Fleiri fréttir

Fáir vissu af tilraunum til að koma Icesave í dótturfélag

Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans, segir að afar fáir starfsmann bankans hafi vitað um viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu innstæðna á Icesave-reikningum í Bretlandi í dótturfélag.

Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála

Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar.

Innanríkisráðuneytið undir eitt og sama þakið

Um helgina flyst starfsemi innanríkisráðuneytisins frá Hafnarhúsinu að Sölvhólsgötu í Reykjavík. Í frétt á vef ráðuneytisins er beðist velvirðingar á þeirri truflun sem verða kann í dag og fram eftir á mánudag vegna þessa. „Þeir sem þurfa að ná í starfsmenn í Hafnarhúsi geta komið skilaboðum áleiðis í gegnum afgreiðslu ráðuneytisins í Skuggasundi í síma 545 9000.“

Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf

Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna.

"Við erum ekki í stríði við neinn"

"Við erum ekki í stríði við neinn," segir Einar "Boom" Marteinsson, formaður vélhjólaklúbbsins MC Iceland, sem lögregla óttast að muni innan skamms lenda í átökum við annan vélhjólaklúbb, Black Pistons, sem starfræktur er hér á landi. Black Pistons er opinber áhangendaklúbbur vélhjólasamtakanna Outlaws og klúbburinn hér var stofnaður af Jóni Trausta Lútherssyni, forvera Einars á formannsstóli MC Iceland, áður Fáfnis.

Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins

Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram.

Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs

Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins.

Aðalmeðferð yfir meintum skotárásarmönnum

Aðalmeðferð er hafin yfir sexmenningum, sem eru ákærðir fyrir að hafa skotið á dyr heimilis í Fossvoginum á aðfangadegi á síðasta ári. Talið er að um uppgjör hafi verið ræða þar sem deilt var um fíkniefni.

Leiga allt að tvöfalt hærri en viðmiðin

Allt að 108 prósenta munur er á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu og neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. Kemur þetta fram í nýrri verðkönnun Neytendasamtakanna (NS) á húsaleigu hér á landi.

Sex teknir fyrir ölvunarakstur

Sex ökumenn voru teknir úr umferð vegna ölvunaraksturs á höfuðborgarsvæðinu í nótt og einn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.

350 misreyndir skákmenn tefla

Skákhátíð í Reykjavík hefst formlega í dag með þremur síðustu umferðunum á Íslandsmóti skákfélaga sem fram fara í dag og á morgun í Rimaskóla. Þar tefla um 350 manns á öllum aldri, allt frá stórmeisturum til lítt reyndra.

Lögregla rannsakar mál Gunnars

Konurnar átta sem ásaka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðislega áreitni hafa nú gefið sig fram til lögreglu. Skýrslutökum er að ljúka og mun Gunnar væntanlega verða kallaður í skýrslutöku í kjölfarið.

Reknir í örfáar vikur svo að þeir fái bætur

„Þetta heitir tímabundin rekstrarstöðvun og er mjög þekkt í fiskinum,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, um uppsagnir 38 starfsmanna stofnunarinnar.

Fleiri segjast nú keppa við ríkið

Rúmur helmingur fyrirtækja telur sig eiga í beinni eða óbeinni samkeppni við hið opinbera, samkvæmt könnun Viðskiptaráðs Íslands.

Umdeilanlegur ávinningur breytinga

Fyrirhugaðar breytingar í skólamálum Reykjavíkurborgar hafa mætt mikilli andstöðu frá foreldrum, fagfólki og fulltrúum minnihlutans. Allt frá upphafi hafa ýmsir hópar kvartað yfir mörgum þáttum sem að málinu snúa. Foreldrafélög og félög kennara og skólastjórnenda hafa meðal annars lýst yfir áhyggjum af því hvort litið sé framhjá faglegum sjónarmiðum en þess í stað hafi áherslan verið á fjárhagslegu hliðina og sparnað.

Réðst ítrekað á barnsmóður sína

Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Þá var hann dæmdur til að greiða henni 400 þúsund krónur í bætur.

Helgi andvígur stjórnlagaráði

Skipan stjórnlagaráðs mundi skapa vont fordæmi og leita ber annarra leiða til að endurskoða stjórnarskrána, að mati Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hyggst ekki styðja tillögu stjórnarflokkanna um stjórnlagaráð.

Már á opnum fundi Alþingis

Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á opinn fund þriggja nefnda Alþingis klukkan 10 í dag. Þar mun hann gera grein fyrir störfum peningastefnunefndar Seðlabankans undangengið ár og svara fyrirspurnum.

Íslendingar taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Líbíu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra undirritaði í dag reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn Líbíu. Með reglugerðinni framfylgir Ísland ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Líbíu og ákvörðunum framkvæmdanefndar um þvingunaraðgerðir.

Um 400 þúsund baðgestir sóttu Ylströndina

Áætlað er að um 400 þúsund baðgestir hafi sótt Ylströndina í Nauthólsvík í fyrra. Ylströndin var opnuð árið 2000 og fékk Bláfánann árið 2003 en hann er alþjóðleg vottun sem veitt er rekstraraðilum baðstranda og smábátahafna fyrir framúrskarandi vistvæna umgengni og meðhöndlun úrgangs. Örverufræðileg gæði baðvatnsins hafa reynst góð. Þetta kom fram hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur á ráðstefnu um Umhverfismengun á Íslandi í liðinni viku. Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með Ylströndinni en hún flokkast sem náttúrulaug.

Fjörutíu ár frá því Íslendingar keyptu uppstoppaðan geirfugl

Á morgun eru fjörutíu ár frá því íslenskur blaðamaður og fuglafræðingur festu kaup á uppstoppuðum Geirfugli á uppboði hjá Sotheby's í Lundúnum. Fuglinn var keyptur fyrir söfnunarfé og kostaði sem svaraði þá til verðs á einbýlishúsi. Geirfuglinn var útdauður með öllu um miðja 19. öldina. Á einni viku tókst að safna fyrir líklegu verði fuglsins, eða tveimur milljónum, góðu húsverði 1971.

Tveir á skilorð fyrir skattalagabrot

Hæstiréttur dæmdi í dag 38 ára gamlan karlmann í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 42 milljónir í sekt fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem hann starfaði hjá og meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum í sjálfstæðri atvinnustarfsemi hans sjálfs.

Áhugafólk um þjóðarútvarp efnir til málþings

Framtíðarþing um hlutverk, stöðu og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins verður haldið í Hafnarhúsinu laugardaginn 5. mars. Þingið hefst kl. 10.00 árdegis, stendur til kl. 14.00 og er opið öllum þeim sem vilja taka þátt í mótun Ríkisútvarpsins til framtíðar. Það eru Samfylkingarfélagið í Reykjavík og Vinstri græn í Reykjavík ásamt áhugahópi um þjóðarútvarp sem standa fyrir þinginu að því er fram kemur í tilkynningu.

Þorbjörg sat hjá við afgreiðslu skólatillagna

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í starfshópi um sameiningu og samrekstur í skólakerfinu, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sat hjá við afgreiðslu skýrslu starfshópsins. Tillögurnar voru afgreiddar í borgarráði í dag. Þorbjörg Helga telur að fjárhagslegur ávinningur af tillögunum sé of lítill miðað við það rask á skólastarfi sem þær hafa í för með sér.

Gefur Fjölskylduhjálpinni pening í staðinn fyrir að halda opnunarpartý

„Ég hef ekkert á móti því að drekka kampavín, en mér finnst að allir eigi að hafa efni á því," segir Friðrik Weishappel, sem ákvað að gefa Fjölskylduhjálp Íslands, þrjú hundruð þúsund krónur í staðinn fyrir að halda opnunarpartý á nýjum stað sem hann er að fara opna á næstunni.

Hjálpa Sunnu að gera við bílinn

Nú er bíllinn hennar Sunnu Bjarkar kominn í viðgerð. Sunna varð fyrir óskemmtilegri reynslu þegar hún sá sér til mikillar skelfingar að bíllinn hennar, silfurlitaður Nissan Almera árgerð 2001, var ekki ökufær á mánudagsmorgun því skemmdarvargar höfðu í skugga nætur brotið öll ljósin og rúðuþurkurnar. Þá voru kopparnir fjarlægðir, loft tekið úr dekkjum og eggjum grýtt í framrúðu bílsins. Unga fólkið sem gerði þetta gaf sig fram tveimur dögum síðar og baðst afsökunar. Bíllinn er nú í góðum höndum hjá Ingvari Helgasyni en þar hafa starfsmenn í samvinnu við starfsmenn Vöku og fleiri góðhjartaða menn tekið að sér að laga bílinn eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Ríkisstjórnin ætlar að skapa allt að 900 sumarstörf

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur næsta sumar líkt og gert var í fyrra. Áætlað er að verja allt að 370 milljónum króna til verkefnisins.

Besti flokkurinn ætlar að bjóða fram á landsvísu

„Ég held ég þori að fullyrða að við munum fara fram á landsvísu,“ sagði Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík og stofnandi Besta flokksins, í samtali við Sölva Tryggvason í þætti hans í gær.

Þessa skóla á að sameina

Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum.

Ekki sammála rökstuðningi Ríkissaksóknara

"Ég svo sem bjóst alveg við því að þessu yrði áfrýjað," segir Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögmaður Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af kröfu um refsingu vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni. Hann var metinn ósakhæfur og dæmdur til vistunar á Sogni.

Sparnaðartillögum mótmælt - lítill ávinningur

Vinstri græn í borgarstjórn Reykjavíkur gagnrýna harðlega framkomnar sparnaðartillögur í skólamálum borgarinnar. Að mati flokksins er faglegur ávinningur af tillögunum vart til staðar og þá er gagnrýnt að þarfagreining hafi ekki verið gerð. Þá eru markmið óskýr að mati VG og rökstuðningur ófullnægjandi.

Tillögur í skólamálum kynntar - segjast spara milljarð

Sparnaðartillögur hjá grunn-, leikskólum og frístundaheimilum voru kynntar í borgarráði í dag. Þær miða að því að finna yfir 300 ný leikskólapláss, bæta nýtingu húsnæðis borgarinnar til muna og minnka kostnað við yfirbyggingu í skólakerfi borgarinnar verulega.

MC Iceland fær inngöngu í Hells Angels næstu helgi

Íslenski mótorhjólaklúbburinn MC Iceland mun fá fulla aðild að samtökum Vítisengla, Hells Angels, í Osló um næstu helgi, sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri á blaðamannafundi um skipulagða glæpastarfsemi og viðbrögð yfirvalda á Íslandi fyrir stundu.

Rannsóknarheimildir verða rýmkaðar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun á næstunni leggja fram frumvarp sem auðveldar lögreglunni að eiga við glæpahópa sem skotið hafa rótum hér á landi. Rannsóknarheimildir lögreglu verða rýmkaðar en Ögmundur leggur áherslu á að slíkt verði aðeins gert að viðhöfðu ströngu eftirliti og að fengnum dómsúrskurði.

Óska eftir vitnum að umferðarslysi á Hverfisgötu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Hverfisgötu og Smiðjustígs í Reykjavík um stundarfjórðungi fyrir ellefu í gærkvöld, miðvikudaginn 2. mars.

Segir niðurskurð bitna á konum og minnir á jafnréttislögin

Niðurskurður í grunn- og leikskólum Reykjavíkurborgar mun fækka konum í stjórnunarstöðum, lækka laun þeirra sem fyrir verða og hefur í för með sér verri þjónustu fyrir börn og foreldra. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, hefur sent Jóni Gnarr borgarstjóra og Degi B. Eggertssyni formanni borgarráðs bréf þar sem bent er á þetta en afrit af bréfinu fór til Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðbjartar Hannessonar velferðarráðherra. Kristín minnir á lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna en samkvæmt þeim ber að bæta sérstaklega stöðu kvenna.

Kynnir viðbrögð við skipulagðri glæpastarfsemi - í beinni á Vísi

Blaðamannafundur sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað til í dag klukkan tvö verður í beinni útsendingu á Vísi. Umfjöllunarefni fundarins er skipulögð glæpastarfsemi og viðbrögð yfirvalda við henni. Auk ráðherra munu Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Suðurnesjum, Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Snorri Olsen tollstjóri fjalla um efnið.

Borgin fékk "spillingarstimpilinn" í nótt

Aðilarnir sem á dögunum merktu innganga Alþingis með Batman merkinu fræga létu aftur til skarar skríða í nótt. Í þetta sinn merktu þeir Ráðhús Reykjavíkur með þessum „spillingarstimpli“ sem þeir kalla svo.

Ekki allir kolvitlausir, segir Svandís

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að ekki séu allir kolvitlausir út í verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þeir sem fari gangandi um hálendið sé sáttir.

Ákæruvaldið áfrýjar máli Gunnars Rúnars

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem myrti Hannes Þór Helgason í ágúst á síðasta ári. Héraðsdómur úrskurðaði Gunnar Rúnar ósakhæfan og dæmdi hann til vistunar á Sogni.

Sjá næstu 50 fréttir