Fleiri fréttir Ellefu fengu orðu á Bessastöðum Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 16. júní 2011, sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Venjan er að orðuveitingin fari fram á 17. júní en í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar verður forsetinn staddur á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns, á morgun. 16.6.2011 15:50 Stærsta innköllun frá upphafi - 60 þúsund flöskur með bláberjabragði "Þetta kemur stundum fyrir, en þetta er það stærsta sem við höfum lent í frá upphafi," segir Friðjón Hólmbertsson framkvæmdastjóri sölusviðs Egils hjá Ölgerðinni, en fyrirtækið hefur kallað inn allt Pepsi Max í hálfs lítra flöskum framleitt 25. maí síðastliðinn. Ástæðan er sú að komið hefur í ljós að bláberjabragðefni blandaðist fyrir mistök í drykkinn. 16.6.2011 15:34 Á annað hundrað kynferðisbrot kærð á fyrstu fimm mánuðum ársins Alls voru 162 kynferðisbrot kærð til lögreglunnar fyrstu fimm mánuði þessa árs samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Flest afbrotin voru tilkynnt til lögreglunnar í mars eða 49 kynferðisbrot. Þá voru 33 kynferðisbrot kærð í apríl. 16.6.2011 15:34 Gríman haldin í níunda sinn - bein útsending á Stöð 2 og Vísi Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin en hátíðin fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt og verður bein útsending frá athöfninni í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig á Vísi og hefst hún klukkan 20:10. 16.6.2011 15:33 Hvatt til að leggja löglega á 17. júní Talsvert hefur verið um ólöglegar bifreiðastöður nærri hátíðarsvæðum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á 17. júní. Fjöldi ökumanna hefur því fengið stöðubrotsgjald eða mátt þola að ökutækin hafi verið fjarlægð vegna hættu sem af þeim stafaði. Ökumenn eru því hvattir til að leggja löglega á þessum degi sem öðrum svo komast megi hjá aðgerðum lögreglu og Bílastæðasjóðs. 16.6.2011 15:17 Kettirnir fá nú nóg að borða Köttunum í Kattholti er tryggður nægur matur, þökk sé skjótum viðbrögðum kattavina og fyrirtækja eftir að allt stefndi í að kettirnir yrðu matarlausir. Fyrirtækið Dýrheimar gaf Kattholti 300 kíló af mat til að koma í veg fyrir að kettirnir svelti, Ölgerðin gaf heilt bretti af mat og Dýrabær lét ekki sitt eftir liggja. Þá lagði fjöldi fólks inn á styrktarreikning Kattholts. „Þessi matur kemur til með að duga okkur fram á haust,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. Hún sendi út neyðarkall á þriðjudag þar sem varla var til fóður fyrir kettina, en sem stendur dvelja um 60 óskilakettir í Kattholti. Hún er virkilega þakklát og er fegin að kettirnir hafa nú nægan mat. 16.6.2011 14:27 Clinton og Obama óska Íslendingum til hamingju „Fyrir hönd Obama forseta og bandarísku þjóðarinnar er það mér sönn ánægja að óska íslensku þjóðinni til hamingju með þjóðhátíðardaginn 17. júní“. 16.6.2011 14:23 Ævintýri Steins Steinarrs á hvíta tjaldið - Jón Óttar leikstýrir Gengið hefur verið frá samningum um framleiðslu á kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet en kostnaður við myndina er áætlaður 5 milljónir dollara eða hátt í 600 milljónir íslenskra króna. 16.6.2011 14:04 Dregur úr glæpum Þjófnaðarbrotum hefur fækkað verulega á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sambærilegar tölur síðustu tveggja ára, samkvæmt afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra. 16.6.2011 13:54 Eigandi Rottweilertíkarinnar verður ákærður "Við vitum ekki hvar tíkin er, hún er ófundin," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi. Eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel, sem var stolið úr vörslu lögreglunnar í byrjun maí, á yfir höfði sér ákæru fyrir að vera ekki með tíkina skráða. 16.6.2011 13:47 Frestun Drekaútboðs lýsir ömurlegri verkstjórn Það er til háborinnar skammar fyrir stjórnvöld að Drekaútboðið skuli frestast, segir Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Hann segir þetta klúður, sem lýsi ömurlegri verkstjórn í ríkisstjórn og á Alþingi. 16.6.2011 13:30 Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir frelsissviptingu Kristmundur Sigurðsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölmörg brot, meðal annars frelsissviptingu. 16.6.2011 13:29 Reykjavíkurborg heiðrar Bríeti Forseti borgarstjórnar, Elsa Hrafnhildur Yeoman, mun leggja blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindakonu og bæjarfulltrúa, í Hólavallakirkjugarði til að heiðra minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi á Kvenréttindadaginn þann 19. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem borgin heiðrar Bríeti á þennan hátt og er það gert í samræmi við tillögu sem Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, lagði fram á síðasta ári. Bríet Bjarnhéðinsdóttir átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og var í hópi fyrstu kvenna sem tóku sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908. Athöfnin hefst klukkan 14:30. Að lokinni athöfn verður gengið fylktu liði á Hallveigarstaði þar sem Kvenfélagasamband Íslands og fleiri kvennasamtök verða með hátíðardagskrá og kaffiveitingar í tilefni dagsins. 16.6.2011 12:58 Ljúka hlaupinu klukkan þrjú við Valsheimilið Fjögurra manna hópurinn sem hlaupið hefur hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinsveikum börnum, kemur í mark í Reykjavík klukkan þrjú í dag. Allir eru velkomnir til að fylgja hlaupurunum síðasta spölinn. 16.6.2011 12:55 Prófessorsstaða í nafni Jóns forseta lýsir gamaldags hugsunarhætti Einn þingmaður sat hjá þegar Alþingi samþykkti í gær að stofna skyldi sérstaka prófessorsstöðu við Háskóla Íslands tengda nafni Jóns Sigurðssonar. "Gamaldags hugsunarháttur," segir þingmaðurinn og bætir við að erfitt sé að vera gulrót í bananabúnti. 16.6.2011 12:44 Stúlkan komin fram Stúlkan sem lögregla lýsti eftir í gær er komin í leitirnar. Hennar hafði verið saknað frá því á sunnudag þegar hún fór frá Landspítalanum við Hringbraut. 16.6.2011 11:13 Íbúar sveitarfélaga geti kallað eftir atkvæðagreiðslu Sú nefnd stjórnlagaráðs sem fjallar meðal annars um málefni sveitarfélaga leggur til nýmæli um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess. Stjórnlagaráð kom saman til síns 13. fundar klukkan 10 í dag. 16.6.2011 11:04 Telur fótunum varla kippt undan útgerðinni Umsögn Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, á hagrænum áhrifum stóra kvótafrumvarps ríkisstjórnarinar hefur verið gerð opinber. Umsögnina vann hann að beiðni ríkisstjórnarinnar. 16.6.2011 11:00 Kassastrákur í 10-11 stal tæpri milljón Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjárdrátt. 16.6.2011 10:48 Breytingar á akstri Strætó 17. júní Akstur allra leiða Strætó á morgun þjóðhátíðardag verður samkvæmt laugardagsáætlun og þá verður á ákveðnum leiðum ekið lengur fram á kvöld. Að auki verður á sömu leiðum tíðari akstur eftir kvöldmat en hefðbundið er samkvæmt laugardagsáætlun. Vegna lokana í miðbæ verður akstursleiðum jafnframt breytt á því svæði. 16.6.2011 10:33 Fálkaorðan afhent síðdegis Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun í dag, sæma nokkra Íslendinga hinni íslensku fálkaorðu. Athöfnin hefst klukkan þrjú síðdegis og má því vænta fregna á fjórða tímanum um hverjir fengu fálkaorðu. Einnig munu forsetahjónin taka á móti erlendum sendiherrum sem staddir eru hér á landi í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Vegna hátíðarhalda 17. júní á Austurvelli og á Hrafnseyri eru fyrrgreindir atburðir í dag 16. júní. 16.6.2011 10:21 Yfir 400 heimildir til símhlerana á þremur árum Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið 106 heimildir til að hlera síma undanfarin þrjú ár. Á umræddu tímabili veittu dómstólar 418 heimildir til símhlerana þar af veitti Héraðsdómur Reykjaness flestar heimildir. Símar fyrirtæja voru hleraðir í tveimur tilvikum. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónssonar, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, og lagt var fram á Alþingi í gær. 16.6.2011 10:00 Landsdómsumræða gerir lítið úr fórnarlömbum Stalíns "Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. 16.6.2011 09:48 Druslugöngur líka á Ísafirði og í Reykjanesbæ Ákveðið hefur verið að halda Druslugöngur á Ísafirði og í Reykjanesbæ þann 23. júlí, sama dag og Druslugangan verður farin í Reykjavík. Líklegt þykir að fleiri Druslugöngur verði farnar á landinu þennan dag. Á Ísafirði ætla þátttakendur að ganga frá gamla sjúkrahúsinu að Silfurtorgi. Þá verður stoppað við kirkjuna, héraðsdóm, lögreglustöðina og sýslumannsembættið. Við lok göngunnar tekir við stutt athöfn á Silfurtorgi. Gangan hefst klukkan tvö. Á sama tíma hefst Drusluganga í Reykjanesbæ. Þar er ætlunin að hittast hjá Nettó, ganga niður Hafnargötuna og enda í skrúðgarðinum. Nánari dagskrá hefur ekki verið útfærð. Yfirlýst markmið göngunnar er að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. Þannig vilja skipuleggjendur göngunnar vekja athygli á því að það eru gerendur sem bera ábyrgð á kynferðisofbeldi, en ekki þolendur. Fyrirmynd Druslugöngunnar er hin svonefnda Slut walk sem fyrst var farin í Toronto í Kanada fyrr á þessu ári. Tilefni göngunnar voru umdeild ummæli lögreglumanns í Toronto í Kanada sem sagði að konur þyrftu að forðast að klæða sig eins og druslur til að verða ekki nauðgað. 16.6.2011 09:17 Látnir fái sína eigin heimasíðu Fyrirtæki sem ætlar að opna minningarvef um látna Íslendingar fær engar athugasemdir frá Persónuvernd við þá fyrirætlan að nota upplýsingar úr Þjóðskrá um fæðingardag, dánardag og fæðingarstað látinna einstaklinga. 16.6.2011 09:00 Sjónvarpsútsendingum á Íslandi umbylt Miklar breytingar verða á fyrirkomulagi sjónvarpsútsendinga á Íslandi á næstu misserum. Stefnt er að því að hliðrænum sjónvarpsútsendingum verði hætt í lok næsta árs. 16.6.2011 08:30 Sigmar plankar í flugvél til Spánar „Ástæðan fyrir því að ég er að þessu er sú að þetta er ákaflega heimskulegt og algjörlega tilgangslaust. Og það er stundum fyndið að taka þátt í slíku þótt sumum finnist það ekki," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins og nýjasta planka-stjarnan á Íslandi. 16.6.2011 08:30 Reyndi að stinga lögguna af ölvaður Ölvaður ökumaður reyndi að stinga lögregluna af þegar hún gaf honum stöðvunarmerki skammt frá Hveragerði í gærkvöldi. Hann beygði út af þjóðveginum inn á vegslóða og gaf þar í, eða þartil slóðinn endaði skyndilega og við tóku þúfur og aðrar ófærur. Lauk þar ökuferðinni og að líkindum ökuferli mannsins líka í eitt ár. 16.6.2011 08:20 Útrunnir samningar upp á 33 milljarða Meira en helmingur þjónustusamninga mennta- og menningarmálaráðuneytisins eru útrunnir, eða 26 af 44. Tæp 30 prósent allra þjónustusamninga ríkisins eru útrunnir. 16.6.2011 08:00 Rafmagnslaust í Norðurárdal og á Bifröst Rafmagnslaust hefur verið frá Varmalandi í Borgarfirði, upp Norðurárdalinn og í Bifröst síðan bilun varð í háspennukerfi á þessum slóðum klukkan fimm í morgun. Viðgerðarflokkur er að leita að biluninni og má búast við rafmagnsleysi á þessu svæði í nokkurn tíma enn. 16.6.2011 07:57 Slapp nær ómeiddur eftir bílveltu Ökumaður slapp nær ómeiddur eftir að bíll hans fór út af þjóðveginum í Hörgárdal í gærkvöldi og fór heila veltu. Ökumaðurinn missti bílinn fyrst út í lausamöl í vegöxlinni, en ætlaði að beygja honum inn á bundna slitlagið aftur. Við það snérist bíllinn þversum og valt út af veginum öfugu megin miðað við akstursstefnu bílsins, en sem betur fer var engin að koma á móti þegar þetta gerðist. Bíllinn er mikið skemmdur. 16.6.2011 07:55 Fær að sjá hann á þriðjudögum Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem situr í gæsluvarðhaldi í Taílandi, þarf að bíða í viku í Bangkok þar til hún fær að hitta son sinn. Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald um mánaðamótin vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. 16.6.2011 07:15 Tveir fluttir á slysadeild eftir eldsvoða Tveir voru fluttir á slysadeild Landsspítalans vegna gruns um reykeitrun og tveir stigagangar voru rýmdir, eftir að mikill eldur kom upp í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi að Skúlagötu 72 í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang og stóðu eldtungur og reykjarmökkur út um glugga íbúðarinnar þegar að var komið. Eldurinn komst auk þess upp í risíbúð, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. 16.6.2011 07:09 Frítt kort með útvistarskógum Korti með upplýsingum um fimmtíu áhugaverða útivistarskóga um land allt er nú dreift endurgjaldslaust í útibúum Arion banka, upplýsingamiðstöðvum ferðamála, garðplöntusölum og víðar. Það er Skógræktarfélag Íslands og Arion banki sem gefa út kortið í tilefni af alþjóðlegu ári skóga árið 2011. „Skógarnir eru af öllum stærðum og gerðum, langflestir í alfaraleið og margir í næsta nágrenni við helstu þéttbýlisstaði. Þeir eru því upplagðir áningarstaðir fólks sem á leið um landið,“ segir í tilkynningu um kortið sem nefnt er „Rjóður í kynnum“.- gar 16.6.2011 07:00 Ljósmyndin ræður ríkjum Ljósmyndasýningin World Press Photo verður opnuð í Kringlunni í dag. Þar verða til sýnis verðlaunamyndir í þessari viðamestu fréttaljósmyndakeppni heims. 16.6.2011 07:00 Hátíðarsamkoma á Hrafnseyri við Arnarfjörð Umfangsmiklum endurbótum á Hrafnseyri við Arnarfjörð er nú að ljúka, en í þær var ráðist í tilefni af 200 ára afmælisári Jóns Sigurðssonar, sem fæddist á Hrafnseyri 17. júní 1811. Af því tilefni verður blásið til hátíðarsamkomu þar vestra á morgun og opnuð sýning um Jón. 16.6.2011 06:30 Engin sumarlokun hjá Fjölskylduhjálpinni Fjölskylduhjálp Íslands verður ekki lokað í sumar eins og undanfarin sumur, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur stjórnarformanns. 16.6.2011 06:00 Fyrsti tankurinn farinn „Það er mánuður síðan fyrsti tankurinn fór og annar er að fara af stað,“ segir Jón Elías Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts Brugghúss í Flóahreppi. 16.6.2011 05:00 Hliðum enn stolið við Dyrhólaey Íbúar í Mýrdalshreppi hafa síðustu daga haldið áfram að taka niður hlið, keðjur og aðrar hindranir sem Umhverfisstofnun hefur sett upp við Dyrhólaey. Á sunnudag lá við handalögmálum við eyjuna þegar íbúar reyndu að koma í veg fyrir að starfsmaður Umhverfisstofnunar setti upp keðjur á svæðinu. 16.6.2011 05:00 Nefndin bað ekki um landsdóm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir Ögmund Jónasson innanríkisráðherra ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis varðandi Landsdómsmálið. Á Facebook-síðu sinni segir Ingibjörg að Ögmundur hafi sýnt fram á það í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. 16.6.2011 04:30 Koma til Reykjavíkur á morgun - allt gengið vonum framar „Við höfum ekki vigtað okkur ennþá en það eru örugglega einhver kíló farin,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem er einn fjögurra, sem hefur hlaupið hringinn í kringum landið síðustu tvær vikur. Hópurinn er nú staddur í Hvalfirðinum og reikna með að koma í bæinn á morgun klukkan þrjú. 15.6.2011 20:21 Íbúarnir slökktu eldinn í þvottavélinni Eldur kom upp í þvottavél í einbýlishúsi á Dyngjuvegi nú fyrir stundu. Þegar slökkvilið kom á vettvang voru íbúar í húsinu búnir að slökkva eldinn með slökkvitæki sem var í húsinu og koma þvottavélinni út á blett. Ekki þurfti að reykræsta íbúðina og voru gluggar í þvottahúsinu einungis opnaðir, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 15.6.2011 19:59 Drekaútboð frestast - orkumálastjóri sleginn Fresta verður Drekaútboðinu um þrjá til fjóra mánuði sökum þess að Alþingi afgreiddi ekki nauðsynlegar lagabreytingar. Orkumálastjóri segist sleginn þar sem nú hafi verið lag að bjóða út olíuleit. 15.6.2011 19:15 Þorvaldseyri: Bestu túnin þar sem mesta askan féll Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag, viku síðar en í fyrra. Bóndinn á Þorvaldseyri segir öskuna spara sér mikinn áburð og bestu túnin séu þar sem mesta askan féll. 15.6.2011 18:46 Grunnskólabörn selja rítalíntöflu á fimm þúsund krónur Dæmi eru um að grunnskólabörn á aldrinum 13-15 ára sem taka inn rítalín og önnur skyld lyf vegna ADHD raskana selji rítalíntöfluna á hátt í fimm þúsund krónur á svörtum markaði. ADHD samtökin lýsa yfir áhyggjum vegna þessara mála og hvetja foreldra til að hafa meira eftirlit með lyfjatöku barna sinna. 15.6.2011 18:41 Sjá næstu 50 fréttir
Ellefu fengu orðu á Bessastöðum Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 16. júní 2011, sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Venjan er að orðuveitingin fari fram á 17. júní en í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar verður forsetinn staddur á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns, á morgun. 16.6.2011 15:50
Stærsta innköllun frá upphafi - 60 þúsund flöskur með bláberjabragði "Þetta kemur stundum fyrir, en þetta er það stærsta sem við höfum lent í frá upphafi," segir Friðjón Hólmbertsson framkvæmdastjóri sölusviðs Egils hjá Ölgerðinni, en fyrirtækið hefur kallað inn allt Pepsi Max í hálfs lítra flöskum framleitt 25. maí síðastliðinn. Ástæðan er sú að komið hefur í ljós að bláberjabragðefni blandaðist fyrir mistök í drykkinn. 16.6.2011 15:34
Á annað hundrað kynferðisbrot kærð á fyrstu fimm mánuðum ársins Alls voru 162 kynferðisbrot kærð til lögreglunnar fyrstu fimm mánuði þessa árs samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Flest afbrotin voru tilkynnt til lögreglunnar í mars eða 49 kynferðisbrot. Þá voru 33 kynferðisbrot kærð í apríl. 16.6.2011 15:34
Gríman haldin í níunda sinn - bein útsending á Stöð 2 og Vísi Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin en hátíðin fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt og verður bein útsending frá athöfninni í opinni dagskrá á Stöð 2 og einnig á Vísi og hefst hún klukkan 20:10. 16.6.2011 15:33
Hvatt til að leggja löglega á 17. júní Talsvert hefur verið um ólöglegar bifreiðastöður nærri hátíðarsvæðum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á 17. júní. Fjöldi ökumanna hefur því fengið stöðubrotsgjald eða mátt þola að ökutækin hafi verið fjarlægð vegna hættu sem af þeim stafaði. Ökumenn eru því hvattir til að leggja löglega á þessum degi sem öðrum svo komast megi hjá aðgerðum lögreglu og Bílastæðasjóðs. 16.6.2011 15:17
Kettirnir fá nú nóg að borða Köttunum í Kattholti er tryggður nægur matur, þökk sé skjótum viðbrögðum kattavina og fyrirtækja eftir að allt stefndi í að kettirnir yrðu matarlausir. Fyrirtækið Dýrheimar gaf Kattholti 300 kíló af mat til að koma í veg fyrir að kettirnir svelti, Ölgerðin gaf heilt bretti af mat og Dýrabær lét ekki sitt eftir liggja. Þá lagði fjöldi fólks inn á styrktarreikning Kattholts. „Þessi matur kemur til með að duga okkur fram á haust,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. Hún sendi út neyðarkall á þriðjudag þar sem varla var til fóður fyrir kettina, en sem stendur dvelja um 60 óskilakettir í Kattholti. Hún er virkilega þakklát og er fegin að kettirnir hafa nú nægan mat. 16.6.2011 14:27
Clinton og Obama óska Íslendingum til hamingju „Fyrir hönd Obama forseta og bandarísku þjóðarinnar er það mér sönn ánægja að óska íslensku þjóðinni til hamingju með þjóðhátíðardaginn 17. júní“. 16.6.2011 14:23
Ævintýri Steins Steinarrs á hvíta tjaldið - Jón Óttar leikstýrir Gengið hefur verið frá samningum um framleiðslu á kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet en kostnaður við myndina er áætlaður 5 milljónir dollara eða hátt í 600 milljónir íslenskra króna. 16.6.2011 14:04
Dregur úr glæpum Þjófnaðarbrotum hefur fækkað verulega á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sambærilegar tölur síðustu tveggja ára, samkvæmt afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra. 16.6.2011 13:54
Eigandi Rottweilertíkarinnar verður ákærður "Við vitum ekki hvar tíkin er, hún er ófundin," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi. Eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel, sem var stolið úr vörslu lögreglunnar í byrjun maí, á yfir höfði sér ákæru fyrir að vera ekki með tíkina skráða. 16.6.2011 13:47
Frestun Drekaútboðs lýsir ömurlegri verkstjórn Það er til háborinnar skammar fyrir stjórnvöld að Drekaútboðið skuli frestast, segir Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Hann segir þetta klúður, sem lýsi ömurlegri verkstjórn í ríkisstjórn og á Alþingi. 16.6.2011 13:30
Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir frelsissviptingu Kristmundur Sigurðsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölmörg brot, meðal annars frelsissviptingu. 16.6.2011 13:29
Reykjavíkurborg heiðrar Bríeti Forseti borgarstjórnar, Elsa Hrafnhildur Yeoman, mun leggja blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindakonu og bæjarfulltrúa, í Hólavallakirkjugarði til að heiðra minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi á Kvenréttindadaginn þann 19. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem borgin heiðrar Bríeti á þennan hátt og er það gert í samræmi við tillögu sem Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, lagði fram á síðasta ári. Bríet Bjarnhéðinsdóttir átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og var í hópi fyrstu kvenna sem tóku sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908. Athöfnin hefst klukkan 14:30. Að lokinni athöfn verður gengið fylktu liði á Hallveigarstaði þar sem Kvenfélagasamband Íslands og fleiri kvennasamtök verða með hátíðardagskrá og kaffiveitingar í tilefni dagsins. 16.6.2011 12:58
Ljúka hlaupinu klukkan þrjú við Valsheimilið Fjögurra manna hópurinn sem hlaupið hefur hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinsveikum börnum, kemur í mark í Reykjavík klukkan þrjú í dag. Allir eru velkomnir til að fylgja hlaupurunum síðasta spölinn. 16.6.2011 12:55
Prófessorsstaða í nafni Jóns forseta lýsir gamaldags hugsunarhætti Einn þingmaður sat hjá þegar Alþingi samþykkti í gær að stofna skyldi sérstaka prófessorsstöðu við Háskóla Íslands tengda nafni Jóns Sigurðssonar. "Gamaldags hugsunarháttur," segir þingmaðurinn og bætir við að erfitt sé að vera gulrót í bananabúnti. 16.6.2011 12:44
Stúlkan komin fram Stúlkan sem lögregla lýsti eftir í gær er komin í leitirnar. Hennar hafði verið saknað frá því á sunnudag þegar hún fór frá Landspítalanum við Hringbraut. 16.6.2011 11:13
Íbúar sveitarfélaga geti kallað eftir atkvæðagreiðslu Sú nefnd stjórnlagaráðs sem fjallar meðal annars um málefni sveitarfélaga leggur til nýmæli um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess. Stjórnlagaráð kom saman til síns 13. fundar klukkan 10 í dag. 16.6.2011 11:04
Telur fótunum varla kippt undan útgerðinni Umsögn Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, á hagrænum áhrifum stóra kvótafrumvarps ríkisstjórnarinar hefur verið gerð opinber. Umsögnina vann hann að beiðni ríkisstjórnarinnar. 16.6.2011 11:00
Kassastrákur í 10-11 stal tæpri milljón Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjárdrátt. 16.6.2011 10:48
Breytingar á akstri Strætó 17. júní Akstur allra leiða Strætó á morgun þjóðhátíðardag verður samkvæmt laugardagsáætlun og þá verður á ákveðnum leiðum ekið lengur fram á kvöld. Að auki verður á sömu leiðum tíðari akstur eftir kvöldmat en hefðbundið er samkvæmt laugardagsáætlun. Vegna lokana í miðbæ verður akstursleiðum jafnframt breytt á því svæði. 16.6.2011 10:33
Fálkaorðan afhent síðdegis Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson mun í dag, sæma nokkra Íslendinga hinni íslensku fálkaorðu. Athöfnin hefst klukkan þrjú síðdegis og má því vænta fregna á fjórða tímanum um hverjir fengu fálkaorðu. Einnig munu forsetahjónin taka á móti erlendum sendiherrum sem staddir eru hér á landi í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Vegna hátíðarhalda 17. júní á Austurvelli og á Hrafnseyri eru fyrrgreindir atburðir í dag 16. júní. 16.6.2011 10:21
Yfir 400 heimildir til símhlerana á þremur árum Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið 106 heimildir til að hlera síma undanfarin þrjú ár. Á umræddu tímabili veittu dómstólar 418 heimildir til símhlerana þar af veitti Héraðsdómur Reykjaness flestar heimildir. Símar fyrirtæja voru hleraðir í tveimur tilvikum. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónssonar, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, og lagt var fram á Alþingi í gær. 16.6.2011 10:00
Landsdómsumræða gerir lítið úr fórnarlömbum Stalíns "Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. 16.6.2011 09:48
Druslugöngur líka á Ísafirði og í Reykjanesbæ Ákveðið hefur verið að halda Druslugöngur á Ísafirði og í Reykjanesbæ þann 23. júlí, sama dag og Druslugangan verður farin í Reykjavík. Líklegt þykir að fleiri Druslugöngur verði farnar á landinu þennan dag. Á Ísafirði ætla þátttakendur að ganga frá gamla sjúkrahúsinu að Silfurtorgi. Þá verður stoppað við kirkjuna, héraðsdóm, lögreglustöðina og sýslumannsembættið. Við lok göngunnar tekir við stutt athöfn á Silfurtorgi. Gangan hefst klukkan tvö. Á sama tíma hefst Drusluganga í Reykjanesbæ. Þar er ætlunin að hittast hjá Nettó, ganga niður Hafnargötuna og enda í skrúðgarðinum. Nánari dagskrá hefur ekki verið útfærð. Yfirlýst markmið göngunnar er að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. Þannig vilja skipuleggjendur göngunnar vekja athygli á því að það eru gerendur sem bera ábyrgð á kynferðisofbeldi, en ekki þolendur. Fyrirmynd Druslugöngunnar er hin svonefnda Slut walk sem fyrst var farin í Toronto í Kanada fyrr á þessu ári. Tilefni göngunnar voru umdeild ummæli lögreglumanns í Toronto í Kanada sem sagði að konur þyrftu að forðast að klæða sig eins og druslur til að verða ekki nauðgað. 16.6.2011 09:17
Látnir fái sína eigin heimasíðu Fyrirtæki sem ætlar að opna minningarvef um látna Íslendingar fær engar athugasemdir frá Persónuvernd við þá fyrirætlan að nota upplýsingar úr Þjóðskrá um fæðingardag, dánardag og fæðingarstað látinna einstaklinga. 16.6.2011 09:00
Sjónvarpsútsendingum á Íslandi umbylt Miklar breytingar verða á fyrirkomulagi sjónvarpsútsendinga á Íslandi á næstu misserum. Stefnt er að því að hliðrænum sjónvarpsútsendingum verði hætt í lok næsta árs. 16.6.2011 08:30
Sigmar plankar í flugvél til Spánar „Ástæðan fyrir því að ég er að þessu er sú að þetta er ákaflega heimskulegt og algjörlega tilgangslaust. Og það er stundum fyndið að taka þátt í slíku þótt sumum finnist það ekki," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins og nýjasta planka-stjarnan á Íslandi. 16.6.2011 08:30
Reyndi að stinga lögguna af ölvaður Ölvaður ökumaður reyndi að stinga lögregluna af þegar hún gaf honum stöðvunarmerki skammt frá Hveragerði í gærkvöldi. Hann beygði út af þjóðveginum inn á vegslóða og gaf þar í, eða þartil slóðinn endaði skyndilega og við tóku þúfur og aðrar ófærur. Lauk þar ökuferðinni og að líkindum ökuferli mannsins líka í eitt ár. 16.6.2011 08:20
Útrunnir samningar upp á 33 milljarða Meira en helmingur þjónustusamninga mennta- og menningarmálaráðuneytisins eru útrunnir, eða 26 af 44. Tæp 30 prósent allra þjónustusamninga ríkisins eru útrunnir. 16.6.2011 08:00
Rafmagnslaust í Norðurárdal og á Bifröst Rafmagnslaust hefur verið frá Varmalandi í Borgarfirði, upp Norðurárdalinn og í Bifröst síðan bilun varð í háspennukerfi á þessum slóðum klukkan fimm í morgun. Viðgerðarflokkur er að leita að biluninni og má búast við rafmagnsleysi á þessu svæði í nokkurn tíma enn. 16.6.2011 07:57
Slapp nær ómeiddur eftir bílveltu Ökumaður slapp nær ómeiddur eftir að bíll hans fór út af þjóðveginum í Hörgárdal í gærkvöldi og fór heila veltu. Ökumaðurinn missti bílinn fyrst út í lausamöl í vegöxlinni, en ætlaði að beygja honum inn á bundna slitlagið aftur. Við það snérist bíllinn þversum og valt út af veginum öfugu megin miðað við akstursstefnu bílsins, en sem betur fer var engin að koma á móti þegar þetta gerðist. Bíllinn er mikið skemmdur. 16.6.2011 07:55
Fær að sjá hann á þriðjudögum Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem situr í gæsluvarðhaldi í Taílandi, þarf að bíða í viku í Bangkok þar til hún fær að hitta son sinn. Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald um mánaðamótin vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. 16.6.2011 07:15
Tveir fluttir á slysadeild eftir eldsvoða Tveir voru fluttir á slysadeild Landsspítalans vegna gruns um reykeitrun og tveir stigagangar voru rýmdir, eftir að mikill eldur kom upp í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi að Skúlagötu 72 í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt. Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang og stóðu eldtungur og reykjarmökkur út um glugga íbúðarinnar þegar að var komið. Eldurinn komst auk þess upp í risíbúð, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. 16.6.2011 07:09
Frítt kort með útvistarskógum Korti með upplýsingum um fimmtíu áhugaverða útivistarskóga um land allt er nú dreift endurgjaldslaust í útibúum Arion banka, upplýsingamiðstöðvum ferðamála, garðplöntusölum og víðar. Það er Skógræktarfélag Íslands og Arion banki sem gefa út kortið í tilefni af alþjóðlegu ári skóga árið 2011. „Skógarnir eru af öllum stærðum og gerðum, langflestir í alfaraleið og margir í næsta nágrenni við helstu þéttbýlisstaði. Þeir eru því upplagðir áningarstaðir fólks sem á leið um landið,“ segir í tilkynningu um kortið sem nefnt er „Rjóður í kynnum“.- gar 16.6.2011 07:00
Ljósmyndin ræður ríkjum Ljósmyndasýningin World Press Photo verður opnuð í Kringlunni í dag. Þar verða til sýnis verðlaunamyndir í þessari viðamestu fréttaljósmyndakeppni heims. 16.6.2011 07:00
Hátíðarsamkoma á Hrafnseyri við Arnarfjörð Umfangsmiklum endurbótum á Hrafnseyri við Arnarfjörð er nú að ljúka, en í þær var ráðist í tilefni af 200 ára afmælisári Jóns Sigurðssonar, sem fæddist á Hrafnseyri 17. júní 1811. Af því tilefni verður blásið til hátíðarsamkomu þar vestra á morgun og opnuð sýning um Jón. 16.6.2011 06:30
Engin sumarlokun hjá Fjölskylduhjálpinni Fjölskylduhjálp Íslands verður ekki lokað í sumar eins og undanfarin sumur, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur stjórnarformanns. 16.6.2011 06:00
Fyrsti tankurinn farinn „Það er mánuður síðan fyrsti tankurinn fór og annar er að fara af stað,“ segir Jón Elías Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts Brugghúss í Flóahreppi. 16.6.2011 05:00
Hliðum enn stolið við Dyrhólaey Íbúar í Mýrdalshreppi hafa síðustu daga haldið áfram að taka niður hlið, keðjur og aðrar hindranir sem Umhverfisstofnun hefur sett upp við Dyrhólaey. Á sunnudag lá við handalögmálum við eyjuna þegar íbúar reyndu að koma í veg fyrir að starfsmaður Umhverfisstofnunar setti upp keðjur á svæðinu. 16.6.2011 05:00
Nefndin bað ekki um landsdóm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir Ögmund Jónasson innanríkisráðherra ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis varðandi Landsdómsmálið. Á Facebook-síðu sinni segir Ingibjörg að Ögmundur hafi sýnt fram á það í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. 16.6.2011 04:30
Koma til Reykjavíkur á morgun - allt gengið vonum framar „Við höfum ekki vigtað okkur ennþá en það eru örugglega einhver kíló farin,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem er einn fjögurra, sem hefur hlaupið hringinn í kringum landið síðustu tvær vikur. Hópurinn er nú staddur í Hvalfirðinum og reikna með að koma í bæinn á morgun klukkan þrjú. 15.6.2011 20:21
Íbúarnir slökktu eldinn í þvottavélinni Eldur kom upp í þvottavél í einbýlishúsi á Dyngjuvegi nú fyrir stundu. Þegar slökkvilið kom á vettvang voru íbúar í húsinu búnir að slökkva eldinn með slökkvitæki sem var í húsinu og koma þvottavélinni út á blett. Ekki þurfti að reykræsta íbúðina og voru gluggar í þvottahúsinu einungis opnaðir, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 15.6.2011 19:59
Drekaútboð frestast - orkumálastjóri sleginn Fresta verður Drekaútboðinu um þrjá til fjóra mánuði sökum þess að Alþingi afgreiddi ekki nauðsynlegar lagabreytingar. Orkumálastjóri segist sleginn þar sem nú hafi verið lag að bjóða út olíuleit. 15.6.2011 19:15
Þorvaldseyri: Bestu túnin þar sem mesta askan féll Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag, viku síðar en í fyrra. Bóndinn á Þorvaldseyri segir öskuna spara sér mikinn áburð og bestu túnin séu þar sem mesta askan féll. 15.6.2011 18:46
Grunnskólabörn selja rítalíntöflu á fimm þúsund krónur Dæmi eru um að grunnskólabörn á aldrinum 13-15 ára sem taka inn rítalín og önnur skyld lyf vegna ADHD raskana selji rítalíntöfluna á hátt í fimm þúsund krónur á svörtum markaði. ADHD samtökin lýsa yfir áhyggjum vegna þessara mála og hvetja foreldra til að hafa meira eftirlit með lyfjatöku barna sinna. 15.6.2011 18:41