Fleiri fréttir Dró sér fé frá fólki á sambýli Ríkissaksóknari hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir að draga sér fé af bankareikningum tveggja heimilismanna á sambýli Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi. 22.6.2011 06:00 Íslenska hagkerfið á uppleið en enn ljón í veginum Ísland er hægt og rólega að leysa hagrænu vandamálin sem bankakreppan orsakaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um íslenska hagkerfið. Þar segir að vel hafi gengið að framfylgja áætlun íslenskra stjórnvalda og AGS og samdrætti hafi verið snúið í hagvöxt í lok síðasta árs. Þá sé útlit fyrir þriggja prósenta hagvöxt á næsta ári, sem byggi helst á fjárfestingum. 22.6.2011 05:00 "Borgin er að eyða tíma sínum í að berjast við vindmyllur“ "Ég er búinn að vera í þessum bransa í tuttugu ár, það er svo fjarri því að ég sé að fara loka," segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó við Laugaveg. 21.6.2011 20:24 75 ný störf vegna 200 milljóna frá ríkinu Sjötíu og fimm ný störf hafa orðið til vegna 200 milljóna króna sem ríkið veitti til að mæta samdrætti vegna kvótaniðurskurðar. Það slagar upp í helming af þeim störfum sem verða til við fyrsta áfanga Helguvíkur. 21.6.2011 19:12 Besti flokkurinn missir fylgi - Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig Fylgi Besta flokksins í borginni er í frjálsu falli samkvæmt nýrri könnun. Fjórflokkarnir bæta allir við sig fylgi en Sjálfstæðismenn mest. Sautján prósent borgarbúa treysta Jóni Gnarr. 21.6.2011 18:45 Lögreglan skrifaði skýrslu eftir að faðirinn fór að kanna málið Skýrsla lögreglu um andlát Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur var skrifuð fjórum og hálfum mánuði eftir að rannsókn lauk og ekki fyrr en að faðir hennar fór að grafast um málið. Lektor í refsirétti furðar sig á vinnubrögðum lögreglu. 21.6.2011 18:40 Tveimur mönnum bjargað af Esjunni Mönnunum tveimur, sem voru í sjálfheldu á Esjunni, hefur nú verið komið til bjargar, en björgunarsveitarmenn voru langt komnir upp í fjallið þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn. 21.6.2011 16:58 Hæstiréttur staðfestir tveggja ára dóm yfir íkveikjumanni Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Auðuni Þorgrími Þorgrímssyni fyrir að hafa borið eld að íbúð að Tryggvagötu í Reykjavík í janúar 2009. 21.6.2011 16:47 ASÍ samþykkir kjarasamningana Samninganefnd ASÍ hefur ákveðið að staðfesta gildistöku þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru þann fimmta maí síðastliðinn og hafa Samtök atvinnulífsins í dag einnig staðfest gildistöku samninganna. Samningarnir munu því gilda til 31.1 2014 með umsömdum endurskoðunarákvæðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Alþýðusambandinu en þar segir orðrétt: 21.6.2011 16:36 Björgunarsveit kölluð upp í Esjuna Kallað var í björgunarsveitina á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir skömmu þar sem tveir menn eru í sjálfheldu á Esjunni. Ekki er vitað hvert ástand mannanna er en björgunarsveitarmenn eru nú á leið upp í fjallið til að koma mönnunum til hjálpar. 21.6.2011 16:30 Kóngavegur á virta kvikmyndahátíð í Tékklandi Kvikmyndinni Kóngavegur í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í hinni virtu kvikmyndahátíð Karlovy Vary í Tékklandi sem hefst nú fyrstu vikuna í júlí. 21.6.2011 16:09 Hestamenn fá margvíslegan stuðning Landssamband hestamannafélaga, Landsmót hestamanna ehf. og Samskip hf. hafa undirritað víðtækan samstarfs- og styrktarsamning sem tekur til nokkurra af helstu viðburðum hestamennsku og hestaíþrótta til loka árs 2013, þar á meðal landsmóta, Íslandsmóta og bæði heimsmeistaramóts og Norðurlandamóts íslenskra hesta. Stuðningur Samskipa er með margvíslegum hætti, svo sem flutningar og flutningatengd þjónusta, verðlaunagripir, tæki og búnaður. Haraldur Þórarinsson, stjórnarformaður Landssambands hestamannafélaga og Landsmóts hestamanna ehf., og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, undirrituðu samstarfssamninginn. Haraldur segir að stuðningur Samskipa sé afar mikilvægur og hafi þau áhrif að auðveldara verði að halda niðri kostnaði við mótshald og útgerð landsliða, sem ella myndi lenda á hestamönnum og mótsgestum að greiða í formi hærri aðgangseyris og þátttökugjalda. Ásbjörn segir að Samskip horfi meðal annars til þess að íslenski hesturinn beri hróður lands og þjóðar víða um veröld og höfði til fjölda fólks á öllum aldri. Það sjáist best á því að um 11.500 manns manns stundi hestamennsku á Íslandi og um 60.000 manns innan alþjóðasamtaka íslenska hestsins í 19 þjóðlöndum og þremur heimsálfum. Hestamót hérlendis og erlendis séu fjöldasamkomur sem dragi sífellt að sér meiri athygli fólks, langt út fyrir raðir sjálfra iðkendanna. Samskip vilji leggja samtökum hestmanna lið og styrkja enn frekar öfluga starfsemi þeirra í þágu iðkenda hestaíþrótta og allra aðdáenda íslenska hestsins nær og fjær. Hestaíþróttaviðburðir sem samningurinn tekur til: Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði 2011 og í Reykjavík 2012, Íslandsmót fullorðinna á Selfossi 2011, Íslandsmót barna- og unglinga í Keflavík 2011, Íslandsmót fullorðinna á Vindheimamelum 2012, Íslandsmót barna- og unglinga á Hellu 2012, Hestadagar í Reykjavík 2012, ístölt landsliðsins í Skautahöllinni í Reykjavík heimsmeistaramótið í Austurríki 2012 og Norðurlandamótið 2013. 21.6.2011 15:22 Rafmagnslaust í 5 mínútur Rafmagnslaust varð í hluta Grafarvogs, Mosfellsbæjar og á Kjalarnesi laust eftir klukkan 14:30 í dag vegna bilunar í spenni í aðveitustöð við Korpu. Rafmagn var komið aftur á 5 mínútum síðar. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er verið að kanna orsakir bilunarinnar. 21.6.2011 15:14 Bótakröfu hafnað - hugar að málsókn Anna Kristín Ólafsdóttir hugar nú að málsókn í kjölfar höfnunar ríkislögmanns á 5 milljóna króna bótakröfu sem Anna Kristín lagði fram á þeim grundvelli að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karlmaður var ráðinn framyfir hana við ráðningu skrifstofustjóra í Forsætisráðuneytinu. 21.6.2011 15:14 SA staðfesta kjarasamninga Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að staðfesta gildistöku kjarasamninga frá 22. júní 2011 í samræmi við ákvæði kjarasamninganna sem undirritaðir voru 5. maí síðastliðinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SA. Þar segja samtökin að þau fallist á samingana, þrátt fyrir það sem SA telja vanefndir ríkisstjórnarinnar. 21.6.2011 14:52 Aukið umferðareftirlit við borgarmörkin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í sumar halda uppi auknu umferðareftirliti á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut í tengslum við umferðaröryggisáætlun. Meginmarkmiðið með eftirlitinu er að draga úr ökuhraða en jafnframt að tryggja eins og hægt er að vanbúin ökutæki séu ekki á ferð um þjóðvegi landsins. Eftirlitið stendur yfir alla daga en þungi þess verður þó yfir helgarnar þegar umferðin og þörfin er mest. Sérstaklega verður hugað að ljósabúnaði, skráningu og hleðslu ökutækja, tjaldvagna, fellihýsa og hjólhýsa. Einnig verður fylgst með því að hliðarspeglar ökutækja sem draga breiða eftirvagna séu samkvæmt reglum. Lögreglan hvetur ökumenn sem fyrr til aðgæslu og tillitssemi í umferðinni svo ekki þurfi að grípa til sekta og jafnvel kyrrsetningar tækja. Sent fyrir hönd Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21.6.2011 14:44 Níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Karlmaður frá Suðurnesjum var dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára dreng. Þá er hann dæmdur fyrir að gefa honum og öðrum sextán ára dreng, áfengi, en slíkt er ólöglegt samkvæmt áfengis- og barnaverndarlögum. 21.6.2011 14:06 Lamdi rangan mann fyrir að kalla félaga sína "þræla og górillur“ Karlmaður var sektaður í dag um 75 þúsund krónur fyrir að hafa slegið og sparkað í höfuð manns við skyndibitastaðinn Hlöllabáta í miðborg Reykjavíkur í júní árið 2009. Ástæðan var sú að hann taldi að fórnarlambið hefði kallað þeldökka félaga sína "svertingja, górillu og þræl“ eins og fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 21.6.2011 13:36 Leitað eftir hugmyndum um þróun Þingvalla Þingvallanefnd leitar eftir hugmyndum almennings um hvernig taka megi á móti þeim þúsundum Íslendinga og erlendra gesta sem á ári hverju vilja upplifa sérstöðu Þingvalla án þess að ganga á tækifæri komandi kynslóða til að njóta staðarins. 21.6.2011 12:41 26,7% bera lítið traust til Landlæknisembættis 26,7% landsmanna segjast bera lítið traust til Landslæknisembættisins samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var af MMR dagana 9.-15. júní. 21.6.2011 12:22 Dimmuborgir og Hverfjall friðuð Dimmuborgir og Hverfjall í Skútustaðahreppi verða friðlýst á morgun við hátíðlega athöfn. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna og mun athöfnin fara fram við rætur Hverfjalls og inni í Dimmuborgum 21.6.2011 11:52 Bubbi Morthens endurheimti þýfi fyrir Hugleik "Bubbi skipaði glæpónunum að senda þetta upp í Efstaleiti,“ segir rithöfundurinn Hugleikur Dagsson, sem endurheimti efnið sem var á tölvunni hans sem var stolið fyrir skömmu. 21.6.2011 11:46 Tveir sextán ára piltar lentu í vinnuslysi Tveir sextán ára gamlir drengir slösuðust í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Annar drengjanna flækti hanska í færibandi með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. 21.6.2011 10:59 Björgunarvestaþjófa leitað Brotist var inn í bílskúr við Kirkjubæjarbraut í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Þjófurinn stal fjórum björgunarvestum. 21.6.2011 10:55 Fimmtán ára handtekinn með fíkniefni í Vestmannaeyjum Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum í byrjun vikunnar. Lögreglan hafði afskipti af tveimur einstaklingum vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni á sér. 21.6.2011 10:49 Dagur hjólabrettisins haldinn hátíðlegur Dagurinn í dag er alþjóðlegur dagur hjólabrettisins og af því tilefni ætla áhugamenn um íþróttina, eða lífstílinn, að hittast við Hallgrímskirkju klukkan tólf í hádeginu og renna sér niður á Ingólfstorg. Brettafélag Reykjavíkur stendur fyrir viðburðinum hér á landi en um allan heim koma menn saman á þessum degi og renna sér. 21.6.2011 10:42 Mál Müller til ákæruvaldsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er búin að rannsaka kynferðisbrot, sem beinist að Margréti Múller heitinni, þegar hún var kennari við Landakotsskóla. Málið hefur verið sent ákærusviði að sögn Björgvin Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. 21.6.2011 10:10 Nýr sýningasalur opnar á Hornafirði Nýr sýningasalur Listasafns Hornafjarðar verður opnaður við hátíðlega athöfn þann 24. júní næstkomandi. Salurinn er til húsa í Gömlu Slökkvistöðina og verður opnunarsýningin á verkum Svavars Guðnasonar. 21.6.2011 09:57 Lögregla sökuð um að skilja mann tvívegis eftir í óbyggðum Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ríkissaksóknara gegn lögregluvarðstjóra á Selfossi sem hefur verið ákærður fyrir að fara offari í framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða sem stjórnandi lögregluaðgerðar. 21.6.2011 09:45 Áhöfn skorar á þingmenn Áhöfnin á fjölveiðiskipinu Barða frá Neskaupstað segir í áskorun til þingmanna, að allt tal um eflingu sjávarbyggða, í nýsamþykktu frumvarpi um stjórn fiskveiða, sé blekking, því til að auka veiðiheimildir á einum stað þurfi að minnka þær á öðrum. 21.6.2011 09:15 Ekið á kind og lamb við Patreksfjörð Ekið var á kind og lamb á þjóðveginum skammt frá Patreksfirði í gærkvöldi og drápust þau bæði. Það sem af er mánuðinum hefur lögreglunni á Vestfjörðum borist ellefu tilkynningar um slíkt, héðan og þaðan af öllu svæðinu, enda eru óvíða fjárheldar girðingar við þjóðvegina á Vestfjörðum. 21.6.2011 08:56 Borgarlistamaður útnefndur á morgun Borgarlistamaður Reykjavíkur 2011 verður útnefndur af borgarstjóranum í Reykjavík síðdegis á morgun. Athöfnin fer fram í Höfða klukkan fjögur. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur, gerir grein fyrir vali ráðsins á listamanninum og tónlistaratriði flytja félagar úr Caput, Tónlistarhópi Reykjavíkurborgar 2011. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Þeir einir listamenn koma til greina við útnefningu borgarlistamanns, sem búsettir eru í Reykjavík. Viðurkenningin borgarlistamaður hefur tíðkast síðan árið 1995 og kom þá í stað eins árs starfslauna. Hana hafa hlotið: 1995 Guðmunda Andrésdóttir, 1996 Jón Ásgeirsson, 1997 Hörður Ágústsson, 1998 Thor Vilhjálmsson, 1999 Jórunn Viðar, 2000 Björk, 2001 Kristján Davíðsson, 2002 Hörður Áskelsson, 2003 Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004 Hallgrímur Helgason, 2005 Rúrí og Páll Steingrímsson, 2006 Edda Heiðrún Backman, 2007 Ragnar Bjarnason, 2008 Þórarinn Eldjárn, 2009 Steinunn Sigurðardóttir 2010 Kristbjörg Kjeld. 21.6.2011 08:45 Þriggja ára stúlka slapp ómeidd úr bílveltu Þriggja ára stúlka slapp alveg ómeidd og afi hennar, á miðjum aldri, meiddist lítið þegar bíll þeirra fór út af Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi, valt og hafnaði ofan í skurði, langt frá veginum. Að söng lögreglunnar í Ólafsfirði er með ólíkindum hvað þau sluppu vel miðað við aðstæður og skemmdir á bílnum, en litla stúlkan var í góðum barnastól og afinn var með öryggisbelti. Ekki er ljóst hvað fór úrskeiðis við aksturinn. 21.6.2011 08:02 Næturfrost á hálendinu Næturfrost var víða á hálendinu í nótt og niður í byggðir á norðaustanverðu landinu. Kuldinn á hálendinu tefur fyrir að snjófannir bráðni þar af vegum, þannig að hálendisvegirnir eru lang flestir enn lokaðir. 21.6.2011 07:16 Vopnað rán í Reykjavík - ræningjans leitað Vopnað rán var framið í sólarhringsverslun í vesturhluta Reykjavíkur um klukkan hálf fjögur í nótt. Þjófurinn, sem var grímuklæddur, ógnaði starfsfólki með hnífi og hafði á brott með sér eitthvað af peningum úr peningakassanum. 21.6.2011 07:14 Segir enga þöggun um landnámskenningar Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. 21.6.2011 06:15 Vilja kjörna fulltrúa burt úr stjórn OR Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni. 21.6.2011 06:00 Iceland Express seint í 64 prósentum tilvika Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. 21.6.2011 06:00 Fyrirtækjarisi fjárfestir í íslensku vatni "Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. 21.6.2011 06:00 Í dag ræðst hvort kjarasamningar halda Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun um það í dag hvort kjarasamningarnir sem skrifað var undir í maí verða látnir gilda til þriggja ára eða einungis fram yfir næstu áramót. 21.6.2011 05:30 Skipverji með 4 kíló af amfetamíni Skipverji á Goðafossi situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um smygl á fjórum kílóum af amfetamíni til landsins. 21.6.2011 05:00 Ágreiningur um byggðaáherslurnar Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. 21.6.2011 05:00 178 útskrifaðir frá Keili Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs sem hefur aðsetur á Keflavíkurflugvelli, útskrifaði samtals 178 nemendur í vor, en útskriftir fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keili. 20.6.2011 16:17 FÍB ítrekar andstöðu við vegatolla Félag íslenskra bifreiðaeigenda gaf í dag út fréttatilkynningu þar sem þeir ítreka andstöðu sína við þær hugmyndir um einkavæðingu vegakerfisins og vegatolla á vegfarendur sem Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins berjast nú fyrir. 20.6.2011 15:25 Tekinn með fjögur kíló af amfetamíni Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmta júlí næstkomandi að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 20.6.2011 14:44 Sjá næstu 50 fréttir
Dró sér fé frá fólki á sambýli Ríkissaksóknari hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir að draga sér fé af bankareikningum tveggja heimilismanna á sambýli Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi. 22.6.2011 06:00
Íslenska hagkerfið á uppleið en enn ljón í veginum Ísland er hægt og rólega að leysa hagrænu vandamálin sem bankakreppan orsakaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um íslenska hagkerfið. Þar segir að vel hafi gengið að framfylgja áætlun íslenskra stjórnvalda og AGS og samdrætti hafi verið snúið í hagvöxt í lok síðasta árs. Þá sé útlit fyrir þriggja prósenta hagvöxt á næsta ári, sem byggi helst á fjárfestingum. 22.6.2011 05:00
"Borgin er að eyða tíma sínum í að berjast við vindmyllur“ "Ég er búinn að vera í þessum bransa í tuttugu ár, það er svo fjarri því að ég sé að fara loka," segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingastaðanna Monte Carlo og Mónakó við Laugaveg. 21.6.2011 20:24
75 ný störf vegna 200 milljóna frá ríkinu Sjötíu og fimm ný störf hafa orðið til vegna 200 milljóna króna sem ríkið veitti til að mæta samdrætti vegna kvótaniðurskurðar. Það slagar upp í helming af þeim störfum sem verða til við fyrsta áfanga Helguvíkur. 21.6.2011 19:12
Besti flokkurinn missir fylgi - Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig Fylgi Besta flokksins í borginni er í frjálsu falli samkvæmt nýrri könnun. Fjórflokkarnir bæta allir við sig fylgi en Sjálfstæðismenn mest. Sautján prósent borgarbúa treysta Jóni Gnarr. 21.6.2011 18:45
Lögreglan skrifaði skýrslu eftir að faðirinn fór að kanna málið Skýrsla lögreglu um andlát Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur var skrifuð fjórum og hálfum mánuði eftir að rannsókn lauk og ekki fyrr en að faðir hennar fór að grafast um málið. Lektor í refsirétti furðar sig á vinnubrögðum lögreglu. 21.6.2011 18:40
Tveimur mönnum bjargað af Esjunni Mönnunum tveimur, sem voru í sjálfheldu á Esjunni, hefur nú verið komið til bjargar, en björgunarsveitarmenn voru langt komnir upp í fjallið þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn. 21.6.2011 16:58
Hæstiréttur staðfestir tveggja ára dóm yfir íkveikjumanni Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Auðuni Þorgrími Þorgrímssyni fyrir að hafa borið eld að íbúð að Tryggvagötu í Reykjavík í janúar 2009. 21.6.2011 16:47
ASÍ samþykkir kjarasamningana Samninganefnd ASÍ hefur ákveðið að staðfesta gildistöku þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru þann fimmta maí síðastliðinn og hafa Samtök atvinnulífsins í dag einnig staðfest gildistöku samninganna. Samningarnir munu því gilda til 31.1 2014 með umsömdum endurskoðunarákvæðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Alþýðusambandinu en þar segir orðrétt: 21.6.2011 16:36
Björgunarsveit kölluð upp í Esjuna Kallað var í björgunarsveitina á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir skömmu þar sem tveir menn eru í sjálfheldu á Esjunni. Ekki er vitað hvert ástand mannanna er en björgunarsveitarmenn eru nú á leið upp í fjallið til að koma mönnunum til hjálpar. 21.6.2011 16:30
Kóngavegur á virta kvikmyndahátíð í Tékklandi Kvikmyndinni Kóngavegur í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur hefur verið boðið að taka þátt í hinni virtu kvikmyndahátíð Karlovy Vary í Tékklandi sem hefst nú fyrstu vikuna í júlí. 21.6.2011 16:09
Hestamenn fá margvíslegan stuðning Landssamband hestamannafélaga, Landsmót hestamanna ehf. og Samskip hf. hafa undirritað víðtækan samstarfs- og styrktarsamning sem tekur til nokkurra af helstu viðburðum hestamennsku og hestaíþrótta til loka árs 2013, þar á meðal landsmóta, Íslandsmóta og bæði heimsmeistaramóts og Norðurlandamóts íslenskra hesta. Stuðningur Samskipa er með margvíslegum hætti, svo sem flutningar og flutningatengd þjónusta, verðlaunagripir, tæki og búnaður. Haraldur Þórarinsson, stjórnarformaður Landssambands hestamannafélaga og Landsmóts hestamanna ehf., og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, undirrituðu samstarfssamninginn. Haraldur segir að stuðningur Samskipa sé afar mikilvægur og hafi þau áhrif að auðveldara verði að halda niðri kostnaði við mótshald og útgerð landsliða, sem ella myndi lenda á hestamönnum og mótsgestum að greiða í formi hærri aðgangseyris og þátttökugjalda. Ásbjörn segir að Samskip horfi meðal annars til þess að íslenski hesturinn beri hróður lands og þjóðar víða um veröld og höfði til fjölda fólks á öllum aldri. Það sjáist best á því að um 11.500 manns manns stundi hestamennsku á Íslandi og um 60.000 manns innan alþjóðasamtaka íslenska hestsins í 19 þjóðlöndum og þremur heimsálfum. Hestamót hérlendis og erlendis séu fjöldasamkomur sem dragi sífellt að sér meiri athygli fólks, langt út fyrir raðir sjálfra iðkendanna. Samskip vilji leggja samtökum hestmanna lið og styrkja enn frekar öfluga starfsemi þeirra í þágu iðkenda hestaíþrótta og allra aðdáenda íslenska hestsins nær og fjær. Hestaíþróttaviðburðir sem samningurinn tekur til: Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði 2011 og í Reykjavík 2012, Íslandsmót fullorðinna á Selfossi 2011, Íslandsmót barna- og unglinga í Keflavík 2011, Íslandsmót fullorðinna á Vindheimamelum 2012, Íslandsmót barna- og unglinga á Hellu 2012, Hestadagar í Reykjavík 2012, ístölt landsliðsins í Skautahöllinni í Reykjavík heimsmeistaramótið í Austurríki 2012 og Norðurlandamótið 2013. 21.6.2011 15:22
Rafmagnslaust í 5 mínútur Rafmagnslaust varð í hluta Grafarvogs, Mosfellsbæjar og á Kjalarnesi laust eftir klukkan 14:30 í dag vegna bilunar í spenni í aðveitustöð við Korpu. Rafmagn var komið aftur á 5 mínútum síðar. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er verið að kanna orsakir bilunarinnar. 21.6.2011 15:14
Bótakröfu hafnað - hugar að málsókn Anna Kristín Ólafsdóttir hugar nú að málsókn í kjölfar höfnunar ríkislögmanns á 5 milljóna króna bótakröfu sem Anna Kristín lagði fram á þeim grundvelli að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar karlmaður var ráðinn framyfir hana við ráðningu skrifstofustjóra í Forsætisráðuneytinu. 21.6.2011 15:14
SA staðfesta kjarasamninga Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að staðfesta gildistöku kjarasamninga frá 22. júní 2011 í samræmi við ákvæði kjarasamninganna sem undirritaðir voru 5. maí síðastliðinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SA. Þar segja samtökin að þau fallist á samingana, þrátt fyrir það sem SA telja vanefndir ríkisstjórnarinnar. 21.6.2011 14:52
Aukið umferðareftirlit við borgarmörkin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í sumar halda uppi auknu umferðareftirliti á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut í tengslum við umferðaröryggisáætlun. Meginmarkmiðið með eftirlitinu er að draga úr ökuhraða en jafnframt að tryggja eins og hægt er að vanbúin ökutæki séu ekki á ferð um þjóðvegi landsins. Eftirlitið stendur yfir alla daga en þungi þess verður þó yfir helgarnar þegar umferðin og þörfin er mest. Sérstaklega verður hugað að ljósabúnaði, skráningu og hleðslu ökutækja, tjaldvagna, fellihýsa og hjólhýsa. Einnig verður fylgst með því að hliðarspeglar ökutækja sem draga breiða eftirvagna séu samkvæmt reglum. Lögreglan hvetur ökumenn sem fyrr til aðgæslu og tillitssemi í umferðinni svo ekki þurfi að grípa til sekta og jafnvel kyrrsetningar tækja. Sent fyrir hönd Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21.6.2011 14:44
Níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Karlmaður frá Suðurnesjum var dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára dreng. Þá er hann dæmdur fyrir að gefa honum og öðrum sextán ára dreng, áfengi, en slíkt er ólöglegt samkvæmt áfengis- og barnaverndarlögum. 21.6.2011 14:06
Lamdi rangan mann fyrir að kalla félaga sína "þræla og górillur“ Karlmaður var sektaður í dag um 75 þúsund krónur fyrir að hafa slegið og sparkað í höfuð manns við skyndibitastaðinn Hlöllabáta í miðborg Reykjavíkur í júní árið 2009. Ástæðan var sú að hann taldi að fórnarlambið hefði kallað þeldökka félaga sína "svertingja, górillu og þræl“ eins og fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. 21.6.2011 13:36
Leitað eftir hugmyndum um þróun Þingvalla Þingvallanefnd leitar eftir hugmyndum almennings um hvernig taka megi á móti þeim þúsundum Íslendinga og erlendra gesta sem á ári hverju vilja upplifa sérstöðu Þingvalla án þess að ganga á tækifæri komandi kynslóða til að njóta staðarins. 21.6.2011 12:41
26,7% bera lítið traust til Landlæknisembættis 26,7% landsmanna segjast bera lítið traust til Landslæknisembættisins samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var af MMR dagana 9.-15. júní. 21.6.2011 12:22
Dimmuborgir og Hverfjall friðuð Dimmuborgir og Hverfjall í Skútustaðahreppi verða friðlýst á morgun við hátíðlega athöfn. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna og mun athöfnin fara fram við rætur Hverfjalls og inni í Dimmuborgum 21.6.2011 11:52
Bubbi Morthens endurheimti þýfi fyrir Hugleik "Bubbi skipaði glæpónunum að senda þetta upp í Efstaleiti,“ segir rithöfundurinn Hugleikur Dagsson, sem endurheimti efnið sem var á tölvunni hans sem var stolið fyrir skömmu. 21.6.2011 11:46
Tveir sextán ára piltar lentu í vinnuslysi Tveir sextán ára gamlir drengir slösuðust í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Annar drengjanna flækti hanska í færibandi með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. 21.6.2011 10:59
Björgunarvestaþjófa leitað Brotist var inn í bílskúr við Kirkjubæjarbraut í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Þjófurinn stal fjórum björgunarvestum. 21.6.2011 10:55
Fimmtán ára handtekinn með fíkniefni í Vestmannaeyjum Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum í byrjun vikunnar. Lögreglan hafði afskipti af tveimur einstaklingum vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni á sér. 21.6.2011 10:49
Dagur hjólabrettisins haldinn hátíðlegur Dagurinn í dag er alþjóðlegur dagur hjólabrettisins og af því tilefni ætla áhugamenn um íþróttina, eða lífstílinn, að hittast við Hallgrímskirkju klukkan tólf í hádeginu og renna sér niður á Ingólfstorg. Brettafélag Reykjavíkur stendur fyrir viðburðinum hér á landi en um allan heim koma menn saman á þessum degi og renna sér. 21.6.2011 10:42
Mál Müller til ákæruvaldsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er búin að rannsaka kynferðisbrot, sem beinist að Margréti Múller heitinni, þegar hún var kennari við Landakotsskóla. Málið hefur verið sent ákærusviði að sögn Björgvin Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. 21.6.2011 10:10
Nýr sýningasalur opnar á Hornafirði Nýr sýningasalur Listasafns Hornafjarðar verður opnaður við hátíðlega athöfn þann 24. júní næstkomandi. Salurinn er til húsa í Gömlu Slökkvistöðina og verður opnunarsýningin á verkum Svavars Guðnasonar. 21.6.2011 09:57
Lögregla sökuð um að skilja mann tvívegis eftir í óbyggðum Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ríkissaksóknara gegn lögregluvarðstjóra á Selfossi sem hefur verið ákærður fyrir að fara offari í framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða sem stjórnandi lögregluaðgerðar. 21.6.2011 09:45
Áhöfn skorar á þingmenn Áhöfnin á fjölveiðiskipinu Barða frá Neskaupstað segir í áskorun til þingmanna, að allt tal um eflingu sjávarbyggða, í nýsamþykktu frumvarpi um stjórn fiskveiða, sé blekking, því til að auka veiðiheimildir á einum stað þurfi að minnka þær á öðrum. 21.6.2011 09:15
Ekið á kind og lamb við Patreksfjörð Ekið var á kind og lamb á þjóðveginum skammt frá Patreksfirði í gærkvöldi og drápust þau bæði. Það sem af er mánuðinum hefur lögreglunni á Vestfjörðum borist ellefu tilkynningar um slíkt, héðan og þaðan af öllu svæðinu, enda eru óvíða fjárheldar girðingar við þjóðvegina á Vestfjörðum. 21.6.2011 08:56
Borgarlistamaður útnefndur á morgun Borgarlistamaður Reykjavíkur 2011 verður útnefndur af borgarstjóranum í Reykjavík síðdegis á morgun. Athöfnin fer fram í Höfða klukkan fjögur. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur, gerir grein fyrir vali ráðsins á listamanninum og tónlistaratriði flytja félagar úr Caput, Tónlistarhópi Reykjavíkurborgar 2011. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Þeir einir listamenn koma til greina við útnefningu borgarlistamanns, sem búsettir eru í Reykjavík. Viðurkenningin borgarlistamaður hefur tíðkast síðan árið 1995 og kom þá í stað eins árs starfslauna. Hana hafa hlotið: 1995 Guðmunda Andrésdóttir, 1996 Jón Ásgeirsson, 1997 Hörður Ágústsson, 1998 Thor Vilhjálmsson, 1999 Jórunn Viðar, 2000 Björk, 2001 Kristján Davíðsson, 2002 Hörður Áskelsson, 2003 Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004 Hallgrímur Helgason, 2005 Rúrí og Páll Steingrímsson, 2006 Edda Heiðrún Backman, 2007 Ragnar Bjarnason, 2008 Þórarinn Eldjárn, 2009 Steinunn Sigurðardóttir 2010 Kristbjörg Kjeld. 21.6.2011 08:45
Þriggja ára stúlka slapp ómeidd úr bílveltu Þriggja ára stúlka slapp alveg ómeidd og afi hennar, á miðjum aldri, meiddist lítið þegar bíll þeirra fór út af Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi, valt og hafnaði ofan í skurði, langt frá veginum. Að söng lögreglunnar í Ólafsfirði er með ólíkindum hvað þau sluppu vel miðað við aðstæður og skemmdir á bílnum, en litla stúlkan var í góðum barnastól og afinn var með öryggisbelti. Ekki er ljóst hvað fór úrskeiðis við aksturinn. 21.6.2011 08:02
Næturfrost á hálendinu Næturfrost var víða á hálendinu í nótt og niður í byggðir á norðaustanverðu landinu. Kuldinn á hálendinu tefur fyrir að snjófannir bráðni þar af vegum, þannig að hálendisvegirnir eru lang flestir enn lokaðir. 21.6.2011 07:16
Vopnað rán í Reykjavík - ræningjans leitað Vopnað rán var framið í sólarhringsverslun í vesturhluta Reykjavíkur um klukkan hálf fjögur í nótt. Þjófurinn, sem var grímuklæddur, ógnaði starfsfólki með hnífi og hafði á brott með sér eitthvað af peningum úr peningakassanum. 21.6.2011 07:14
Segir enga þöggun um landnámskenningar Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. 21.6.2011 06:15
Vilja kjörna fulltrúa burt úr stjórn OR Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni. 21.6.2011 06:00
Iceland Express seint í 64 prósentum tilvika Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. 21.6.2011 06:00
Fyrirtækjarisi fjárfestir í íslensku vatni "Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. 21.6.2011 06:00
Í dag ræðst hvort kjarasamningar halda Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun um það í dag hvort kjarasamningarnir sem skrifað var undir í maí verða látnir gilda til þriggja ára eða einungis fram yfir næstu áramót. 21.6.2011 05:30
Skipverji með 4 kíló af amfetamíni Skipverji á Goðafossi situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um smygl á fjórum kílóum af amfetamíni til landsins. 21.6.2011 05:00
Ágreiningur um byggðaáherslurnar Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. 21.6.2011 05:00
178 útskrifaðir frá Keili Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs sem hefur aðsetur á Keflavíkurflugvelli, útskrifaði samtals 178 nemendur í vor, en útskriftir fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keili. 20.6.2011 16:17
FÍB ítrekar andstöðu við vegatolla Félag íslenskra bifreiðaeigenda gaf í dag út fréttatilkynningu þar sem þeir ítreka andstöðu sína við þær hugmyndir um einkavæðingu vegakerfisins og vegatolla á vegfarendur sem Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins berjast nú fyrir. 20.6.2011 15:25
Tekinn með fjögur kíló af amfetamíni Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmta júlí næstkomandi að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 20.6.2011 14:44