Fleiri fréttir

Gengur varla að fara í þriggja ára samstarf með bundið fyrir augun

„Það gengur varla að fara í þetta þriggja ára samstarf með bundið fyrir augun," segir Gylfi Arnbjörnsson formaður ASÍ sem þarf að taka ákvörðun fyrir lok dags á morgun um hvort forsendur séu fyrir þriggja ára samningum eða aðfararsamningur til eins árs verði látinn gilda.

Yfirkjörstjórnin í Tælandi gagnrýnd fyrir Íslandsferð

Tælenskir þingmenn hafa gagnrýnt yfirkjörstjórn landsins harðlega fyrir að ferðast til Íslands og Danmerkur, þrátt fyrir að þingkosningar séu á næsta leiti í landinu. Kosið verður þann þriðja júlí næstkomandi og fjórir af fimm meðlimum yfirkjörstjórnar fóru í ferðina sem tekur fimm daga.

Veit ekki enn hver tilnefndi hann

Gunnlaugur Sigurðsson, sem var í morgun útnefndur Reykvíkingur ársins, segist hæstánægður með titilinn en hann hafi hinsvegar enn ekki hugmynd um það hver það var sem tilnefndi hann. Gunnlaugur var sóttur heim til sín eldsnemma í morgun og var þaðan haldið með reykvíkinginn í laxveiði í Elliðaánum þar sem hann veiddi fyrsta lax vorsins en þar með var sú hefð rofin að borgarstjóri renndi ávallt fyrstur fyrir lax við opnun ánna.

Georg Guðni látinn

Georg Guðni Hauksson, listmálari, er látinn. Hann var bráðkvaddur laugardaginn 18. júní síðastliðinn.

Beringssund verði næsti Panamaskurður

Ólafur Ragnar Grímsson er staddur í Alaska þar sem hann flytur ræðu á setningarathöfn fjölþjóðlegrar ráðstefnu. Viðfangsefni ráðstefnunnar er að ræða nauðsyn framkvæmda og sérstakra framtíðaráætlana með tilliti til nýrra siglingaleiða sem bráðnun íss á Norðurslóðum mun innan tíðar hafa í för með sér.

Eldur í mannlausum sendibíl

Eldur kviknaði í mannlausum sendibíl, sem stóð í grennd við Olísstöðina norðan við Gullinbrú í Reykjavík um klukkan fjögur í nótt. Vegfarandi tilkynnti um eldinn og var bíllinn alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.

Dottið í dúnalogn á Akureyri

Allt er nú dottið í dúnalogn á Akureyri, eftir erilsama bíladaga um helgina, að sögn lögreglunnar þar. Alls þurfti að stinga hátt í tuttugu manns í steininn um helgina vegna óspekta, átaka og ölvunar.

Otaði hnífi og stal sálmabókum

Tveir karlmenn, sem handteknir voru í Reykjavík í gærdag eftir að hafa sýnt ofbeldistilburði, dvelja enn í fangageymslum lögreglunnar, þar sem þeir sofa úr sér fíkniefnavímu og verða yfirheyrðir í dag.

Gekk í flasið á innbrotsþjófum

Þegar íbúi einbýlishúss í austurborginni kom heim til sín í gærkvöldi voru þar tveir þjófar að tína þýfi í töskur, sem þeir höfðu meðferðis.

Tekinn á ofsahraða á Hellisheiði

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á Hellisheiði eftir að hafa mælt bílinn á 154 kílómetra hraða. Sekt fyrir tiltækið nemur 130 þúsund krónum auk þess sem ökumaðurinn missir ökuréttindi í einn mánuð.

Reykvíkingur ársins renndi fyrir laxi í Elliðaánum

Gunnlaugur Sigurðsson, 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, sem útnefndur hefur verið Reykvíkingur ársins, rennir fyrstur fyrir lax í Elliðaánum en veiði hófst þar nú klukkan sjö. Þar með er rofin sú hefð að borgarstjóri renni fyrstur manna fyrir lax í Elliðaánum við opnun þeirra á vorin. Gunnlaugur var ekki lengi að ná í fyrsta laxinn eða um tíu mínútur. Gunnlaugur hefur búið í sama fjölbýlishúsinu í Fellsmúla í 40 ár og þykir dómnefnd hann hafa sýnt fagurt fordæmi fyrir fyrir góða hirðu á öllu utandyra, án þess að þiggja greiðslur fyrir, og hæfni í mannlegum samskiptum við nágranna sína.

Sprautufíklar þurfa að mæta skilningi

Formaður HIV-Íslands – Alnæmissamtakanna á Íslandi, Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, hefur sagt af sér formennsku í félaginu. „Mér hefur ekki tekist að blása meðstjórnendum mínum í brjóst þann ákafa sem ég hef til að berjast fyrir mannréttindum HIV-smitaðra fíkla sem nota sprautubúnað,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.

Sunnlendingar sitji við sama borð og aðrir

Sveitarstjórnarfólk á Suðurlandi segir andstöðu almennings við vegtolla ekki þurfa að standa nauðsynlegum vegaframkvæmdum fyrir þrifum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær að sökum andstöðu almennings og atvinnurekenda væru ekki forsendur til að ráðast í stórframkvæmdir á grundvelli vegtolla. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir ótrúlegt að ekki skuli enn vera hafnar framkvæmdir við Suðurlandsveg.

Vilja breytingar á vinnufyrirkomulagi

Samningafundur milli Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær skilaði ekki árangri og stendur því enn boðað yfirvinnubann FÍA sem hefst næstkomandi föstudag. Næsti fundur verður sennilega á morgun.

Ögmundur telur varhugavert að taka upp vegatolla

Innanríkisráðherra telur varhugavert að taka upp vegatolla og segir gríðarlega andstöðu við það meðal fólksins í landinu. Hann fundaði með fulltrúum vinnumarkaðarins og atvinnulífsins í dag sem saka ríkið um forsendubrest í tengslum við nýju kjarasamningana.

Vigdís Finnbogadóttir verðlaunuð

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseta Íslands, hlaut í dag verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta fyrir árið 2011. Verðlaunin hlýtur hún fyrir að efla og styrkja vináttu milli Íslands og Danmerkur sem ötull talsmaður menningarsamskipta þjóðanna. Forusta hennar í stjórn sjóðsins Den Nordatlantiske Brygge tryggði endurbyggingu „Bryggjunnar“ þar sem síðan hefur verið haldið á loft menningu Íslands í Kaupmannahöfn, líkt og það er orðað í tilkynningu.

Ungmennin sem lýst var eftir heil á húfi

Burkni Þór Berglindarson og Kolbrún Sigríður Kristjánsdóttir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær eru heil á húfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Ekkert hafði spurst til þeirra frá því í hádeginu á fimmtudag.

Þétt umferð til Reykjavíkur

Umferð til höfuðborgarinnar tók að þyngjast þegar leið á daginn og má áfram búast við talsverðri umferð um helstu umferðaræðar til og frá höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglu. Margir virðist hafa notað tækifærið þar sem 17. júní bar í ár upp á föstudegi og farið út úr bænum á fimmtudaginn. Umferð í gegnum umdæmi lögreglunnar á Selfossi í dag hefur dreifst ágætlega.

Ásta Katrín sjálfboðaliði ársins hjá Fjölskylduhjálpinni

Matthías Imsland, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, afhenti Ástu Katrínu Vilhjálmsdóttur í dag verðlaun fyrir að vera sjálfboðaliði ársins hjá samtökunum. Um er að ræða viðurkenningu sem afhend er á hverju ári. Verðlaunin voru veitt í húsnæði Fjölskylduhjálparinnar í Eskihlíð á fjórða tímanum í dag.

Hagfræðingarnir funda með þingnefnd eftir helgi

„Það er verið að kanna hvenær þeir aðilar sem þarna eiga í hlut komast,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hún á von á því að nefndin komi saman á þriðjudaginn til að ræða um skýrslu hagfræðinga um frumvörp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á stjórn fiskveiða. Verið er að athuga hvort og þá hvenær hagfræðingarnar komast og af þeim sökum hefur ekki verið boðað formlega til fundarins, að sögn Lilju.

Ögmundur boðar til fundar vegna kjarasamninga

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur boðað forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins til fundar seinnipartinn í dag til að ræða um samgöngu- og kjaramál. Fundurinn fer fram í innanríkisráðuneytinu.

Heiðruðu minningu baráttukonunnar Bríetar

Elsa Hrafnhildur Yeoman, borgarfulltrúi Besta flokksins og forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindakonu og bæjarfulltrúa, í Hólavallakirkjugarði á þriðja tímanum í dag til að heiðra minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi, en Kvenréttindadagurinn er í dag, 19. júní.

Vinnukona maddömunnar í Suðurgötu

Í tilefni dagsins er skyggnst inn í heim genginna reykvískra kvenna á 19. öld af öllum stigum þjóðfélagins á Árbæjarsafninu. Í dag eru 96 ár liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu langþráðan kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis. Af þeim sökum er frítt fyrir konur inn á Árbæjarsafnið í dag þar sem skipulögð er mikil dagskrá.

Vilja fund um skýrslu sérfræðinganna

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnarðarnefnd Alþingis hafa óskað eftir því að boðað verði til fundar í nefndinni vegna skýrslu hagfræðinga um frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða. Þeir vilja að höfundar skýrslu sem kynnt var í síðustu viku verði boðaðir á fundinn.

Reykvíkingur ársins kynntur til leiks við opnun Elliðaánna

Jón Gnarr, borgarstjóri, verður viðstaddur opnun Elliðaánna í fyrramálið klukkan 7 í boði Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur umsjón með ánum. Í ár verður hins vegar bryddað upp á þeirri nýbreytni að borgarstjóri mun ekki veiða lax í ánum. Þess í stað mun fulltrúi almennings í Reykjavík renna fyrir lax í stað borgarstjóra.

Einar vill að Jón rífi kvótafrumvörpin

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að núverandi ráðherra ætti að fara niður í ráðuneyti sitt og rífa frumvörpin um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, nú þegar sérfræðingar á hans vegum hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega.

Haldið upp á Kvenréttindadaginn með margvíslegum hætti

Kvenréttindadagurinn er í dag, 19. júní, og eru margir viðburðir skipulagðir víðsvegar um Reykjavík til að fagna honum. Í dag eru 96 ár liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu langþráðan kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis.

Breytingar á kvótakerfinu má ekki bara skoða út frá hagfræði

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði. Einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Hún hefur fulla trú á að umtalsverðar breytingar verði gerðar á kvótakerfinu.

Konur fá frítt inn á Árbæjarsafnið

Skyggnst verður inn í heim genginna reykvískra kvenna á 19. öld af öllum stigum þjóðfélagins á Árbæjarsafni í dag, Kvennréttindadaginn. Á þessum degi árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt og af því tilefni er frítt inn fyrir konur á Árbæjarsafnið í dag.

Hafnaði á skeri og lenti í sjónum

Karlmaður missti stjórn á sæþotu fyrir utan Arnarnes í Garðabæ í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hann hafnaði á skeri og lenti í sjónum. Maðurinn kom sér af sjálfsdáðum upp á skerið og sat þar fastur í rúman hálftíma. Slökkvilið og björgunarsveitir voru kallaðar út og komu manninum til bjargar. Hann reyndist ómeiddur þrátt fyrir allt.

Átta í fangageymslum á Akureyri

Nóttin var mjög erilsöm hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en þar standa Bíladagar yfir. Fjöldi fólks lagði leið sína í bæinn og sátu margir að sumbli fram undir morgun. Allir átta fangageymsluklefar voru nýttir og segir varðstjóri nokkra þeirra hafa hýst fleiri en einn yfir nóttina. Eitthvað var um slagsmál og voru tveir stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Tekinn á ofsahraða á Vesturlandsvegi

Ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi mældist bíll hans á 163 kílómetra hraða en þarna er 90 kílómetra hámarkshraði.

Karlmaður fannst látinn

Karlmaður um fimmtugt sem fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarmanna leitaði að í gær fannst látinn í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Hvolsvelli lítur út fyrir að maðurinn hafi orðið bráðkvaddur.

Styðja rétt samkynhneigðra

Sameinuðu þjóðirnar hafa nú, í fyrsta sinn í sögu sinni, lýst yfir stuðningi við réttindi samkynhneigðra. Bandaríkin, Evrópuríki og ríki Suður-Ameríku greiddu ályktun þess efnis atkvæði sitt og segja þetta mikilvæg tímamót en fulltrúar Afríkuríkja og íslamskra ríkja fordæma ályktunina.

Röð fyrir utan NASA - styttist í tónleika GusGus

Á áttunda tímanum í kvöld hafði myndast dágóð röð fyrir utan NASA við Austurvöll vegna útgáfutónleika nýjustu plötu GusGus, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en sjálfir tónleikarnir hefjast síðan klukkan rúmlega 21.

Viðbrögð Helga Björns: Ég held að þetta sé í alvöru

Allt eldvarnarkerfi Hörpu fór í gang á ellefta tímanum í gærkvöldi á miðjum tónleikum Helga Björnssonar og tvö þúsund manns þurftu að rýma tónleikasali og veitingahús. Enginn eldur hafði þó brotist út - heldur steig gufa upp úr uppþvottavél.

Vill að ríki taki upp frjálsan hugbúnað

Richard Stallman er umdeildur maður. Hann hefur allan sinn feril barist fyrir frjálsum hugbúnaði, lagði grunninn að GNU-Linux stýrikerfinu og boðar fagnaðarerindi tölvufrelsis víða um heim.

Vann 26 milljónir í lottóinu

Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og er hann rúmum 26 milljónum ríkari fyrir vikið. Vinningurinn kom á miða með tölunum 2, 21, 22, 37 og 38. Ekki kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá hvort vinningshafinn hafi verið með tölurnar í áskrift.

Afdrif ofbeldismannsins býsna endaslepp

Það skyti skökku við ef ofbeldismenn fengju hraðari afgreiðslu á húsnæðisvandræðum sínum en brotaþolar, segir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að lög sem leyfi að ofbeldismenn séu fjarlægðir af heimilum sínum hefðu gagnast betur ef þeir fengju strax meðferð við sinni ofbeldishneigð.

Hundar sem réðust á konu aflífaðir

Hundarnir sem réðust á konu í Reykjanesbæ í lok síðasta mánaðar voru aflífaðir í gær ásamt fleiri hundum sem voru í umsjá eiganda þeirra.

Eldur í potti

Talsverður viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á sjötta tímanum í dag þegar tilkynning barst um eld í íbúðum aldraðra í Mörkinni við Suðurlandsbraut. Skömmu síðar kom í ljós kom að um var að ræða eld í potti á eldavél í einni íbúð. Í framhaldinu var flestum bílum snúið við. Einhver reykur var í umræddri íbúð en allt lítið út fyrir að ekki hafi orðið neitt tjón.

Vill sjá hausa fjúka

„Í ríkisstjórnum þar sem menn gerðu faglegar kröfur og kysu gagnsæ vinnubrögð væru hausar farnir að fjúka, eftir þá útreið sem sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hefur fengið," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um skýrslu hagfræðinga um kvótfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sérfræðinganefndin gagnrýnir frumvarp núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar, að mati sérfræðinganna.

Flugmenn valda vonbrigðum

Icelandair lýsir yfir vonbrigðum með að Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafi boðað til verkfallsaðgerða í formi yfirvinnubanns þrátt fyrir að flugfélagið hafi boðið flugmönnum sambærilegar launahækkanir og aðrir í samfélaginu hafa samið um að undanförnu, þar á meðal aðrir starfshópar Icelandair.

Sjá næstu 50 fréttir