Fleiri fréttir Öryggi eyjamanna stefnt í hættu Öryggi bæjarbúa í Vestmannaeyjum og lögreglumanna sem þar starfa er stefnt í hættu með áformum um að fækka starfandi lögreglumönnum í Eyjum, að því er segir í ályktun félagsfundar Lögreglufélags Vestmannaeyja. 2.6.2011 10:04 Norður-Víkingur hefst á morgun Heræfingin Norður Víkingur hefst á morgun og stendur til tíunda júní, en hún er haldin í samræmi við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006. 2.6.2011 09:49 Ræddu kvóta til klukkan tvö í nótt Fyrstu umræðu um minna kvótafrumvarpið lauk um tíu mínútum fyrir tvö á alþingi í nótt. 2.6.2011 09:40 Sofnaði og keyrði út í sjó Karlmaður á þrítugsaldri sofnaði undir stýri með þeim afleiðingum að hann keyrði út í sjó við Leiruveg gegnt flugbrautinni á Akureyri um eittleytið í nótt. 2.6.2011 09:31 Vatnsleki og eldur í gröfudekki í nótt Minniháttar vatnsleki varð í kjallara íbúðar í Reykjavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 2.6.2011 09:29 Hrunið sést vel á ruslahaugum Heildarmagn úrgangs snarminnkaði á milli áranna 2008 og 2009 og greina menn þar greinilega niðursveiflu efnahagslífsins. Um 600 þúsund tonn af úrgangi féllu til árið 2009 en yfir 700 þúsund tonn árið áður. 2.6.2011 08:00 Orri Haukssson nýr formaður Orri Hauksson var kjörinn stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins á ársfundi sjóðsins á þriðjudag og tekur við embætti af Arnari Sigurmundssyni. Guðný Hrund Karlsdóttir var kjörin varaformaður. 2.6.2011 07:00 Rýrir útivistargildi svæðisins við Skálafell Lagning rafmagnslínu milli Hellisheiðarvirkjunar og Sandskeiðs, sem kölluð er Þorlákshafnarlína 3, mun hafa veruleg neikvæð umhverfisáhrif að mati Skipulagsstofnunar. Landsnet stefnir að því að leggja tvær línur frá Hellisheiðarvirkjun til Þorlákshafnar. Línurnar eru kallaðar Þorlákshafnarlínur 2 og 3, og eiga að sjá orkufrekum iðnaði á svæði vestan Þorlákshafnar fyrir orku. 2.6.2011 06:00 Stefnt að því að ýta bensíni til hliðar Stefnt er að því hjá nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Recycling International (CRI) að framleiða vistvænt eldsneyti úr metanóli fyrir fjölorkubíla og draga úr bensínnotkun hér á næstu tveimur árum. Ekki eru líkur á að verðið á metanóllítranum verði mikið lægra en á bensíni. 2.6.2011 05:00 Vísa deilunni til Ríkissáttasemjara Samninganefnd Framsýnar, stéttarfélags, samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að vísa kjaradeilu félagsins við sveitarfélögin til Ríkissáttasemjara, þar sem lítið hefur þokast í viðræðum og þolinmæði félagsins því á þrotum. Þess verður jafnframt krafist að Ríkissáttasemjari boði þegar til fundar í kjaradeilunni. 1.6.2011 20:44 Ákæruvaldið skilaði ginflösku sem var gerð upptæk Fulltrúi ákæruvaldsins skilaði í dag flösku af gini sem gerð var upptæk í tolli árið 2008 fyrir héraðsdómi Reykjaness. Eigandinn er hæstánægður, en óttast að það sé farið að slá í tónikflöskuna sem hefur staðið óhreyfð síðan þá. 1.6.2011 20:41 Hundruð milljóna pottur í næstu viku Það verður án efa spennandi útdráttur í Víkingalottóinu á miðvikudag eftir viku. Potturinn, sem er 193 milljónir króna, gekk ekki út í kvöld. Tugir milljóna munu bætast við pottinn næsta miðvikudag. 1.6.2011 18:58 Hefur blendnar tilfinningar gagnvart komu Ásmundar Hörð andstaða Framsóknarflokksins við ESB hafði úrslitaáhrif þegar Ásmundur Einar Daðason ákvað að ganga í flokkinn í dag. Formaður Framsóknar býður Ásmund Einar "velkominn heim." Guðmundur Steingrímsson, sem tilheyrir frjálslyndum armi flokksins, hefur áhyggjur af þróun mála. 1.6.2011 18:45 Leggst gegn því að risahöfn á Langanesi fari á skipulag Skipulagsstofnun leggst gegn því að Langanesbyggð fái að setja risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag þar sem hún telur áformin ekki raunhæf. 1.6.2011 18:45 Fjölbýlishús rýmt vegna elds Húsið að Kjarrhólma 22 var rýmt nú á sjöunda tímanum eftir að eldur kom upp þar innandyra. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á staðinn eftir að boð bárust um eldinn. Engar frekari upplýsingar hafa borist um málið, en eins og meðfylgjandi mynd sýnir virðist eldurinn ekki hafa verið mikill. 1.6.2011 18:41 Viðbragðshópur vegna misnotkunar lyfseðilsskyldra lyfja myndaður Velferðarráðherra hefur skipað viðbragðshóp til stemma stigu við misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja sem hafa verið notuð til sölu og dreifingar meðal fíkla á Íslandi samkvæmt tilkynningu sem ráðuneytið birti í dag. 1.6.2011 18:40 Eldur í Kópavogi Eldur kviknaði í íbúð í Kjarrhólma í Kópavogi. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á staðinn. Ekki er vitað á þessari stundu hve mikill eldurinn er. 1.6.2011 18:25 Blaðamenn skrifuðu undir kjarasamning Blaðamannafélagið gekk frá nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnuífsins fyrr í dag. Samningurinn gildir frá 1. júní að telja og er í öllum aðalatriðum samhljóða þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði að undanförnu og háður sömu fyrirvörum og þeir. Laun hækka um 4,25% 1. júní, 3,5% 1. febrúar næstkomandi og síðan um 3,25% ári síðar. 1.6.2011 17:59 Vill takmarka eggjatöku og veiðar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra beinir þeim tilmælum til landeigenda og handhafa hlunnindakorta að eggjataka og hlunnindaveiðar á svartfugli í sumar verði takmarkaðar eða felldar niður á þessu ári. Ástæðan er lélegt ástands fuglastofnanna og fæðubrestur undanfarin ár. Frekari aðgerðir verða skoðaðar í kjölfarið í samráði við vísindamenn, stofnanir og hagsmunaaðila til þess að tryggja betri viðgang sjófuglastofna og sjálfbærar veiðar á þeim. 1.6.2011 17:49 15 mánaða fangelsi og 90 milljóna króna sekt fyrir skattalagabrot Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða fangelsi og til að greiða 90 milljóna króna sekt vegna meiriháttar brota gegn skattalögum og almennum hegningarlögum í starfi sínu fyrir þrjú einkahlutafélög. 1.6.2011 17:35 Úrskurðir staðfestir yfir meðlimum Black Pistons Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurði héraðsdóms yfir tveimur meðlimum vélhjólaklubbsins Black Pistons, sem nú gengur undir nafninu Outlaw Prospect, en þeir voru handteknir fyrir skömmu vegna gruns um meiri háttar líkamsárás, húsbrot og frelsissviptingu. 1.6.2011 17:28 Þyngja dóm vegna alvarlegra afleiðinga líkamsárásar Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm yfir Andra Vilhelm Guðmundssyni um hálft ár, er hann því dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að manni síðustu áramót með þeim afleiðingum að hann féll í gangstétt. Síðan sparkaði Andri ítrekað í höfuðið mannsins þar sem hann lá. 1.6.2011 16:38 Öllum heimilt að nota orðið Kvikk Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrirtækið Nýir Tímar ehf., af því að nota nafnið Kvikkfix í heimildaleysi. Það var fyrirtækið Kvikk sem stefndi hinum fyrrnefndu en bæði fyrirtækin vinna á vettvangi bílaviðgerða. 1.6.2011 16:11 Þyrlan á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni til Reykjavikur með þrjá erlenda hjólreiðamenn sem voru strandaglópar á Fjórðungssandi, vestan við Þjórsá. Ekkert amar að fólkinu en um er að ræða tvo karlmenn og eina konu. 1.6.2011 16:03 Breytir litlu fyrir þingflokk VG "Þetta breytir í sjálfu sér ekki miklu fyrir okkur sem þingflokk því hann greiddi auðvitað atkvæði með vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina,“ Þuríður Backman, þingflokksformaður VG, aðspurð um þá ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. 1.6.2011 15:47 Dæmdur fyrir fjölmörg hylmingabrot Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir þrjátíu hylmingarbrot vegna 25 innbrota. Brotin áttu sér stað á síðastliðnum tveimur árum en meðal annars var stolið úri sem kostaði hálfa milljón króna, en þýfið fannst á heimili mannsins. 1.6.2011 15:45 "Íslenska flokkakerfið lúið" Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, segir flokkaskipti Ásmundar Einars Daðasonar benda til þess að íslenska flokkakerfið sé orðið lúið en Ásmundur sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem hann greindi frá inngöngu sinni í Framsóknarflokkinn. Ásmundur var kjörinn á þing fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2009 en hann sagði sig úr flokknum í apríl síðastliðnum. 1.6.2011 15:40 Atli Gíslason: Úrsögn Ásmundar kemur ekki á óvart "Þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að þetta var í pípunum," segir Atli Gíslason, en hann sagði sig úr þingflokki VG ásamt Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni í mars síðastliðnum. Ásmundur tilkynnti í dag að hann væri genginn í Framsóknarflokkinn. 1.6.2011 15:09 Vigdís himinlifandi yfir ákvörðun Ásmundar Einars "Ég er himinlifandi yfir þessum tíðindum,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um þá ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. "Það er alltaf gaman þegar þingflokkurinn stækkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks framsóknarmanna. 1.6.2011 14:51 Ásmundur Einar genginn í Framsókn Ásmundur Einar Daðason þingmaður hefur gengið til liðs við Framsóknarflokkinn. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Tíminn. 1.6.2011 14:31 Þyrla sækir erlenda hjólreiðamenn Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leiðinni til þriggja erlendra hjólreiðamanna sem eru strandaglópar á Fjórðungssandi vestan við Þjórsá, norður af Norðlingaöldu. 1.6.2011 14:09 Sjálfstætt fólk hefur selst í fjórum milljónum eintaka 1.6.2011 14:00 Skattlagning í hrópandi andstöðu við loforð ríkisstjórnarinnar Áform um skattlagningu á lífeyri er forsendubrestur í nýgerðum kjarasamningum, að mati Alþýðusambandsins. Ljóst sé að slík skattlagning mun leiða til skerðinga á áunnum lífeyrisréttindum félagsmanna sambandsins á meðan stjórnvöld ábyrgist lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. 1.6.2011 13:57 Nauðgunartilraun enn til rannsóknar Tilraun til nauðgunar á Egilsstöðum um miðjan síðasta mánuð er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn karlmaður verið handtekinn í tengslum við málið en honum var að lokum sleppt. Hann neitar sök. 1.6.2011 13:55 Minni niðurskurðir til tónlistarnáms Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. maí að hagræðing til tónlistarskóla yrði 4% á þessu ári sem er um helmingi lægri hagræðingarkrafa en gerð hefur verið undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að borgaryfirvöld fagni samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. maí um að efla tónlistarnám söngnema í mið- og framhaldsnámi, og hljóðfæranema í framhaldsnámi. Borgaryfirvöld hafa síðustu átta ár þrýst á um slíkt samkomulag til að tryggjja jafnræði til náms, óháð búsetu. 1.6.2011 13:20 Bjarni: Kröfuhafar soga til sín hagvöxtinn Fjármálaráðherra segir hugmyndir um að mikill afsláttur á lánasöfnum gömlu bankanna hafi átt að ganga til lántakenda væru úr lausu lofti gripnar. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuhafa soga til sín hagvöxtinn. 1.6.2011 12:39 Tveir af átján reiðhjólamönnum notuðu reiðhjólarein Átján reiðhjólamenn áttu leið um Suðurgötu í Reykjavík á meðan á hraðaeftirliti lögreglu stóð. Athygli lögreglu vakti að aðeins tveir þeirra notuðu reiðhjólareinina, hinir hjóluðu ýmist á þeim hluta götunnar sem er ætluð bílaumferð eða á gangstéttinni vestanmegin við akbrautina. 1.6.2011 12:31 Vilja hverfa frá 15-metra reglunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði telja að hverfa eigi frá innleiðingu svokallaðrar 15-metra reglu að svo komnu máli. Þetta kom fram í bókun flokksins í umhverfis- og samgönguráði í gær þar sem lagt var til að hætt sé við að innleiða regluna. 1.6.2011 12:22 Rannsóknin grundvallast á fleiri vísbendingum en kæru FME Rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingarfélaginu VÍS grundvallast ekki aðeins á kæru Fjármálaeftirlitsins heldur nýjum vísbendingum sérstaks saksóknara. Skýrslutökur yfir sakborningum halda áfram í dag. 1.6.2011 12:04 Allsherjarnefnd styður þyngri refsingar við mansali Allsherjarnefnd leggur til að samþykkt verði frumvarp um breytingar á hegningarlögum um mansal. Annars vegar er lagt til að refsing fyrir mansal verði hækkuð úr 8 ára fangelsi í 12 ára fangelsi. Hins vegar er mælt með því að mansalsbrot tæmi ekki sök gagnvart öðrum mjög alvarlegum frelsissviptingarbrotum, líkt og nú er, enda varða slík brot þyngri refsingu en ef brotið er gegn mansalsákvæði hegningarlaganna. Frumvarpið var afgreitt úr allsherjarnefnd í gær. Í frumvarpinu er ennfremur lögð til sú breyting á hegningarlögum um mansal að heimilt verði að beita gæsluvarðhaldi og einangrun í gæsluvarðhaldi ef önnur skilyrði eru uppfyllt, það er að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni, eða telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna. Nefndin telur að þegar litið er til eðlis þeirra brota sem um er að ræða og þeirra hagsmuna sem í húfi eru sé eðlilegt að dómstólar hafi þessi heimild. 1.6.2011 12:00 Jeppa- og skotveiðimenn kvarta til umboðsmanns Alþingis Ferðaklúbburinn 4X4 og Skotveiðifélag Íslands, hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna umhverfisráðherra, umhverfisráðuneytis, stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs. Kvartað er yfir því að umhverfisráðherra hafi hinn 28. febrúar 2011 staðfest stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og sú áætlun lá þá fyrir. 1.6.2011 12:00 Á fjórða tug féllu í Jemen 37 eru sagðir hafa fallið í bardögum í Sanaa höfuðborg Jemens síðastliðna nótt. Róstusamt hefur verið víða í landinu eftir að uppreisn hófst gegn Ali Abdullah Saleh forseta landsins. Var það ein fyrsta uppreisnin í því sem kallað hefur verið arabíska vorið. Saleh neitar að víkja úr embætti og hefur beitt öryggissveitum sínum óspart gegn uppreisnarmönnum. 1.6.2011 11:51 Aðstoðuðu vélarvana bát Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út á níunda tímanum í morgun þegar bátur varð vélarvana í innsiglingunni í höfnina í Grindavík. 1.6.2011 11:15 Kraftasport á Patreksfirði Skosku Hálandaleikarnir verða haldnir á Patreksfirði dagana 2. til 6. júní. Leikarnir kallast á ensku „Iceland Highland Games". Hálandaleikarnir verða hluti hátíðahalda Sjómannadagsins sem árlega er haldinn hátíðlegur á Patreksfirði. Stjórn Sjómannadagsins sér um að halda leikana í samvinnu við Pétur Guðmundsson, kúluvarpara, en Pétur hefur keppt í Hálandaleikum um árabil og er núverandi heimsmethafi í steinkasti. Ákveðið var að ráðast í þessa framkvæmd vegna þess að Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Patreksfirði í 70 skipti og er ein stærsta hátíð sjómannsins á Íslandi. Mörgum þekktum erlendum keppendum hefur þegar verið boðið á leikana og er áætlaður fjöldi þeirra 18 manns, 6 konur, 6 karlar og 6 öldungar. Með þessum útlendingum keppa svo tveir bestu Íslendingarnir í hverjum flokki og gefur sigur Íslandsmeistaratitil. 1.6.2011 10:50 Kvennahlaupið haldið í 22. sinn Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í tuttugasta og annað sinn, laugardaginn 4. júní. Í ár er kvennahlaupið í samstarfi við Styrktarfélagið Líf og slagorð hlaupsins er "Hreyfing allt lífið". Líf styrktarfélag vinnur að því að styrkja fæðingarþjónustu og kvenlækningar á kvennadeild Landspítalans. Markmiðið er að byggja upp öfluga miðstöð fæðinga og kvenlækninga á Íslandi og mun miðstöðin þjónusta konur og fjölskyldur þeirra. Þetta er málefni sem snertir allar konur og fjölskyldur þeirra og er við hæfi að nota styrk kvennahlaupsins til að beina kastljósinu að þessu mikilvæga málefni. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Um 15.000 þúsund konur taka þátt á um 85 stöðum hérlendis og á 14 stöðum erlendis. Stærsta hlaupið er í Garðabæ klukkan 14, þar sem þúsundir kvenna koma saman og hlaupa. Einnig er hlaupið í Mosfellsbæ og á Akureyri klukkan 11. Nánari upplýsingar um hlaupastaði má finna á www.sjova.is <http://www.sjova.is> eða á Facebook undir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. 1.6.2011 10:25 Sjá næstu 50 fréttir
Öryggi eyjamanna stefnt í hættu Öryggi bæjarbúa í Vestmannaeyjum og lögreglumanna sem þar starfa er stefnt í hættu með áformum um að fækka starfandi lögreglumönnum í Eyjum, að því er segir í ályktun félagsfundar Lögreglufélags Vestmannaeyja. 2.6.2011 10:04
Norður-Víkingur hefst á morgun Heræfingin Norður Víkingur hefst á morgun og stendur til tíunda júní, en hún er haldin í samræmi við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006. 2.6.2011 09:49
Ræddu kvóta til klukkan tvö í nótt Fyrstu umræðu um minna kvótafrumvarpið lauk um tíu mínútum fyrir tvö á alþingi í nótt. 2.6.2011 09:40
Sofnaði og keyrði út í sjó Karlmaður á þrítugsaldri sofnaði undir stýri með þeim afleiðingum að hann keyrði út í sjó við Leiruveg gegnt flugbrautinni á Akureyri um eittleytið í nótt. 2.6.2011 09:31
Vatnsleki og eldur í gröfudekki í nótt Minniháttar vatnsleki varð í kjallara íbúðar í Reykjavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 2.6.2011 09:29
Hrunið sést vel á ruslahaugum Heildarmagn úrgangs snarminnkaði á milli áranna 2008 og 2009 og greina menn þar greinilega niðursveiflu efnahagslífsins. Um 600 þúsund tonn af úrgangi féllu til árið 2009 en yfir 700 þúsund tonn árið áður. 2.6.2011 08:00
Orri Haukssson nýr formaður Orri Hauksson var kjörinn stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins á ársfundi sjóðsins á þriðjudag og tekur við embætti af Arnari Sigurmundssyni. Guðný Hrund Karlsdóttir var kjörin varaformaður. 2.6.2011 07:00
Rýrir útivistargildi svæðisins við Skálafell Lagning rafmagnslínu milli Hellisheiðarvirkjunar og Sandskeiðs, sem kölluð er Þorlákshafnarlína 3, mun hafa veruleg neikvæð umhverfisáhrif að mati Skipulagsstofnunar. Landsnet stefnir að því að leggja tvær línur frá Hellisheiðarvirkjun til Þorlákshafnar. Línurnar eru kallaðar Þorlákshafnarlínur 2 og 3, og eiga að sjá orkufrekum iðnaði á svæði vestan Þorlákshafnar fyrir orku. 2.6.2011 06:00
Stefnt að því að ýta bensíni til hliðar Stefnt er að því hjá nýsköpunarfyrirtækinu Carbon Recycling International (CRI) að framleiða vistvænt eldsneyti úr metanóli fyrir fjölorkubíla og draga úr bensínnotkun hér á næstu tveimur árum. Ekki eru líkur á að verðið á metanóllítranum verði mikið lægra en á bensíni. 2.6.2011 05:00
Vísa deilunni til Ríkissáttasemjara Samninganefnd Framsýnar, stéttarfélags, samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að vísa kjaradeilu félagsins við sveitarfélögin til Ríkissáttasemjara, þar sem lítið hefur þokast í viðræðum og þolinmæði félagsins því á þrotum. Þess verður jafnframt krafist að Ríkissáttasemjari boði þegar til fundar í kjaradeilunni. 1.6.2011 20:44
Ákæruvaldið skilaði ginflösku sem var gerð upptæk Fulltrúi ákæruvaldsins skilaði í dag flösku af gini sem gerð var upptæk í tolli árið 2008 fyrir héraðsdómi Reykjaness. Eigandinn er hæstánægður, en óttast að það sé farið að slá í tónikflöskuna sem hefur staðið óhreyfð síðan þá. 1.6.2011 20:41
Hundruð milljóna pottur í næstu viku Það verður án efa spennandi útdráttur í Víkingalottóinu á miðvikudag eftir viku. Potturinn, sem er 193 milljónir króna, gekk ekki út í kvöld. Tugir milljóna munu bætast við pottinn næsta miðvikudag. 1.6.2011 18:58
Hefur blendnar tilfinningar gagnvart komu Ásmundar Hörð andstaða Framsóknarflokksins við ESB hafði úrslitaáhrif þegar Ásmundur Einar Daðason ákvað að ganga í flokkinn í dag. Formaður Framsóknar býður Ásmund Einar "velkominn heim." Guðmundur Steingrímsson, sem tilheyrir frjálslyndum armi flokksins, hefur áhyggjur af þróun mála. 1.6.2011 18:45
Leggst gegn því að risahöfn á Langanesi fari á skipulag Skipulagsstofnun leggst gegn því að Langanesbyggð fái að setja risahöfn og alþjóðaflugvöll inn á aðalskipulag þar sem hún telur áformin ekki raunhæf. 1.6.2011 18:45
Fjölbýlishús rýmt vegna elds Húsið að Kjarrhólma 22 var rýmt nú á sjöunda tímanum eftir að eldur kom upp þar innandyra. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á staðinn eftir að boð bárust um eldinn. Engar frekari upplýsingar hafa borist um málið, en eins og meðfylgjandi mynd sýnir virðist eldurinn ekki hafa verið mikill. 1.6.2011 18:41
Viðbragðshópur vegna misnotkunar lyfseðilsskyldra lyfja myndaður Velferðarráðherra hefur skipað viðbragðshóp til stemma stigu við misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja sem hafa verið notuð til sölu og dreifingar meðal fíkla á Íslandi samkvæmt tilkynningu sem ráðuneytið birti í dag. 1.6.2011 18:40
Eldur í Kópavogi Eldur kviknaði í íbúð í Kjarrhólma í Kópavogi. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað á staðinn. Ekki er vitað á þessari stundu hve mikill eldurinn er. 1.6.2011 18:25
Blaðamenn skrifuðu undir kjarasamning Blaðamannafélagið gekk frá nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnuífsins fyrr í dag. Samningurinn gildir frá 1. júní að telja og er í öllum aðalatriðum samhljóða þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði að undanförnu og háður sömu fyrirvörum og þeir. Laun hækka um 4,25% 1. júní, 3,5% 1. febrúar næstkomandi og síðan um 3,25% ári síðar. 1.6.2011 17:59
Vill takmarka eggjatöku og veiðar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra beinir þeim tilmælum til landeigenda og handhafa hlunnindakorta að eggjataka og hlunnindaveiðar á svartfugli í sumar verði takmarkaðar eða felldar niður á þessu ári. Ástæðan er lélegt ástands fuglastofnanna og fæðubrestur undanfarin ár. Frekari aðgerðir verða skoðaðar í kjölfarið í samráði við vísindamenn, stofnanir og hagsmunaaðila til þess að tryggja betri viðgang sjófuglastofna og sjálfbærar veiðar á þeim. 1.6.2011 17:49
15 mánaða fangelsi og 90 milljóna króna sekt fyrir skattalagabrot Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða fangelsi og til að greiða 90 milljóna króna sekt vegna meiriháttar brota gegn skattalögum og almennum hegningarlögum í starfi sínu fyrir þrjú einkahlutafélög. 1.6.2011 17:35
Úrskurðir staðfestir yfir meðlimum Black Pistons Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurði héraðsdóms yfir tveimur meðlimum vélhjólaklubbsins Black Pistons, sem nú gengur undir nafninu Outlaw Prospect, en þeir voru handteknir fyrir skömmu vegna gruns um meiri háttar líkamsárás, húsbrot og frelsissviptingu. 1.6.2011 17:28
Þyngja dóm vegna alvarlegra afleiðinga líkamsárásar Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm yfir Andra Vilhelm Guðmundssyni um hálft ár, er hann því dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að manni síðustu áramót með þeim afleiðingum að hann féll í gangstétt. Síðan sparkaði Andri ítrekað í höfuðið mannsins þar sem hann lá. 1.6.2011 16:38
Öllum heimilt að nota orðið Kvikk Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrirtækið Nýir Tímar ehf., af því að nota nafnið Kvikkfix í heimildaleysi. Það var fyrirtækið Kvikk sem stefndi hinum fyrrnefndu en bæði fyrirtækin vinna á vettvangi bílaviðgerða. 1.6.2011 16:11
Þyrlan á leið til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni til Reykjavikur með þrjá erlenda hjólreiðamenn sem voru strandaglópar á Fjórðungssandi, vestan við Þjórsá. Ekkert amar að fólkinu en um er að ræða tvo karlmenn og eina konu. 1.6.2011 16:03
Breytir litlu fyrir þingflokk VG "Þetta breytir í sjálfu sér ekki miklu fyrir okkur sem þingflokk því hann greiddi auðvitað atkvæði með vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina,“ Þuríður Backman, þingflokksformaður VG, aðspurð um þá ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. 1.6.2011 15:47
Dæmdur fyrir fjölmörg hylmingabrot Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir þrjátíu hylmingarbrot vegna 25 innbrota. Brotin áttu sér stað á síðastliðnum tveimur árum en meðal annars var stolið úri sem kostaði hálfa milljón króna, en þýfið fannst á heimili mannsins. 1.6.2011 15:45
"Íslenska flokkakerfið lúið" Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, segir flokkaskipti Ásmundar Einars Daðasonar benda til þess að íslenska flokkakerfið sé orðið lúið en Ásmundur sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem hann greindi frá inngöngu sinni í Framsóknarflokkinn. Ásmundur var kjörinn á þing fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2009 en hann sagði sig úr flokknum í apríl síðastliðnum. 1.6.2011 15:40
Atli Gíslason: Úrsögn Ásmundar kemur ekki á óvart "Þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að þetta var í pípunum," segir Atli Gíslason, en hann sagði sig úr þingflokki VG ásamt Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni í mars síðastliðnum. Ásmundur tilkynnti í dag að hann væri genginn í Framsóknarflokkinn. 1.6.2011 15:09
Vigdís himinlifandi yfir ákvörðun Ásmundar Einars "Ég er himinlifandi yfir þessum tíðindum,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um þá ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. "Það er alltaf gaman þegar þingflokkurinn stækkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks framsóknarmanna. 1.6.2011 14:51
Ásmundur Einar genginn í Framsókn Ásmundur Einar Daðason þingmaður hefur gengið til liðs við Framsóknarflokkinn. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Tíminn. 1.6.2011 14:31
Þyrla sækir erlenda hjólreiðamenn Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leiðinni til þriggja erlendra hjólreiðamanna sem eru strandaglópar á Fjórðungssandi vestan við Þjórsá, norður af Norðlingaöldu. 1.6.2011 14:09
Skattlagning í hrópandi andstöðu við loforð ríkisstjórnarinnar Áform um skattlagningu á lífeyri er forsendubrestur í nýgerðum kjarasamningum, að mati Alþýðusambandsins. Ljóst sé að slík skattlagning mun leiða til skerðinga á áunnum lífeyrisréttindum félagsmanna sambandsins á meðan stjórnvöld ábyrgist lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. 1.6.2011 13:57
Nauðgunartilraun enn til rannsóknar Tilraun til nauðgunar á Egilsstöðum um miðjan síðasta mánuð er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn karlmaður verið handtekinn í tengslum við málið en honum var að lokum sleppt. Hann neitar sök. 1.6.2011 13:55
Minni niðurskurðir til tónlistarnáms Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. maí að hagræðing til tónlistarskóla yrði 4% á þessu ári sem er um helmingi lægri hagræðingarkrafa en gerð hefur verið undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að borgaryfirvöld fagni samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. maí um að efla tónlistarnám söngnema í mið- og framhaldsnámi, og hljóðfæranema í framhaldsnámi. Borgaryfirvöld hafa síðustu átta ár þrýst á um slíkt samkomulag til að tryggjja jafnræði til náms, óháð búsetu. 1.6.2011 13:20
Bjarni: Kröfuhafar soga til sín hagvöxtinn Fjármálaráðherra segir hugmyndir um að mikill afsláttur á lánasöfnum gömlu bankanna hafi átt að ganga til lántakenda væru úr lausu lofti gripnar. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuhafa soga til sín hagvöxtinn. 1.6.2011 12:39
Tveir af átján reiðhjólamönnum notuðu reiðhjólarein Átján reiðhjólamenn áttu leið um Suðurgötu í Reykjavík á meðan á hraðaeftirliti lögreglu stóð. Athygli lögreglu vakti að aðeins tveir þeirra notuðu reiðhjólareinina, hinir hjóluðu ýmist á þeim hluta götunnar sem er ætluð bílaumferð eða á gangstéttinni vestanmegin við akbrautina. 1.6.2011 12:31
Vilja hverfa frá 15-metra reglunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði telja að hverfa eigi frá innleiðingu svokallaðrar 15-metra reglu að svo komnu máli. Þetta kom fram í bókun flokksins í umhverfis- og samgönguráði í gær þar sem lagt var til að hætt sé við að innleiða regluna. 1.6.2011 12:22
Rannsóknin grundvallast á fleiri vísbendingum en kæru FME Rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingarfélaginu VÍS grundvallast ekki aðeins á kæru Fjármálaeftirlitsins heldur nýjum vísbendingum sérstaks saksóknara. Skýrslutökur yfir sakborningum halda áfram í dag. 1.6.2011 12:04
Allsherjarnefnd styður þyngri refsingar við mansali Allsherjarnefnd leggur til að samþykkt verði frumvarp um breytingar á hegningarlögum um mansal. Annars vegar er lagt til að refsing fyrir mansal verði hækkuð úr 8 ára fangelsi í 12 ára fangelsi. Hins vegar er mælt með því að mansalsbrot tæmi ekki sök gagnvart öðrum mjög alvarlegum frelsissviptingarbrotum, líkt og nú er, enda varða slík brot þyngri refsingu en ef brotið er gegn mansalsákvæði hegningarlaganna. Frumvarpið var afgreitt úr allsherjarnefnd í gær. Í frumvarpinu er ennfremur lögð til sú breyting á hegningarlögum um mansal að heimilt verði að beita gæsluvarðhaldi og einangrun í gæsluvarðhaldi ef önnur skilyrði eru uppfyllt, það er að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni, eða telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna. Nefndin telur að þegar litið er til eðlis þeirra brota sem um er að ræða og þeirra hagsmuna sem í húfi eru sé eðlilegt að dómstólar hafi þessi heimild. 1.6.2011 12:00
Jeppa- og skotveiðimenn kvarta til umboðsmanns Alþingis Ferðaklúbburinn 4X4 og Skotveiðifélag Íslands, hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna umhverfisráðherra, umhverfisráðuneytis, stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs. Kvartað er yfir því að umhverfisráðherra hafi hinn 28. febrúar 2011 staðfest stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og sú áætlun lá þá fyrir. 1.6.2011 12:00
Á fjórða tug féllu í Jemen 37 eru sagðir hafa fallið í bardögum í Sanaa höfuðborg Jemens síðastliðna nótt. Róstusamt hefur verið víða í landinu eftir að uppreisn hófst gegn Ali Abdullah Saleh forseta landsins. Var það ein fyrsta uppreisnin í því sem kallað hefur verið arabíska vorið. Saleh neitar að víkja úr embætti og hefur beitt öryggissveitum sínum óspart gegn uppreisnarmönnum. 1.6.2011 11:51
Aðstoðuðu vélarvana bát Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út á níunda tímanum í morgun þegar bátur varð vélarvana í innsiglingunni í höfnina í Grindavík. 1.6.2011 11:15
Kraftasport á Patreksfirði Skosku Hálandaleikarnir verða haldnir á Patreksfirði dagana 2. til 6. júní. Leikarnir kallast á ensku „Iceland Highland Games". Hálandaleikarnir verða hluti hátíðahalda Sjómannadagsins sem árlega er haldinn hátíðlegur á Patreksfirði. Stjórn Sjómannadagsins sér um að halda leikana í samvinnu við Pétur Guðmundsson, kúluvarpara, en Pétur hefur keppt í Hálandaleikum um árabil og er núverandi heimsmethafi í steinkasti. Ákveðið var að ráðast í þessa framkvæmd vegna þess að Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Patreksfirði í 70 skipti og er ein stærsta hátíð sjómannsins á Íslandi. Mörgum þekktum erlendum keppendum hefur þegar verið boðið á leikana og er áætlaður fjöldi þeirra 18 manns, 6 konur, 6 karlar og 6 öldungar. Með þessum útlendingum keppa svo tveir bestu Íslendingarnir í hverjum flokki og gefur sigur Íslandsmeistaratitil. 1.6.2011 10:50
Kvennahlaupið haldið í 22. sinn Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í tuttugasta og annað sinn, laugardaginn 4. júní. Í ár er kvennahlaupið í samstarfi við Styrktarfélagið Líf og slagorð hlaupsins er "Hreyfing allt lífið". Líf styrktarfélag vinnur að því að styrkja fæðingarþjónustu og kvenlækningar á kvennadeild Landspítalans. Markmiðið er að byggja upp öfluga miðstöð fæðinga og kvenlækninga á Íslandi og mun miðstöðin þjónusta konur og fjölskyldur þeirra. Þetta er málefni sem snertir allar konur og fjölskyldur þeirra og er við hæfi að nota styrk kvennahlaupsins til að beina kastljósinu að þessu mikilvæga málefni. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Um 15.000 þúsund konur taka þátt á um 85 stöðum hérlendis og á 14 stöðum erlendis. Stærsta hlaupið er í Garðabæ klukkan 14, þar sem þúsundir kvenna koma saman og hlaupa. Einnig er hlaupið í Mosfellsbæ og á Akureyri klukkan 11. Nánari upplýsingar um hlaupastaði má finna á www.sjova.is <http://www.sjova.is> eða á Facebook undir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. 1.6.2011 10:25