ekki eftir að fólk hafi sagt mér að það hafi fengið túlkun um það hvað þetta raunverulega þýddi sem það var að skrifa undir, oft hefur það verið sá sem er að taka lánið sem hefur sagt hvað það þýddi að skrifa undir. Ég hef dæmi um fólk þar sem á einhvern hátt er búið að notfæra sér vanþekkingu þeirra á tungumálinu eða kerfinu, bága aðstöðu eða þvíumlíkt,“ segir Margrét.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira