Fleiri fréttir

Logi Geirsson á Kanann

Handboltahetjan Logi Geirsson hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsstjóri útvarpsstöðvarinnar Kanans, sem er meðal annars í eigu eigu Einars Bárðarsonar, eitt sinn kallaður umboðsðmaður Íslands.

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn í dag

Um allan heim er fjórði febrúar ár hvert nýttur til að vekja athygli á vörnum gegn krabbameinum og heilbrigðis- og félagslegri þjónustu þeirra sjúklinga sem greinast með krabbamein. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að krabbamein eru eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni en um 84 milljónir munu látast af völdum krabbameina á árabilinu 2005-2015, ef ekkert er að gert.

Hægri sveifla í Háskólanum

Hægri sveifla virðist vera meðal nemenda í Háskóla Íslands, því framboðslisti Vöku til stúdentaráðs, fékk fimm menn kjörna í nýafstöðnum kosningum, en Röskva , listi vinstrisinnaðra stúdenta, þrjá menn.

Fé drapst á nokkrum bæjum

Kindur hafa drepist á að minnsta kosti sjö bæjum undir Eyjafjöllum af völdum lungnapestar sem herjað hefur á sauðfé á svæðinu, að sögn Þorsteins Ólafssonar, sérgreinadýralæknis nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun.

Fjarlægja óætar furuhnetur

Matvælastofnun vinnur nú að því í samvinnu við innflytjendur og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga að finna furuhnetur á markaði sem valda óbragði í munni og fjarlægja þær.

Ekki hægt að rekja atkvæði án samsæris

Samsæri hefði þurft til að rekja mætti atkvæðagreiðslu í stjórnlagaþingskosningunum sem fram fóru í lok nóvember og Hæstiréttur ógilti nýverið með úrskurði sínum. Fram kom í erindi Jóhanns P. Malmquist, prófessors í tölvunarfræði og ráðgjafa landskjörstjórnar við kosningarnar, að til hefði þurft að koma samsæri að minnsta kosti tveggja.

Rangárþing ytra vill fá Náttúruminjasafnið á Hellu

„Náttúruminjasafni Íslands yrði meiri sómi sýndur með því að staðsetja það á Hellu heldur en í Reykjavík,“ segir sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Telur sveitarstjórn að aðsókn ferðamanna gæti verulega aukist með staðsetningu á Hellu sérstaklega í því ljósi að betra er að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri og hér væri safnið í sínu rétta náttúrulega umhverfi,“

Aðalsalur Hörpunnar heitir Eldborg

Sölum tónlistarhússins Hörpu hafa nú verið gefin formleg nöfn. Stærsti salurinn heitir Eldborg. Í tilkynningu frá Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpunnar, segir að nöfnin í húsinu séu úr tónlistarsögunni auk nafna úr menningu og náttúru landsins.

Vaka hafði betur í HÍ

Vaka sigraði í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands, en atkvæði voru talin nú í kvöld. Vaka hlaut 1942 atkvæði og fimm menn kjörna, en Röskva fékk 1478 atkvæði og þrjá menn kjörna. Skrökva fékk 590 atkvæði og einn mann kjörinn en nýtt framboð, Hægri menn, fékk 266 atkvæði sem dugði þeim ekki til að ná inn manni.

Jussanam vill fá sama stuðning og Marie Amelie

„Þetta er svolítið skrýtið af því að þessi kona hefur engin tengsl við Ísland. Hún er ekki hérna og vill ekki vera hérna," segir Jussanam da Silva, brasilísk kona sem hefur dvalið hér um skeið. Jussanam starfaði í tvö ár í Hlíðarskóla en vinnuveitandi hennar þurfti að segja henni upp störfum þar sem hún fékk ekki áframhaldandi atvinnu- og dvalarleyfi. Ástæðan fyrir því var sú að hún skildi við íslenskan eiginmann sinn. Hún á sér hins vegar þá ósk heitasta að búa hér til frambúðar.

Vinsælasti sjónvarpsmaður ársins - forval á Vísi

Edduverðlaunin 2011, uppskeruhátíð íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans, verða afhent í tólfta sinn hinn 19. febrúar næstkomandi og verður verðlaunaafhendingin í beinni útsendingu á Stöð 2. Áhorfendur ráða ferðinni í kosningunni um Vinsælasta sjónvarpsmann ársins en hægt er að taka þátt í kosningunni hér fyrir neðan.

Bílvelta á Þingvallavegi

Toyotabifreið valt á Þingvallavegi við Lyngdalsheiðaafleggjarann rúmlega átta í kvöld. Ökumaðurinn, ung stúlka, var ein í bílnum og eftir því sem sjónarvottur sagði við Vísi slapp hún ómeidd. Þó var sjúkrabíll sendur á staðinn til að veita aðhlynningu.

Nefnd um stjórnlagaþing kemur saman á morgun

Stefnt verður að því að nefnd um stjórnlagaþing komi fram til fyrsta fundar á morgun. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu hafa allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn tilnefnt fulltrúa en búist er við því að sjálfstæðismenn tilnefni mann fyrir fyrsta fund. Formaður nefndarinnar er svo skipaður úr forsætisráðuneytinu.

Fyrst og fremst ánægjulegt fyrir ljóðið

Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju og Sveppabókin eftir Helga Hallgrímsson hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin sem afhent voru í gær. Gerður er glöð fyrir hönd ljóðsins en Helgi segir mikið verk enn óunnið í ritun náttúrufræðirita á Íslandi.

Fréttaskýring: Náttúruperlur eða hentugar námur?

Lausleg könnun Veiðimálastofnunar árið 2008 leiddi í ljós að möl var tekin úr yfir 80 vatnsföllum á fimm ára tímabili. Malartekjan var mismikil eftir stöðum en mest nærri stærri þéttbýlisstöðum og stórum framkvæmdum. Mikið er um að framkvæmt sé án lögboðinna leyfa en Fiskistofa hyggst taka harðar á slíkum brotum með tilurð refsiheimilda í lögum.

Formaður Sjálfstæðisflokksins segist finna fyrir stuðningi

Flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja Icesave-samningana. Þá hefur óánægja meðal flokksmanna ekki birst í mörgum úrsögnum úr flokknum þótt andstaðan sé hörð á veraldarvefnum. Formaður flokksins segist finna fyrir miklum stuðningi.

Fjölskyldan í Aratúni hótar sjö einstaklingum lögsókn

Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu.

Fjármálafyrirtækin fjármagni eftirstöðvar Icesave

Ef allt gengur að óskum má búast við því að Icesave frumvarpið geti komið til þriðju umræðu á Alþingi þann fimmtánda eða sextánda febrúar, samkvæmt upplýsingum frá Oddnýju Harðardóttur, formanni fjárlaganefndar. Nú fer í hönd svokölluð kjördæmavika þannig að ekkert verður unnið í málinu í næstu viku.

Spjöldin hjálpa til við lestur

Daníel Þór Ingvarsson, 15 ára, notar pappaspjöld til þess að ná betri árangri í lestri. Daníel hannaði sjálfur spjöldin og segir þau afar gagnleg við lærdóminn.

Icesave frumvarpið samþykkt til þriðju umræðu

Alþingi greiddi nú fyrir skömmu atkvæði um Icesave frumvarpið. Samþykkt var að beina frumvarpinu til þriðju og lokaumræðu á Alþingi sem fram fer nú síðar í mánuðinum. Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn ellefu, sex greiddu ekki atkvæði.

Dæmdur fyrir að tæla stúlku til kynferðismaka

Hæstiréttur Íslands staðfesti árs fangelsi yfir 33 ára gömlu manni í dag sem var dæmdur fyrir að hafa tælt 17 ára gamla stúlku til samræðis og nýtt sér yfirburði sína gagnvart henni sökum aldurs- og þroskamunar.

Siv situr hjá í Icesave atkvæðagreiðslu

Framsóknarflokkurinn er ekki einhuga í andstöðu sinni við Icesave samkomulagið. Siv Friðleifsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu um Icesave samkomulagið nú fyrir skömmu. Hún sagði erfitt að benda á betri leið en að samþykkja samninginn og því sæti hún hjá.

Vill fund vegna skattahækkana á innanlandsflugi

Sigmundur Erni Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir fundi í samgöngunefnd til þess að fjalla um stöðu innanlandsflugs á fundi sínum, eins fljótt og kostur er - en þar verði fyrir svörum gestir sem geta varpað ljósi á auknar álögur á fyrirtæki í flugrekstri, svo og farþega.

Bjarni Benediktsson - erfiður samningur en segir já

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna um Icesave að ríkisstjórnin hefði gert hrapaleg misstök í Icesave deilunni. Engu að síður segði hann já.

Atkvæðagreiðsla um Icesave hafin

Atkvæðagreiðsla um hvort afgreiða eigi Icesave-samninginn úr annarri umræðu er hafin og hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á vef Alþingis.

Una líklega niðurstöðu Hæstaréttar

Litlar líkur eru á að látið verði reyna á hvort ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar til stjórnlagaþings sé kæranleg til dómstóla.

„Mín fyrstu viðbrögð eru undrun og vonbrigði"

„Mín fyrstu viðbrögð eru undrun og vonbrigði," segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Afls á Austurlandi. Félagsdómur hefur úrskurðað að boðuð verkföll starfsmanna verkalýðsfélaganna Afls og Drífanda í fiskimjölsverksmiðjum sé ólögmætt.

Fjölþjóðlegt bókasafn með lifandi bókum

Alþjóðatorg ungmenna og Borgarbókasafn Reykjavíkur standa fyrir lifandi bókasafni á laugardag milli klukkan 14.30 og 16.30. Gestir geta fengið að láni lifandi og talandi bók og fræðst og skemmt sér um leið. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Verkfall úrskurðað ólögmætt

Félagsdómur úrskurðaði boðað verkfall starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum, sem átti að hefjast 7. febrúar, ólögmætt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Dómur var fjölskipaður en einn dómari skilaði séráliti.

Edduverðlaunin 2011 - Brim með flestar tilnefningar

Kvikmyndin Brim eftir Vesturport og Zik Zak kvikmyndir fær flestar tilnefningar ársins til Edduverðlaunanna. Myndin er tilnefnd sem bíómynd ársins, Árni Ólafur Ásgeirsson sem leikstjóri ársins og hópurinn fyrir handrit ársins. Næst á eftir Brimi kemur kvikmyndin Órói með tíu tilefningar.

Vísir, Facebook, Mbl og Google í sérflokki

Vísir er annar stærsti vefmiðillinn á Íslandi samkvæmt fjölmiðlakönnun MMR frá í janúar en 53,1 prósent netnotendur nota vefinn einu sinni eða oftar yfir daginn. Rétt rúmlega 80 prósent nota Vísi vikulega eða oftar.

Kvartað yfir brúnkuleik til umboðsmanns barna

Umboðsmanni barna hefur borist kvörtun vegna gjafaleiks sem Pjattrófurnar á Eyjunni og snyrtistofan Mizu standa fyrir þar sem stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára er boðið í brúnkusprey. Leikurinn er auglýstur á vef Pjattrófanna en til að eiga möguleika á vinningi þurfa stúlkurnar að gerast Facebook-vinir þeirra og hvetja vini sína til að gerast einnig Facebook-vinur Pjattrófanna.

Styrmir Gunnarsson: Meiriháttar pólitísk mistök þingflokksins

„Það eru meiriháttar pólitísk mistök hjá meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins og forystu þess flokks að gera sér ekki grein fyrir þessu. Þess vegna er nú að rísa bylgja andstöðu innan flokksins vegna þessarar afstöðu meirihluta þingflokksins,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á vef Evrópuvaktarinnar, en hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, leggi fram tillögu á Alþingi, þar sem lagt yrði til að almenningur fái að kjósa um Icesave-frumvarpið, sem nefndarmenn fjárlaganefndar hafa mælst til að verði samþykkt.

Tugir segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Mikil óánægja er meðal sumra sjálfstæðismanna vegna afstöðu flokksins í Icesave málinu. Þrjátíu manns hafa sagt sig úr flokknum í dag. Kristján Þór Júlíusson segir óánægju innan flokksins ekki hafa farið framhjá neinum.

Fordæma Þorstein fyrir að sýna Ólínu óvirðingu

Sameiginlegur fundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, samþykkti í gærkvöldi að fordæma Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, fyrir að sýna Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, óvirðingu á fundi um sjávarútvegsmál á Akureyri á þriðjudagskvöldinu.

Sjá næstu 50 fréttir