Fleiri fréttir

Ljósmyndin af Collingwood?

Ábendingar um torfbæjarmyndina halda áfram að berast. Engin þó enn þess eðlis að hægt sé að skera úr um hvar staðurinn er á landinu.

Hafnfirðingar skoða dömubindasjálfsala

„Stúlkur og konur eru ekki alltaf með dömubindi á sér eða gleyma þeim. Í þeim aðstæðum væri nú gott að hafa sjálfsala sem selja dömubindi,“ segir ungmennaráð Hafnarfjarðar. Bæjarráðið hyggst kanna áhuga heildsala á því að koma upp dömubinda- og smokkasjálfsölum í bænum.

Hreindýraleiðsögumenn vilja ekki seinkun á veiðitímabilinu

Fulltrúar frá Félagi hreindýraleiðsögumanna sem mættu á fund atvinnunefndar Fljótsdalshéraðs eru ekki hrifnir af hugmyndum um að hefja veiði á hreinkúm ekki fyrr en 10. ágúst í stað 1. ágúst og lengja þá veiðitímabilið út september.

Börn fá fyrst pláss í leikskóla 30 mánaða

Börn í Hafnarfirði sem fædd eru í byrjun árs 2014 fá ekki leikskólapláss fyrr en haustið 2016. Börnin eru þá orðin rúmlega tveggja og hálfs árs. Foreldrar eru ekki sáttir og vilja skýr svör um stefnu bæjaryfirvalda.

Estrid Brekkan skipuð sendiherra

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur skipað Estrid Brekkan sendiráðunaut í embætti sendiherra frá 1. ágúst næstkomandi.

AFL efnir til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun

AFL Starfsgreinafélag hefur ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar hjá fyrirtækjum sem starfa sem undirverktakar hjá ALCOA Fjarðaáli við framleiðslu, viðhald og þjónustu.

Ekki í lagi að prjóna á bifhjóli

Lagt hefur verið bann við að hjóla af ásettu ráði á afturhjóli bifhjóls, eða að prjóna, samkvæmt nýjum breytingum á umferðarlögum.

Grunur um mansal í 37 málum frá 2012

Grunur um mansal kviknaði við vinnslu 37 mála hjá Útlendingastofnun og 30 mála hjá lögreglu. Eitt málanna snerti óþekktan fjölda fólks. Kristínarhús, neyðarathvarf fyrir grunuð mansalsfórnarlömb kostaði fimmtíu milljónir krónur.

Sársaukafull aðgerð en óumflýjanleg

Af um 180 starfsmönnum Vísis hf., á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi eru tíu atvinnulausir eftir að starfsemin var flutt til Grindavíkur fyrir réttu ári. Pétur H. Pálsson segir að tækniþróun og ytri aðstæður hafa gert aðgerðina óumflýjanlega.

Sumarþing ef með þarf til að ljúka húsnæðismálunum

Frumvörp velferðarráðherra um húsnæðismál eru á lokastigi. Tekin fyrir í ríkisstjórn í dag eða á þriðjudag. Ráðherra segir nauðsynlegt að ljúka málunum sem fyrst vegna mikilvægis þeirra fyrir vinnumarkaðinn.

20 milljónir söfnuðust

20 milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun UNICEF og Fatimusjóðs fyrir menntun sýrlenskra flóttabarna.

Aldrei fleiri stelpur í einu í rennismíðinni

Konur geta alls ekki síður en karlar unnið við rennismíði, segir kennslustjóri málm- og véltæknideildar Borgarholtsskóla. Þar stunda fimm ungar konur nám í rennismíði og ein í stál- og blikksmíði. Verði þær fyrir glósum svara þær fyrir sig.

Sjá næstu 50 fréttir