Fleiri fréttir Garðfuglaskoðun hefst í dag Í dag hefst árviss garðfuglaskoðun Fuglaverndar þar sem landsmenn eru hvattir til að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla í görðum sínum. 30.10.2011 12:42 Neyðarvistunin var yfirfull þegar unglingarnir voru handteknir Neyðarvistunin á Stuðlum var yfirfull í gærkvöld þegar þrír unglingar voru handteknir og gistu fangageymslur lögreglunnar. Ástæðan er sú að taka þurfti á móti einum af þeim einstaklingum sem hafði strokið af meðferðarheimilinu í Háholti. Unglingarnir komust yfir lykla eins starfsmannsins í gær og þegar þeir áttu að fara í ró ákváðu þeir að ráðast til atlögu. Starfsmenn reyndu að stöðva þá en þegar það gerðist tóku unglingarnir í sundur sófa sem er á Stuðlum og bjuggu sér til vopn úr honum. Þegar starfsmennirnir sáu að þeir réðu ekki við aðstæður ákváðu þeir að kalla til lögreglu. 30.10.2011 12:05 Niðurstaða Hæstaréttar kom ekki á óvart Niðurstaða Hæstaréttar á föstudaginn kemur ekki á óvart, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hæstiréttur staðfesti á föstudaginn þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavikur að neyðarlögin frá 6. október 2008 stæðust stjórnarskrá. Innlán í gamla Landsbankanum og Glitni skyldu teljast forgangskröfur umfram kröfur lánadrottna og hluthafa í bankanum. 30.10.2011 10:32 Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn sigruðu Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn sigruðu í kosningum til færeyska lögþingsins í gær. Báðir flokkarnir fengu átta þingmenn og bættu við sig fylgi frá síðustu kosningum. Nýi flokkurinn, Framsókn, fékk tvo þingmenn. Jafnaðarflokkurinn tapaði fylgi og fékk sex menn líkt og þjóðveldisflokkurinn sem tapaði fimm prósenta fylgi frá síðustu kosningum. Sjálfstýriflokkurinn fékk einn mann og Miðflokkurinn einn. 30.10.2011 09:43 Players lokað í nótt Lögreglan lokaði veitingastaðnum Players um þrjúleytið í nótt. Þegar staðnum var lokað hafði hann yfirfyllst af fólki. Töluverður hópur unglinga undir tilskyldum aldri hafði safnast fyrir inni á staðnum þegar honum var lokað. Eftir að staðnum var lokað safnaðist fólkið saman fyrir utan hann og kom margsinnis til stympinga þar fyrir utan sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af. 30.10.2011 09:35 Þrír vistmenn á Stuðlum handteknir Þrír unglingar sem vistaðir eru á meðferðarheimilinu Stuðlum, sem Barnaverndastofa rekur, voru handteknir rétt fyrir miðnætti og færðir í fangageymslur eftir að slagsmál brutust út á Stuðlum. Starfsmenn Stuðla munu ekki hafa ráðið við ástandið og því var ákveðið að kalla til lögregluna. Unglingarnir, sem eru fimmtán og sextán ára gamlir, eru enn í haldi lögreglunnar. Ákveðið verður síðar í dag, í samráði við barnaverndaryfirvöld hvað gert verður í málum unglinganna. 30.10.2011 09:12 Lottóspilari 17 milljónum ríkari Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins. Hann fær um 17,4 milljónir í sinn hlut. Lottóspilarinn keypti miðann á Olísstöðinni á Höfn í Hornafirði. Sjö spilarar voru með 4 réttar Jokertölur í réttri röð. Hver og einn fær 100 þúsund krónur í sinn hlut. 29.10.2011 19:47 Fjöldi fólks skoðaði Þór Fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður að höfn til þess að skoða varðskipið Þór sem kom til landsins í vikunni. Landhelgisgæslan áætlar að um fimm þúsund manns séu búnir að skoða skipið. Um 3500 manns lögðu leið sína niður að Miðbakka Reykjavíkurhafnar í dag þar sem varðskipið liggur við bryggju. Þrátt fyrir rigningu lét fólk það ekki á sig fá og stóð um stund í biðröð eftir að komast um borð. Skipið verður áfram opið til sýnis milli klukkan 13 og 17 á morgun. 29.10.2011 20:07 Staða Íslendinga sterkari í Icesave deilunni Lögmaður sem sat í Icesave samninganefndinni telur að staðfesting neyðarlaganna fyrir Hæstarétti í gær styrki málstað Íslendinga og dragi úr áhættu ef illa fer í Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum. 29.10.2011 18:31 Hanna ferju í staðin fyrir Herjólf Eimskip hefur látið hanna nýja ferju sem gæti hentað betur en Herjólfur til siglinga á millli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Herjólfur er of djúpristur, tekur á sig of mikinn vind, á erfitt með strauminn og hentar að ýmsu öðru leyti illa til siglinga. Eimskip, sem er rekstraraðili Herjólfs, óskaði eftir nýju hönnuninni eftir að Vegagerðin bað fyrirtækið um að leita að nýrri ferju sem gæti gagnast betur til siglinga á milli lands og Eyja en Herjólfur. 29.10.2011 17:45 Ég skrifa alvöru bókmenntir Útlendingar spyrja mig stundum hvort ég dragi ekki upp óþarflega dökka mynd af Íslendingum í mínum bókum,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur, sem hefur sérhæft sig í sögum af glæpum. „Ég hef svarað því til að Íslendingar séu fullfærir um að sjálfir og þurfi enga hjálp frá mér í þeim efnum,“ bætir hann við og hlær. 29.10.2011 15:00 Vara ferðamenn við að kaupa hvalkjöt í Leifsstöð Erlendir ferðamenn sem kaupa hvalkjöt í Leifsstöð og taka það með sér heim brjóta gegn alþjóðlegu viðskiptabanni með hvalaafurðir og gætu lent í fangelsi. Þetta kemur fram í umfjöllun þýska dagblaðsins Bild um málið. 29.10.2011 14:24 Steingrímur endurkjörinn formaður Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var endurkjörinn formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð á landsfundi flokksins í dag. Steingrímur hlaut tæplega 77% atkvæða. Tveir voru í framboði auk Steingríms, Margrét Pétursdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson. Margrét hlaut 15,7% atkvæða og Þorvaldur hlaut 7,6% atkvæða. Alls greiddu 208 atkvæði í kosningunum og voru 10 seðlar auðir eða ógildir. 29.10.2011 13:25 Nýjar eftirlitsmyndavélar settar upp í Reykjavík Reykjavíkurborg ætlar að verja 6,5 milljónum til þess að endurnýja myndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri lagði fram tillögu þessa efnis á borgarráðsfundi á fimmtudaginn, sem var samþykkt. 29.10.2011 13:21 Katrín verður varaformaður VG áfram Kosningu er lokið til formanns VG og er verið að telja atkvæði. Búast má við því að niðurstaða liggi fyrir klukkan korter í eitt. Þrír eru í framboði. Þá hefur verið lýst yfir framboðum í embætti varaformanns, ritara og gjaldkera flokksins og er einn maður í framboði til hvers embættis. Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til varaformanns, Sóley Tómasdóttir til ritara og Hildur Sveinsdóttir til gjaldkera. 29.10.2011 12:17 Segja sig úr VG Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason hafa ákveðið að segja sig úr VG. Lilja er ósátt við margt innan flokksins og hyggst stofna nýtt stjórnmálaafl. 29.10.2011 12:03 Enn skelfur í Mýrdalsjökli Þrír skjálftar urðu nærri Goðabungu í Mýrdalsjökli á tíunda tímanum í morgun. Sá snarpasti var 3,6 á Richter, en hann var töluvert djúpur eða á 5,9 kílómetra dýpi, samkvæmt mælum Veðurstofunnar. Annar var 2,4 á Richter og sá þriðji var 1,9 á Richter. Hinir tveir síðarnefndu voru öllu grynnri en sá fyrsnefndi. Töluverð virkni hefur verið á svæðinu undanfarnar vikur og mánuði. 29.10.2011 11:34 Rjúpnaskyttur komust til byggða Björgunarmenn úr björgunarsveitunum Brák og Heiðari fundu á tólfta tímanum í gær, skammt frá Hreðavatni, tvær rjúpnaskyttur sem leitað hafði verið að allt kvöldið. Þeir voru slæptir og þreyttir en eftir smá hressingu treystu þeir sér til að ganga með björgunarmönnunum í bíla sem biðu þeirra ofan við Hreðavatn. Gönguferðin var um ein og hálf klukkustund og voru björgunarmenn komnir heim til sín um þrjúleytið, samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitamönnum. 29.10.2011 10:09 Um 500 unglingar á landsmóti hjá kirkjunni Um 500 unglingar og leiðtogar eru samankomnir á landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar sem var sett á Selfossi í gærkvöld. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, setti landsmótið og þakkaði unglingunum fyrir gott starf og góðan hug. 29.10.2011 10:03 Stunginn í hálsinn Þrir unglingar, tveir piltar og ein stúlka, réðust óboðnir inn í teiti í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þegar gestir í teitinu hugðust vísa þeim þeim út brást annar pilturinn við með því að lemja einn gestinn með steikarpönnu í andlitið. Hinn pilturinn tók upp hníf og stakk einn gestinn í hálsinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um ástand hinna slösuðu. 29.10.2011 09:10 Eldhætta af lúpínu í byggð "Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður stórbruni þar sem lúpínan vex í miklu magni,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. "Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hættunni.“ 29.10.2011 06:00 Sveppi í bíó og reiðhjól í vinning Sjálfur Sveppi mun mæta á sérstaka sýningu á Algjörum Sveppa og töfraskápnum á morgun, 30. október, kl. 12 í Kringlubíói. Bíómiðinn gildir sem happdrætti og verða reiðhjólin sem Sveppi og félagar hjóla á í myndinni í vinning. 29.10.2011 05:45 Mikill hugur í rjúpnaskyttum Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær og eru leyfðar veiðar í alls níu daga fram til 27. nóvember. Rjúpnaskyttur fjölmenna í veiðiverslanir og birgja sig upp af skotum og öðrum nauðsynjum. 29.10.2011 05:30 Ísland staðurinn til að heimsækja 2012 Ferðaþjónusta Ísland og Reykjavík eru mest spennandi ferðamannastaðir heims árið 2012. Þetta er mat lesenda efnis frá fyrirtækinu Lonely Planet, sem er stærsti útgefandi ferðatengds efnis í heiminum. Stutt er síðan bandaríska tímaritið National Geographic valdi Ísland einnig mest spennandi áfangastaðinn 2012. 29.10.2011 04:30 Fyrirmæli voru ekki framkvæmanleg Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að afturkalla að hluta byggingarleyfi vegna breytinga við íbúðarhús á Laufásvegi hefur verið ógilt af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. 29.10.2011 04:00 Ótvíræður árangur hjá ríkisstjórninni Sjöundi landsfundur Vinstri grænna hófst á Akureyri í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, flutti setningarræðu þar sem hann leit yfir hið pólitíska svið. 29.10.2011 03:30 Þjónusta sérfræðilækna muni hækka um 15% á næsta ári Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. 29.10.2011 02:00 Sannkölluð bylting í öryggismálum Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gær. Koma skipsins boðar nýja tíma fyrir öryggismál í íslenskri landhelgi. Þór hefur tvöfalt meiri dráttargetu en gömlu skipin, Týr og Ægir, og hefur á að skipa mengunarvarnarbúnaði af fullkomnustu gerð. 28.10.2011 21:00 80 prósent einstæðra foreldrar eiga erfitt með að ná endum saman Einstæðir foreldrar hér á landi standa margir fjárhagslega illa en um áttatíu prósent þeirra eiga erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri Lífskjararannsókn. 28.10.2011 19:00 Segir marga vini og ættingja Bjarna Ben fara á landsfundinn Á fundi fulltrúaráðs þriggja sjálfstæðisfélaga í Garðabæ í gærkvöldi lagði Auður Finnbogadóttir, sjálfstæðismaður í Garðabæ, fram tillögu um að hún myndi taka sæti á landsfundinum, sem haldinn verður í næsta mánuði, í staðinn fyrir Þóru Margréti Baldvinsdóttur, eiginkonu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 28.10.2011 18:30 Hefði heldur betur sett strik í reikninginn ef lögin væru felld "Þetta er stór áfangi fyrir okkur. Skárra væri það nú,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann var inntur viðbragða vegna úrskurðar Hæstaréttar um neyðarlögin. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem úrskurðurinn var sá að lögin halda. 28.10.2011 17:52 Pottur gleymdist á eldavél Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu vegna tilkynningar um eld í íbúð á Háaleitisbrautinni. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél og þurfti að reykræsta íbúðina. Því er ekki jafn mikil hætta á ferð og í fyrstu var talið. 28.10.2011 18:00 Bjarni fagnar dómi Hæstaréttar en minnir á mál Geirs Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að nú verði ekki bornar frekari brigður á lögmæti neyðarlaganna fyrir dómstólum hér á landi. Bjarni minnir þó á að enn sé lokið landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en hann mælti fyrir neyðarlögunum á sínum tíma. 28.10.2011 17:18 Fimm mánaða skilorð fyrir vörslu barnakláms Karlmaður var dæmdur í fimm mánaðar fangelsi í héraðsdómi reykjaness í dag fyrir húsbrot og líkamsárás. Maðurinn ruddist í heimildarleysi inn í íbúðarhús með því að brjóta rúðu í útidyrahurð með tréskafti af exi og opna svo hurðina. Maðurinn réðst síðan á fyrrum tengdaföður sinn og hrinti honum þannig að hann féll á hurðarkarm, með þeim afleiðingum að hann hlaut tvo skurði á enni og einn skurð á nefrót. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hefur þrisvar sinnum áður verið gerst sekur um hegningarlagabrot. 28.10.2011 17:04 Rauði krossinn kaupir tvöþúsund svefnpoka Rauði kross Íslands hefur varið 6 milljónum króna úr neyðarsjóði sínum til kaupa á um 2200 svefnpokum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Tyrklandi á dögunum. Tugþúsundir manna eru heimilislausir eftir jarðskjálftann og vetur eru harðir á þessum slóðum, og því nauðsynlegt að koma sem flestum í skjól í bráðabirgðahúsnæði eða tjöldum. 28.10.2011 16:51 Ríkisstjórnin segir að óvissunni hafi verið eytt Ríkisstjórnin fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag þegar ljóst varð að neyðarlögin svokölluðu standa. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að með dómum Hæstaréttar hafi „óvissu um mikilvægt grundvallaratriði verið eytt.“ 28.10.2011 15:43 Stolnu Rolex-úrin líklega sett í sölu „Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. 28.10.2011 15:06 Segja fólk ganga niðurbrotið út af Alþingi vegna eineltis Margir hafa velt því fyrir sér undanfarin misseri hvort einelti tíðkist meðal þingmanna á Alþingi. Ísland í dag kafaði í málið í gær. „Það kemur oft fyrir að fólk gangi héðan niðurbrotið út, einelti þrífst á Alþingi," segir þingmaður Hreyfingarinnar. Aðrir segja þó einelti aðeins í hinum flokkunum, ekki þeirra. 28.10.2011 15:00 Buster var í spreng og fann kannabisrækt Fíkniefnahundurinn Buster rambaði á kannabisræktun í nótt. Lögreglumenn voru þá á ferð um um uppsveitir Árnessýslu og var Buster með í för. 28.10.2011 14:46 Dómarinn: Eini tilgangurinn var að fylgjast með ferðum Sivjar Eini tilgangur Þorsteins Húnbogasonar að koma staðsetningarbúnaði fyrir í bifreið sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir hafði til umráða, var að fylgjast með ferðum hennar. Þetta er niðurstaða dómara sem dæmdi Þorsteinn til greiðslu sektar upp á 270 þúsund krónur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28.10.2011 13:25 Þorsteinn dæmdur sekur í héraðsdómi - þarf að greiða sekt Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, var dæmdur sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur dag. 28.10.2011 13:01 Gefa út 20 íslenskar hljóðbækur fyrir jólin Nýtt útgáfufélag, Skynjun, hefur verið stofnað utan um framleiðslu hljóðbóka sem verða fáanlegar á vefnum Tónlist.is. Formleg opnun hljóðbókasvæðis Tónlist.is, sem er á slóðinni tonlist.is/audiobook, er 1. nóvember en nú þegar eru nokkrir titlar fáanlegir. 28.10.2011 12:30 Neyðarlögin fyrir Hæstarétt Hæstiréttur Íslands mun í dag klukkan tvö birta dómsniðurstöður í ellefu málum sem varða innistæður sparifjáreigenda og svokölluð heildsöluinnlán en í málunum reynir á stjórnskipulegt gildi neyðarlaganna, þ.e hvort neyðarlögin standist stjórnarskrá. 28.10.2011 11:56 Síbrotamaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Karl um þrítugt hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 24. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu hefur maðurinn ítrekað komið við sögu hjá lögreglu en hann var síðast handtekinn í fyrrinótt. „Þá ók kauði um á stolnum bíl og var auk þess í annarlegu ástandi,“ eins og segir í tilkynningu. 28.10.2011 11:46 Guðmundar- og Geirfinnsmál - fólk hvatt til að hafa samband Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði til að fara ofan í gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur nú tekið til starfa. Í fyrstunni er hópurinn að viða að sér gögnum og eru þeir sem telja sig búa yfir upplýsingum um málin hvattir til að hafa samband. 28.10.2011 11:06 Sjá næstu 50 fréttir
Garðfuglaskoðun hefst í dag Í dag hefst árviss garðfuglaskoðun Fuglaverndar þar sem landsmenn eru hvattir til að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla í görðum sínum. 30.10.2011 12:42
Neyðarvistunin var yfirfull þegar unglingarnir voru handteknir Neyðarvistunin á Stuðlum var yfirfull í gærkvöld þegar þrír unglingar voru handteknir og gistu fangageymslur lögreglunnar. Ástæðan er sú að taka þurfti á móti einum af þeim einstaklingum sem hafði strokið af meðferðarheimilinu í Háholti. Unglingarnir komust yfir lykla eins starfsmannsins í gær og þegar þeir áttu að fara í ró ákváðu þeir að ráðast til atlögu. Starfsmenn reyndu að stöðva þá en þegar það gerðist tóku unglingarnir í sundur sófa sem er á Stuðlum og bjuggu sér til vopn úr honum. Þegar starfsmennirnir sáu að þeir réðu ekki við aðstæður ákváðu þeir að kalla til lögreglu. 30.10.2011 12:05
Niðurstaða Hæstaréttar kom ekki á óvart Niðurstaða Hæstaréttar á föstudaginn kemur ekki á óvart, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hæstiréttur staðfesti á föstudaginn þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavikur að neyðarlögin frá 6. október 2008 stæðust stjórnarskrá. Innlán í gamla Landsbankanum og Glitni skyldu teljast forgangskröfur umfram kröfur lánadrottna og hluthafa í bankanum. 30.10.2011 10:32
Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn sigruðu Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn sigruðu í kosningum til færeyska lögþingsins í gær. Báðir flokkarnir fengu átta þingmenn og bættu við sig fylgi frá síðustu kosningum. Nýi flokkurinn, Framsókn, fékk tvo þingmenn. Jafnaðarflokkurinn tapaði fylgi og fékk sex menn líkt og þjóðveldisflokkurinn sem tapaði fimm prósenta fylgi frá síðustu kosningum. Sjálfstýriflokkurinn fékk einn mann og Miðflokkurinn einn. 30.10.2011 09:43
Players lokað í nótt Lögreglan lokaði veitingastaðnum Players um þrjúleytið í nótt. Þegar staðnum var lokað hafði hann yfirfyllst af fólki. Töluverður hópur unglinga undir tilskyldum aldri hafði safnast fyrir inni á staðnum þegar honum var lokað. Eftir að staðnum var lokað safnaðist fólkið saman fyrir utan hann og kom margsinnis til stympinga þar fyrir utan sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af. 30.10.2011 09:35
Þrír vistmenn á Stuðlum handteknir Þrír unglingar sem vistaðir eru á meðferðarheimilinu Stuðlum, sem Barnaverndastofa rekur, voru handteknir rétt fyrir miðnætti og færðir í fangageymslur eftir að slagsmál brutust út á Stuðlum. Starfsmenn Stuðla munu ekki hafa ráðið við ástandið og því var ákveðið að kalla til lögregluna. Unglingarnir, sem eru fimmtán og sextán ára gamlir, eru enn í haldi lögreglunnar. Ákveðið verður síðar í dag, í samráði við barnaverndaryfirvöld hvað gert verður í málum unglinganna. 30.10.2011 09:12
Lottóspilari 17 milljónum ríkari Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins. Hann fær um 17,4 milljónir í sinn hlut. Lottóspilarinn keypti miðann á Olísstöðinni á Höfn í Hornafirði. Sjö spilarar voru með 4 réttar Jokertölur í réttri röð. Hver og einn fær 100 þúsund krónur í sinn hlut. 29.10.2011 19:47
Fjöldi fólks skoðaði Þór Fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður að höfn til þess að skoða varðskipið Þór sem kom til landsins í vikunni. Landhelgisgæslan áætlar að um fimm þúsund manns séu búnir að skoða skipið. Um 3500 manns lögðu leið sína niður að Miðbakka Reykjavíkurhafnar í dag þar sem varðskipið liggur við bryggju. Þrátt fyrir rigningu lét fólk það ekki á sig fá og stóð um stund í biðröð eftir að komast um borð. Skipið verður áfram opið til sýnis milli klukkan 13 og 17 á morgun. 29.10.2011 20:07
Staða Íslendinga sterkari í Icesave deilunni Lögmaður sem sat í Icesave samninganefndinni telur að staðfesting neyðarlaganna fyrir Hæstarétti í gær styrki málstað Íslendinga og dragi úr áhættu ef illa fer í Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum. 29.10.2011 18:31
Hanna ferju í staðin fyrir Herjólf Eimskip hefur látið hanna nýja ferju sem gæti hentað betur en Herjólfur til siglinga á millli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Herjólfur er of djúpristur, tekur á sig of mikinn vind, á erfitt með strauminn og hentar að ýmsu öðru leyti illa til siglinga. Eimskip, sem er rekstraraðili Herjólfs, óskaði eftir nýju hönnuninni eftir að Vegagerðin bað fyrirtækið um að leita að nýrri ferju sem gæti gagnast betur til siglinga á milli lands og Eyja en Herjólfur. 29.10.2011 17:45
Ég skrifa alvöru bókmenntir Útlendingar spyrja mig stundum hvort ég dragi ekki upp óþarflega dökka mynd af Íslendingum í mínum bókum,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur, sem hefur sérhæft sig í sögum af glæpum. „Ég hef svarað því til að Íslendingar séu fullfærir um að sjálfir og þurfi enga hjálp frá mér í þeim efnum,“ bætir hann við og hlær. 29.10.2011 15:00
Vara ferðamenn við að kaupa hvalkjöt í Leifsstöð Erlendir ferðamenn sem kaupa hvalkjöt í Leifsstöð og taka það með sér heim brjóta gegn alþjóðlegu viðskiptabanni með hvalaafurðir og gætu lent í fangelsi. Þetta kemur fram í umfjöllun þýska dagblaðsins Bild um málið. 29.10.2011 14:24
Steingrímur endurkjörinn formaður Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var endurkjörinn formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð á landsfundi flokksins í dag. Steingrímur hlaut tæplega 77% atkvæða. Tveir voru í framboði auk Steingríms, Margrét Pétursdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson. Margrét hlaut 15,7% atkvæða og Þorvaldur hlaut 7,6% atkvæða. Alls greiddu 208 atkvæði í kosningunum og voru 10 seðlar auðir eða ógildir. 29.10.2011 13:25
Nýjar eftirlitsmyndavélar settar upp í Reykjavík Reykjavíkurborg ætlar að verja 6,5 milljónum til þess að endurnýja myndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri lagði fram tillögu þessa efnis á borgarráðsfundi á fimmtudaginn, sem var samþykkt. 29.10.2011 13:21
Katrín verður varaformaður VG áfram Kosningu er lokið til formanns VG og er verið að telja atkvæði. Búast má við því að niðurstaða liggi fyrir klukkan korter í eitt. Þrír eru í framboði. Þá hefur verið lýst yfir framboðum í embætti varaformanns, ritara og gjaldkera flokksins og er einn maður í framboði til hvers embættis. Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til varaformanns, Sóley Tómasdóttir til ritara og Hildur Sveinsdóttir til gjaldkera. 29.10.2011 12:17
Segja sig úr VG Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason hafa ákveðið að segja sig úr VG. Lilja er ósátt við margt innan flokksins og hyggst stofna nýtt stjórnmálaafl. 29.10.2011 12:03
Enn skelfur í Mýrdalsjökli Þrír skjálftar urðu nærri Goðabungu í Mýrdalsjökli á tíunda tímanum í morgun. Sá snarpasti var 3,6 á Richter, en hann var töluvert djúpur eða á 5,9 kílómetra dýpi, samkvæmt mælum Veðurstofunnar. Annar var 2,4 á Richter og sá þriðji var 1,9 á Richter. Hinir tveir síðarnefndu voru öllu grynnri en sá fyrsnefndi. Töluverð virkni hefur verið á svæðinu undanfarnar vikur og mánuði. 29.10.2011 11:34
Rjúpnaskyttur komust til byggða Björgunarmenn úr björgunarsveitunum Brák og Heiðari fundu á tólfta tímanum í gær, skammt frá Hreðavatni, tvær rjúpnaskyttur sem leitað hafði verið að allt kvöldið. Þeir voru slæptir og þreyttir en eftir smá hressingu treystu þeir sér til að ganga með björgunarmönnunum í bíla sem biðu þeirra ofan við Hreðavatn. Gönguferðin var um ein og hálf klukkustund og voru björgunarmenn komnir heim til sín um þrjúleytið, samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitamönnum. 29.10.2011 10:09
Um 500 unglingar á landsmóti hjá kirkjunni Um 500 unglingar og leiðtogar eru samankomnir á landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar sem var sett á Selfossi í gærkvöld. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, setti landsmótið og þakkaði unglingunum fyrir gott starf og góðan hug. 29.10.2011 10:03
Stunginn í hálsinn Þrir unglingar, tveir piltar og ein stúlka, réðust óboðnir inn í teiti í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þegar gestir í teitinu hugðust vísa þeim þeim út brást annar pilturinn við með því að lemja einn gestinn með steikarpönnu í andlitið. Hinn pilturinn tók upp hníf og stakk einn gestinn í hálsinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um ástand hinna slösuðu. 29.10.2011 09:10
Eldhætta af lúpínu í byggð "Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður stórbruni þar sem lúpínan vex í miklu magni,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. "Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hættunni.“ 29.10.2011 06:00
Sveppi í bíó og reiðhjól í vinning Sjálfur Sveppi mun mæta á sérstaka sýningu á Algjörum Sveppa og töfraskápnum á morgun, 30. október, kl. 12 í Kringlubíói. Bíómiðinn gildir sem happdrætti og verða reiðhjólin sem Sveppi og félagar hjóla á í myndinni í vinning. 29.10.2011 05:45
Mikill hugur í rjúpnaskyttum Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær og eru leyfðar veiðar í alls níu daga fram til 27. nóvember. Rjúpnaskyttur fjölmenna í veiðiverslanir og birgja sig upp af skotum og öðrum nauðsynjum. 29.10.2011 05:30
Ísland staðurinn til að heimsækja 2012 Ferðaþjónusta Ísland og Reykjavík eru mest spennandi ferðamannastaðir heims árið 2012. Þetta er mat lesenda efnis frá fyrirtækinu Lonely Planet, sem er stærsti útgefandi ferðatengds efnis í heiminum. Stutt er síðan bandaríska tímaritið National Geographic valdi Ísland einnig mest spennandi áfangastaðinn 2012. 29.10.2011 04:30
Fyrirmæli voru ekki framkvæmanleg Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að afturkalla að hluta byggingarleyfi vegna breytinga við íbúðarhús á Laufásvegi hefur verið ógilt af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. 29.10.2011 04:00
Ótvíræður árangur hjá ríkisstjórninni Sjöundi landsfundur Vinstri grænna hófst á Akureyri í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, flutti setningarræðu þar sem hann leit yfir hið pólitíska svið. 29.10.2011 03:30
Þjónusta sérfræðilækna muni hækka um 15% á næsta ári Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að nauðsynlegt sé að geta gert kröfu á sérfræðilækna um hvar þeir starfi á landinu og hvernig þeir hagi sínu starfi. Sérfræðilæknar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðnum. 29.10.2011 02:00
Sannkölluð bylting í öryggismálum Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gær. Koma skipsins boðar nýja tíma fyrir öryggismál í íslenskri landhelgi. Þór hefur tvöfalt meiri dráttargetu en gömlu skipin, Týr og Ægir, og hefur á að skipa mengunarvarnarbúnaði af fullkomnustu gerð. 28.10.2011 21:00
80 prósent einstæðra foreldrar eiga erfitt með að ná endum saman Einstæðir foreldrar hér á landi standa margir fjárhagslega illa en um áttatíu prósent þeirra eiga erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri Lífskjararannsókn. 28.10.2011 19:00
Segir marga vini og ættingja Bjarna Ben fara á landsfundinn Á fundi fulltrúaráðs þriggja sjálfstæðisfélaga í Garðabæ í gærkvöldi lagði Auður Finnbogadóttir, sjálfstæðismaður í Garðabæ, fram tillögu um að hún myndi taka sæti á landsfundinum, sem haldinn verður í næsta mánuði, í staðinn fyrir Þóru Margréti Baldvinsdóttur, eiginkonu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 28.10.2011 18:30
Hefði heldur betur sett strik í reikninginn ef lögin væru felld "Þetta er stór áfangi fyrir okkur. Skárra væri það nú,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann var inntur viðbragða vegna úrskurðar Hæstaréttar um neyðarlögin. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem úrskurðurinn var sá að lögin halda. 28.10.2011 17:52
Pottur gleymdist á eldavél Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu vegna tilkynningar um eld í íbúð á Háaleitisbrautinni. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél og þurfti að reykræsta íbúðina. Því er ekki jafn mikil hætta á ferð og í fyrstu var talið. 28.10.2011 18:00
Bjarni fagnar dómi Hæstaréttar en minnir á mál Geirs Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að nú verði ekki bornar frekari brigður á lögmæti neyðarlaganna fyrir dómstólum hér á landi. Bjarni minnir þó á að enn sé lokið landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en hann mælti fyrir neyðarlögunum á sínum tíma. 28.10.2011 17:18
Fimm mánaða skilorð fyrir vörslu barnakláms Karlmaður var dæmdur í fimm mánaðar fangelsi í héraðsdómi reykjaness í dag fyrir húsbrot og líkamsárás. Maðurinn ruddist í heimildarleysi inn í íbúðarhús með því að brjóta rúðu í útidyrahurð með tréskafti af exi og opna svo hurðina. Maðurinn réðst síðan á fyrrum tengdaföður sinn og hrinti honum þannig að hann féll á hurðarkarm, með þeim afleiðingum að hann hlaut tvo skurði á enni og einn skurð á nefrót. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hefur þrisvar sinnum áður verið gerst sekur um hegningarlagabrot. 28.10.2011 17:04
Rauði krossinn kaupir tvöþúsund svefnpoka Rauði kross Íslands hefur varið 6 milljónum króna úr neyðarsjóði sínum til kaupa á um 2200 svefnpokum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Tyrklandi á dögunum. Tugþúsundir manna eru heimilislausir eftir jarðskjálftann og vetur eru harðir á þessum slóðum, og því nauðsynlegt að koma sem flestum í skjól í bráðabirgðahúsnæði eða tjöldum. 28.10.2011 16:51
Ríkisstjórnin segir að óvissunni hafi verið eytt Ríkisstjórnin fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag þegar ljóst varð að neyðarlögin svokölluðu standa. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að með dómum Hæstaréttar hafi „óvissu um mikilvægt grundvallaratriði verið eytt.“ 28.10.2011 15:43
Stolnu Rolex-úrin líklega sett í sölu „Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. 28.10.2011 15:06
Segja fólk ganga niðurbrotið út af Alþingi vegna eineltis Margir hafa velt því fyrir sér undanfarin misseri hvort einelti tíðkist meðal þingmanna á Alþingi. Ísland í dag kafaði í málið í gær. „Það kemur oft fyrir að fólk gangi héðan niðurbrotið út, einelti þrífst á Alþingi," segir þingmaður Hreyfingarinnar. Aðrir segja þó einelti aðeins í hinum flokkunum, ekki þeirra. 28.10.2011 15:00
Buster var í spreng og fann kannabisrækt Fíkniefnahundurinn Buster rambaði á kannabisræktun í nótt. Lögreglumenn voru þá á ferð um um uppsveitir Árnessýslu og var Buster með í för. 28.10.2011 14:46
Dómarinn: Eini tilgangurinn var að fylgjast með ferðum Sivjar Eini tilgangur Þorsteins Húnbogasonar að koma staðsetningarbúnaði fyrir í bifreið sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir hafði til umráða, var að fylgjast með ferðum hennar. Þetta er niðurstaða dómara sem dæmdi Þorsteinn til greiðslu sektar upp á 270 þúsund krónur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28.10.2011 13:25
Þorsteinn dæmdur sekur í héraðsdómi - þarf að greiða sekt Þorsteinn Húnbogason, fyrrum sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, var dæmdur sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur dag. 28.10.2011 13:01
Gefa út 20 íslenskar hljóðbækur fyrir jólin Nýtt útgáfufélag, Skynjun, hefur verið stofnað utan um framleiðslu hljóðbóka sem verða fáanlegar á vefnum Tónlist.is. Formleg opnun hljóðbókasvæðis Tónlist.is, sem er á slóðinni tonlist.is/audiobook, er 1. nóvember en nú þegar eru nokkrir titlar fáanlegir. 28.10.2011 12:30
Neyðarlögin fyrir Hæstarétt Hæstiréttur Íslands mun í dag klukkan tvö birta dómsniðurstöður í ellefu málum sem varða innistæður sparifjáreigenda og svokölluð heildsöluinnlán en í málunum reynir á stjórnskipulegt gildi neyðarlaganna, þ.e hvort neyðarlögin standist stjórnarskrá. 28.10.2011 11:56
Síbrotamaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Karl um þrítugt hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 24. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu hefur maðurinn ítrekað komið við sögu hjá lögreglu en hann var síðast handtekinn í fyrrinótt. „Þá ók kauði um á stolnum bíl og var auk þess í annarlegu ástandi,“ eins og segir í tilkynningu. 28.10.2011 11:46
Guðmundar- og Geirfinnsmál - fólk hvatt til að hafa samband Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði til að fara ofan í gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur nú tekið til starfa. Í fyrstunni er hópurinn að viða að sér gögnum og eru þeir sem telja sig búa yfir upplýsingum um málin hvattir til að hafa samband. 28.10.2011 11:06