Fleiri fréttir Lýst eftir 15 ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 15 ára stúlku, Kolbrúnu Sigríði Kristjánsdóttur. Kolbrún fór að heiman í Árbæjarhverfi síðastliðinn fimmtudag klukkan tólf á hádegi klædd í skærgræna íþróttapeysu, gráar íþróttabuxur og gráa íþróttaskó. Kolbrún er 168 cm að hæð, um 70 kg og með rautt sítt hár. 18.6.2011 13:11 Snjóvarnargirðing ver kálgarð fyrir kanínum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stendur í sumar fyrir könnun á kanínustofni borgarinnar. Er vonast til þess að í haust liggi fyrir nægar upplýsingar til að skipuleggja aðgerðir til að stemma stigu við fjölgun og útbreiðslu stofnsins. Villtum kanínum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og ekki eru allir sáttir við tilvist þeirra. 18.6.2011 13:00 Sérfræðingahópur Jóns gagnrýnir kvótafrumvarpið Fimm manna sérfræðinganefnd sjávarútvegsráðherra gagnrýnir frumvarp ráðherrans um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar. 18.6.2011 12:34 Ekki vísbendingar um frekari óróa Jarðskjálftahrina varð í Geitlandsjökli í sunnanverðum Langjökli um klukkan átta í morgun. Jarðskjálftahrinan stóð yfir í um 15 mínútur og mældust stærstu skjálftarnir rúmlega þrjú stig á richter. Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana þó ekki hafa verið marga eða um tíu talsins. 18.6.2011 12:31 Konan töluvert slösuð Átta manns slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Ökumaðurinn sem olli slysinu er grunaður um ölvunarakstur. 18.6.2011 12:26 Kjarasamningar í uppnámi Svo gæti farið að kjarasamningar, sem náðust eftir margra mánaða viðræður, verði hleypt í uppnám í næstu viku vegna aðgerða sem ríkisstjórnin lofaði en aðilar vinnumarkaðarins telja hana ekki hafa efnt. 18.6.2011 12:14 Harpa rýmd í miðjum tónleikum Helga Björns Hátt í 2000 manns þurftu að yfirgefa Hörpu í hasti í gærkvöldi, á meðan tónleikarnir Dægurperlur Helga Björns stóðu sem hæst í Eldborgarsalnum, þegar brunavarnarkerfi hússins fór í gang. 18.6.2011 10:18 Jarðskjálftahrina í Geitlandsjökli Jarðskjálftahrina varð í Geitlandsjökli í sunnanverðum Langjökli um klukkan átta í morgun og stóð hún yfir í um 15 mínútur. Stærstu skjálftarnir voru rúmlega þrjú stig og fundust meðal annars í Húsafelli. 18.6.2011 10:09 Tveir gistu fangageymslur á Akureyri Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á Akureyri en fjöldi lagði leið sína í bæinn og sat að sumbli fram á morgun. Tveir gistu fangageymslur og var einn tekinn fyrir ölvunarakstur. Þá komu nokkur fíkniefnamál inn á borð lögreglu. 18.6.2011 09:44 Á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Alvarlegt umferðarslys varð þegar kona keyrði aftan á bifreið á ferð á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bifreið hennar valt og hafnaði utan vegar. Konan var ein í bílnum þegar slysið átti sér stað og var hún flutt með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi, þar sem hún liggur þungt haldin á gjörgæsludeild samkvæmt vakthafandi lækni. 18.6.2011 09:43 Forsendubrestur gæti stytt kjarasamninga Aðilar vinnumarkaðarins telja skorta á efndir stjórnvalda í mörgum af þeim lykilatriðum sem þau tiltóku í aðgerðaáætlun sinni vegna nýrra kjarasamninga. Því gætu forsendur samninganna verið brostnar. 18.6.2011 08:00 Formaður SÁÁ vill skattleggja knæpur og næturklúbba Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir óbeinan kostnað af næturlífi Reykjavíkur gríðarlegan og furðulegt að barir og skemmtistaðir beri ekki samfélagslegan kostnað í samræmi við þann óbeina kostnað ríkisins sem hlýst af. Í grein á heimasíðu SÁÁ segir Gunnar að nær allt lið lögreglu höfuðborgarsvæðisins sé haft á vakt um helgar, hópar verkamanna mæti undir morgun til að hreinsa götur og torg, læknar og hjúkrunarlið þurfi að gera að sárum þeirra sem verða undir í gleðinni og þá sé ótalinn gríðarlegur óbeinn kostnaður af áfengis- og vímuefnanotkun einstaklinga. 18.6.2011 10:04 Næturklúbbar ættu að greiða hærri skatt "Kannski ættum við að rifja upp þetta hugtak; kostnaðarvitund. Og beita því á miðbæ Reykjavíkur. Þá myndum við skattleggja næturklúbbana svo þeir gætu staðið undir nauðsynlegri löggæslu, hreinsun gatna og aðhlynningu sjúkra. Stöðunum myndi þá hugsanlega fækka, opnunartíminn styttast og tekjur og gjöld úr sameiginlegum sjóðum vegna þessarar starfsemi leita jafnvægis." Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, í nýjum pistli á vef samtakanna. Þar segir hann að það sé víðar en í bankaheiminum sem menn einkavæða gróða en þjóðnýta tap. Gunnar Smári tekur dæmi af þrátt fyrir háa skatta á bíla og bensín sé ólíklegt að þeir standi undir því sem samfélagið þarf að greiða vegna umferðar slysa og mengunar, svo eitthvað sé nefnt. Þá bendir hann einnig á hversu lágt verð er á sætindum og gosi, og fer því kostnaður vegna heilsutjóns af ofneyslu þeirra ekki inni í vöruverð. Að mati Gunnars Smára ætti kostnaðarvitund þegar kemur að neyslu áfengis og vímuefna að leiða til hærri skattbyrði á næturklúbba. "Við gætum þá varið meira fé úr sameiginlegum sjóðum til velferðar og sinnt þeim sem eru veikir og hjálparþurfi. Þótt umfangsmiklar stuðningsaðgerðir hins opinbera til eflingar amfetamínsdrifins næturlífs fram á morgun í miðbæ Reykjavíkur séu ekki færðar undir sérstakan lið á fjárlögum eða fjárhagsáætlunum; þá eru þær staðreyndir engu að síður. Og það er síendurtekin ákvörðun ríkis- og borgarstjórnar að styðja myndarlega við bakið á þessari starfsemi og auka stuðninginn fremur en hitt. Á sama tíma og þessir aðilar taka ákvarðanir um að skerða framlög til þeirra sem glíma við neikvæðar afleiðingar þessarar starfsemi." Pistil Gunnars Smára má lesa í heild sinni á vef SÁÁ. http://www.saa.is/islenski-vefurinn/felagsstarf/pistlar/nr/117631/ 17.6.2011 23:00 Rólegheit í miðbænum - kalt og næðingur Var á röltinu í miðborginni og getur sagt með mikilli ánægju að ástandið var mjög gott. Vart að sjá vín á fólki og drykkja ungmenna vart merkjanleg. Frekar fátt var í bænum enda kalt og næðingur Töluvert minna af hátíðargestum heldur en öllu jafna, svona fljótt á litið. 17.6.2011 22:50 Fyrrverandi ballettmær í faldbúningi Íslendingar voru flestir flottir í tauinu í dag en fyrrverandi balletmær bar þó af þeim flestum. Hugrún Halldórsdóttir hitti og ræddi við þessa einstaklega prúðbúnu konu í dag. Unnur Guðjónsdóttir, fyrrverandi balletmeistari Þjóðleikhússins, mætir iðulega í íslenska þjóðbúningnum niður í bæ á þjóðhátíðardaginn sjálfan, en í ár var hún sérstaklega prúðbúin. „Ég er núna í sérstaklega fallegum búningi af því þetta er faldbúningur en annars er eg vön að fara í upphlut. 0g hver er munurinn á þessum tveimur? Það er náttúrulega höfuðfatið, þetta er það sem kallað er faldur og þessi hringur um hálsinn, kraginn. Þetta er mikið eldri búningur en upphluturinn," segir hún. Unnur saumaði búninginn sjálf en silfrið lét hún smíða eftir munum úr þjóðminjasafninu. Þá ber hún spaða á höfði úr silfri en hann er vanalega úr taui. „Ég vil hafa þetta almennilegt. Og vekurðu ekki athygli? Jú jú, fólk er að spá í þetta. Mér finnst bara synd að það skuli ekki vera miklu fleiri í búningum. Ég meina ef ekki í dag, 200 ára fæðingarafmæli Jóns, nema hvað?" 17.6.2011 22:00 Sirkus og sápukúlur - blómlegur bær á þjóðhátíð Borgin bókstaflega blómstraði í dag þegar fagurmáluð andlit, full af gleði, virtust á hverju götuhorni. Viðamikil dagskrá var um alla borg og mátti sjá sirkusfólk á stultum, klifurgarpa og ungar stúlkur í skautbúningum. Haraldur Guðjónsson ljósmyndari var á ferðinni í allan dag og í meðfylgjandi myndasafni má líta afrakstur dagsins. 17.6.2011 21:06 Þröngt á þingi í alþingishúsinu Háskóli Íslands fagnaði hundrað ára afmæli sínu í dag og því var haldin hátíðarsamkoma í þinghúsinu, þar sem háskólinn starfaði einmitt fyrstu þrjá áratugina. 17.6.2011 20:53 Fékk á sig torfærubíl Betur fór en á horfðist þegar torfærubíll sem var til sýnis á Selfossi í dag rann af stað og hafnaði á konu sem var að njóta hátíðarhaldanna. Konan er meidd á fæti en talin vera óbrotin. Torfærubíllinn var ásamt öðrum bílum til sýnis í brekku við hátíðarsvæðið í bænum og leikur grunur á að drengur sem fékk að setjast í bílinn hafi rekið sig í gírstöng með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. 17.6.2011 20:36 Kviknað í bíl við Hörpu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrr í kvöld þegar eldur kviknaði í bifreið sem stóð á bílastæðinu við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur. Vel gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki. Töluverðar skemmdir urðu hins vegar á bílnum en upptök eldsins eru enn ókunn. 17.6.2011 20:31 Skjálftahrina í Mýrdalsjökli - sá stærsti 3 stig Skjálftahrina reið yfir Mýrdalsjökul á sjötta tímanum og var stærsti skjálftinn um 3 stig. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar voru skjálftarnir um tíu talsins og flestir litir, en þar er tekið fram að um óyfirfarnar tölur er að ræða. Enginn skjálfti hefur mælst síðan á svæðinu, samkvæmt Veðurstofunni. 17.6.2011 20:20 Átta ára gömul við stofnun lýðveldisins og man vel eftir því Sautjándi júní var haldinn hátíðlegur á elliheimilum landsins þar sem boðið var upp á kökur og spilað og sungið fyrir íbúa. Símon Birgisson heimsótti Hrafnistu í Hafnarfirði og talaði við konu sem var átta ára gömul við lýðveldisstofnun, Kristín H. Tryggvadóttir, fyrrum skólastjóra og Svarfdælingur í húð og hár. "Ég man eftir 1944, 17. júní. Það voru svo mikil hátíðarhöld heima í svarfaðardal, við sundlaugina. Það voru leikfimisýningar, sund. Ísland var látið fljóta á lauginni. Mér fannst þetta alveg hreint stórkostlegt að upplifa þetta,“ segir hún. 17. júní hefur einnig sérstaka merkingu í huga Kristínar, en hún útskrifaðist sem stúdent úr menntaskólanum á Akureyri á þessum degi. "Svo þetta fer í hjartað á mér þegar rennur upp þessi dagur," segir Kristín. Spurð út í þá tíma sem við lifum núna, hrunið og kreppuna segir Kristín að græðgin hafi orðið mönnum að falli. "Og kannski ágætt á tímamótum sem þessum að hugsa um framtíðina? Já, ég er sammála þvðí Þó ég eigi ekki langt eftir þa hugsar maður um börnin sín og barnabörnin og vill þeim allt vel. En ég trúi ekki öðru en við eigum góða framtíð. Ísland er svo gott land, ef fólkið reynir að standa sig, segir hún. 17.6.2011 20:03 Handteiknað kort af Reykjavík - tvö ár í vinnslu "Þetta er búið að taka tvö ár og þrjú þúsund klukkustundir," segir Snorri Þór Tryggvason, verkefnastjóri og einn eigenda Borgarmyndar sem var að gefa út nýtt kort af miðbæ Reykjavíkur. Kortið er sérlega eftirtektarvert þar sem þar er hvert götuhorn og hver gluggi handteiknaður. 17.6.2011 19:44 Prúðbúnir Grímugestir Gestir Grímunnar voru allir í sínu fínasta pússi í gær, eins og vera ber, ekki síður en verðlaunahafar. Leiksýningin Lér Konungur kom sá og sigraði á Íslensku leiklistaverðlaununum í gær, en hún hreppti alls sex Grímuverðlaun. Arnar Jónsson, sem fer með titilhlutverkið í sýningunni, var valinn leikari ársins og Unnur Ösp Stefánsdóttir hlaut verðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki. 17.6.2011 19:00 Kynslóðaskipti í miðbænum Vinir Sjonna tóku lokalagið á barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli sem lauk klukkan hálf fimm. Mikil stemning var í bænum og börnin létu það heldur minna á sig fá en foreldrarnir þó veðrið væri ekki upp á sitt besta. Brot úr leiksýningunum Eldfærunum og Ballinu á Bessastöðum voru meðal þess sem sýnt var á sviðinu við Arnarhól í dag, auk þess sem Yesmine Olsson var með Bollywood-danssýningu. Hátíðahöld fóru í heildina vel fram í dag. Aðeins einn maður var handtekinn vegna ölvunarláta, en engin hætta stafaði af honum. Nú má búast við eins konar kynslóðaskiptum í miðbænum, eldra fólk og börn, hverfa og ungmenni sækja þangað í meira mæli til að fylgjast með kvölddagskránni. Í miðbænum eru tónleikar bæði við Arnarhól og á Ingólfstorgi en formlegri dagskrá lýkur klukkan tíu. 17.6.2011 17:32 Tónlistarhúsið "Made in China" Árrisulir vegfarendur vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir gengu fram hjá Hörpu, ráðstefnu- og tónlistarhúsi, í morgun og ráku augun í risastóran merkimiða sem festur hafði verið á suðurhlið hússins og á stóð: "Made in China" sem á íslensku útleggst: "Framleitt í Kína." Ekki er vitað hverjir voru þarna á ferð en merkingin fékk að hanga uppi til hádegis. Engar skemmdir urðu á byggingunni vegna uppátækisins. Þó ekki liggi ljóst fyrir hvaða skilaboðum var þarna verið að koma á framfæri eru uppi getgátur um að gjörningurinn tengist því að kínverskir verkamenn hafa verið einna iðnastir manna við uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss Íslendinga. 17.6.2011 16:29 Hott hott í Hveragerði Börnum í Hveragerði var boðið að bregða sér á hestbak við grunnskóla bæjarins og þótti þeim það góð skemmtun, þrátt fyrir eilitla rigningu. Hestamannafélagið Ljúfur stóð fyrir viðburðinum, sem var aðeins einn af fjölmörgu sem íbúum Hveragerðis stendur til boða í dag. Yngstu börnin fá að fara í Leikjaland í íþróttahúsinu, keppt er í knattspyrnu og dagurinn verður kvaddur með kvöldvöku sem hefst í Lystigarðinum klukkan hálf níu. Meðal þeirra sem fram koma er söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem gerði garðinn frægan í Eurovision hér um árið. 17.6.2011 15:52 Opið hús á Alþingi - þar var Háskóli Íslands í 29 ár Fjöldi manns mætti á opið hús á Alþingi í dag í tilefni af hundrað ára afmæli Háskóla Íslands, sem fyrstu 29 árin hafði aðsetur í alþingishúsinu. Háskólinn hafði aðstöðu á fyrstu hæð þinghússins og þar var í dag lögð áhersla á að miðla upplýsingum um sögu Háskóla Íslands, einkum þann tíma sem háskólakennsla fór fram í Alþingishúsinu á vegum læknadeildar, lagadeildar, guðfræðideildar og heimspekideildar. Önnur hæð þinghússins var einnig opin almenningi en þar var að finna muni og fróðleik um Jón Sigurðsson. 17.6.2011 15:32 Skýjað yfir miðbæ Reykjavíkur Mikil mannmergð er í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk er saman komið til að fagna 17. júní. Hátíðardagskrá gengur samkvæmt áætlun. Að sögn lögreglu hafa engin vandamál komið upp og allt gengið eins og í sögum. Fyrir hálfri klukkustund hófst hátíðardagskrá á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, til heiðurs afmælisbarninu. Þar eru forseti Íslands og forsætisráðherra, auk fleiri mektarmenna saman komin. Hátíðargestir á Akureyri skemmta sér vel. Nokkuð rigndi þar í morgun en stytti upp um hádegið og vonir standa til að hann lafi þurr.. 17.6.2011 14:53 „Stórskaðlegt íslenskum sjávarútvegi" „Þetta frumvarp er ekki aðeins stórskaðlegt íslenskum sjávarútvegi og öllum sem við hann starfa heldur efnahag þjóðarinnar í heild. Frumvarpið fær falleinkunn í þessari hagfræðiúttekt," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórn fiskveiða. Niðurstöðu sína byggir Friðrik á ítarlegri greinargerð sérfræðihóps sem sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra skipaði til þess að fara yfir hagræn áhrif frumvarpsins. Í greinagerðinni segir meðal annars að frumvarpið leiði til þess að mun erfiðara verður fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri og vart réttlætanlegt hjá mörgum þegar raunverulegt verðmæti eigna verður langtum meira en virði skulda. Friðrik segir að öllum hljóti að vera orðið ljóst að draga þurfi frumvarpið til baka og hefja vinnu við undirbúning að gerð frumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða með aðkomu fulltrúa allra þeirra sem í sjávarútvegi starfa, 17.6.2011 14:27 Eftirmynd hins forna Fitjakaleiks tekin í notkun Í dag verður tekinn í notkun nýr kaleikur í Fitjakirkju í Hvanneyrarprestakalli. Hann er eftirmynd hins forna Fitjakaleiks sem var í Fitjakirkju, en hefur verið á Þjóðminjasafni Íslands frá 1915. Í tilefni af þessu er dagskrá í Fitjakirkju þar sem sagt er frá sögu kaleiksins og kaleikinn sem silfurgrip. Þá veðrur guðsþjónusta í Fitjakirkju þar sem kaleikurinn verður helgaður. Dagskráin hófst klukkan tvö á því að dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur frá Danmörku flutti erindið: fjalla um : Hinn forni kaleikur Fitjakirkju - Saga, greining og hugleiðingar Næst á dagskránni er: 14:30 Ívar Þ. Björnsson leturgrafari sem gert hefur nýjan Fitjakaleik fjallar um gripina af sjónarhóli silfursmiðsins 15:00 Guðsþjónusta í Fitjakirkju - helgaður nýr Fitjakaleikur sem er gjöf frá kirkjubændum. Prestar: Flóki Kristinsson og Kristján Valur Ingólfsson. Organisti: Steinunn Árnadóttir. Einsöngur: Bjarni Guðmundsson 16:00 Kirkjukaffi að gömlum og góðum sið 17.6.2011 14:19 Hestur stöðvaði umferð við Vesturlandsveg Hestur stöðvaði alla umferð við Vesturlandsveginn upp úr hádeginu þar sem hann gerði sig heimakominn á miðjum veginum. Hesturinn hafði sloppið úr gerði sínu við Mosfellsbæ, rétt neðan við Vesturlandsveg. Ökumenn hemluðu snarlega þegar hrossið lét sjá sig en ekki er vitað til þess að nein slys hafi orðið. Nokkrir ökumanna fóru út úr bílum sínum, náðu hestinum og komum honum aftur í gerðið. Umferð um Vesturlandsveginn er því aftur komin í eðlilegt horf eftir smáværilegar tafir í báðar áttir. 17.6.2011 13:29 Lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar Forseti borgarstjórnar, Elsa Hrafnhildur Yeoman, lagði blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar nú um hádegisbilið. Föngulegur hópur gekk fylktu liði frá Austurvelli að kirkjugarðinu við Suðurgötu þar sem Jón hvílir og lék Lúðrasveit Reykjavíkur fyrir göngunni, undir stjörn Lárusar Grímssonar. Nú tekur við fjölbreytileg dagskrá í miðbæ Reykjavíkur. Hópakstur Fornbílaklúbbsins og sýning á fornbílum verður við Arnarhól, börnin geta fylgst með ævintýrum Lilla í Brúðubílnum milli hálf tvö og hálf þrjú, og Sirkus Íslands verður með götuleikhús og sirkusskóla á Ingólfstorgi. Heildardagskrá yfir viðburði í Reykjavík má finna hér. http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4515 17.6.2011 13:02 "Atorka, ráðdeild, framsýni og þollyndi" Forsætisráðherra sagði íslenskt samfélag hafa styrkst að flestu leyti frá stofnun lýðveldisins og það væri fyrirmynd annarra þjóða á fjölmörgum sviðum, í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. "Atorka, ráðdeild, framsýni og þollyndi voru orðin sem Jón Sigurðsson valdi til hvatningar íslenskri þjóð á öndverðri nítjándu öld. Þessi hvatningarorð eiga ekki síður erindi við okkur í dag og við skulum heiðra minningu þessa baráttumanns með því að hafa þau að leiðarljósi," sagði Jóhanna. Hún sagði Íslendinga nú hafa tækifæri í kjölfar efnahagsáfallsins til þess að byggja upp réttlátara þjóðfélag, þar sem virðing fyrir öllum hópum og stéttum er í öndvegi, þar sem öllum eru sköpuð jöfn tækifæri til þess að láta til sín taka á mismunandi sviðum allt eftir kostum, eiginleikum og hugðarefnum hvers og eins. Jóhanna vitnaði í Jón Sigurðsson sem sagði "Það þarf annað en hjalið tómt til að hrinda Íslandi á fætur aftur, það þarf atorku og ráðdeild og framsýni og þollyndi." Hún stappaði Íslendinga í stálinu og hvatti þá til að líta bjartsýnir til framtíðar. Ræða Jóhönnu í heild sinni; http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedur_greinar_JS/nr/6810 17.6.2011 12:20 Bifreið valt við Þjórsárbrú Ungur karlmaður missti stjórn á bifreið sinn í lausamöl rétt austan við Þjórsárbrú um hálfáttaleytið í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn fór útaf veginum og valt. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp með minniháttar meiðsli en bifreiðin er ónýt. 17.6.2011 12:11 Saka kaþólskan prest um kynferðislegt ofbeldi Mál tveggja manna sem saka presta og starfsmann kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um andlegt og kynferðislegt ofbeldi er til meðferðar hjá fagráði um kynferðisbrot. Annar mannana segir kennslukonu og skólastjóra Landakotsskóla hafa misnotað sig kynferðislega á löngu tímabili. Fjallað er um málið í Fréttatímanum í dag. Mál tveggja manna sem saka presta og starfsmann kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um andlegt og kynferðislegt ofbeldi er til meðferðar hjá fagráði um kynferðisbrot. Annar mannana segir kennslukonu og skólastjóra Landakotsskóla hafa misnotað sig kynferðislega á löngu tímabili. Mennirnir sem stíga fram og segja sögu sína í Fréttatímanum í dag eru um fimmtugt. Brot gegn þeim eru fyrnd og hinir meintu gerendur látnir. Annar maðurinn segist hafa orðið fyrir grófu kynferðislegu ofbeldi af hálfu sér A. George, sem var á þeim tíma skólastjóri Landakotsskóla, og Margrét Müller, þýskrar kennslukonu við skólann. Séra George var einn af valdamestu mönnum kaþólsku kirkjunnar hér á landi og sæmdur riddarakrossi fyrir störf sín. Margrét Müller var kennslukona við skólann. Hún bjó í einum af turnum skólans þar til hún svipti sig lífi. Lýsingar mannana, sem birtast í Fréttatímanum, eru sláandi. Þar er ofbeldið sagt hafa haldið áfram í sumarbúðum fyrir krakkana í Ölfusi. Í niðurlagi greinarinnar er sagt að fréttaflutningur á síðasta ári af kynferðisbrotum kaþólskra presta út í heimi hafi ýtt við mönnunum og fengið þá til að stíga fram með sögu sína. Þeir hafi skrifað Pétri Bürcher, biskupi kaþólikka hér á landi, bréf en fengið þau svör ekkert yrði aðhafst af hálfu kaþólsku kirkjunnar hér á landi. 17.6.2011 11:52 Útför Ólafs Gauks á mánudag Útför Ólafs Gauks Þórhallssonar, tónlistarmanns, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 20. júní 2011 klukkan 13:00. Ólafur Gaukur fæddist 11.ágúst 1930 en lést á hvítasunnudag, 12. júní, 2011. Dóttir Ólafs, Anna Mjöll, óskaði eftir því að tilkynning um útförina yrði birt. Foreldrar Ólafs Gauks voru Bergþóra Einarsdóttir frá Garðhúsum í Grindavík og Þórhallur Þorgilsson magister í rómönskum málum. Ólafur Gaukur var einn helsti brautryðjandi dægurtónlistar á Íslandi sem gítarleikari, lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, útsetjari,, textahöfundur, plötuútgefandi og kennari. Hann útskrifaðist úr kvikmyndatónlistarháskóla Dick Grove í Los Angeles árið 1984. Aðeins fimmtán ára gamall stofnaði Ólafur Gaukur sitt fyrsta tríó og á menntaskólaárum sínum, hóf hann að leika með vinsælustu danshljómsveitum landsins, meðal annars KK sextett og einnig stýrði hann eigin hljómsveitum og mun Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur vera þeirra þekktust. Ólafur Gaukur stofnaði Gítarskóla Ólafs Gauks árið 1975 og rak hann til æviloka. Fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar hlaut Ólafur Gaukur ýmsar viðurkenningar. Hann var útnefndur til verðlauna fyrir bestu tónlist í kvikmynd, fyrir myndina Benjamín Dúfu á Berlin Film Festival í Þýskalandi árið 2006. Heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna hlaut hann árið 2006. Árið 2008 var hann sæmdur hinni Íslensku Fálkaorðu, sama ár var hann kjörinn heiðursfélagi í Félagi tónskálda og textahöfunda og árið 2009 sæmdu gítarleikarar hann Gullnöglinni. Ólafur Gaukur lætur eftir sig uppkomin börn. Eftirlifandi eiginkona Ólafs Gauks er Svanhildur Jakobsdóttir. 17.6.2011 10:56 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar - hátíðardagskrá um allt land Í dag eru 200 ár liðin frá því að Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð og verður fæðingu hans minnst með mikilli hátíðardagskrá um allt land. Hátíðarmessa verður haldin í Minningarkapellu Jóns á fæðingarstað hans og munu forseti Íslands og forsætisráðherra flytja ávarp á útisviði þar um hálf þrjúleytið. Í Reykjavík hófst formleg dagskrá með guðþjónustu í Dómkirkjunni en á Austurvelli um ellefuleytið en þaðan lagði skrúðganga af stað nú í hádeginn í kirkjugarðinn við Suðurgötu, þar sem forseti borgarstjórnar mun leggja blómsveig á leiði Jóns. Á Akureyri hefst hefðbundin hátíðardagskrá í Lystigarðinum Heiðursvörður en þar verður meðal annars Hugvekja og bænagjörð í Akureyrarkirkju. 17.6.2011 10:41 Örn Bárður vill biskup og forystu kirkjunnar frá Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju og stjórnlagaráðsfulltrúi, hvetur forystu kirkjunnar til að stíga til hliðar í grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að viðbrögð yfirstjórnar kirkjunnar við skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar hafi valdið honum vonbrigðum. Hann gagnrýnir einnig kirkjuþing og spyr af hverju biskup hafi ekki vikið úr þingsal og leyft þinginu að ræða málið að honum fjarstöddum. Hann spyr einnig hvort enginn hafi orðað þann möguleika að biskup þyrfti hugsanlega að segja af sér. Hann segir að forysta kirkjunnar geti nú sýnt auðmýkt með djarfmannlegu verki; stigið til hliðar og viðurkennt að henni hafi mistekist í málinu. sáttargjörð verði ekki í reynd fyrr en hrein iðrun hafi átt sér stað, og þjóðin þoli illa hálfkák í alvarlegu máli sem þessu. 17.6.2011 10:09 Þykir umsókn að ESB sverta minningu Jóns Sigurðssonar „Umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu svertir minningu Jóns Sigurðssonar sem á 200 ára afmæli í dag. Jón helgaði líf sitt sjálfstæði Íslands." Þetta segir í dag á vef Heimssýnar, félags sjálfsstæðissinna í Evrópumálum sem telja hag Íslands best borgið utan ESB. Formaður samtakanna er Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Umsóknin færir Evrópusambandinu á silfurfati yfirráð yfir fiskveiðilandhelginni. Beri umsóknin þann eitraða ávöxt að Ísland verði aðildarríki mun strandríkið Ísland leggja sína hagsmuni í hendur meginlandsríkjasambands. Samningaviðræður Íslands við önnur ríki á Norður-Atlantshafi væru á forræði Evrópusambandsins," segir þar ennfremur. Samkvæmt viðhorfskönnun sem Capacent vann fyrir Heimssýn, og var birt í gær eru 50 prósent þjóðarinnar andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 37,3 prósent eru fylgjandi aðild að ESB. 12,6 prósent gefa ekki upp afstöðu eða hafa ekki skoðun. Verulega hefur dregið saman með stuðningsmönnum og andstæðingum aðildar og hefur munurinn ekki verið minni frá því í efnahagshruninu 2008. 17.6.2011 10:00 Háskóli Íslands 100 ára í dag - opið hús á Alþingi Á þessum degi fyrir réttri öld var Háskóla Íslands stofnaður, hinn 17. júní 1911 á Alþingi þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Af þessu tilefni verður Alþingishúsið opið almenningi í dag frá kl. 14 til 17.30. Á fyrstu hæð þinghússins, þar sem Háskólinn var til húsa í 29 ár, verður áhersla lögð á upplýsingar um sögu Háskóla Íslands, einkum þann tíma sem háskólakennsla fór fram í Alþingishúsinu á vegum læknadeildar, lagadeildar, guðfræðideildar og heimspekideildar. Þetta kemur fram á vef Háskóla Íslands. Önnur hæð þinghússins verður einnig opin en þar verður að finna muni og fróðleik um Jón Sigurðsson í tilefni af 200 ára afmæli hans. Stofnunar Háskóla Íslands verður einnig minnst með hátíðarsamkomu í þingsal Alþingis, klukkan 12. Að lokinni hátíðarsamkomunni verður afhjúpaður minnisvarði um stofnun Háskóla Íslands og veru hans í tæpa þrjá áratugi í Alþingishúsinu. Hildigunnur Gunnarsdóttir og Snæfríð Þorsteins eru hönnuðir minnisvarðans. 17.6.2011 09:35 Háskólaráð fagnar Aldarafmælissjóðnum Háskólaráð Háskóla Íslands fagnar því að stjórnvöld hafi stofnað sérstakan Aldarafmælissjóð fyrir skólann og nýja prófessorsstöðu í nafni Jóns Sigurðssonar í tilefni 100 ára afmælis skólans. Greint var frá því í gær að Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hefðu samþykkt að heiðra Háskóla Íslands með 150 milljóna króna stofnframlagi í sérstakan Aldarafmælissjóð. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast munu til uppbyggingar atvinnulífs og verðmætasköpunar í þágu íslensks samfélags og þjóðar, eins og segir í yfirlýsingu Ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Þá stendur til að setja á fót starfshóp sem gera mun tillögu um framlög í Aldarafmælissjóðinn á árunum 2012-2020. Enn fremur var samþykkt á Alþingi í gær þingsályktunartillaga um stofnun prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í nafni Jóns Sigurðssonar, en 200 ár eru frá fæðingu hans. Starfsskyldur prófessorsins verða meðal annars við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. Háskólaráð Háskóla Íslands fagnaði á fundi sínum í dag þeirri velvild og viðurkenningu sem skólanum er sýnd á aldarafmælinu. „Gjafir Ríkisstjórnar Íslands og Alþingis eru ómetanlegt framlag til að auka þekkingu, vísindastarfsemi, nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Það er gleðiefni að stjórnvöld og þingmenn allra flokka skuli vera samtaka um nauðsyn þess að hefja nýja sókn og vera reiðubúnir að fylgja henni eftir í verki með stuðningi við Háskóla Íslands," segir í ályktun háskólaráðs. Ennfremur segir í ályktuninni að „Aldarafmælissjóðurinn er dýrmætt framlag til að gera Háskóla Íslands kleift að hrinda í framkvæmd skýrri framtíðarstefnu sinni og metnaðarfullum vísindamarkmiðum og munu framlög úr honum grundvallast á ströngustu alþjóðlegum mælikvörðum um árangur og gæði." 17.6.2011 09:25 SFR semur við Reykjavíkurborg SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu og samninganefnd Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamning rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Samningurinn er á svipuðum nótum varðandi innihald og áherslur og samningurinn sem SFR gerði við ríkið nýverið. Kjarasamningur SFR við borgina gildir frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014. Launahækkanir verða krónutöluhækkun eða prósentuhækkun eftir því hvor leiðin skilar félagsmönnum hagstæðari niðurstöðu. Þannig er félagsmönnum tryggðar 12.000 kr. eða að lágmarki 4,6% hækkun þann 1. júní 2011, 11.000 krónur eða að lágmarki 3,50% hækkun þann 1. mars 2012 og 11.000 kr. eða að lágmarki 3,50% þann 1. mars 2013 Þetta kemur fram á vef SFR. Samningurinn gerir einnig ráð fyrir 50.000 króna eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og álagsgreiðslum upp á 25.000 krónur þann 1. febrúar 2012. Einnig er gert ráð fyrir hækkunum á orlofs- og desemberuppbætur. Stærsti hópurinn sem samningurinn nær til eru stuðningsfulltrúar og félagsliðar, sem vinna við málefni fatlaðra. Sá hópur flutti frá ríkinu yfir til Reykjavíkurborgar um síðustu áramót þegar málefni fatlaðra var flutt yfir frá ríki yfir til sveitarfélaga. 17.6.2011 09:15 Vöruþurrð um borð hjá Iceland Express Farþegar Iceland Express í júní hafa orðið varir við að úrvalið af mat og öðrum vörum um borð er fremur fátæklegt miðað við það sem vaninn hefur verið. 17.6.2011 09:15 Banna auglýsingar gegn áti á hvalkjöti Isavia hefur farið fram á að Alþjóða dýraverndunarsamtök og Samtök hvalaskoðunarfélaga endurskoði auglýsingar sínar í Leifsstöð, ellegar verði þær fjarlægðar. Auglýsingarnar eru liður í átaki gegn neyslu á hvalkjöti og beint að ferðamönnum. Auglýsingarnar hafa hangið uppi frá mánaðamótum og voru samþykktar af markaðsdeild Isavia án nokkurra vandkvæða þegar þær voru settar upp, en samtökin voru með samning við Leifsstöð út sumarið. 17.6.2011 09:00 Vel heppnað sameiningartákn 200 ár eru í dag síðan Jón Sigurðsson fæddist. Hann hefur löngum skipað stóran sess í samræðu þjóðarinnar enda stefndi hann leynt og ljóst að því. Jóni var hampað í sjálfstæðisbaráttunni og stjórnmálamenn hafa löngum vitnað til hans um hin ólíkustu málefni. 17.6.2011 08:30 Sjá næstu 50 fréttir
Lýst eftir 15 ára stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 15 ára stúlku, Kolbrúnu Sigríði Kristjánsdóttur. Kolbrún fór að heiman í Árbæjarhverfi síðastliðinn fimmtudag klukkan tólf á hádegi klædd í skærgræna íþróttapeysu, gráar íþróttabuxur og gráa íþróttaskó. Kolbrún er 168 cm að hæð, um 70 kg og með rautt sítt hár. 18.6.2011 13:11
Snjóvarnargirðing ver kálgarð fyrir kanínum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stendur í sumar fyrir könnun á kanínustofni borgarinnar. Er vonast til þess að í haust liggi fyrir nægar upplýsingar til að skipuleggja aðgerðir til að stemma stigu við fjölgun og útbreiðslu stofnsins. Villtum kanínum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og ekki eru allir sáttir við tilvist þeirra. 18.6.2011 13:00
Sérfræðingahópur Jóns gagnrýnir kvótafrumvarpið Fimm manna sérfræðinganefnd sjávarútvegsráðherra gagnrýnir frumvarp ráðherrans um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar. 18.6.2011 12:34
Ekki vísbendingar um frekari óróa Jarðskjálftahrina varð í Geitlandsjökli í sunnanverðum Langjökli um klukkan átta í morgun. Jarðskjálftahrinan stóð yfir í um 15 mínútur og mældust stærstu skjálftarnir rúmlega þrjú stig á richter. Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana þó ekki hafa verið marga eða um tíu talsins. 18.6.2011 12:31
Konan töluvert slösuð Átta manns slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Ökumaðurinn sem olli slysinu er grunaður um ölvunarakstur. 18.6.2011 12:26
Kjarasamningar í uppnámi Svo gæti farið að kjarasamningar, sem náðust eftir margra mánaða viðræður, verði hleypt í uppnám í næstu viku vegna aðgerða sem ríkisstjórnin lofaði en aðilar vinnumarkaðarins telja hana ekki hafa efnt. 18.6.2011 12:14
Harpa rýmd í miðjum tónleikum Helga Björns Hátt í 2000 manns þurftu að yfirgefa Hörpu í hasti í gærkvöldi, á meðan tónleikarnir Dægurperlur Helga Björns stóðu sem hæst í Eldborgarsalnum, þegar brunavarnarkerfi hússins fór í gang. 18.6.2011 10:18
Jarðskjálftahrina í Geitlandsjökli Jarðskjálftahrina varð í Geitlandsjökli í sunnanverðum Langjökli um klukkan átta í morgun og stóð hún yfir í um 15 mínútur. Stærstu skjálftarnir voru rúmlega þrjú stig og fundust meðal annars í Húsafelli. 18.6.2011 10:09
Tveir gistu fangageymslur á Akureyri Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á Akureyri en fjöldi lagði leið sína í bæinn og sat að sumbli fram á morgun. Tveir gistu fangageymslur og var einn tekinn fyrir ölvunarakstur. Þá komu nokkur fíkniefnamál inn á borð lögreglu. 18.6.2011 09:44
Á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys Alvarlegt umferðarslys varð þegar kona keyrði aftan á bifreið á ferð á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bifreið hennar valt og hafnaði utan vegar. Konan var ein í bílnum þegar slysið átti sér stað og var hún flutt með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi, þar sem hún liggur þungt haldin á gjörgæsludeild samkvæmt vakthafandi lækni. 18.6.2011 09:43
Forsendubrestur gæti stytt kjarasamninga Aðilar vinnumarkaðarins telja skorta á efndir stjórnvalda í mörgum af þeim lykilatriðum sem þau tiltóku í aðgerðaáætlun sinni vegna nýrra kjarasamninga. Því gætu forsendur samninganna verið brostnar. 18.6.2011 08:00
Formaður SÁÁ vill skattleggja knæpur og næturklúbba Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir óbeinan kostnað af næturlífi Reykjavíkur gríðarlegan og furðulegt að barir og skemmtistaðir beri ekki samfélagslegan kostnað í samræmi við þann óbeina kostnað ríkisins sem hlýst af. Í grein á heimasíðu SÁÁ segir Gunnar að nær allt lið lögreglu höfuðborgarsvæðisins sé haft á vakt um helgar, hópar verkamanna mæti undir morgun til að hreinsa götur og torg, læknar og hjúkrunarlið þurfi að gera að sárum þeirra sem verða undir í gleðinni og þá sé ótalinn gríðarlegur óbeinn kostnaður af áfengis- og vímuefnanotkun einstaklinga. 18.6.2011 10:04
Næturklúbbar ættu að greiða hærri skatt "Kannski ættum við að rifja upp þetta hugtak; kostnaðarvitund. Og beita því á miðbæ Reykjavíkur. Þá myndum við skattleggja næturklúbbana svo þeir gætu staðið undir nauðsynlegri löggæslu, hreinsun gatna og aðhlynningu sjúkra. Stöðunum myndi þá hugsanlega fækka, opnunartíminn styttast og tekjur og gjöld úr sameiginlegum sjóðum vegna þessarar starfsemi leita jafnvægis." Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, í nýjum pistli á vef samtakanna. Þar segir hann að það sé víðar en í bankaheiminum sem menn einkavæða gróða en þjóðnýta tap. Gunnar Smári tekur dæmi af þrátt fyrir háa skatta á bíla og bensín sé ólíklegt að þeir standi undir því sem samfélagið þarf að greiða vegna umferðar slysa og mengunar, svo eitthvað sé nefnt. Þá bendir hann einnig á hversu lágt verð er á sætindum og gosi, og fer því kostnaður vegna heilsutjóns af ofneyslu þeirra ekki inni í vöruverð. Að mati Gunnars Smára ætti kostnaðarvitund þegar kemur að neyslu áfengis og vímuefna að leiða til hærri skattbyrði á næturklúbba. "Við gætum þá varið meira fé úr sameiginlegum sjóðum til velferðar og sinnt þeim sem eru veikir og hjálparþurfi. Þótt umfangsmiklar stuðningsaðgerðir hins opinbera til eflingar amfetamínsdrifins næturlífs fram á morgun í miðbæ Reykjavíkur séu ekki færðar undir sérstakan lið á fjárlögum eða fjárhagsáætlunum; þá eru þær staðreyndir engu að síður. Og það er síendurtekin ákvörðun ríkis- og borgarstjórnar að styðja myndarlega við bakið á þessari starfsemi og auka stuðninginn fremur en hitt. Á sama tíma og þessir aðilar taka ákvarðanir um að skerða framlög til þeirra sem glíma við neikvæðar afleiðingar þessarar starfsemi." Pistil Gunnars Smára má lesa í heild sinni á vef SÁÁ. http://www.saa.is/islenski-vefurinn/felagsstarf/pistlar/nr/117631/ 17.6.2011 23:00
Rólegheit í miðbænum - kalt og næðingur Var á röltinu í miðborginni og getur sagt með mikilli ánægju að ástandið var mjög gott. Vart að sjá vín á fólki og drykkja ungmenna vart merkjanleg. Frekar fátt var í bænum enda kalt og næðingur Töluvert minna af hátíðargestum heldur en öllu jafna, svona fljótt á litið. 17.6.2011 22:50
Fyrrverandi ballettmær í faldbúningi Íslendingar voru flestir flottir í tauinu í dag en fyrrverandi balletmær bar þó af þeim flestum. Hugrún Halldórsdóttir hitti og ræddi við þessa einstaklega prúðbúnu konu í dag. Unnur Guðjónsdóttir, fyrrverandi balletmeistari Þjóðleikhússins, mætir iðulega í íslenska þjóðbúningnum niður í bæ á þjóðhátíðardaginn sjálfan, en í ár var hún sérstaklega prúðbúin. „Ég er núna í sérstaklega fallegum búningi af því þetta er faldbúningur en annars er eg vön að fara í upphlut. 0g hver er munurinn á þessum tveimur? Það er náttúrulega höfuðfatið, þetta er það sem kallað er faldur og þessi hringur um hálsinn, kraginn. Þetta er mikið eldri búningur en upphluturinn," segir hún. Unnur saumaði búninginn sjálf en silfrið lét hún smíða eftir munum úr þjóðminjasafninu. Þá ber hún spaða á höfði úr silfri en hann er vanalega úr taui. „Ég vil hafa þetta almennilegt. Og vekurðu ekki athygli? Jú jú, fólk er að spá í þetta. Mér finnst bara synd að það skuli ekki vera miklu fleiri í búningum. Ég meina ef ekki í dag, 200 ára fæðingarafmæli Jóns, nema hvað?" 17.6.2011 22:00
Sirkus og sápukúlur - blómlegur bær á þjóðhátíð Borgin bókstaflega blómstraði í dag þegar fagurmáluð andlit, full af gleði, virtust á hverju götuhorni. Viðamikil dagskrá var um alla borg og mátti sjá sirkusfólk á stultum, klifurgarpa og ungar stúlkur í skautbúningum. Haraldur Guðjónsson ljósmyndari var á ferðinni í allan dag og í meðfylgjandi myndasafni má líta afrakstur dagsins. 17.6.2011 21:06
Þröngt á þingi í alþingishúsinu Háskóli Íslands fagnaði hundrað ára afmæli sínu í dag og því var haldin hátíðarsamkoma í þinghúsinu, þar sem háskólinn starfaði einmitt fyrstu þrjá áratugina. 17.6.2011 20:53
Fékk á sig torfærubíl Betur fór en á horfðist þegar torfærubíll sem var til sýnis á Selfossi í dag rann af stað og hafnaði á konu sem var að njóta hátíðarhaldanna. Konan er meidd á fæti en talin vera óbrotin. Torfærubíllinn var ásamt öðrum bílum til sýnis í brekku við hátíðarsvæðið í bænum og leikur grunur á að drengur sem fékk að setjast í bílinn hafi rekið sig í gírstöng með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. 17.6.2011 20:36
Kviknað í bíl við Hörpu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrr í kvöld þegar eldur kviknaði í bifreið sem stóð á bílastæðinu við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur. Vel gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki. Töluverðar skemmdir urðu hins vegar á bílnum en upptök eldsins eru enn ókunn. 17.6.2011 20:31
Skjálftahrina í Mýrdalsjökli - sá stærsti 3 stig Skjálftahrina reið yfir Mýrdalsjökul á sjötta tímanum og var stærsti skjálftinn um 3 stig. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar voru skjálftarnir um tíu talsins og flestir litir, en þar er tekið fram að um óyfirfarnar tölur er að ræða. Enginn skjálfti hefur mælst síðan á svæðinu, samkvæmt Veðurstofunni. 17.6.2011 20:20
Átta ára gömul við stofnun lýðveldisins og man vel eftir því Sautjándi júní var haldinn hátíðlegur á elliheimilum landsins þar sem boðið var upp á kökur og spilað og sungið fyrir íbúa. Símon Birgisson heimsótti Hrafnistu í Hafnarfirði og talaði við konu sem var átta ára gömul við lýðveldisstofnun, Kristín H. Tryggvadóttir, fyrrum skólastjóra og Svarfdælingur í húð og hár. "Ég man eftir 1944, 17. júní. Það voru svo mikil hátíðarhöld heima í svarfaðardal, við sundlaugina. Það voru leikfimisýningar, sund. Ísland var látið fljóta á lauginni. Mér fannst þetta alveg hreint stórkostlegt að upplifa þetta,“ segir hún. 17. júní hefur einnig sérstaka merkingu í huga Kristínar, en hún útskrifaðist sem stúdent úr menntaskólanum á Akureyri á þessum degi. "Svo þetta fer í hjartað á mér þegar rennur upp þessi dagur," segir Kristín. Spurð út í þá tíma sem við lifum núna, hrunið og kreppuna segir Kristín að græðgin hafi orðið mönnum að falli. "Og kannski ágætt á tímamótum sem þessum að hugsa um framtíðina? Já, ég er sammála þvðí Þó ég eigi ekki langt eftir þa hugsar maður um börnin sín og barnabörnin og vill þeim allt vel. En ég trúi ekki öðru en við eigum góða framtíð. Ísland er svo gott land, ef fólkið reynir að standa sig, segir hún. 17.6.2011 20:03
Handteiknað kort af Reykjavík - tvö ár í vinnslu "Þetta er búið að taka tvö ár og þrjú þúsund klukkustundir," segir Snorri Þór Tryggvason, verkefnastjóri og einn eigenda Borgarmyndar sem var að gefa út nýtt kort af miðbæ Reykjavíkur. Kortið er sérlega eftirtektarvert þar sem þar er hvert götuhorn og hver gluggi handteiknaður. 17.6.2011 19:44
Prúðbúnir Grímugestir Gestir Grímunnar voru allir í sínu fínasta pússi í gær, eins og vera ber, ekki síður en verðlaunahafar. Leiksýningin Lér Konungur kom sá og sigraði á Íslensku leiklistaverðlaununum í gær, en hún hreppti alls sex Grímuverðlaun. Arnar Jónsson, sem fer með titilhlutverkið í sýningunni, var valinn leikari ársins og Unnur Ösp Stefánsdóttir hlaut verðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki. 17.6.2011 19:00
Kynslóðaskipti í miðbænum Vinir Sjonna tóku lokalagið á barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli sem lauk klukkan hálf fimm. Mikil stemning var í bænum og börnin létu það heldur minna á sig fá en foreldrarnir þó veðrið væri ekki upp á sitt besta. Brot úr leiksýningunum Eldfærunum og Ballinu á Bessastöðum voru meðal þess sem sýnt var á sviðinu við Arnarhól í dag, auk þess sem Yesmine Olsson var með Bollywood-danssýningu. Hátíðahöld fóru í heildina vel fram í dag. Aðeins einn maður var handtekinn vegna ölvunarláta, en engin hætta stafaði af honum. Nú má búast við eins konar kynslóðaskiptum í miðbænum, eldra fólk og börn, hverfa og ungmenni sækja þangað í meira mæli til að fylgjast með kvölddagskránni. Í miðbænum eru tónleikar bæði við Arnarhól og á Ingólfstorgi en formlegri dagskrá lýkur klukkan tíu. 17.6.2011 17:32
Tónlistarhúsið "Made in China" Árrisulir vegfarendur vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir gengu fram hjá Hörpu, ráðstefnu- og tónlistarhúsi, í morgun og ráku augun í risastóran merkimiða sem festur hafði verið á suðurhlið hússins og á stóð: "Made in China" sem á íslensku útleggst: "Framleitt í Kína." Ekki er vitað hverjir voru þarna á ferð en merkingin fékk að hanga uppi til hádegis. Engar skemmdir urðu á byggingunni vegna uppátækisins. Þó ekki liggi ljóst fyrir hvaða skilaboðum var þarna verið að koma á framfæri eru uppi getgátur um að gjörningurinn tengist því að kínverskir verkamenn hafa verið einna iðnastir manna við uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss Íslendinga. 17.6.2011 16:29
Hott hott í Hveragerði Börnum í Hveragerði var boðið að bregða sér á hestbak við grunnskóla bæjarins og þótti þeim það góð skemmtun, þrátt fyrir eilitla rigningu. Hestamannafélagið Ljúfur stóð fyrir viðburðinum, sem var aðeins einn af fjölmörgu sem íbúum Hveragerðis stendur til boða í dag. Yngstu börnin fá að fara í Leikjaland í íþróttahúsinu, keppt er í knattspyrnu og dagurinn verður kvaddur með kvöldvöku sem hefst í Lystigarðinum klukkan hálf níu. Meðal þeirra sem fram koma er söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem gerði garðinn frægan í Eurovision hér um árið. 17.6.2011 15:52
Opið hús á Alþingi - þar var Háskóli Íslands í 29 ár Fjöldi manns mætti á opið hús á Alþingi í dag í tilefni af hundrað ára afmæli Háskóla Íslands, sem fyrstu 29 árin hafði aðsetur í alþingishúsinu. Háskólinn hafði aðstöðu á fyrstu hæð þinghússins og þar var í dag lögð áhersla á að miðla upplýsingum um sögu Háskóla Íslands, einkum þann tíma sem háskólakennsla fór fram í Alþingishúsinu á vegum læknadeildar, lagadeildar, guðfræðideildar og heimspekideildar. Önnur hæð þinghússins var einnig opin almenningi en þar var að finna muni og fróðleik um Jón Sigurðsson. 17.6.2011 15:32
Skýjað yfir miðbæ Reykjavíkur Mikil mannmergð er í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk er saman komið til að fagna 17. júní. Hátíðardagskrá gengur samkvæmt áætlun. Að sögn lögreglu hafa engin vandamál komið upp og allt gengið eins og í sögum. Fyrir hálfri klukkustund hófst hátíðardagskrá á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, til heiðurs afmælisbarninu. Þar eru forseti Íslands og forsætisráðherra, auk fleiri mektarmenna saman komin. Hátíðargestir á Akureyri skemmta sér vel. Nokkuð rigndi þar í morgun en stytti upp um hádegið og vonir standa til að hann lafi þurr.. 17.6.2011 14:53
„Stórskaðlegt íslenskum sjávarútvegi" „Þetta frumvarp er ekki aðeins stórskaðlegt íslenskum sjávarútvegi og öllum sem við hann starfa heldur efnahag þjóðarinnar í heild. Frumvarpið fær falleinkunn í þessari hagfræðiúttekt," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórn fiskveiða. Niðurstöðu sína byggir Friðrik á ítarlegri greinargerð sérfræðihóps sem sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra skipaði til þess að fara yfir hagræn áhrif frumvarpsins. Í greinagerðinni segir meðal annars að frumvarpið leiði til þess að mun erfiðara verður fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri og vart réttlætanlegt hjá mörgum þegar raunverulegt verðmæti eigna verður langtum meira en virði skulda. Friðrik segir að öllum hljóti að vera orðið ljóst að draga þurfi frumvarpið til baka og hefja vinnu við undirbúning að gerð frumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða með aðkomu fulltrúa allra þeirra sem í sjávarútvegi starfa, 17.6.2011 14:27
Eftirmynd hins forna Fitjakaleiks tekin í notkun Í dag verður tekinn í notkun nýr kaleikur í Fitjakirkju í Hvanneyrarprestakalli. Hann er eftirmynd hins forna Fitjakaleiks sem var í Fitjakirkju, en hefur verið á Þjóðminjasafni Íslands frá 1915. Í tilefni af þessu er dagskrá í Fitjakirkju þar sem sagt er frá sögu kaleiksins og kaleikinn sem silfurgrip. Þá veðrur guðsþjónusta í Fitjakirkju þar sem kaleikurinn verður helgaður. Dagskráin hófst klukkan tvö á því að dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur frá Danmörku flutti erindið: fjalla um : Hinn forni kaleikur Fitjakirkju - Saga, greining og hugleiðingar Næst á dagskránni er: 14:30 Ívar Þ. Björnsson leturgrafari sem gert hefur nýjan Fitjakaleik fjallar um gripina af sjónarhóli silfursmiðsins 15:00 Guðsþjónusta í Fitjakirkju - helgaður nýr Fitjakaleikur sem er gjöf frá kirkjubændum. Prestar: Flóki Kristinsson og Kristján Valur Ingólfsson. Organisti: Steinunn Árnadóttir. Einsöngur: Bjarni Guðmundsson 16:00 Kirkjukaffi að gömlum og góðum sið 17.6.2011 14:19
Hestur stöðvaði umferð við Vesturlandsveg Hestur stöðvaði alla umferð við Vesturlandsveginn upp úr hádeginu þar sem hann gerði sig heimakominn á miðjum veginum. Hesturinn hafði sloppið úr gerði sínu við Mosfellsbæ, rétt neðan við Vesturlandsveg. Ökumenn hemluðu snarlega þegar hrossið lét sjá sig en ekki er vitað til þess að nein slys hafi orðið. Nokkrir ökumanna fóru út úr bílum sínum, náðu hestinum og komum honum aftur í gerðið. Umferð um Vesturlandsveginn er því aftur komin í eðlilegt horf eftir smáværilegar tafir í báðar áttir. 17.6.2011 13:29
Lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar Forseti borgarstjórnar, Elsa Hrafnhildur Yeoman, lagði blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar nú um hádegisbilið. Föngulegur hópur gekk fylktu liði frá Austurvelli að kirkjugarðinu við Suðurgötu þar sem Jón hvílir og lék Lúðrasveit Reykjavíkur fyrir göngunni, undir stjörn Lárusar Grímssonar. Nú tekur við fjölbreytileg dagskrá í miðbæ Reykjavíkur. Hópakstur Fornbílaklúbbsins og sýning á fornbílum verður við Arnarhól, börnin geta fylgst með ævintýrum Lilla í Brúðubílnum milli hálf tvö og hálf þrjú, og Sirkus Íslands verður með götuleikhús og sirkusskóla á Ingólfstorgi. Heildardagskrá yfir viðburði í Reykjavík má finna hér. http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4515 17.6.2011 13:02
"Atorka, ráðdeild, framsýni og þollyndi" Forsætisráðherra sagði íslenskt samfélag hafa styrkst að flestu leyti frá stofnun lýðveldisins og það væri fyrirmynd annarra þjóða á fjölmörgum sviðum, í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. "Atorka, ráðdeild, framsýni og þollyndi voru orðin sem Jón Sigurðsson valdi til hvatningar íslenskri þjóð á öndverðri nítjándu öld. Þessi hvatningarorð eiga ekki síður erindi við okkur í dag og við skulum heiðra minningu þessa baráttumanns með því að hafa þau að leiðarljósi," sagði Jóhanna. Hún sagði Íslendinga nú hafa tækifæri í kjölfar efnahagsáfallsins til þess að byggja upp réttlátara þjóðfélag, þar sem virðing fyrir öllum hópum og stéttum er í öndvegi, þar sem öllum eru sköpuð jöfn tækifæri til þess að láta til sín taka á mismunandi sviðum allt eftir kostum, eiginleikum og hugðarefnum hvers og eins. Jóhanna vitnaði í Jón Sigurðsson sem sagði "Það þarf annað en hjalið tómt til að hrinda Íslandi á fætur aftur, það þarf atorku og ráðdeild og framsýni og þollyndi." Hún stappaði Íslendinga í stálinu og hvatti þá til að líta bjartsýnir til framtíðar. Ræða Jóhönnu í heild sinni; http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedur_greinar_JS/nr/6810 17.6.2011 12:20
Bifreið valt við Þjórsárbrú Ungur karlmaður missti stjórn á bifreið sinn í lausamöl rétt austan við Þjórsárbrú um hálfáttaleytið í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn fór útaf veginum og valt. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp með minniháttar meiðsli en bifreiðin er ónýt. 17.6.2011 12:11
Saka kaþólskan prest um kynferðislegt ofbeldi Mál tveggja manna sem saka presta og starfsmann kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um andlegt og kynferðislegt ofbeldi er til meðferðar hjá fagráði um kynferðisbrot. Annar mannana segir kennslukonu og skólastjóra Landakotsskóla hafa misnotað sig kynferðislega á löngu tímabili. Fjallað er um málið í Fréttatímanum í dag. Mál tveggja manna sem saka presta og starfsmann kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um andlegt og kynferðislegt ofbeldi er til meðferðar hjá fagráði um kynferðisbrot. Annar mannana segir kennslukonu og skólastjóra Landakotsskóla hafa misnotað sig kynferðislega á löngu tímabili. Mennirnir sem stíga fram og segja sögu sína í Fréttatímanum í dag eru um fimmtugt. Brot gegn þeim eru fyrnd og hinir meintu gerendur látnir. Annar maðurinn segist hafa orðið fyrir grófu kynferðislegu ofbeldi af hálfu sér A. George, sem var á þeim tíma skólastjóri Landakotsskóla, og Margrét Müller, þýskrar kennslukonu við skólann. Séra George var einn af valdamestu mönnum kaþólsku kirkjunnar hér á landi og sæmdur riddarakrossi fyrir störf sín. Margrét Müller var kennslukona við skólann. Hún bjó í einum af turnum skólans þar til hún svipti sig lífi. Lýsingar mannana, sem birtast í Fréttatímanum, eru sláandi. Þar er ofbeldið sagt hafa haldið áfram í sumarbúðum fyrir krakkana í Ölfusi. Í niðurlagi greinarinnar er sagt að fréttaflutningur á síðasta ári af kynferðisbrotum kaþólskra presta út í heimi hafi ýtt við mönnunum og fengið þá til að stíga fram með sögu sína. Þeir hafi skrifað Pétri Bürcher, biskupi kaþólikka hér á landi, bréf en fengið þau svör ekkert yrði aðhafst af hálfu kaþólsku kirkjunnar hér á landi. 17.6.2011 11:52
Útför Ólafs Gauks á mánudag Útför Ólafs Gauks Þórhallssonar, tónlistarmanns, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 20. júní 2011 klukkan 13:00. Ólafur Gaukur fæddist 11.ágúst 1930 en lést á hvítasunnudag, 12. júní, 2011. Dóttir Ólafs, Anna Mjöll, óskaði eftir því að tilkynning um útförina yrði birt. Foreldrar Ólafs Gauks voru Bergþóra Einarsdóttir frá Garðhúsum í Grindavík og Þórhallur Þorgilsson magister í rómönskum málum. Ólafur Gaukur var einn helsti brautryðjandi dægurtónlistar á Íslandi sem gítarleikari, lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, útsetjari,, textahöfundur, plötuútgefandi og kennari. Hann útskrifaðist úr kvikmyndatónlistarháskóla Dick Grove í Los Angeles árið 1984. Aðeins fimmtán ára gamall stofnaði Ólafur Gaukur sitt fyrsta tríó og á menntaskólaárum sínum, hóf hann að leika með vinsælustu danshljómsveitum landsins, meðal annars KK sextett og einnig stýrði hann eigin hljómsveitum og mun Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur vera þeirra þekktust. Ólafur Gaukur stofnaði Gítarskóla Ólafs Gauks árið 1975 og rak hann til æviloka. Fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar hlaut Ólafur Gaukur ýmsar viðurkenningar. Hann var útnefndur til verðlauna fyrir bestu tónlist í kvikmynd, fyrir myndina Benjamín Dúfu á Berlin Film Festival í Þýskalandi árið 2006. Heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna hlaut hann árið 2006. Árið 2008 var hann sæmdur hinni Íslensku Fálkaorðu, sama ár var hann kjörinn heiðursfélagi í Félagi tónskálda og textahöfunda og árið 2009 sæmdu gítarleikarar hann Gullnöglinni. Ólafur Gaukur lætur eftir sig uppkomin börn. Eftirlifandi eiginkona Ólafs Gauks er Svanhildur Jakobsdóttir. 17.6.2011 10:56
200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar - hátíðardagskrá um allt land Í dag eru 200 ár liðin frá því að Jón Sigurðsson sjálfstæðishetja fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð og verður fæðingu hans minnst með mikilli hátíðardagskrá um allt land. Hátíðarmessa verður haldin í Minningarkapellu Jóns á fæðingarstað hans og munu forseti Íslands og forsætisráðherra flytja ávarp á útisviði þar um hálf þrjúleytið. Í Reykjavík hófst formleg dagskrá með guðþjónustu í Dómkirkjunni en á Austurvelli um ellefuleytið en þaðan lagði skrúðganga af stað nú í hádeginn í kirkjugarðinn við Suðurgötu, þar sem forseti borgarstjórnar mun leggja blómsveig á leiði Jóns. Á Akureyri hefst hefðbundin hátíðardagskrá í Lystigarðinum Heiðursvörður en þar verður meðal annars Hugvekja og bænagjörð í Akureyrarkirkju. 17.6.2011 10:41
Örn Bárður vill biskup og forystu kirkjunnar frá Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju og stjórnlagaráðsfulltrúi, hvetur forystu kirkjunnar til að stíga til hliðar í grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að viðbrögð yfirstjórnar kirkjunnar við skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar hafi valdið honum vonbrigðum. Hann gagnrýnir einnig kirkjuþing og spyr af hverju biskup hafi ekki vikið úr þingsal og leyft þinginu að ræða málið að honum fjarstöddum. Hann spyr einnig hvort enginn hafi orðað þann möguleika að biskup þyrfti hugsanlega að segja af sér. Hann segir að forysta kirkjunnar geti nú sýnt auðmýkt með djarfmannlegu verki; stigið til hliðar og viðurkennt að henni hafi mistekist í málinu. sáttargjörð verði ekki í reynd fyrr en hrein iðrun hafi átt sér stað, og þjóðin þoli illa hálfkák í alvarlegu máli sem þessu. 17.6.2011 10:09
Þykir umsókn að ESB sverta minningu Jóns Sigurðssonar „Umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu svertir minningu Jóns Sigurðssonar sem á 200 ára afmæli í dag. Jón helgaði líf sitt sjálfstæði Íslands." Þetta segir í dag á vef Heimssýnar, félags sjálfsstæðissinna í Evrópumálum sem telja hag Íslands best borgið utan ESB. Formaður samtakanna er Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. „Umsóknin færir Evrópusambandinu á silfurfati yfirráð yfir fiskveiðilandhelginni. Beri umsóknin þann eitraða ávöxt að Ísland verði aðildarríki mun strandríkið Ísland leggja sína hagsmuni í hendur meginlandsríkjasambands. Samningaviðræður Íslands við önnur ríki á Norður-Atlantshafi væru á forræði Evrópusambandsins," segir þar ennfremur. Samkvæmt viðhorfskönnun sem Capacent vann fyrir Heimssýn, og var birt í gær eru 50 prósent þjóðarinnar andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 37,3 prósent eru fylgjandi aðild að ESB. 12,6 prósent gefa ekki upp afstöðu eða hafa ekki skoðun. Verulega hefur dregið saman með stuðningsmönnum og andstæðingum aðildar og hefur munurinn ekki verið minni frá því í efnahagshruninu 2008. 17.6.2011 10:00
Háskóli Íslands 100 ára í dag - opið hús á Alþingi Á þessum degi fyrir réttri öld var Háskóla Íslands stofnaður, hinn 17. júní 1911 á Alþingi þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Af þessu tilefni verður Alþingishúsið opið almenningi í dag frá kl. 14 til 17.30. Á fyrstu hæð þinghússins, þar sem Háskólinn var til húsa í 29 ár, verður áhersla lögð á upplýsingar um sögu Háskóla Íslands, einkum þann tíma sem háskólakennsla fór fram í Alþingishúsinu á vegum læknadeildar, lagadeildar, guðfræðideildar og heimspekideildar. Þetta kemur fram á vef Háskóla Íslands. Önnur hæð þinghússins verður einnig opin en þar verður að finna muni og fróðleik um Jón Sigurðsson í tilefni af 200 ára afmæli hans. Stofnunar Háskóla Íslands verður einnig minnst með hátíðarsamkomu í þingsal Alþingis, klukkan 12. Að lokinni hátíðarsamkomunni verður afhjúpaður minnisvarði um stofnun Háskóla Íslands og veru hans í tæpa þrjá áratugi í Alþingishúsinu. Hildigunnur Gunnarsdóttir og Snæfríð Þorsteins eru hönnuðir minnisvarðans. 17.6.2011 09:35
Háskólaráð fagnar Aldarafmælissjóðnum Háskólaráð Háskóla Íslands fagnar því að stjórnvöld hafi stofnað sérstakan Aldarafmælissjóð fyrir skólann og nýja prófessorsstöðu í nafni Jóns Sigurðssonar í tilefni 100 ára afmælis skólans. Greint var frá því í gær að Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hefðu samþykkt að heiðra Háskóla Íslands með 150 milljóna króna stofnframlagi í sérstakan Aldarafmælissjóð. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast munu til uppbyggingar atvinnulífs og verðmætasköpunar í þágu íslensks samfélags og þjóðar, eins og segir í yfirlýsingu Ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Þá stendur til að setja á fót starfshóp sem gera mun tillögu um framlög í Aldarafmælissjóðinn á árunum 2012-2020. Enn fremur var samþykkt á Alþingi í gær þingsályktunartillaga um stofnun prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í nafni Jóns Sigurðssonar, en 200 ár eru frá fæðingu hans. Starfsskyldur prófessorsins verða meðal annars við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. Háskólaráð Háskóla Íslands fagnaði á fundi sínum í dag þeirri velvild og viðurkenningu sem skólanum er sýnd á aldarafmælinu. „Gjafir Ríkisstjórnar Íslands og Alþingis eru ómetanlegt framlag til að auka þekkingu, vísindastarfsemi, nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Það er gleðiefni að stjórnvöld og þingmenn allra flokka skuli vera samtaka um nauðsyn þess að hefja nýja sókn og vera reiðubúnir að fylgja henni eftir í verki með stuðningi við Háskóla Íslands," segir í ályktun háskólaráðs. Ennfremur segir í ályktuninni að „Aldarafmælissjóðurinn er dýrmætt framlag til að gera Háskóla Íslands kleift að hrinda í framkvæmd skýrri framtíðarstefnu sinni og metnaðarfullum vísindamarkmiðum og munu framlög úr honum grundvallast á ströngustu alþjóðlegum mælikvörðum um árangur og gæði." 17.6.2011 09:25
SFR semur við Reykjavíkurborg SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu og samninganefnd Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamning rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Samningurinn er á svipuðum nótum varðandi innihald og áherslur og samningurinn sem SFR gerði við ríkið nýverið. Kjarasamningur SFR við borgina gildir frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014. Launahækkanir verða krónutöluhækkun eða prósentuhækkun eftir því hvor leiðin skilar félagsmönnum hagstæðari niðurstöðu. Þannig er félagsmönnum tryggðar 12.000 kr. eða að lágmarki 4,6% hækkun þann 1. júní 2011, 11.000 krónur eða að lágmarki 3,50% hækkun þann 1. mars 2012 og 11.000 kr. eða að lágmarki 3,50% þann 1. mars 2013 Þetta kemur fram á vef SFR. Samningurinn gerir einnig ráð fyrir 50.000 króna eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og álagsgreiðslum upp á 25.000 krónur þann 1. febrúar 2012. Einnig er gert ráð fyrir hækkunum á orlofs- og desemberuppbætur. Stærsti hópurinn sem samningurinn nær til eru stuðningsfulltrúar og félagsliðar, sem vinna við málefni fatlaðra. Sá hópur flutti frá ríkinu yfir til Reykjavíkurborgar um síðustu áramót þegar málefni fatlaðra var flutt yfir frá ríki yfir til sveitarfélaga. 17.6.2011 09:15
Vöruþurrð um borð hjá Iceland Express Farþegar Iceland Express í júní hafa orðið varir við að úrvalið af mat og öðrum vörum um borð er fremur fátæklegt miðað við það sem vaninn hefur verið. 17.6.2011 09:15
Banna auglýsingar gegn áti á hvalkjöti Isavia hefur farið fram á að Alþjóða dýraverndunarsamtök og Samtök hvalaskoðunarfélaga endurskoði auglýsingar sínar í Leifsstöð, ellegar verði þær fjarlægðar. Auglýsingarnar eru liður í átaki gegn neyslu á hvalkjöti og beint að ferðamönnum. Auglýsingarnar hafa hangið uppi frá mánaðamótum og voru samþykktar af markaðsdeild Isavia án nokkurra vandkvæða þegar þær voru settar upp, en samtökin voru með samning við Leifsstöð út sumarið. 17.6.2011 09:00
Vel heppnað sameiningartákn 200 ár eru í dag síðan Jón Sigurðsson fæddist. Hann hefur löngum skipað stóran sess í samræðu þjóðarinnar enda stefndi hann leynt og ljóst að því. Jóni var hampað í sjálfstæðisbaráttunni og stjórnmálamenn hafa löngum vitnað til hans um hin ólíkustu málefni. 17.6.2011 08:30