Fleiri fréttir Foreldrar ánægðir með leikskóla borgarinnar Mikill meirihluti foreldra leikskólabarna í Reykjavík er ánægður með þá þjónustu sem boðið er upp á í leikskólum borgarinnar. Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra kemur fram að 97% þeirra telja að börnunum þeirra líði mjög vel og séu ánægð í leikskólanum. Foreldrar eru einnig afar ánægðir með samskipti við starfsfólk leikskólanna og telja 95% þau vera góð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í könnuninni, sem gerð var á vegum tölfræði- og rannsóknarþjónustu Menntasviðs, kom einnig fram að 92% foreldra telja leikskólanum vel stjórnað og er það umtalsvert meiri ánægja en mældist á árinu 2009 þegar síðast var gerð sambærileg könnun. Viðhorf foreldra til leikskólastarfs í borginni hafa verið könnuð um árabil en slíkar kannanir eru afar mikilvægur mælikvarði á gæði fagstarfsins og þjónustu. Könnunin nú sýnir vaxandi ánægju foreldra með fagstarfið, viðmót starfsfólks, upplýsingamiðlun leikskólans og stjórnun. Heildaránægja með leikskólastarfið er sambærileg og mældist á árinu 2009 en þeim sem eru mjög ánægðir með leikskólann hefur þó fjölgað úr 68% í 72%. 30.5.2011 10:25 Atvinnuleysið mælist mest í Efra-Breiðholti 30.5.2011 08:30 Ríkið semur við SFR Skrifað var undir nýjan kjarasamning rétt fyrir klukkan eitt í nótt á milli ríkisins og SFR. Samningurinn er á svipuðum nótum og sá sem gerður var á almennum markaði fyrr í sumar og gildir hann frá 1. maí og fram í mars 2014, að því er fram kemur á heimasíðu SFR. Samningurinn gerir ráð fyrir 50.000 króna eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og álagsgreiðslum upp á 25.000 krónur á yfirstandandi ári. Einnig er gert ráð fyrir hækkunum á orlofs- og desemberuppbót. 30.5.2011 08:18 Kvótafrumvörpin á dagskrá þingsins Bæði sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar verða á dagskrá Alþingis í dag. fyrst verður minna frumvarpið svonefnda á dagskrá, sem meðal annars nær til hækkunar á veiðileyfagjöldum, en síðan á að taka frumvarpið um heildarendurskoðun fyrir. 30.5.2011 08:11 Strandveiðibátar ná ekki upp í kvóta Ljóst er að strandveiðibátar á svæðinu frá Ströndum að Greinivík við Eyjafjörð munu hvergi nærri ná að veiða maí kvótann því hátt í hundarð tonn eru eftir af kvótanum. Afgangurinn flyst þá yfir á júníkvótann. Fá tonn eru eftir á svæðinu frá Grenivík til Hafnar í Hornafirði og veiðast þau væntanlega í dag. 30.5.2011 08:01 Mælt fyrir smærra kvótafrumvarpinu Bæði kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar hafa verið sett á dagskrá Alþingis. Það sama gildir um kvótafrumvarp Hreyfingarinnar. Þetta varð niðurstaðan af fundi forseta Alþingis með formönnum þingflokka síðdegis í gær. 30.5.2011 07:30 Kveikti í nýlegum Audi Gerð var tilraun til að kveikja í nýlegum Audi fólksbíl, sem stóð við Tangarhöfða í Reykjavík í nótt. Vitni tilkynnti um reyk úr bílnum, en þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang var hann að mestu út dauður, en greinileg ummerki voru um að bensíni hafði verið hellt inn um aðra aftur hurðina og eldur borinn að. 30.5.2011 07:14 Laða ferðamenn að fuglaskoðun Náttúrustofa Vesturlands og Háskólasetur Snæfellsness, með styrk frá Nýsköpunarsjóði, munu standa fyrir öflun upplýsinga um fuglalíf á Snæfellsnesi og í Dölum. Verkefnið er til að styðja við ferðaþjónustuna og laða að áhugafólk um fuglaskoðun. 30.5.2011 07:00 Æðarvarp varð illa úti í hreti Æðarvarp á Norðurlandi virðist hafa orðið mjög illa úti í vorhretinu sem þar gekk yfir á dögunum. Siglo.is segir frá því að allt að 60 prósent af hreiðrum í Siglufirði hafi verið yfirgefin. 30.5.2011 06:30 Meiri peningar í sautjánda júní Framlag borgarsjóðs til hátíðarhalda á sautjánda júní hækkar úr tíu milljónum í þrettán milljónir króna samkvæmt ákvörðun borgarráðs. Framlagið lækkaði úr 25 milljónum króna í tíu milljónir eftir hrunið. 30.5.2011 06:00 Óæskileg hegðun nemenda er helmingi minni en áður Jákvæð samskipti kennara og nemenda í þremur skólum í Reykjanesbæ; Njarðvíkurskóla, Myllubakkaskóla og Holtaskóla, hafa aukist til muna. Óæskileg hegðun nemenda hefur snarminnkað. Þetta eru niðurstöður nýrrar umfangsmikillar rannsóknar á innleiðingu PBS (Positive Behavior Support) í skólana þrjá og árangur sem af því hlaust. 30.5.2011 06:00 Vatnsberinn verður fluttur í Bankastræti Höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberinn, verður flutt úr Öskjuhlíð á sunnanvert horn Bankastrætis og Lækjargötu. Borgarráð ákvað þetta á fimmtudag. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að styttan yrði á miðju Austurstræti við gatnamótin að Lækjargötu. 30.5.2011 05:30 Skorað á ESB að endurskoða sölubann afurða Vestnorræna ráðið skorar á Evrópusambandið að endurskoða bann sitt við innflutningi selafurða til sambandsins. Bannið hefur nú þegar haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir fjölskyldur veiðimanna og smærri byggðir veiðimanna á Grænlandi. 30.5.2011 05:30 Kefluðu mann og rændu hann Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í átján mánaða fangelsi, meðal annars fyrir rán og frelsissviptingu. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu 450 þúsund krónur í miskabætur. 30.5.2011 05:00 Íbúðir skili arði og efli samfélag Bæjarráð Fljótsdalshéraðs vill að Íbúðalánasjóður ræði við aðila á Austurlandi um stofnun eignarhaldsfélags utan um íbúðir sem sjóðurinn á þar í fjórðungnum og seljast ekki. 30.5.2011 05:00 Hjóluðu 831.000 kílómetra í átaki Mun fleiri tóku þátt í átakinu Hjólað í vinnuna nú en í fyrra. Rúmlega ellefu þúsund manns tóku þátt frá 694 vinnustöðum í 1.628 liðum sem skráð voru til leiks. 30.5.2011 05:00 Skemmtigarður verið sleginn af Bæjarráð Blönduósbæjar hefur falið bæjarstjóra að segja upp samningi við einkahlutafélagið 2 Áttir um afnot á landi til uppbyggingar á fjölskyldu- og skemmtigarði á Blönduósi. 30.5.2011 04:30 Háskóli unga fólksins af stað Óvenju fjölbreytt starfsemi verður í Háskóla unga fólksins, sem verður haldinn 6. til 10. júní næstkomandi, vegna 100 ára afmælis Háskóla Íslands. Búið er að opna fyrir umsóknir. 30.5.2011 04:00 Ungmenni ánægð með íslenska skóla Nær öll íslensk ungmenni, eða 90 prósent, telja að háskólanám hér á landi sé góður kostur. Af ungmennum í 31 Evrópulandi er hlutfallið einungis hærra hjá þeim dönsku sem telja að háskólanám þar í landi sé aðlaðandi kostur, eða 91 prósent. Þetta kemur fram í nýrri könnun, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var fyrir Evrópusambandið (ESB) í janúar síðastliðnum. 30.5.2011 04:00 Flest efnahagsbrotamál í ákærumeðferð á árinu 2013 Búast má við að stærstur hluti mála sem eru á borði Sérstaks saksóknara verði í ákærumeðferð á árinu 2013, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ákærur verði þó gefnar út jafnóðum og rannsókn mála ljúki. 29.5.2011 18:49 Ekki forsendur fyrir nýjum flokki með Evrópusinnuðum sjálfstæðismönnum Þorsteinn Pálsson segir ekki forsendur fyrir að breikka grunn Samfylkingarinnar í nýjum flokki með Evrópusinnuðum sjálfstæðis- og framsóknarmönnum, eins og Jóhanna Sigurðardóttir bauð upp á í ræðu sinni á flokksstjórnarfundinum í dag. Jóhanna hafi fært Samfylkinguna of langt til vinstri til að svo megi verða. 29.5.2011 18:39 Boðar fjárfestingu upp á hundruð milljarða í orkufrekum iðnaði Forsætisráðherra boðar fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og tengdum virkjanaframkvæmdum upp á þrjú til fjögur hundruð milljarða á næstu þremur til fimm árum. Þá vill hún þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á kvótakerfinu strax næsta haust. 29.5.2011 18:30 Fékk að leiða Pedro Rodríguez inn á Wembley „Skemmtilegast af öllu var að fá að ganga út á grasið," segir Steinar Óli Sigfússon sjö ára gamall piltur sem fékk að leiða Pedro Rodríguez leikmann Barcelona út á völlinn í úrslitaviðureign Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær. 29.5.2011 18:25 Ákveða hvaða mál verða afgreidd fyrir sumarleyfi Formenn þingflokka funda þessa stundina þar sem reynt verður að ná samkomulagi um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi fer í sumarleyfi í næstu viku. 29.5.2011 17:04 Nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks "Þó enn sé víða við erfiðleika að glíma og enn sé óvissa varðandi ýmis mál hefur ekki verið bjartara yfir íslensku efnahagslífi um langa hríð,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar á flokkstjórnarfundi flokksins í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í dag. 29.5.2011 13:17 Samfylkingin ræðir umbótatillögur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar ávarpaði flokksstjórnarfund flokksins klukkan ellefu í morgun og fór þar yfir stöðu flokksins og helstu viðfangsefni ríkisstjórnarinnar. 29.5.2011 11:48 Brúnka getur verið lífshættuleg Katrín Vilhelmsdóttir greindist fyrst með sortuæxli á bakinu fyrir sex og hálfu ári. Fyrir rúmu ári uppgötvaðist fyrir tilviljun að hún var með sortuæxli innvortis sem hefur breiðst út. 29.5.2011 11:00 Þjónustumiðstöð á Kirkjubæjarklaustri Þjónustumiðstöð almannavarna á Kirkjubæjarklaustri tók til starfa s.l. föstudag. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að meginverkefni hennar verði að sinna eftirmálum eldgossins í Grímsvötnum sem snúa að íbúum, sveitarfélögum og uppbyggingarstarfi. 29.5.2011 10:21 Tólf teknir ölvaðir undir stýri í Reykjavík Nóttin var afar róleg hjá lögregluembættum um allt land. Tólf voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu og fangageymslur voru nær tómar, en þar gisti einn vegna mikillar ölvunar. Skemmtanahald í miðborginni gekk nánast vandræðalaust fyrir, sig sem var lögreglunni gleðiefni, þar sem óvenjumikil ölvun var þar í fyrrinótt. Þá var lítið að gera hjá slökkviliðinu í sjúkraflutningum. 29.5.2011 09:31 Yfir 20 þúsund manns í 25 ára afmæli Stöðvar 2 Það var líf og fjör á 25 ára afmælishátíð Stöðvar 2 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag þar sem áskrifendur í Stöð 2 Vild og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag í boði Stöðvar 2. Að vanda var afar fjölmennt en gert er ráð fyrir að hátt í 20 þús manns hafi verið í garðinum þegar hæst stóð, í mildu og góðu veðri. 28.5.2011 20:30 Rúmt eitt tonn af ösku var í sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri Lítil ummerki eru um eldsumbrot í Grímsvötnum og líkur á að gosið sé að fjara út. Gosstrókurinn náði í um eins komma fimm kílómetra hæð í gær, en lítil aska var í honum. Hreinsunarstörfum á öskusvæðunum fer nú senn að ljúka en þar hefur fjöldi fólks unnið ötullega síðustu daga. 28.5.2011 18:45 Óánægðir ökumenn í Laugardalnum Mikil óánægja var á meðal nokkurra ökumanna sem lögðu leið sína í Laugardalinn í dag en þar gengu lögreglumenn og stöðumælaverðir á milli bíla sem hafði verið lagt ólöglega og sektuðu eigendur. Sektin nemur fimm þúsund krónum fyrir þá sem lögðu bílum sínum ólöglega. 28.5.2011 17:47 Landhelgisgæslan: Greinilegt að gosinu er ekki lokið Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í eftirlitsflug í gær þar sem meðal annars var aflað upplýsinga um gosstöðvarnar í Grímsvötnum. Á radarmyndum sást gosmökkur sem steig beint upp í loftið og náði um 1,5 kílómetra hæð. Var strókurinn frekar ljósleitur og sást ekki aska í honum, segir á vef Landhelgisgæslunnar. 28.5.2011 17:25 Hross hlupu í veg fyrir mótórhjólahóp Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild um klukkan eitt í dag eftir að tvö hross hlupu í veg fyrir ellefu manna mótórhjólahóp á Skagavegi á Sauðárkróki. 28.5.2011 16:39 Próflaus og fullur unglingur velti bíl Ungur próflaus ökumaður braust inn á verkstæði á Sauðárkróki í morgun og tók þar lykla af jeppa sem stóð þar fyrir utan. Hann ók suður Sauðárkróksbrautina en missti stjórn á bílnum og fór útaf. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór hann margar veltur við bæinn Geitagerði. Hann var fluttur til Akureyrar en er ekki talinn vera alvarlega slasaður. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Jeppinn er ónýtur. 28.5.2011 16:34 Icelandair aðalstyrktaraðili Hörpu Harpa og Icelandair hafa undirritað samstarfssamning til tveggja ára um að fjölga ráðstefnu- og menningarferðamönnum til landsins og vekja athygli á Íslandi sem spennandi alþjóðlegum áfangastað. Icelandair verður aðalstyrktaraðili Hörpu næstu tvö árin og mun styðja við fjölbreytt tónlistarstarf og ráðstefnuhald í húsinu. 28.5.2011 15:54 Vitum að dropinn holar steininn Í Íslandsdeild Amnesty eru 11 þúsund félagar auk þess sem fleiri taka þátt í aðgerðum og styðja samtökin. "Upphaflega hugsunin í Amnesty var þessi alþjóðlega samstaða, að við gætum haft áhrif á líf fólks og hjálpað fólki þó að við hefðum aldrei séð viðkomandi og byggjum jafnvel í allt öðru landi,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. "Við höfum séð gífurlegar breytingar í heiminum. Við búum núna við miklu betra mannréttindakerfi og eftirlitskerfi en þegar samtökin voru stofnuð. Það hafa tugir þúsunda verið leystir úr haldi og fengið lausn sinna mála vegna aðgerða Amnesty. En það eru náttúrulega enn óteljandi verkefni fram undan.“ 28.5.2011 15:30 Minna á mikilvægi mannréttinda Sérstök Mannréttindaganga fór af stað klukkan þrjú í dag til að minna á mikilvægi mannréttinda í tilefni fimmtíu ára afmælis Amnesty International. Lagt var af stað frá Kjörgarði við Laugaveg, sem heitir þessa dagana Mannréttindavegur í tilefni afmælis samtakanna. 28.5.2011 15:13 Já-menn ekki á fund bæjaráðs Bæjarráð Akureyrar lýsti í gær megnri óánægju með ákvörðun Já Upplýsingaveitna að loka starfsstöð ja.is á Akureyri. „Bæjarstjóri hefur óskað eftir því við stjórnarformann og forstjóra fyrirtækisins að þær komi á fund bæjarráðs vegna þessarar lokunar, en þær hafa ekki séð sér fært að verða við þeirri ósk til þessa,“ sagði í bókun bæjarráðsins. 28.5.2011 14:00 Formaður ÖBÍ segir erfiðara að komast á bætur Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að Tryggingastofnun haldi fastar um budduna þegar kemur að greiðslum til öryrkja og mun erfiðara sé að komast á bætur núna áður. Öryrkjum fjölgaði mun hægar í fyrra en árin á undan. 28.5.2011 13:35 Eldgosið mælist ekki lengur á jarðskjálftamælum Eldgosið í Grímsvötnum mælist ekki lengur á jarðskjálftamælum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Engir jarðskjálftar mælast heldur á svæðinu en dregið hefur úr gosinu hægt og bítandi en síðast sást það á mælum klukkan sjö í morgun. Ef snemmt er þó að lýsa yfir goslokum og má búast við að það verði ekki gert fyrr en jafnvel eftir helgi. 28.5.2011 12:51 Hundruð milljóna króna ekki nýttar Undanfarin ár hefur afgangur af fjárlögum sem nota má til endurgreiðslu tannlæknareikninga numið um 200 til 400 milljónum króna á ári þar sem endurgreiðsluskrá Sjúkratrygginga Íslands hefur ekki hækkað samhliða hækkun á fjárlögum. Afgangurinn safnast ekki upp, að því er Steingrímur Ari Arason forstjóri greinir frá. „Þessar fjárhæðir fara í hítina. Þegar tryggingarnar í heild eru gerðar upp er kostnaðurinn orðinn meiri en áætlað var.“ 28.5.2011 12:45 Smokkurinn alltof dýr fyrir ungmenni Aðgengi íslenskra ungmenna að getnaðarvörnum þarf að vera greiðara til að vinna gegn hárri tíðni kynsjúkdóma að mati UNICEF. Smokkurinn sé of dýr fyrir þau að kaupa. Samtökin segja að stjórnvöld ættu að vinna markvisst gegn neikvæðum áhrifum kláms á kynheilbrigði ungmenna. 28.5.2011 12:04 Fjölmargir fengu sekt Nóg hefur verið að gera hjá lögreglumönnum og stöðumælavörðum í Laugardalnum í morgun en þar hafa fjölmargir ökumenn fengið sekt fyrir að leggja ólöglega. Á knattspyrnuvelli Þrótta fer fram VÍS-mót Þróttar en þar keppa yngstu krakkarnir í knattleik. Klukkan ellefu byrjaði svo 25 ára afmælishátíð Stöðvar 2 sem fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 28.5.2011 11:41 Starfsmaður Hrafnistu hafnar ásökunum um lyfjastuld Starfsmaður Hrafnistu, sem er sagður hafa stolið lyfjum af elliheimilinu, hefur ekki viðurkennt þjófnaðinn eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi heldur þvert á móti hafnað ásökunum þar um. 28.5.2011 11:15 Sjá næstu 50 fréttir
Foreldrar ánægðir með leikskóla borgarinnar Mikill meirihluti foreldra leikskólabarna í Reykjavík er ánægður með þá þjónustu sem boðið er upp á í leikskólum borgarinnar. Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra kemur fram að 97% þeirra telja að börnunum þeirra líði mjög vel og séu ánægð í leikskólanum. Foreldrar eru einnig afar ánægðir með samskipti við starfsfólk leikskólanna og telja 95% þau vera góð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í könnuninni, sem gerð var á vegum tölfræði- og rannsóknarþjónustu Menntasviðs, kom einnig fram að 92% foreldra telja leikskólanum vel stjórnað og er það umtalsvert meiri ánægja en mældist á árinu 2009 þegar síðast var gerð sambærileg könnun. Viðhorf foreldra til leikskólastarfs í borginni hafa verið könnuð um árabil en slíkar kannanir eru afar mikilvægur mælikvarði á gæði fagstarfsins og þjónustu. Könnunin nú sýnir vaxandi ánægju foreldra með fagstarfið, viðmót starfsfólks, upplýsingamiðlun leikskólans og stjórnun. Heildaránægja með leikskólastarfið er sambærileg og mældist á árinu 2009 en þeim sem eru mjög ánægðir með leikskólann hefur þó fjölgað úr 68% í 72%. 30.5.2011 10:25
Ríkið semur við SFR Skrifað var undir nýjan kjarasamning rétt fyrir klukkan eitt í nótt á milli ríkisins og SFR. Samningurinn er á svipuðum nótum og sá sem gerður var á almennum markaði fyrr í sumar og gildir hann frá 1. maí og fram í mars 2014, að því er fram kemur á heimasíðu SFR. Samningurinn gerir ráð fyrir 50.000 króna eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og álagsgreiðslum upp á 25.000 krónur á yfirstandandi ári. Einnig er gert ráð fyrir hækkunum á orlofs- og desemberuppbót. 30.5.2011 08:18
Kvótafrumvörpin á dagskrá þingsins Bæði sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar verða á dagskrá Alþingis í dag. fyrst verður minna frumvarpið svonefnda á dagskrá, sem meðal annars nær til hækkunar á veiðileyfagjöldum, en síðan á að taka frumvarpið um heildarendurskoðun fyrir. 30.5.2011 08:11
Strandveiðibátar ná ekki upp í kvóta Ljóst er að strandveiðibátar á svæðinu frá Ströndum að Greinivík við Eyjafjörð munu hvergi nærri ná að veiða maí kvótann því hátt í hundarð tonn eru eftir af kvótanum. Afgangurinn flyst þá yfir á júníkvótann. Fá tonn eru eftir á svæðinu frá Grenivík til Hafnar í Hornafirði og veiðast þau væntanlega í dag. 30.5.2011 08:01
Mælt fyrir smærra kvótafrumvarpinu Bæði kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar hafa verið sett á dagskrá Alþingis. Það sama gildir um kvótafrumvarp Hreyfingarinnar. Þetta varð niðurstaðan af fundi forseta Alþingis með formönnum þingflokka síðdegis í gær. 30.5.2011 07:30
Kveikti í nýlegum Audi Gerð var tilraun til að kveikja í nýlegum Audi fólksbíl, sem stóð við Tangarhöfða í Reykjavík í nótt. Vitni tilkynnti um reyk úr bílnum, en þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang var hann að mestu út dauður, en greinileg ummerki voru um að bensíni hafði verið hellt inn um aðra aftur hurðina og eldur borinn að. 30.5.2011 07:14
Laða ferðamenn að fuglaskoðun Náttúrustofa Vesturlands og Háskólasetur Snæfellsness, með styrk frá Nýsköpunarsjóði, munu standa fyrir öflun upplýsinga um fuglalíf á Snæfellsnesi og í Dölum. Verkefnið er til að styðja við ferðaþjónustuna og laða að áhugafólk um fuglaskoðun. 30.5.2011 07:00
Æðarvarp varð illa úti í hreti Æðarvarp á Norðurlandi virðist hafa orðið mjög illa úti í vorhretinu sem þar gekk yfir á dögunum. Siglo.is segir frá því að allt að 60 prósent af hreiðrum í Siglufirði hafi verið yfirgefin. 30.5.2011 06:30
Meiri peningar í sautjánda júní Framlag borgarsjóðs til hátíðarhalda á sautjánda júní hækkar úr tíu milljónum í þrettán milljónir króna samkvæmt ákvörðun borgarráðs. Framlagið lækkaði úr 25 milljónum króna í tíu milljónir eftir hrunið. 30.5.2011 06:00
Óæskileg hegðun nemenda er helmingi minni en áður Jákvæð samskipti kennara og nemenda í þremur skólum í Reykjanesbæ; Njarðvíkurskóla, Myllubakkaskóla og Holtaskóla, hafa aukist til muna. Óæskileg hegðun nemenda hefur snarminnkað. Þetta eru niðurstöður nýrrar umfangsmikillar rannsóknar á innleiðingu PBS (Positive Behavior Support) í skólana þrjá og árangur sem af því hlaust. 30.5.2011 06:00
Vatnsberinn verður fluttur í Bankastræti Höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberinn, verður flutt úr Öskjuhlíð á sunnanvert horn Bankastrætis og Lækjargötu. Borgarráð ákvað þetta á fimmtudag. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að styttan yrði á miðju Austurstræti við gatnamótin að Lækjargötu. 30.5.2011 05:30
Skorað á ESB að endurskoða sölubann afurða Vestnorræna ráðið skorar á Evrópusambandið að endurskoða bann sitt við innflutningi selafurða til sambandsins. Bannið hefur nú þegar haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir fjölskyldur veiðimanna og smærri byggðir veiðimanna á Grænlandi. 30.5.2011 05:30
Kefluðu mann og rændu hann Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í átján mánaða fangelsi, meðal annars fyrir rán og frelsissviptingu. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu 450 þúsund krónur í miskabætur. 30.5.2011 05:00
Íbúðir skili arði og efli samfélag Bæjarráð Fljótsdalshéraðs vill að Íbúðalánasjóður ræði við aðila á Austurlandi um stofnun eignarhaldsfélags utan um íbúðir sem sjóðurinn á þar í fjórðungnum og seljast ekki. 30.5.2011 05:00
Hjóluðu 831.000 kílómetra í átaki Mun fleiri tóku þátt í átakinu Hjólað í vinnuna nú en í fyrra. Rúmlega ellefu þúsund manns tóku þátt frá 694 vinnustöðum í 1.628 liðum sem skráð voru til leiks. 30.5.2011 05:00
Skemmtigarður verið sleginn af Bæjarráð Blönduósbæjar hefur falið bæjarstjóra að segja upp samningi við einkahlutafélagið 2 Áttir um afnot á landi til uppbyggingar á fjölskyldu- og skemmtigarði á Blönduósi. 30.5.2011 04:30
Háskóli unga fólksins af stað Óvenju fjölbreytt starfsemi verður í Háskóla unga fólksins, sem verður haldinn 6. til 10. júní næstkomandi, vegna 100 ára afmælis Háskóla Íslands. Búið er að opna fyrir umsóknir. 30.5.2011 04:00
Ungmenni ánægð með íslenska skóla Nær öll íslensk ungmenni, eða 90 prósent, telja að háskólanám hér á landi sé góður kostur. Af ungmennum í 31 Evrópulandi er hlutfallið einungis hærra hjá þeim dönsku sem telja að háskólanám þar í landi sé aðlaðandi kostur, eða 91 prósent. Þetta kemur fram í nýrri könnun, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var fyrir Evrópusambandið (ESB) í janúar síðastliðnum. 30.5.2011 04:00
Flest efnahagsbrotamál í ákærumeðferð á árinu 2013 Búast má við að stærstur hluti mála sem eru á borði Sérstaks saksóknara verði í ákærumeðferð á árinu 2013, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ákærur verði þó gefnar út jafnóðum og rannsókn mála ljúki. 29.5.2011 18:49
Ekki forsendur fyrir nýjum flokki með Evrópusinnuðum sjálfstæðismönnum Þorsteinn Pálsson segir ekki forsendur fyrir að breikka grunn Samfylkingarinnar í nýjum flokki með Evrópusinnuðum sjálfstæðis- og framsóknarmönnum, eins og Jóhanna Sigurðardóttir bauð upp á í ræðu sinni á flokksstjórnarfundinum í dag. Jóhanna hafi fært Samfylkinguna of langt til vinstri til að svo megi verða. 29.5.2011 18:39
Boðar fjárfestingu upp á hundruð milljarða í orkufrekum iðnaði Forsætisráðherra boðar fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og tengdum virkjanaframkvæmdum upp á þrjú til fjögur hundruð milljarða á næstu þremur til fimm árum. Þá vill hún þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á kvótakerfinu strax næsta haust. 29.5.2011 18:30
Fékk að leiða Pedro Rodríguez inn á Wembley „Skemmtilegast af öllu var að fá að ganga út á grasið," segir Steinar Óli Sigfússon sjö ára gamall piltur sem fékk að leiða Pedro Rodríguez leikmann Barcelona út á völlinn í úrslitaviðureign Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær. 29.5.2011 18:25
Ákveða hvaða mál verða afgreidd fyrir sumarleyfi Formenn þingflokka funda þessa stundina þar sem reynt verður að ná samkomulagi um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi fer í sumarleyfi í næstu viku. 29.5.2011 17:04
Nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks "Þó enn sé víða við erfiðleika að glíma og enn sé óvissa varðandi ýmis mál hefur ekki verið bjartara yfir íslensku efnahagslífi um langa hríð,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar á flokkstjórnarfundi flokksins í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í dag. 29.5.2011 13:17
Samfylkingin ræðir umbótatillögur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar ávarpaði flokksstjórnarfund flokksins klukkan ellefu í morgun og fór þar yfir stöðu flokksins og helstu viðfangsefni ríkisstjórnarinnar. 29.5.2011 11:48
Brúnka getur verið lífshættuleg Katrín Vilhelmsdóttir greindist fyrst með sortuæxli á bakinu fyrir sex og hálfu ári. Fyrir rúmu ári uppgötvaðist fyrir tilviljun að hún var með sortuæxli innvortis sem hefur breiðst út. 29.5.2011 11:00
Þjónustumiðstöð á Kirkjubæjarklaustri Þjónustumiðstöð almannavarna á Kirkjubæjarklaustri tók til starfa s.l. föstudag. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að meginverkefni hennar verði að sinna eftirmálum eldgossins í Grímsvötnum sem snúa að íbúum, sveitarfélögum og uppbyggingarstarfi. 29.5.2011 10:21
Tólf teknir ölvaðir undir stýri í Reykjavík Nóttin var afar róleg hjá lögregluembættum um allt land. Tólf voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu og fangageymslur voru nær tómar, en þar gisti einn vegna mikillar ölvunar. Skemmtanahald í miðborginni gekk nánast vandræðalaust fyrir, sig sem var lögreglunni gleðiefni, þar sem óvenjumikil ölvun var þar í fyrrinótt. Þá var lítið að gera hjá slökkviliðinu í sjúkraflutningum. 29.5.2011 09:31
Yfir 20 þúsund manns í 25 ára afmæli Stöðvar 2 Það var líf og fjör á 25 ára afmælishátíð Stöðvar 2 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag þar sem áskrifendur í Stöð 2 Vild og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag í boði Stöðvar 2. Að vanda var afar fjölmennt en gert er ráð fyrir að hátt í 20 þús manns hafi verið í garðinum þegar hæst stóð, í mildu og góðu veðri. 28.5.2011 20:30
Rúmt eitt tonn af ösku var í sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri Lítil ummerki eru um eldsumbrot í Grímsvötnum og líkur á að gosið sé að fjara út. Gosstrókurinn náði í um eins komma fimm kílómetra hæð í gær, en lítil aska var í honum. Hreinsunarstörfum á öskusvæðunum fer nú senn að ljúka en þar hefur fjöldi fólks unnið ötullega síðustu daga. 28.5.2011 18:45
Óánægðir ökumenn í Laugardalnum Mikil óánægja var á meðal nokkurra ökumanna sem lögðu leið sína í Laugardalinn í dag en þar gengu lögreglumenn og stöðumælaverðir á milli bíla sem hafði verið lagt ólöglega og sektuðu eigendur. Sektin nemur fimm þúsund krónum fyrir þá sem lögðu bílum sínum ólöglega. 28.5.2011 17:47
Landhelgisgæslan: Greinilegt að gosinu er ekki lokið Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í eftirlitsflug í gær þar sem meðal annars var aflað upplýsinga um gosstöðvarnar í Grímsvötnum. Á radarmyndum sást gosmökkur sem steig beint upp í loftið og náði um 1,5 kílómetra hæð. Var strókurinn frekar ljósleitur og sást ekki aska í honum, segir á vef Landhelgisgæslunnar. 28.5.2011 17:25
Hross hlupu í veg fyrir mótórhjólahóp Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild um klukkan eitt í dag eftir að tvö hross hlupu í veg fyrir ellefu manna mótórhjólahóp á Skagavegi á Sauðárkróki. 28.5.2011 16:39
Próflaus og fullur unglingur velti bíl Ungur próflaus ökumaður braust inn á verkstæði á Sauðárkróki í morgun og tók þar lykla af jeppa sem stóð þar fyrir utan. Hann ók suður Sauðárkróksbrautina en missti stjórn á bílnum og fór útaf. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór hann margar veltur við bæinn Geitagerði. Hann var fluttur til Akureyrar en er ekki talinn vera alvarlega slasaður. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Jeppinn er ónýtur. 28.5.2011 16:34
Icelandair aðalstyrktaraðili Hörpu Harpa og Icelandair hafa undirritað samstarfssamning til tveggja ára um að fjölga ráðstefnu- og menningarferðamönnum til landsins og vekja athygli á Íslandi sem spennandi alþjóðlegum áfangastað. Icelandair verður aðalstyrktaraðili Hörpu næstu tvö árin og mun styðja við fjölbreytt tónlistarstarf og ráðstefnuhald í húsinu. 28.5.2011 15:54
Vitum að dropinn holar steininn Í Íslandsdeild Amnesty eru 11 þúsund félagar auk þess sem fleiri taka þátt í aðgerðum og styðja samtökin. "Upphaflega hugsunin í Amnesty var þessi alþjóðlega samstaða, að við gætum haft áhrif á líf fólks og hjálpað fólki þó að við hefðum aldrei séð viðkomandi og byggjum jafnvel í allt öðru landi,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. "Við höfum séð gífurlegar breytingar í heiminum. Við búum núna við miklu betra mannréttindakerfi og eftirlitskerfi en þegar samtökin voru stofnuð. Það hafa tugir þúsunda verið leystir úr haldi og fengið lausn sinna mála vegna aðgerða Amnesty. En það eru náttúrulega enn óteljandi verkefni fram undan.“ 28.5.2011 15:30
Minna á mikilvægi mannréttinda Sérstök Mannréttindaganga fór af stað klukkan þrjú í dag til að minna á mikilvægi mannréttinda í tilefni fimmtíu ára afmælis Amnesty International. Lagt var af stað frá Kjörgarði við Laugaveg, sem heitir þessa dagana Mannréttindavegur í tilefni afmælis samtakanna. 28.5.2011 15:13
Já-menn ekki á fund bæjaráðs Bæjarráð Akureyrar lýsti í gær megnri óánægju með ákvörðun Já Upplýsingaveitna að loka starfsstöð ja.is á Akureyri. „Bæjarstjóri hefur óskað eftir því við stjórnarformann og forstjóra fyrirtækisins að þær komi á fund bæjarráðs vegna þessarar lokunar, en þær hafa ekki séð sér fært að verða við þeirri ósk til þessa,“ sagði í bókun bæjarráðsins. 28.5.2011 14:00
Formaður ÖBÍ segir erfiðara að komast á bætur Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að Tryggingastofnun haldi fastar um budduna þegar kemur að greiðslum til öryrkja og mun erfiðara sé að komast á bætur núna áður. Öryrkjum fjölgaði mun hægar í fyrra en árin á undan. 28.5.2011 13:35
Eldgosið mælist ekki lengur á jarðskjálftamælum Eldgosið í Grímsvötnum mælist ekki lengur á jarðskjálftamælum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Engir jarðskjálftar mælast heldur á svæðinu en dregið hefur úr gosinu hægt og bítandi en síðast sást það á mælum klukkan sjö í morgun. Ef snemmt er þó að lýsa yfir goslokum og má búast við að það verði ekki gert fyrr en jafnvel eftir helgi. 28.5.2011 12:51
Hundruð milljóna króna ekki nýttar Undanfarin ár hefur afgangur af fjárlögum sem nota má til endurgreiðslu tannlæknareikninga numið um 200 til 400 milljónum króna á ári þar sem endurgreiðsluskrá Sjúkratrygginga Íslands hefur ekki hækkað samhliða hækkun á fjárlögum. Afgangurinn safnast ekki upp, að því er Steingrímur Ari Arason forstjóri greinir frá. „Þessar fjárhæðir fara í hítina. Þegar tryggingarnar í heild eru gerðar upp er kostnaðurinn orðinn meiri en áætlað var.“ 28.5.2011 12:45
Smokkurinn alltof dýr fyrir ungmenni Aðgengi íslenskra ungmenna að getnaðarvörnum þarf að vera greiðara til að vinna gegn hárri tíðni kynsjúkdóma að mati UNICEF. Smokkurinn sé of dýr fyrir þau að kaupa. Samtökin segja að stjórnvöld ættu að vinna markvisst gegn neikvæðum áhrifum kláms á kynheilbrigði ungmenna. 28.5.2011 12:04
Fjölmargir fengu sekt Nóg hefur verið að gera hjá lögreglumönnum og stöðumælavörðum í Laugardalnum í morgun en þar hafa fjölmargir ökumenn fengið sekt fyrir að leggja ólöglega. Á knattspyrnuvelli Þrótta fer fram VÍS-mót Þróttar en þar keppa yngstu krakkarnir í knattleik. Klukkan ellefu byrjaði svo 25 ára afmælishátíð Stöðvar 2 sem fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 28.5.2011 11:41
Starfsmaður Hrafnistu hafnar ásökunum um lyfjastuld Starfsmaður Hrafnistu, sem er sagður hafa stolið lyfjum af elliheimilinu, hefur ekki viðurkennt þjófnaðinn eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi heldur þvert á móti hafnað ásökunum þar um. 28.5.2011 11:15