Fleiri fréttir Vatnshæð hélst óbreytt í nótt Vatnshæð og leiðni í Gígjukvísl á Skeiðarársandi hækkaði óvenju mikið í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Áin var dökk að lit og sumir segjast hafa fundið brennisteinslykt við brúna um fimmleytið í gærdag. 29.1.2012 09:42 Kýldur fyrir utan skemmtistað á Akureyri Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Akureyri laust fyrir klukkan fjögur í nótt grunaður um líkamsárás. Varðstjóri hjá lögreglu segir að maðurinn hafi kýlt annan mann fyrir utan skemmtistað í miðbænum með þeim afleiðingum að sá vankaðist og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn gisti fangageymslu og verður yfirheyrður þegar hann er búinn að sofa úr sér áfengisvímuna. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvunarakstur á Akureyri í nótt. 29.1.2012 09:30 Þrefaldur pottur eftir viku Enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður Lottópotturinn þvi þrefaldur næsta laugardag. Heppinn áskrifandi var einn með bónusvinninginn og fær hann í sinn hlut 245.650 kr. Tölur kvöldsins: 3 - 10 - 22 - 26 - 27 Bónustala: 32 Jóker: 9 - 2 - 1 - 4 - 3 28.1.2012 20:12 Leið Hagsmunasamtaka heimilanna óraunhæf að mati ráðherra Forsætisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar sýna að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna lækkun allra íbúðaskulda séu því miður ekki raunhæfar. Hins vegar sé unnið að málefnum þeirra sem fengu svokölluð lánsveð. Þá sé verið að skoða afnám verðtryggingar í áföngum. 28.1.2012 19:40 Jóhanna ætlar að ákveða sig þegar nær dregur kosningum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, útilokar ekki að hún gefi áfram kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar, en tillaga níu flokksmanna um að flýta landsfundi flokksins var dregin til baka á flokksstjórnarfundi. 28.1.2012 19:28 Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28.1.2012 18:58 Bænastundir vegna sjóslyssins Bænastundir voru haldnar vegna sjóslyssins við Noregsstrendur í Grafarvogskirkju og Ytri-Njarðvíkurkirkju í gær. Viðstöddum var gefinn kostur á að tendra ljós og biðja fyrir þeim fjölskyldum sem urðu fyrir áfalli vegna slyssins. Maðurinn sem komst lífs af úr sjóslysinu kom heim til Íslands í gær, en þrír eru taldir af. 28.1.2012 18:38 Björguðu vélsleðamanni Björgunarsveit frá Hvammstanga var kölluð út á fjórða tímanum í dag þegar tilkynning barst um slasaðan vélsleðamann. Hafði hann ekið fram af snjóhengju í suðurhluta Vatnsnesfjalls fyrir ofan Hvammstanga. 28.1.2012 17:53 Mugison í bandarískum sjónvarpsþætti Tónlistarmaðurinn Mugison er nú staddur í Denver í Bandaríkjunum á vegum flugfélagsins Icelandair sem mun hefja áætlunarflug þangað frá og með 10. maí á þessu ári. 28.1.2012 16:31 Tillagan dregin til baka "Við féllum frá henni, það var í rauninni búið að ná fram tilgangnum að okkar mati,“ segir Andrés Jónsson, sem var einn af níu flutningsmönnum tillögu um að flýta landsfundi flokksins fram á vor. Flutningsmennirnir drógu tillöguna til baka síðdegis í dag. 28.1.2012 15:56 Páll svarar Davíð fullum hálsi Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir að skrif Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, í Reykjavíkurbréfi blaðsins um síðustu helgi fela í sér svo mikla mannfyrirlitningu, forheimskun og heift að undrun sætir. 28.1.2012 14:20 Níu þúsund Kínverjar ferðuðust til Íslands Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. 28.1.2012 14:00 Vatnsleki á Vesturgötu Tilkynnt var um vatnsleka í íbúðarhúsi á Vesturgötu í Reykjavík í morgun en heitt vatn flæddi þar um gólf íbúðarinnar. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi að töluvert tjón hafi orðið af lekanum en ekki er vitað nákvæmlega hvaðan lekinn kom. 28.1.2012 13:42 Náði að forða sér út í tæka tíð Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um eld í fólksbíl á Salavegi í Kópavogi um hádegisbilið í dag. Bíllinn brann til kaldra kola en eldurinn kom upp þegar bílstjórinn var að keyra í rólegheitum á götunni. Hann náði að forða sér út í tæka tíð og varð því ekki meint af. Eldsupptök eru óljós. 28.1.2012 13:39 Íslenskir húðdropar slá í gegn í Frakklandi Fjallað var íslensku húðdropana frá Sif Cosmetics á frönsku stöðinni France 2 í morgun. Þáttastjórnandinn lofaði vöruna í hástert og sagðist hafa séð greinileg áhrif hjá sér og vinum sínum. Umfjöllunin í morgun olli því að varan seldist strax upp í tískuvöruversluninni Colette í París og vefsíða dreifiaðilans í Frakklandi hrundi vegna álags. Í innslagi stöðvarinnar má sjá viðtal við forstjóra fyrirtækisins og forsetafrúnna, Dorrit Moussaieff. 28.1.2012 13:09 Jóhanna: Þurfum ekki að kvíða kosningum á næsta ári Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun að Samfylkingin gæti óhrædd lagt verk sín í dóm kjósenda í næstu kosningum takist ríkisstjórninni að klára stór mál sem nú eru í farvatninu en níu flokksfélagar hennar krefjast þess að landsfundi verði flýtt og að kosið verði að nýju um forystu flokksins. 28.1.2012 12:08 Hellisheiðin opin Búið er að opna Hellisheiðina og Þrengslin, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Í uppsveitum á Suðurlandi er þó töluverð hálka en þungfært er á örfáum sveitavegum. 28.1.2012 11:19 Mynd af snjóflóði í Skutulsfirði Engan sakaði þegar snjófljóð féll í Skutulsfirði austan megin í Engidal við Kirkjubæ í nótt. Flóðið fór yfir veginn og er hann ófær. Þá hefur Höfði í Hnífsdal verið rýmdur vegna snjóflóðahættu. Töluverður snjór er í fjöllunum en hann er nú farinn að blotna með hlýnandi veðri. Þá hefur óvisstustigi verið lýst yfir á öllum norðanverðum Vestfjörðum. 28.1.2012 11:01 Um sex þúsund tonn af sælgæti Í dag er laugardagur og þá bjóða margar verslanir upp á helmingsafslátt af nammi í sjálfsafgreiðslu. Almennt borðar hver íbúi að meðaltali um fjögur hundruð grömm af nammi á viku sem er mikið meira en önnur Norðurlönd samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Heildarframboð sælgætis á ári hverju hér á landi er um 6000 tonn. 28.1.2012 10:54 "Þetta er valdníðsla og einelti" "Ég er búinn að borga um 10 milljónir í lögfræðikostnað á þremur árum til þess að halda uppi mannréttindum - og ég er ekki hættur," segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætli ekki að endurnýja rekstrarleyfi staðanna eftir að borgarráð lagðist gegn veitingu leyfanna. 28.1.2012 10:19 Flokkstjórn fundar um landsfund í vor Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar í dag kl. 10 á Hótel Nordica en fyrir fundinum liggur tillaga frá nokkrum flokksmönnum flokkurinn haldi að nýju landsfund í vor, en aðeins örfáir mánuðir eru frá síðasta landsfundi. 28.1.2012 09:43 Farþegar eiga rétt á þjónustu Flugfarþegar eiga rétt á ákveðinni þjónustu af hálfu flugfélaga ef flugi þeirra seinkar eða því er aflýst vegna veðurs. 28.1.2012 10:00 Hellisheiðin lokuð Hellisheiði er enn lokuð eins og hún hefur verið frá því klukkan sjö í gærmorgun og ekki er vitað hvenær hægt verður að opna hana á ný. Þoka og ágætis veður er á svæðinu en ástæða lokunarinnar er að ekki hefur tekist að ryðja veginn eftir óveðrið í gær vegna bíla sem voru yfirgefnir á heiðinni. 28.1.2012 09:39 Monte Carlo og Mónakó lokað Lögregustjóri höfuðborgarsvæðisins hafnar því að endurnýja rekstrarleyfi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó sem báðir eru við Laugaveg í Reykjavík. Borgarráð lagðist gegn veitingu leyfanna og vísar lögreglustjórinn til þess að hann geti ekki gengið gegn neikvæðri niðurstöðu borgarinnar sem umsagnaraðila. 28.1.2012 09:15 Bíða úrskurðar Persónuverndar Lýtalæknar munu ekki senda landlækni persónugreinanlegar upplýsingar um konur sem farið hafa í brjóstastækkunaraðgerðir á meðan þeir eru ekki fullvissir um að það sé heimilt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra lýtalækna. 28.1.2012 09:00 Rannsaka hvort kjör birgja standist lög Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. 28.1.2012 08:30 Borgin hjálpi skátum að kaupa Úlfljótsvatn Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir því að Reykjavíkurborg greiði fimm milljónir króna á ári næstu sex árin vegna láns sem sambandið fékk hjá Skógræktarfélagi Íslands til að greiða hlut sambandsins í Úlfljótsvatni. 28.1.2012 08:00 Framsókn skuldar 215 milljónir Framsóknarflokkurinn skuldar 215 milljónir króna, sem er 85 milljónir umfram eignir flokksins. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrir árið 2010 sem flokkurinn skilaði til Ríkisendurskoðunar í síðustu viku, hálfum fjórða mánuði eftir að skilafrestur var liðinn. Flokkurinn tapaði tæpum 1.600 þúsund krónum á síðasta ári, sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2009, þegar tapið nam tæpri 41 milljón króna. 28.1.2012 07:45 Blint í fjúkinu þegar vind hreyfði Veginum um Hellisheiði var í gær lokað vegna ófærðar í þriðja sinn í þessum mánuði. Lokunin tók gildi í gærmorgun, en heiðin hafði þá verið opnuð um nóttina eftir að hafa verið lokuð í nær sólarhring. Þar áður var henni lokað 10. janúar. 28.1.2012 07:00 Vilja kjósa um forystu Hávær krafa er innan Samfylkingarinnar um að kosið verði um forystu flokksins á aukalandsfundi. Tillaga liggur fyrir flokksstjórnarfundi um landsfund í vor en reynt er að ná sátt um fund í haust. Landsdómsmálið verður rætt á flokksstjórnarfundi sem hefst í dag. 28.1.2012 07:00 Afar jákvæðar fréttir fyrir þjóðarbúið allt Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur undirritað reglugerð þar sem endanlegt útgefið aflamark í loðnu er ákveðið í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. 28.1.2012 06:45 Fleiri makrílfundir boðaðir Ísland, ESB, Noregur og Færeyjar munu funda á ný um veiðar úr makrílstofninum í Norður-Atlantshafi í Reykjavík um miðjan næsta mánuð. 28.1.2012 05:00 Hæstiréttur vítir lögreglu og dómara Saksóknari í máli gegn grunuðum fíkniefnasmyglara lagði fyrir héraðsdóm upptöku af trúnaðarsamtali sakborningsins við verjanda sinn án þess að dómarar gerðu nokkra athugasemd við það. 28.1.2012 03:30 Forystuhlutverk í skugga efasemda Þróun almenningsviðhorfs í Þýskalandi er með þeim hætti að nánari samvinna og samruni Evrópuríkja þykir þar ekki lengur jafnsjálfsagt mál og verið hefur frá lokum seinna stríðs. Þetta kom fram í fyrirlestri Simons Bulmer, prófessors í Evrópufræðum við Sheffield-háskóla, í erindi hans á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær. 28.1.2012 03:00 Ræða sölu við Borgarbyggð Jóni Gnarr borgarstjóra hefur verið falið af borgarráði að ræða við forsvarsmenn Borgarbyggðar vegna óska þeirra um að selja af hlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum. 28.1.2012 02:30 Þrengslin opnuð - Hellisheiðin enn lokuð Þrengslin hafa verið opnuð, en Hellisheiðin er enn lokuð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 27.1.2012 22:07 Flick My Life vefsíða ársins - almannatengill tók við verðlaununum Tæplega sautján þúsund manns tóku þátt í atkvæðagreiðslu á Vísir.is vegna Nexpo-verðlaunanna. Flick My Life var kjörinn vefur ársins með 37 prósentum greiddra atkvæða. Leikur ársins var EVE-online og til gamans má geta að Moogies, nýr íslensku tölvuleikur, var kjörið App ársins. 27.1.2012 20:59 Rýmt vegna snjóflóðahættu á Ísafirði Lögreglustjórinn á Ísafirði í samráði við Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að láta rýma svæði undir Seljalandshlíð á Ísafirði (reitur 9) vegna snjóflóðahættu. 27.1.2012 20:40 Leoncie mælir með að gestir komi með lausafé á tónleikana Uppselt er á tónleika Leoncie á Gauk og Stöng annað kvöld og hefur aukatónleikum verið bætt við sem verða haldnir fyrr um kvöldið. Icey Spicey, eins og hún kallar sig, lofar sprengju. 27.1.2012 20:30 Bein útsending frá Nexpo-vefverðlaununum Bein útsending frá Nexpo-vefverðlaununum á efri hæð Sólon við Bankastræti hefst hér á Vísi klukkan 20. Mikil eftirvænting ríkir fyrir afhendingunni en síðustu vikur hefur farið fram kosning meðal almennings hér á Vísi þar sem bárust ríflega 16 þúsund atkvæði. 27.1.2012 20:23 Þrekvirki að lifa af fjögurra tíma vist í Noregshafi Eiríkur Ingi Jóhannsson vann mikið þrekvirki þegar hann komst lífs af frá sjóslysinu í Noregi. Hann var í þrjá og hálfan klukkutíma í sjónum í miklum öldugangi. Skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna segir þjálfun íslenskra sjómanna vera ómetanlega í slíkum aðstæðum. 27.1.2012 20:00 Um 80 björgunarsveitarmenn aðstoðuðu ökumenn í dag Björgunarsveitarmenn hafa hjálpað tugum ökumanna sem fest hafa bíla sína á Hellisheiðinni og í Þrengslunum í vitlausu veðri í dag. Heiðin er enn lokuð. 27.1.2012 19:00 Lægir suðvestan- og vestanlands undir kvöld Lægir suðvestan- og vestanlands undir kvöldið og dregur um leið mikið úr úrkomu. Almennt fer hlýnandi og hlánar á láglendi um suðvestan- og vestanvert landið og í kvöld og nótt einnig norðan og norðaustantil. Um leið og blotnar verða vegir víða flughálir. 27.1.2012 19:43 Líklega handleggsbrotinn á báðum höndum eftir árekstur Umferðarslys varð á Malarhöfða skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Tvær bifreiðar skullu saman. Alls voru fimm einstaklingar í báðum bílunum. Einn farþegi slasaðist nokkuð, líklega er hann brotinn á báðum höndum. 27.1.2012 17:46 Harður árekstur á Öxnadalsheiði Tveir bílar rákust saman á Öxnadalsheiði um þrjúleytið í dag. Fimm manns voru í öðrum bílnum, sem er pallbill, en fjórir í hinum bílnum. Það er fólksbíll. Fólkið í fólksbílnum var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús til skoðunar og aðhlynningar, en lögreglan telur að meiðsli séu ekki alvarleg. Þeir sem voru í pallbílnum sluppu ómeiddir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fólksbíllinn mikið skemmdur. 27.1.2012 16:34 Sjá næstu 50 fréttir
Vatnshæð hélst óbreytt í nótt Vatnshæð og leiðni í Gígjukvísl á Skeiðarársandi hækkaði óvenju mikið í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Áin var dökk að lit og sumir segjast hafa fundið brennisteinslykt við brúna um fimmleytið í gærdag. 29.1.2012 09:42
Kýldur fyrir utan skemmtistað á Akureyri Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Akureyri laust fyrir klukkan fjögur í nótt grunaður um líkamsárás. Varðstjóri hjá lögreglu segir að maðurinn hafi kýlt annan mann fyrir utan skemmtistað í miðbænum með þeim afleiðingum að sá vankaðist og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn gisti fangageymslu og verður yfirheyrður þegar hann er búinn að sofa úr sér áfengisvímuna. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvunarakstur á Akureyri í nótt. 29.1.2012 09:30
Þrefaldur pottur eftir viku Enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður Lottópotturinn þvi þrefaldur næsta laugardag. Heppinn áskrifandi var einn með bónusvinninginn og fær hann í sinn hlut 245.650 kr. Tölur kvöldsins: 3 - 10 - 22 - 26 - 27 Bónustala: 32 Jóker: 9 - 2 - 1 - 4 - 3 28.1.2012 20:12
Leið Hagsmunasamtaka heimilanna óraunhæf að mati ráðherra Forsætisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar sýna að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna lækkun allra íbúðaskulda séu því miður ekki raunhæfar. Hins vegar sé unnið að málefnum þeirra sem fengu svokölluð lánsveð. Þá sé verið að skoða afnám verðtryggingar í áföngum. 28.1.2012 19:40
Jóhanna ætlar að ákveða sig þegar nær dregur kosningum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, útilokar ekki að hún gefi áfram kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar, en tillaga níu flokksmanna um að flýta landsfundi flokksins var dregin til baka á flokksstjórnarfundi. 28.1.2012 19:28
Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28.1.2012 18:58
Bænastundir vegna sjóslyssins Bænastundir voru haldnar vegna sjóslyssins við Noregsstrendur í Grafarvogskirkju og Ytri-Njarðvíkurkirkju í gær. Viðstöddum var gefinn kostur á að tendra ljós og biðja fyrir þeim fjölskyldum sem urðu fyrir áfalli vegna slyssins. Maðurinn sem komst lífs af úr sjóslysinu kom heim til Íslands í gær, en þrír eru taldir af. 28.1.2012 18:38
Björguðu vélsleðamanni Björgunarsveit frá Hvammstanga var kölluð út á fjórða tímanum í dag þegar tilkynning barst um slasaðan vélsleðamann. Hafði hann ekið fram af snjóhengju í suðurhluta Vatnsnesfjalls fyrir ofan Hvammstanga. 28.1.2012 17:53
Mugison í bandarískum sjónvarpsþætti Tónlistarmaðurinn Mugison er nú staddur í Denver í Bandaríkjunum á vegum flugfélagsins Icelandair sem mun hefja áætlunarflug þangað frá og með 10. maí á þessu ári. 28.1.2012 16:31
Tillagan dregin til baka "Við féllum frá henni, það var í rauninni búið að ná fram tilgangnum að okkar mati,“ segir Andrés Jónsson, sem var einn af níu flutningsmönnum tillögu um að flýta landsfundi flokksins fram á vor. Flutningsmennirnir drógu tillöguna til baka síðdegis í dag. 28.1.2012 15:56
Páll svarar Davíð fullum hálsi Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segir að skrif Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, í Reykjavíkurbréfi blaðsins um síðustu helgi fela í sér svo mikla mannfyrirlitningu, forheimskun og heift að undrun sætir. 28.1.2012 14:20
Níu þúsund Kínverjar ferðuðust til Íslands Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. 28.1.2012 14:00
Vatnsleki á Vesturgötu Tilkynnt var um vatnsleka í íbúðarhúsi á Vesturgötu í Reykjavík í morgun en heitt vatn flæddi þar um gólf íbúðarinnar. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi að töluvert tjón hafi orðið af lekanum en ekki er vitað nákvæmlega hvaðan lekinn kom. 28.1.2012 13:42
Náði að forða sér út í tæka tíð Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um eld í fólksbíl á Salavegi í Kópavogi um hádegisbilið í dag. Bíllinn brann til kaldra kola en eldurinn kom upp þegar bílstjórinn var að keyra í rólegheitum á götunni. Hann náði að forða sér út í tæka tíð og varð því ekki meint af. Eldsupptök eru óljós. 28.1.2012 13:39
Íslenskir húðdropar slá í gegn í Frakklandi Fjallað var íslensku húðdropana frá Sif Cosmetics á frönsku stöðinni France 2 í morgun. Þáttastjórnandinn lofaði vöruna í hástert og sagðist hafa séð greinileg áhrif hjá sér og vinum sínum. Umfjöllunin í morgun olli því að varan seldist strax upp í tískuvöruversluninni Colette í París og vefsíða dreifiaðilans í Frakklandi hrundi vegna álags. Í innslagi stöðvarinnar má sjá viðtal við forstjóra fyrirtækisins og forsetafrúnna, Dorrit Moussaieff. 28.1.2012 13:09
Jóhanna: Þurfum ekki að kvíða kosningum á næsta ári Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun að Samfylkingin gæti óhrædd lagt verk sín í dóm kjósenda í næstu kosningum takist ríkisstjórninni að klára stór mál sem nú eru í farvatninu en níu flokksfélagar hennar krefjast þess að landsfundi verði flýtt og að kosið verði að nýju um forystu flokksins. 28.1.2012 12:08
Hellisheiðin opin Búið er að opna Hellisheiðina og Þrengslin, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Í uppsveitum á Suðurlandi er þó töluverð hálka en þungfært er á örfáum sveitavegum. 28.1.2012 11:19
Mynd af snjóflóði í Skutulsfirði Engan sakaði þegar snjófljóð féll í Skutulsfirði austan megin í Engidal við Kirkjubæ í nótt. Flóðið fór yfir veginn og er hann ófær. Þá hefur Höfði í Hnífsdal verið rýmdur vegna snjóflóðahættu. Töluverður snjór er í fjöllunum en hann er nú farinn að blotna með hlýnandi veðri. Þá hefur óvisstustigi verið lýst yfir á öllum norðanverðum Vestfjörðum. 28.1.2012 11:01
Um sex þúsund tonn af sælgæti Í dag er laugardagur og þá bjóða margar verslanir upp á helmingsafslátt af nammi í sjálfsafgreiðslu. Almennt borðar hver íbúi að meðaltali um fjögur hundruð grömm af nammi á viku sem er mikið meira en önnur Norðurlönd samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Heildarframboð sælgætis á ári hverju hér á landi er um 6000 tonn. 28.1.2012 10:54
"Þetta er valdníðsla og einelti" "Ég er búinn að borga um 10 milljónir í lögfræðikostnað á þremur árum til þess að halda uppi mannréttindum - og ég er ekki hættur," segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó á Laugavegi. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætli ekki að endurnýja rekstrarleyfi staðanna eftir að borgarráð lagðist gegn veitingu leyfanna. 28.1.2012 10:19
Flokkstjórn fundar um landsfund í vor Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar í dag kl. 10 á Hótel Nordica en fyrir fundinum liggur tillaga frá nokkrum flokksmönnum flokkurinn haldi að nýju landsfund í vor, en aðeins örfáir mánuðir eru frá síðasta landsfundi. 28.1.2012 09:43
Farþegar eiga rétt á þjónustu Flugfarþegar eiga rétt á ákveðinni þjónustu af hálfu flugfélaga ef flugi þeirra seinkar eða því er aflýst vegna veðurs. 28.1.2012 10:00
Hellisheiðin lokuð Hellisheiði er enn lokuð eins og hún hefur verið frá því klukkan sjö í gærmorgun og ekki er vitað hvenær hægt verður að opna hana á ný. Þoka og ágætis veður er á svæðinu en ástæða lokunarinnar er að ekki hefur tekist að ryðja veginn eftir óveðrið í gær vegna bíla sem voru yfirgefnir á heiðinni. 28.1.2012 09:39
Monte Carlo og Mónakó lokað Lögregustjóri höfuðborgarsvæðisins hafnar því að endurnýja rekstrarleyfi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó sem báðir eru við Laugaveg í Reykjavík. Borgarráð lagðist gegn veitingu leyfanna og vísar lögreglustjórinn til þess að hann geti ekki gengið gegn neikvæðri niðurstöðu borgarinnar sem umsagnaraðila. 28.1.2012 09:15
Bíða úrskurðar Persónuverndar Lýtalæknar munu ekki senda landlækni persónugreinanlegar upplýsingar um konur sem farið hafa í brjóstastækkunaraðgerðir á meðan þeir eru ekki fullvissir um að það sé heimilt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra lýtalækna. 28.1.2012 09:00
Rannsaka hvort kjör birgja standist lög Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. 28.1.2012 08:30
Borgin hjálpi skátum að kaupa Úlfljótsvatn Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir því að Reykjavíkurborg greiði fimm milljónir króna á ári næstu sex árin vegna láns sem sambandið fékk hjá Skógræktarfélagi Íslands til að greiða hlut sambandsins í Úlfljótsvatni. 28.1.2012 08:00
Framsókn skuldar 215 milljónir Framsóknarflokkurinn skuldar 215 milljónir króna, sem er 85 milljónir umfram eignir flokksins. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrir árið 2010 sem flokkurinn skilaði til Ríkisendurskoðunar í síðustu viku, hálfum fjórða mánuði eftir að skilafrestur var liðinn. Flokkurinn tapaði tæpum 1.600 þúsund krónum á síðasta ári, sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2009, þegar tapið nam tæpri 41 milljón króna. 28.1.2012 07:45
Blint í fjúkinu þegar vind hreyfði Veginum um Hellisheiði var í gær lokað vegna ófærðar í þriðja sinn í þessum mánuði. Lokunin tók gildi í gærmorgun, en heiðin hafði þá verið opnuð um nóttina eftir að hafa verið lokuð í nær sólarhring. Þar áður var henni lokað 10. janúar. 28.1.2012 07:00
Vilja kjósa um forystu Hávær krafa er innan Samfylkingarinnar um að kosið verði um forystu flokksins á aukalandsfundi. Tillaga liggur fyrir flokksstjórnarfundi um landsfund í vor en reynt er að ná sátt um fund í haust. Landsdómsmálið verður rætt á flokksstjórnarfundi sem hefst í dag. 28.1.2012 07:00
Afar jákvæðar fréttir fyrir þjóðarbúið allt Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur undirritað reglugerð þar sem endanlegt útgefið aflamark í loðnu er ákveðið í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. 28.1.2012 06:45
Fleiri makrílfundir boðaðir Ísland, ESB, Noregur og Færeyjar munu funda á ný um veiðar úr makrílstofninum í Norður-Atlantshafi í Reykjavík um miðjan næsta mánuð. 28.1.2012 05:00
Hæstiréttur vítir lögreglu og dómara Saksóknari í máli gegn grunuðum fíkniefnasmyglara lagði fyrir héraðsdóm upptöku af trúnaðarsamtali sakborningsins við verjanda sinn án þess að dómarar gerðu nokkra athugasemd við það. 28.1.2012 03:30
Forystuhlutverk í skugga efasemda Þróun almenningsviðhorfs í Þýskalandi er með þeim hætti að nánari samvinna og samruni Evrópuríkja þykir þar ekki lengur jafnsjálfsagt mál og verið hefur frá lokum seinna stríðs. Þetta kom fram í fyrirlestri Simons Bulmer, prófessors í Evrópufræðum við Sheffield-háskóla, í erindi hans á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær. 28.1.2012 03:00
Ræða sölu við Borgarbyggð Jóni Gnarr borgarstjóra hefur verið falið af borgarráði að ræða við forsvarsmenn Borgarbyggðar vegna óska þeirra um að selja af hlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum. 28.1.2012 02:30
Þrengslin opnuð - Hellisheiðin enn lokuð Þrengslin hafa verið opnuð, en Hellisheiðin er enn lokuð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 27.1.2012 22:07
Flick My Life vefsíða ársins - almannatengill tók við verðlaununum Tæplega sautján þúsund manns tóku þátt í atkvæðagreiðslu á Vísir.is vegna Nexpo-verðlaunanna. Flick My Life var kjörinn vefur ársins með 37 prósentum greiddra atkvæða. Leikur ársins var EVE-online og til gamans má geta að Moogies, nýr íslensku tölvuleikur, var kjörið App ársins. 27.1.2012 20:59
Rýmt vegna snjóflóðahættu á Ísafirði Lögreglustjórinn á Ísafirði í samráði við Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að láta rýma svæði undir Seljalandshlíð á Ísafirði (reitur 9) vegna snjóflóðahættu. 27.1.2012 20:40
Leoncie mælir með að gestir komi með lausafé á tónleikana Uppselt er á tónleika Leoncie á Gauk og Stöng annað kvöld og hefur aukatónleikum verið bætt við sem verða haldnir fyrr um kvöldið. Icey Spicey, eins og hún kallar sig, lofar sprengju. 27.1.2012 20:30
Bein útsending frá Nexpo-vefverðlaununum Bein útsending frá Nexpo-vefverðlaununum á efri hæð Sólon við Bankastræti hefst hér á Vísi klukkan 20. Mikil eftirvænting ríkir fyrir afhendingunni en síðustu vikur hefur farið fram kosning meðal almennings hér á Vísi þar sem bárust ríflega 16 þúsund atkvæði. 27.1.2012 20:23
Þrekvirki að lifa af fjögurra tíma vist í Noregshafi Eiríkur Ingi Jóhannsson vann mikið þrekvirki þegar hann komst lífs af frá sjóslysinu í Noregi. Hann var í þrjá og hálfan klukkutíma í sjónum í miklum öldugangi. Skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna segir þjálfun íslenskra sjómanna vera ómetanlega í slíkum aðstæðum. 27.1.2012 20:00
Um 80 björgunarsveitarmenn aðstoðuðu ökumenn í dag Björgunarsveitarmenn hafa hjálpað tugum ökumanna sem fest hafa bíla sína á Hellisheiðinni og í Þrengslunum í vitlausu veðri í dag. Heiðin er enn lokuð. 27.1.2012 19:00
Lægir suðvestan- og vestanlands undir kvöld Lægir suðvestan- og vestanlands undir kvöldið og dregur um leið mikið úr úrkomu. Almennt fer hlýnandi og hlánar á láglendi um suðvestan- og vestanvert landið og í kvöld og nótt einnig norðan og norðaustantil. Um leið og blotnar verða vegir víða flughálir. 27.1.2012 19:43
Líklega handleggsbrotinn á báðum höndum eftir árekstur Umferðarslys varð á Malarhöfða skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Tvær bifreiðar skullu saman. Alls voru fimm einstaklingar í báðum bílunum. Einn farþegi slasaðist nokkuð, líklega er hann brotinn á báðum höndum. 27.1.2012 17:46
Harður árekstur á Öxnadalsheiði Tveir bílar rákust saman á Öxnadalsheiði um þrjúleytið í dag. Fimm manns voru í öðrum bílnum, sem er pallbill, en fjórir í hinum bílnum. Það er fólksbíll. Fólkið í fólksbílnum var flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús til skoðunar og aðhlynningar, en lögreglan telur að meiðsli séu ekki alvarleg. Þeir sem voru í pallbílnum sluppu ómeiddir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fólksbíllinn mikið skemmdur. 27.1.2012 16:34