Fleiri fréttir Tengsl milli bólusetningar og drómasýki Tengsl eru á milli svínaflensubólusetningar og drómasýki hjá ungmönnum í Finnlandi. Hér á landi hefur tilfellum sýkinnar fjölgað en orsökin eru ókunn. 7.5.2011 19:00 Saksóknari telur líkur á sakfellingu Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. 7.5.2011 18:53 Fá hótanir vegna málefna útlendinga Mikill viðbúnaður var hjá Útlendingastofnun vegna fundarins sem átti að eiga sér stað með hælisleitandanum Mehdi Pour á föstudaginn. Forstjóri Útlendingastofnunar segir það breyta stöðu Mehdi að hann sé kominn í hendur heilbrigðisyfirvalda. Starfsfólk hafi oft fengið hótanir vegna málefna hælisleitenda. 7.5.2011 18:42 Hælisleitandinn skildi eftir sjálfsmorðsbréf Hælisleitandinn Mehdi Pour afhenti vinkonu sinni sjálfsmorðsbréf áður en hann fór upp í Rauða kross hús þar sem hann reyndi að kveikja í sér. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á viðeigandi stofnun. 7.5.2011 18:30 Handtekinn fyrir árás á kærustu sína Karlmaður um tvítugt var handtekinn og færður á lögreglustöð um fimmleytið í gær eftir að hann hafði veist að unnustu sinni og tekið hana hálstaki á lóð við Hamraskóla. Skýrsla var tekinn af karlmanninum og honum síðan sleppt. Að sögn lögreglunnar verður svo skýrsla tekin af stúlkunni eftir helgi og hún þarf þá að taka ákvörðun um það hvort hún vill kæra atvikið. 7.5.2011 18:03 Bílvelta á Þingvallavegi Bílvelta varð á Þingvallavegi á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum sem varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði fengið var einn slasaður, en meiðsl hans voru ekki alvarleg. Sjúkrabíll var sendur á vettvang svo hægt væri að hlúa að manninum og þá var tækjabíll sendur til öryggis. 7.5.2011 17:44 Flugslysaæfingunni lokið Flugslysaæfingunni sem fram fór á Hornafjarðarflugvelli í dag er lokið. Hún gekk vel að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni. Þar var verið að æfa skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á flugvellinum eða við hann. Markmiðið var að tryggja skipuleg viðbrögð við flugslysi og að þolendum flugslyss berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð og aðstoðaði þá sem eru á vettvangi við æfinguna. 7.5.2011 16:54 Bubbi velur erfiðu leiðina Á væntanlegri plötu, Ég trúi á þig, tæklar Bubbi Morthens hreinræktaða sálartónlist með jákvæðum textum. Kjartan Guðmundsson ræddi við manninn sem segist aldrei hafa sungið betur um bin Laden, Amy Winehouse og viðskotaillan Þjóðverja á Kanarí. 7.5.2011 13:54 Heldur fyrirlestur um verkfræðilegar lausnir fyrir hreyfihamlaða Dr. Hilmar B. Janusson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar hf. flytur erindi við Háskóla íslands í tilefni aldarafmælis skólans. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Hreyfing mannsins. Frá hreyfihömlun til afreka. Hvernig geta verkfræðilegar lausnir fyrir hreyfihamlaða orðið hreyfingu allra til framdráttar?" Erindið er hluti af röð hátíðarfyrirlestra rektors á afmælisárinu. Hilmar B. Janusson hefur verið í fararbroddi hönnunar- og þróunarteymis Össurar frá 1992, segir í tilkynningu frá HÍ. 7.5.2011 13:22 Hælisleitandinn kominn í gæsluvarðhald Hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna öryggisvistun en hann reyndi að kveikja í sér í húsi Rauða krossins í gær. Lögfræðingur mannsins segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi við málstað hans. 7.5.2011 12:12 Jón Gnarr í moltugerð Öskjuhlíðadagurinn fer fram í dag. Jón Gnarr borgarstjóri tók daginn snemma og ákvað að reyna fyrir sér í moltugerð. 7.5.2011 11:59 Hátt í 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu Hátt í 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu sem fram fer á Hornafjarðarflugvelli í dag. Þar er verið að æfa skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á flugvellinum eða við hann. Markmiðið er að tryggja skipuleg viðbrögð við flugslysi og að þolendum flugslyss berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma, eins og segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð og mun aðstoða þá sem eru á vettvangi við aðgerðina. 7.5.2011 11:41 Telur að þingið geti ekki klárað ESB málið Lokastigið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður ekki stigið nema með nýjum þingmeirihluta. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Fréttablaðinu í dag. 7.5.2011 11:10 Óvissa um frekari lækkun bensínverðs Verð á eldsneyti lækkaði um þrjár krónur á flestum útsölustöðum í gær og fyrradag, en þessar lækkanir eru í samræmi við sviptingar á heimsmarkaðsverði síðustu daga. 7.5.2011 10:00 Fjarlægði niðrandi ummæli um Egil Ólafsson Ofurbloggarinn og ritstjórinn Jónas Kristjánsson hefur fjarlægt umdeildar færslur af vef sínum þar sem hann líkti söngvaranum Agli Ólafssyni við áróðursmeistara þriðja ríkisins Jósef Göbbels. Ástæðan voru auglýsingar hins síðarnefnda í aðdraganda Icesave kosningana þar sem hann fjallaði um þrælkun íslenskra barna í breskum kolanámum og varaði við því að Já við Icesave jafngilti því að selja börnin í ánauð. 7.5.2011 09:46 Þrír teknir fyrir ölvunarakstur Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þá stöðvaði lögreglan á suðurnesjum þrjá ökumenn sem ókui undir áhrifum áfengis. Nóttin var að öðru leiti tiltölulega róleg hjá lögreglu um allt land. 7.5.2011 09:42 Sæluviku að ljúka Botnin verður sleginn í svokallaða Sæluviku í Skagafirði nú um helgina. Í gærkvöld var haldinn fjölmennur dansleikur að lokinni dægurlagakeppni. Dansleikurinn var fjölmennur, en allt fór vel fram að sögn lögreglu. 7.5.2011 09:39 Stundum fullt í Laugardalnum Hugmynd um sérstakan húsbílagarð í Reykjavík hefur verið rædd innan kerfisins en ekki hefur verið unnið neitt frekar með hana, að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðstjóra framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar. 7.5.2011 09:00 Lagst gegn flutningi hreindýra á Vestfirði Hugmyndir um að flytja hreindýr til Vestfjarða til að styrkja atvinnulífið mæta harðri mótspyrnu sauðfjárræktenda og sérfræðings hjá Matvælastofnun. 7.5.2011 08:00 Geir ákærður í næstu viku Saksóknari Alþingis mun gefa út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í næstu viku. Ákæruskjalið er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. 7.5.2011 07:30 Dæmdur í Noregi, kærir á Íslandi Leif Ivar Kristiansen, forsprakki Vítisengla í Noregi, var í gær dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnamisferli og rán. Hann stendur nú í skaðabótamáli við íslensk stjórnvöld vegna frávísunar úr landi í fyrra. 7.5.2011 07:00 6,5 milljónir í söfnun Alls hafa 6,5 milljónir króna verið greiddar til Hjálparstarfs kirkjunnar með valgreiðsluseðlum í heimabanka frá því að átakið um breytingar á innlendri mataraðstoð hófst fyrir um viku. Breytingunum er beint gegn biðröðunum sem tíðkast hafa við matarúthlutanir. 7.5.2011 06:00 Hef aldrei fengið né sóst eftir ofurlaunum „Það var leitað til mín. Ég var ekki að sækjast eftir starfi nema síður sé,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls fram á haust. 7.5.2011 05:00 Herjólfur í Landeyjahöfn um helgina Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun áfram sigla í Landeyjahöfn fram yfir helgi. Farnar verða þrjár ferðir á dag og búið er að opna fyrir bókanir í þessar ferðir að því er fram kemur í tilkynningu frá. Farþegar eru hvattir til að mæta tímanlega og vera tilbúnir með farmiða sína. 6.5.2011 19:34 Enn tekist á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu Ríkisstjórninni tókst ekki að afgreiða frumvörp til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í dag. Málið hefur tafist í marga mánuði vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna um hversu langt eigi að ganga í breytingum á kvótakerfinu. 6.5.2011 18:30 Flestir vilja að forsetinn sé sameiningartákn 48 prósent svarenda í nýrri könnun um meginhlutverk forsetaembættisins eru á því að hlutverk hans sé að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Miðlun stóð að könnuninni sem ætlað er að bregða upp mynd af viðhorfum almennings til embættisins. 31 prósent vilja að í embættinu sitji einstaklingur sem sé talsmaður menningar og viðskipta á erlendri grundu og 21 prósent er á því að forsetinn sé kjölfesta í íslensku stjórnkerfi og beiti stjórnskipulegu valdi sínu þjóðinni til farsældar. 6.5.2011 17:57 Samninga- og fortöluhópur sérsveitarinnar þjálfaður af FBI Íranski hælisleitandinn Medhi Pour er enn í haldi lögreglunnar en hann var handtekinn snemma í morgun eftir að hann hafði hellt bensíni yfir sig í höfuðstöðvum Rauða krossins. 6.5.2011 16:33 Krefjast svara vegna flugumanns Náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland hafa hefur ríkislögreglustjóra ítrekun vegna seinagangs embættisins á að upplýsa um ferðir flugumannsins Marks Kennedys hér á landi. Hann starfaði fyrir bresku lögregluna og kom sér fyrir í röðum aðgerðarsinna hér á landi þegar þeir mótmæltu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. 6.5.2011 15:58 Grunaður um langvarandi kynferðisofbeldi Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hafi misnotað dreng, sem nú er fjórtán ára gamall, um árabil. 6.5.2011 15:08 Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt "Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum. 6.5.2011 14:52 Dreifðu fíkniefnum í Fjallabyggð - dópinu smyglað frá Reykjavík Síðastliðinn miðvikudag handtók lögreglan á Akureyri þrjá karlmenn á Siglufirði. Handtökurnar voru framkvæmdar í kjölfar rannsóknar sem snýr að dreifingu fíkniefna í Fjallabyggð. Á sama tíma var einn maður til viðbótar, búsettur í Reykjavík, færður til skýrslutöku þar. Tveir Siglfirðinganna voru grunaðir um að hafa í febrúar og mars á þessu ári tvisvar fengið fíknefni afhent af manninum sem búsettur er í Reykjavík. Þriðji Siglfirðingurinn var grunaður um að hafa flutt aðra sendinguna frá Reykjavík til Siglufjarðar. Samtals er talið að um hafi verið um að ræða 400 grömm af marijuana og að stærstur hluti efnanna hafi farið í dreifingu í Fjallabyggð. Á rannsóknartímanum hafði lögreglan á Akureyri tvisvar afskipti af öðrum Siglfirðingnum og haldlagði þá samtals um 25 grömm af marijuana hjá honum. Við rannsókn málsins naut lögreglan á Akureyri aðstoðar fíkniefnadeildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Í aðgerð sem framkvæmd var í Reykjavík þann 14. apríl síðastliðin voru svo tveir mannana handteknir, Reykvíkingurinn og einn Siglfirðinganna sem hafði gert sér ferð suður. Í fórum mannanna fundust um 200 grömm af kannabisefnum auk smáræðis af kókaíni. Við húsleitir sem framkvæmdar voru í Reykjavík í framhaldinu voru haldlagðir peningar, hundruðir þúsunda, sem talið er fullvíst að sé greiðsla fyrir þau fíkniefni sem Siglfirðingarnir fengu afhent í mars og apríl. Auk þess fundust um 100 grömm af kannabisefnum til viðbótar við húsleitirnar. Játningar liggja fyrir hjá þremur mannanna og telst málið upplýst. Samtals er því talið að Siglfirðingarnir hafa fengið um 600 grömm af marijuana afhent hjá manninum sem búsettur er í Reykjavík. Lögregla haldlagði sem fyrr segir rúm 200 grömm af efnunum og peninga sem taldir eru greiðsla fyrir hinn hlutann. Lögreglan minnir á fíkniefnasímsvarann 800-5005 og netfangið info@rls.is þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamisferli, nafnlaust. 6.5.2011 14:46 Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. 6.5.2011 14:25 Nauðgunum fjölgar ekki þó Aflið sé til staðar Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að samtökin hafi í áraraðir átt mjög gott samstarf við Akureyrarbæ, forsvarsmenn Bíladaga og þá sem hafa séð um skipulag liðinna Verslunarmannahelga. „Vilja Aflskonur vekja athygli á þessu, þar sem Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóhátíðarnefndar vill meina að með aðkomu Stígamóta á þjóðhátíð ýti undir vandamál tengt kynferðisofbeldi á svæðinu,“ segir í tilkynningunni, en Aflið eru einskonar systursamtök Stígamóta með aðsetur á Akureyri. Aflskonur hafa verið með gangandi vaktir auk þess að vera með meiri viðbúnað ef eitthvað kæmi upp á þessar stóru helgar. Þær segja að gest og gangandi hafi alltaf tekið því vel að Aflskonur séu á svæðinu, og að fólk hafi almennt viljað spjalla og fræðast um starf þeirra. „Ekki hægt að merkja að það sé neitt meira um nauðganir né árásir þrátt fyrir að Aflið hafi verið sýninlegt og auglýst,“ segja þær. 6.5.2011 13:32 Segja það klúður að kjarasamningar hafi ekki náðst fyrr Stjórn Félags atvinnurekenda telur að Samtök atvinnulífsins hafi klúðrað góðu tækifæri til að ná ásættanlegum kjarasamningi þann 15. apríl síðastliðinn samkvæmt yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér. 6.5.2011 13:27 Fleiri horfa á kýrnar sletta úr klaufunum en mæta á Hróarskeldu Sú hefð hefur skapast hjá samtökum lífrænna bænda í Danmörku að bjóða gestum í heimsókn þegar kúnum er hleypt út á vorin. Á pálmasunnudag, 17. apríl, voru 65 kúabú þar með opið hús og 110 þúsund manns alls fylgdust með því þegar kýrnar slettu úr klaufunum. Frá þessu er greint á vef Landssambands kúabænda. Gestum við þennan viðburð fjölgaði um 30 þúsund frá síðasta ári. Þetta því orðin stærri hátíð en tónlistarhátíðin á Hróarskeldu ef miðað er við gestafjölda, en þarna dreifast gestirnir vitanlega á 65 bú. 6.5.2011 13:13 Starfsfólk Rauða krossins í bráðahættu - Myndband Arnar Þór Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, segir starfsfólk hjá Rauða Krossinum hafa verið í bráðahættu þegar hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour reyndi að kveikja í sér í morgun. 6.5.2011 12:23 Þór Saari: Óraunhæfir kjarasamningar Þingmaður Hreyfingarinnar segir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna nýrra kjarasamninga vera óraunhæfa og ríkið geti ekki staðið undir henni. Hann telur að launþegar muni fella samningana í atkvæðagreiðslu og sækja sér meiri launahækkanir. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar gagnrýnir harðlega yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna nýrra kjarasamninga. Hann segir yfirlýsinguna óljósa og erfitt sé að sjá í hvernig eigi að ráðstafa 60 milljarða fjárfestingu sem lofað er sem og hvaðan peningarnir eigi að koma. "Ríkissjóður á ekki fyrir þessum útgjöldum og þeir munu þá koma eingöngu úr frekari skattahækkunum eða niðurskurði annars staðar. Þannig þetta hljómar eins og einhver þykjustu dúsa upp í aðila vinnumarkaðarins til að skrifa undir, en ég fæ ekki séð að ríkið muni bara geta staðið undir það sem það lofaði," segir hann. Þá segir Þór kjarasamningana byggja á verðbólguspám Seðlabankans og Alþýðusambandsins sem hafi aldrei staðist hingað til. "Ég er svolítið hræddur um að launafólk komi með skarðan hlut frá þessum samningum, þeir verði til málamynda til að skapa frið á vinnumarkaði sem að mun ekki halda," segir Þór. Hann segir launahækkanir í samningunum vera of lágar. Hann telur að samningarnir verði felldir í atkvæðagreiðslu. "Ég held að launafólk þurfi að snúa betur bökum saman og sækja sér ríflegri launahækkanir og vera öflugra í andstöðu sinni við þá aðför sem búið er að fara gegn almenningi hérna undanfarin þrjú ár. Samtök launafólks eiga að gæta hagsmuna þeirra og ég tel að þau hafi ekki staðið sig nægilega vel í þessum kjarasamningum og tel því að launafólk eigi að rísa upp og fella þessa samninga,“ segir Þór. 6.5.2011 12:04 Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6.5.2011 11:54 Skutlurnar standa fyrir hópakstri mótorhjólakvenna Mótorhjólaklúbburinn Skutlurnar stendur fyrir hópakstri kvenna í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Tilefnið er alþjóðlegur mótorhjóladagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur í dag, fimmta árið í röð. Allar konur eru því „hvattar til að stíga á fáka sína og hjóla eins og enginn sé morgundagurinn,“ eins og segir á vefnum Mótorsport.is „Tilgangurinn með þessum degi er að vekja athygli á auknum fjölda kvenna sem hjólar sér til skemmtunar og að hjólasportið sé ekki eingöngu bundið við karlmenn. Til gamans má geta þess að mestu aukning í motocrossi á Íslandi var einmitt í hópi kvenna árið 2007 og 2008 þó svo að þar hafi aðeins dregið úr, að þá má rekja það frekar til efnahags en áhugaleysis. Nú má áætla að um fimmtungur keppenda í hverju motocrossmóti sé konur. Einnig hafa sprottið upp félög hér og þar á Íslandi sem eingöngu eru skipaðar konum og má þar nefna hópinn Skutlurnar,“ segir þar ennfremur. 6.5.2011 11:49 Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6.5.2011 10:51 Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6.5.2011 09:57 Siglt frá Þorlákshöfn í dag Vegna veðurs og öldugangs í Landeyjahöfn verða allar ferðir Herjólfs í dag farnar til og frá Þorlákshöfn. 6.5.2011 09:40 Stjórnendur Hörpu leyfðu RÚV ekki að sýna beint Stjórnendur Hörpu veittu RÚV ekki heimild til að sýna beint frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. "Þessi ákvörðun var mat stjórnenda Hörpu vegna þess að það voru of mörg mikilvæg atriði sem voru bara hreinlega ekki komin á hreint varðandi tækni og þá sérstaklega lýsingu til þess að hægt væri að taka sénsinn á að sjónvarpa þessu beint á fyrstu tónleikum sem áttu sér stað í húsinu," segir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. "Það hefði verið hálfgerð tilraunastarfsemi af okkar hálfu,“ bætir hún við. 6.5.2011 08:57 Dularfullur fornleifafundur á Grundarfirði Grundfriðingar velta nú fyrir sér dularfullum fornleifafundi þar í bæ í vikunni. Að sögn Skessuhorns komu verkamenn óvænt niður á vörubílshræ, þegar þeir voru að grafa fyrir vatnslögn við sundlaugina. 6.5.2011 07:39 Þrjú verkalýðsfélög eiga eftir að semja Samningaviðræðum verður fram haldið hjá Ríkissáttasemjara í dag því samningum er ekki lokið við þrjú verkalýðsfélög innan ASÍ. 6.5.2011 07:26 Sjá næstu 50 fréttir
Tengsl milli bólusetningar og drómasýki Tengsl eru á milli svínaflensubólusetningar og drómasýki hjá ungmönnum í Finnlandi. Hér á landi hefur tilfellum sýkinnar fjölgað en orsökin eru ókunn. 7.5.2011 19:00
Saksóknari telur líkur á sakfellingu Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. 7.5.2011 18:53
Fá hótanir vegna málefna útlendinga Mikill viðbúnaður var hjá Útlendingastofnun vegna fundarins sem átti að eiga sér stað með hælisleitandanum Mehdi Pour á föstudaginn. Forstjóri Útlendingastofnunar segir það breyta stöðu Mehdi að hann sé kominn í hendur heilbrigðisyfirvalda. Starfsfólk hafi oft fengið hótanir vegna málefna hælisleitenda. 7.5.2011 18:42
Hælisleitandinn skildi eftir sjálfsmorðsbréf Hælisleitandinn Mehdi Pour afhenti vinkonu sinni sjálfsmorðsbréf áður en hann fór upp í Rauða kross hús þar sem hann reyndi að kveikja í sér. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á viðeigandi stofnun. 7.5.2011 18:30
Handtekinn fyrir árás á kærustu sína Karlmaður um tvítugt var handtekinn og færður á lögreglustöð um fimmleytið í gær eftir að hann hafði veist að unnustu sinni og tekið hana hálstaki á lóð við Hamraskóla. Skýrsla var tekinn af karlmanninum og honum síðan sleppt. Að sögn lögreglunnar verður svo skýrsla tekin af stúlkunni eftir helgi og hún þarf þá að taka ákvörðun um það hvort hún vill kæra atvikið. 7.5.2011 18:03
Bílvelta á Þingvallavegi Bílvelta varð á Þingvallavegi á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum sem varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði fengið var einn slasaður, en meiðsl hans voru ekki alvarleg. Sjúkrabíll var sendur á vettvang svo hægt væri að hlúa að manninum og þá var tækjabíll sendur til öryggis. 7.5.2011 17:44
Flugslysaæfingunni lokið Flugslysaæfingunni sem fram fór á Hornafjarðarflugvelli í dag er lokið. Hún gekk vel að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni. Þar var verið að æfa skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á flugvellinum eða við hann. Markmiðið var að tryggja skipuleg viðbrögð við flugslysi og að þolendum flugslyss berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð og aðstoðaði þá sem eru á vettvangi við æfinguna. 7.5.2011 16:54
Bubbi velur erfiðu leiðina Á væntanlegri plötu, Ég trúi á þig, tæklar Bubbi Morthens hreinræktaða sálartónlist með jákvæðum textum. Kjartan Guðmundsson ræddi við manninn sem segist aldrei hafa sungið betur um bin Laden, Amy Winehouse og viðskotaillan Þjóðverja á Kanarí. 7.5.2011 13:54
Heldur fyrirlestur um verkfræðilegar lausnir fyrir hreyfihamlaða Dr. Hilmar B. Janusson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar hf. flytur erindi við Háskóla íslands í tilefni aldarafmælis skólans. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Hreyfing mannsins. Frá hreyfihömlun til afreka. Hvernig geta verkfræðilegar lausnir fyrir hreyfihamlaða orðið hreyfingu allra til framdráttar?" Erindið er hluti af röð hátíðarfyrirlestra rektors á afmælisárinu. Hilmar B. Janusson hefur verið í fararbroddi hönnunar- og þróunarteymis Össurar frá 1992, segir í tilkynningu frá HÍ. 7.5.2011 13:22
Hælisleitandinn kominn í gæsluvarðhald Hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna öryggisvistun en hann reyndi að kveikja í sér í húsi Rauða krossins í gær. Lögfræðingur mannsins segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi við málstað hans. 7.5.2011 12:12
Jón Gnarr í moltugerð Öskjuhlíðadagurinn fer fram í dag. Jón Gnarr borgarstjóri tók daginn snemma og ákvað að reyna fyrir sér í moltugerð. 7.5.2011 11:59
Hátt í 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu Hátt í 200 manns taka þátt í flugslysaæfingu sem fram fer á Hornafjarðarflugvelli í dag. Þar er verið að æfa skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á flugvellinum eða við hann. Markmiðið er að tryggja skipuleg viðbrögð við flugslysi og að þolendum flugslyss berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma, eins og segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð og mun aðstoða þá sem eru á vettvangi við aðgerðina. 7.5.2011 11:41
Telur að þingið geti ekki klárað ESB málið Lokastigið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið verður ekki stigið nema með nýjum þingmeirihluta. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Fréttablaðinu í dag. 7.5.2011 11:10
Óvissa um frekari lækkun bensínverðs Verð á eldsneyti lækkaði um þrjár krónur á flestum útsölustöðum í gær og fyrradag, en þessar lækkanir eru í samræmi við sviptingar á heimsmarkaðsverði síðustu daga. 7.5.2011 10:00
Fjarlægði niðrandi ummæli um Egil Ólafsson Ofurbloggarinn og ritstjórinn Jónas Kristjánsson hefur fjarlægt umdeildar færslur af vef sínum þar sem hann líkti söngvaranum Agli Ólafssyni við áróðursmeistara þriðja ríkisins Jósef Göbbels. Ástæðan voru auglýsingar hins síðarnefnda í aðdraganda Icesave kosningana þar sem hann fjallaði um þrælkun íslenskra barna í breskum kolanámum og varaði við því að Já við Icesave jafngilti því að selja börnin í ánauð. 7.5.2011 09:46
Þrír teknir fyrir ölvunarakstur Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þá stöðvaði lögreglan á suðurnesjum þrjá ökumenn sem ókui undir áhrifum áfengis. Nóttin var að öðru leiti tiltölulega róleg hjá lögreglu um allt land. 7.5.2011 09:42
Sæluviku að ljúka Botnin verður sleginn í svokallaða Sæluviku í Skagafirði nú um helgina. Í gærkvöld var haldinn fjölmennur dansleikur að lokinni dægurlagakeppni. Dansleikurinn var fjölmennur, en allt fór vel fram að sögn lögreglu. 7.5.2011 09:39
Stundum fullt í Laugardalnum Hugmynd um sérstakan húsbílagarð í Reykjavík hefur verið rædd innan kerfisins en ekki hefur verið unnið neitt frekar með hana, að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðstjóra framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar. 7.5.2011 09:00
Lagst gegn flutningi hreindýra á Vestfirði Hugmyndir um að flytja hreindýr til Vestfjarða til að styrkja atvinnulífið mæta harðri mótspyrnu sauðfjárræktenda og sérfræðings hjá Matvælastofnun. 7.5.2011 08:00
Geir ákærður í næstu viku Saksóknari Alþingis mun gefa út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í næstu viku. Ákæruskjalið er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. 7.5.2011 07:30
Dæmdur í Noregi, kærir á Íslandi Leif Ivar Kristiansen, forsprakki Vítisengla í Noregi, var í gær dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnamisferli og rán. Hann stendur nú í skaðabótamáli við íslensk stjórnvöld vegna frávísunar úr landi í fyrra. 7.5.2011 07:00
6,5 milljónir í söfnun Alls hafa 6,5 milljónir króna verið greiddar til Hjálparstarfs kirkjunnar með valgreiðsluseðlum í heimabanka frá því að átakið um breytingar á innlendri mataraðstoð hófst fyrir um viku. Breytingunum er beint gegn biðröðunum sem tíðkast hafa við matarúthlutanir. 7.5.2011 06:00
Hef aldrei fengið né sóst eftir ofurlaunum „Það var leitað til mín. Ég var ekki að sækjast eftir starfi nema síður sé,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls fram á haust. 7.5.2011 05:00
Herjólfur í Landeyjahöfn um helgina Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun áfram sigla í Landeyjahöfn fram yfir helgi. Farnar verða þrjár ferðir á dag og búið er að opna fyrir bókanir í þessar ferðir að því er fram kemur í tilkynningu frá. Farþegar eru hvattir til að mæta tímanlega og vera tilbúnir með farmiða sína. 6.5.2011 19:34
Enn tekist á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu Ríkisstjórninni tókst ekki að afgreiða frumvörp til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í dag. Málið hefur tafist í marga mánuði vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna um hversu langt eigi að ganga í breytingum á kvótakerfinu. 6.5.2011 18:30
Flestir vilja að forsetinn sé sameiningartákn 48 prósent svarenda í nýrri könnun um meginhlutverk forsetaembættisins eru á því að hlutverk hans sé að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Miðlun stóð að könnuninni sem ætlað er að bregða upp mynd af viðhorfum almennings til embættisins. 31 prósent vilja að í embættinu sitji einstaklingur sem sé talsmaður menningar og viðskipta á erlendri grundu og 21 prósent er á því að forsetinn sé kjölfesta í íslensku stjórnkerfi og beiti stjórnskipulegu valdi sínu þjóðinni til farsældar. 6.5.2011 17:57
Samninga- og fortöluhópur sérsveitarinnar þjálfaður af FBI Íranski hælisleitandinn Medhi Pour er enn í haldi lögreglunnar en hann var handtekinn snemma í morgun eftir að hann hafði hellt bensíni yfir sig í höfuðstöðvum Rauða krossins. 6.5.2011 16:33
Krefjast svara vegna flugumanns Náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland hafa hefur ríkislögreglustjóra ítrekun vegna seinagangs embættisins á að upplýsa um ferðir flugumannsins Marks Kennedys hér á landi. Hann starfaði fyrir bresku lögregluna og kom sér fyrir í röðum aðgerðarsinna hér á landi þegar þeir mótmæltu byggingu Kárahnjúkavirkjunar. 6.5.2011 15:58
Grunaður um langvarandi kynferðisofbeldi Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hafi misnotað dreng, sem nú er fjórtán ára gamall, um árabil. 6.5.2011 15:08
Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt "Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum. 6.5.2011 14:52
Dreifðu fíkniefnum í Fjallabyggð - dópinu smyglað frá Reykjavík Síðastliðinn miðvikudag handtók lögreglan á Akureyri þrjá karlmenn á Siglufirði. Handtökurnar voru framkvæmdar í kjölfar rannsóknar sem snýr að dreifingu fíkniefna í Fjallabyggð. Á sama tíma var einn maður til viðbótar, búsettur í Reykjavík, færður til skýrslutöku þar. Tveir Siglfirðinganna voru grunaðir um að hafa í febrúar og mars á þessu ári tvisvar fengið fíknefni afhent af manninum sem búsettur er í Reykjavík. Þriðji Siglfirðingurinn var grunaður um að hafa flutt aðra sendinguna frá Reykjavík til Siglufjarðar. Samtals er talið að um hafi verið um að ræða 400 grömm af marijuana og að stærstur hluti efnanna hafi farið í dreifingu í Fjallabyggð. Á rannsóknartímanum hafði lögreglan á Akureyri tvisvar afskipti af öðrum Siglfirðingnum og haldlagði þá samtals um 25 grömm af marijuana hjá honum. Við rannsókn málsins naut lögreglan á Akureyri aðstoðar fíkniefnadeildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Í aðgerð sem framkvæmd var í Reykjavík þann 14. apríl síðastliðin voru svo tveir mannana handteknir, Reykvíkingurinn og einn Siglfirðinganna sem hafði gert sér ferð suður. Í fórum mannanna fundust um 200 grömm af kannabisefnum auk smáræðis af kókaíni. Við húsleitir sem framkvæmdar voru í Reykjavík í framhaldinu voru haldlagðir peningar, hundruðir þúsunda, sem talið er fullvíst að sé greiðsla fyrir þau fíkniefni sem Siglfirðingarnir fengu afhent í mars og apríl. Auk þess fundust um 100 grömm af kannabisefnum til viðbótar við húsleitirnar. Játningar liggja fyrir hjá þremur mannanna og telst málið upplýst. Samtals er því talið að Siglfirðingarnir hafa fengið um 600 grömm af marijuana afhent hjá manninum sem búsettur er í Reykjavík. Lögregla haldlagði sem fyrr segir rúm 200 grömm af efnunum og peninga sem taldir eru greiðsla fyrir hinn hlutann. Lögreglan minnir á fíkniefnasímsvarann 800-5005 og netfangið info@rls.is þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamisferli, nafnlaust. 6.5.2011 14:46
Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. 6.5.2011 14:25
Nauðgunum fjölgar ekki þó Aflið sé til staðar Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að samtökin hafi í áraraðir átt mjög gott samstarf við Akureyrarbæ, forsvarsmenn Bíladaga og þá sem hafa séð um skipulag liðinna Verslunarmannahelga. „Vilja Aflskonur vekja athygli á þessu, þar sem Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóhátíðarnefndar vill meina að með aðkomu Stígamóta á þjóðhátíð ýti undir vandamál tengt kynferðisofbeldi á svæðinu,“ segir í tilkynningunni, en Aflið eru einskonar systursamtök Stígamóta með aðsetur á Akureyri. Aflskonur hafa verið með gangandi vaktir auk þess að vera með meiri viðbúnað ef eitthvað kæmi upp á þessar stóru helgar. Þær segja að gest og gangandi hafi alltaf tekið því vel að Aflskonur séu á svæðinu, og að fólk hafi almennt viljað spjalla og fræðast um starf þeirra. „Ekki hægt að merkja að það sé neitt meira um nauðganir né árásir þrátt fyrir að Aflið hafi verið sýninlegt og auglýst,“ segja þær. 6.5.2011 13:32
Segja það klúður að kjarasamningar hafi ekki náðst fyrr Stjórn Félags atvinnurekenda telur að Samtök atvinnulífsins hafi klúðrað góðu tækifæri til að ná ásættanlegum kjarasamningi þann 15. apríl síðastliðinn samkvæmt yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér. 6.5.2011 13:27
Fleiri horfa á kýrnar sletta úr klaufunum en mæta á Hróarskeldu Sú hefð hefur skapast hjá samtökum lífrænna bænda í Danmörku að bjóða gestum í heimsókn þegar kúnum er hleypt út á vorin. Á pálmasunnudag, 17. apríl, voru 65 kúabú þar með opið hús og 110 þúsund manns alls fylgdust með því þegar kýrnar slettu úr klaufunum. Frá þessu er greint á vef Landssambands kúabænda. Gestum við þennan viðburð fjölgaði um 30 þúsund frá síðasta ári. Þetta því orðin stærri hátíð en tónlistarhátíðin á Hróarskeldu ef miðað er við gestafjölda, en þarna dreifast gestirnir vitanlega á 65 bú. 6.5.2011 13:13
Starfsfólk Rauða krossins í bráðahættu - Myndband Arnar Þór Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, segir starfsfólk hjá Rauða Krossinum hafa verið í bráðahættu þegar hælisleitandinn Mehdi Kavyan Pour reyndi að kveikja í sér í morgun. 6.5.2011 12:23
Þór Saari: Óraunhæfir kjarasamningar Þingmaður Hreyfingarinnar segir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna nýrra kjarasamninga vera óraunhæfa og ríkið geti ekki staðið undir henni. Hann telur að launþegar muni fella samningana í atkvæðagreiðslu og sækja sér meiri launahækkanir. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar gagnrýnir harðlega yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna nýrra kjarasamninga. Hann segir yfirlýsinguna óljósa og erfitt sé að sjá í hvernig eigi að ráðstafa 60 milljarða fjárfestingu sem lofað er sem og hvaðan peningarnir eigi að koma. "Ríkissjóður á ekki fyrir þessum útgjöldum og þeir munu þá koma eingöngu úr frekari skattahækkunum eða niðurskurði annars staðar. Þannig þetta hljómar eins og einhver þykjustu dúsa upp í aðila vinnumarkaðarins til að skrifa undir, en ég fæ ekki séð að ríkið muni bara geta staðið undir það sem það lofaði," segir hann. Þá segir Þór kjarasamningana byggja á verðbólguspám Seðlabankans og Alþýðusambandsins sem hafi aldrei staðist hingað til. "Ég er svolítið hræddur um að launafólk komi með skarðan hlut frá þessum samningum, þeir verði til málamynda til að skapa frið á vinnumarkaði sem að mun ekki halda," segir Þór. Hann segir launahækkanir í samningunum vera of lágar. Hann telur að samningarnir verði felldir í atkvæðagreiðslu. "Ég held að launafólk þurfi að snúa betur bökum saman og sækja sér ríflegri launahækkanir og vera öflugra í andstöðu sinni við þá aðför sem búið er að fara gegn almenningi hérna undanfarin þrjú ár. Samtök launafólks eiga að gæta hagsmuna þeirra og ég tel að þau hafi ekki staðið sig nægilega vel í þessum kjarasamningum og tel því að launafólk eigi að rísa upp og fella þessa samninga,“ segir Þór. 6.5.2011 12:04
Örvæntingin rak Mehdi til þess að hella yfir sig bensíni Það virðist hafa verið örvæntingin sem rak hinn 53 ára gamla Mehdi Kavyan Pour til þess að taka leigubíl upp í húsnæði Rauða krossins um tíu leytið í morgun. Hann var með tvo fulla brúsa af bensíni með sér. Leigubílstjórinn, sem fréttastofa ræddi við á vettvangi, hélt að bensíntankur bílsins væri farinn að leka. 6.5.2011 11:54
Skutlurnar standa fyrir hópakstri mótorhjólakvenna Mótorhjólaklúbburinn Skutlurnar stendur fyrir hópakstri kvenna í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Tilefnið er alþjóðlegur mótorhjóladagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur í dag, fimmta árið í röð. Allar konur eru því „hvattar til að stíga á fáka sína og hjóla eins og enginn sé morgundagurinn,“ eins og segir á vefnum Mótorsport.is „Tilgangurinn með þessum degi er að vekja athygli á auknum fjölda kvenna sem hjólar sér til skemmtunar og að hjólasportið sé ekki eingöngu bundið við karlmenn. Til gamans má geta þess að mestu aukning í motocrossi á Íslandi var einmitt í hópi kvenna árið 2007 og 2008 þó svo að þar hafi aðeins dregið úr, að þá má rekja það frekar til efnahags en áhugaleysis. Nú má áætla að um fimmtungur keppenda í hverju motocrossmóti sé konur. Einnig hafa sprottið upp félög hér og þar á Íslandi sem eingöngu eru skipaðar konum og má þar nefna hópinn Skutlurnar,“ segir þar ennfremur. 6.5.2011 11:49
Bensín slettist á starfsfólk - réðust á manninn með slökkvitækjum Starfsfólk Rauða Krossins í Efstaleiti var í mikilli hættu þegar hælisleitandi frá Íran hótaði að kveikja í sér inni í húsinu á tíunda tímanum í morgun. 6.5.2011 10:51
Hælisleitandi sem ætlaði að kveikja í sér yfirbugaður Hælisleitandi hefur verið handtekinn en hann fór inni í hús Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér. Maðurinn var með bensínbrúsa. 6.5.2011 09:57
Siglt frá Þorlákshöfn í dag Vegna veðurs og öldugangs í Landeyjahöfn verða allar ferðir Herjólfs í dag farnar til og frá Þorlákshöfn. 6.5.2011 09:40
Stjórnendur Hörpu leyfðu RÚV ekki að sýna beint Stjórnendur Hörpu veittu RÚV ekki heimild til að sýna beint frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. "Þessi ákvörðun var mat stjórnenda Hörpu vegna þess að það voru of mörg mikilvæg atriði sem voru bara hreinlega ekki komin á hreint varðandi tækni og þá sérstaklega lýsingu til þess að hægt væri að taka sénsinn á að sjónvarpa þessu beint á fyrstu tónleikum sem áttu sér stað í húsinu," segir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. "Það hefði verið hálfgerð tilraunastarfsemi af okkar hálfu,“ bætir hún við. 6.5.2011 08:57
Dularfullur fornleifafundur á Grundarfirði Grundfriðingar velta nú fyrir sér dularfullum fornleifafundi þar í bæ í vikunni. Að sögn Skessuhorns komu verkamenn óvænt niður á vörubílshræ, þegar þeir voru að grafa fyrir vatnslögn við sundlaugina. 6.5.2011 07:39
Þrjú verkalýðsfélög eiga eftir að semja Samningaviðræðum verður fram haldið hjá Ríkissáttasemjara í dag því samningum er ekki lokið við þrjú verkalýðsfélög innan ASÍ. 6.5.2011 07:26
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent