Fleiri fréttir Síðustu Þorrablótin á Suðurlandi fóru vel fram Nú um síðastliðna helgi lauk Þorrablótum í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli. Þau voru þrjú að tölu, að Laugalandi í Holtum, Heimalandi undir Eyjafjöllum og síðan að Eyrarlandi í Reynishverfi í Mýrdal. 21.2.2011 14:12 Föst í hjólastól eftir mislukkað fitusog „Ég gekk inn á Borgarspítalann, alveg grandalaus, og útskrifaðist þaðan tæpu ári síðar í hjólastól." 21.2.2011 14:00 Kannabisræktun stöðvuð á Akureyri Lögreglan á Akureyri stöðvaði síðastliðinn föstudag kannabisræktun í íbúð í bænum. Hald var lagt á 14 kannabisplöntur, nokkra græðlinga og búnað til ræktunar. Við leit í íbúðinni var síðan lagt hald á um 20 grömm af marihuana sem er talið vera afgangur af fyrri ræktun á sama stað. Á síðasta ári lagði lögreglan á Norðurlandi hald á rúmlega kíló af maríjúana sem er mun meira en árin áður að því er fram kemur í tilkynningu. 21.2.2011 13:37 Björn Valur: Ákvörðun forsetans illa ígrunduð Varaformaður fjárlaganefndar segir rökstuðning forseta Íslands fyrir því að senda Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu, benda til að forsetinn hafi verið búinn að ákveða það áður en Alþingi lauk afgreiðslu málsins. Forsetinn hafi ekki leitað upplýsinga hjá fjárlaganefnd eins og eðlilegt hefði verið. 21.2.2011 12:24 Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21.2.2011 12:00 Flestir á Engjaveginum flýttu sér um of Brot 49 ökumanna voru mynduð á Engjavegi í Reykjavík á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Engjaveg í vesturátt, gegnt Laugardalshöll. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 67 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 73%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 49,65 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Tuttugu og tveir óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 65. Eftirlit lögreglunnar var tilkomið vegna ábendinga um hraðakstur á þessum stað. 21.2.2011 11:32 Orkuveitan framkallar jarðskjálfta í Henglinum Tvær manngerðar jarðskjálftahrinur urðu á Hengilssvæðinu í nótt og í morgun, sem rekja má til umsvifa Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Fyrri hrinan varð frá klukkan tvö til hálf fjögur í nótt og sú síðari og snarpari frá klukkan hálf sex til sex í morgun. 21.2.2011 11:09 Mæður sem gefa brjóstamjólkina sína Alþjóðlegu mjólkurskiptasamtökin svokölluðu Eats On Feets hafa nú náð til Íslands og hefur verið stofnuð síða á Facebook fyrir íslenskar mæður sem vantar brjóstamjólk fyrir barnið sitt og langar að finna mjólkandi konur sem vilja gefa af mjólkinni sinni. 21.2.2011 11:00 Kolbeinn aðstoðar iðnaðarráðherra Kolbeinn Marteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður iðnaðarráðherra og tekur hann við af Arnari Guðmundssyni. Kolbeinn lauk BA námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og Meistaragráðu í almannatengslum frá University of Stirling árið 2004. Kolbeinn hefur undanfarin ár unnið við markaðs- og kynningarmál hjá Skaparanum auglýsingastofu. Kolbeinn er í sambúð með Hörpu Katrínu Gísladóttur og eiga þau þrjú börn. 21.2.2011 10:51 Samstarfsáætlun í jafnréttismálum samþykkt Jafnréttisráðherrar norrænu ríkjanna hafa samþykkt samstarfsáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2011-2014 sem ber heitið Jafnrétti skapar sjálfbært þjóðfélag. Í áætluninni er sérstaklega fjallað um nauðsyn þess að karlmenn taki þátt í jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál og að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins. „Með þetta að leiðarljósi verður áhersla á virka þátttöku karla og drengja í jafnréttisstarfi og samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða fléttuð inn í öll verkefni sem kveðið er á um í samstarfsáætluninni,“ segir í tilkynningu frá Jafnréttisstofu. 21.2.2011 10:29 33 milljónir í úrbætur á ferðamannastöðum Göngubrú yfir Markarfljót, hjólaleið umhverfis Mývatn og tröppur við Seljalandsfoss eru á meðal 28 verkefna sem nýlega fengu styrki sem Ferðamálastofa veitir og ætlaðir eru til úrbóta á ferðamannastöðum á árinu 2011. Alls nema styrkirnir um 33 milljónum en auk þeirra voru settir fjármunir í viðbragðssjóð sem hugsaður er fyrir aðstæður sem kunna að skapast á komandi sumri. 21.2.2011 10:23 Tækifæri til að kynna samninginn Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. 21.2.2011 10:00 Ég er hömlulaus ofæta - Missti 200 kíló alls "Ég vinn miklu betur úr áföllum í lífi mínu. Ég fell ekki lengur saman. Ég þarf ekki lengur að innbyrða 5 þúsund kalóríur því einhver í vinnunni sagði eitthvað við mig sem mér leið illa út af,“ segir kona um fimmtugt sem hefur glímt við offitu frá því hún var unglingur. Hún hefur verið í OA-samtökunum í þrjú ár og segir þau bókstaflega hafa bjargað lífi sínu. 21.2.2011 09:25 Innbrot á Akureyri Brotist var inn i höfuðstöðvar Endurvinnslunnar á Akureyri um miðnætti. 21.2.2011 07:27 Forseti Íslands aftur kominn í sviðsljós heimsfréttanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er aftur komin í sviðsljós heimsfréttanna í framhaldi af því að hann ákvað að vísa nýjasta Icesave samningnum til þjóðaratkvæðis. 21.2.2011 07:21 Gríðarlegt líf í Breiðafirðinum Gríðarlegt líf er nú í Breiðafirðinum þar sem háhyrningar bjóða meðal annars upp á ókeypis hvalaskoðun nánast upp í landsteinum og láta sér ekkert bregða við forvitið fólk, sem skoðar þá úr fjörunni í Grundarfirði. 21.2.2011 07:11 Mikið kapp í loðnuveiðum til að ná öllum kvótanum Loðnuskipin eru nú að veiðum við Snæfellsnes, skammt undan landi og leggja nú mikið kapp á veiðarnar. því það styttist óðfluga í vertíðarlok með hverjum deginum. 21.2.2011 07:02 Ganga Laugaveginn til styrktar góðu málefni Hópur fólks frá Jersey á Ermarsundi ætlar að ganga Laugaveginn í haust til styrktar góðu málefni. 21.2.2011 06:54 Olían úr Goðafossi orðin eins og malbik í miklu frosti Svo kann að fara að ekki þurfi að dæla svartolíunni úr Goðafossi yfir í önnur skip, þar sem það er á strandstað við Noregsstrendur, því hún hefur harðnað svo í frostinu á svæðinu, að hún er sögð vera orðin eins og malbik. 21.2.2011 06:52 Forstjóri Eimskips biðst afsökuanr Hafist var handa í gær við að afferma Goðafoss sem strandaði í Oslóarfirði á fimmtudag. Í gærmorgun var byrjað á því að flytja tvo gáma frá borði sem voru fullir af sprengiefni, en í gærkvöldi var búið að flytja um 20 gáma í allt. Um 200 gámar voru í fyrstu á dekki skipsins. Talið er að það gæti tekið nokkrar vikur að tæma Goðafoss. 21.2.2011 04:00 Ekki verður samið frekar um Icesave Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. 21.2.2011 03:30 Ánægðir með Ólaf Samtök þjóðar gegn Icesave, hópurinn sem stóð að undirskriftasöfnun gegn Icesave-frumvarpinu á vefsíðunni kjosum.is, fagnar ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfestingar og vísa þar með málinu til þjóðarinnar. Þá eru forsetanum færðar þakkir. 21.2.2011 03:00 Samhliða Icesave verði kosið til stjórnlagaþings Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-samninganna fari fram kosningar til stjórnlagaþings. Líkt og áður hefur komið fram tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í dag að hann hefði ákveðið að vísa Icesave-frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 20.2.2011 16:54 Vilhjálmur vill samþykkja samninginn "Ég tel að það yrði skynsamleg fyrir þjóðina að samþykkja samninginn,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki spá neitt fyrir um það hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan mun fara. 20.2.2011 16:30 Hollendingar: Tími samninga er liðinn Hollenska ríkisstjórnin segir að tími samningaviðræðna í Icesave sé liðinn og að Íslendingar verði sjálfir að vinna úr ákvörðun forseta Íslands að vísa Icesave frumvarpinu til þjóðarinnar. 20.2.2011 16:25 Forsetinn gerði könnun áður en hann synjaði lögunum staðfestingar Forsetaembættið gerði könnun á áreiðanleika undirskriftasöfnunarinnar sem staðið var að eftir að hann fékk afhentar undirskriftirnar á föstudag. Þetta gerði embættið áður en Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók þá ákvörðun að synja lögunum um Icesave staðfestingar í dag. Hann sagði að úrtakið sem forsetaembættið hefði notast við væri stærra en það sem aðstandendur söfnunarinnar hefðu notast við, en það var um 100 manns. 20.2.2011 15:51 Yfirlýsing forsetans í heild Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ákvörðun um að Icesave frumvarpið hefði horft öðruvísi við sér ef Alþingiskosningar hefðu farið fram frá þeim tíma sem kosið var um Icesave samninginn fyrir ári síðan og núna. Það Alþingi sem hafi tekið ákvörðun um samninginn núna sé sama Alþingi og tók afstöðu til samningsins fyrir ári. Þjóðin hefði tvær aðferðir til að lýsa afstöðu sinni, í almennum kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslu til ákveðinna mála. 20.2.2011 15:31 Forsetinn synjar Icesave lögunum staðfestingar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þar með er ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram um málið. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að koma sér saman um það hvaða dag kosningarnar verða haldnar. 20.2.2011 15:12 Axarárásarmenn látnir lausir Lögreglan hefur sleppt öllum fjórum mönnunum sem handteknir voru í gær vegna árásar með exi á tvo menn á Selfossi í gær. Málið er upplýst og fyrir liggur að ástæða árásarinnar var einhverskonar uppgjör þess sem beitti exinni og hins sem varð fyrir henni. 20.2.2011 14:51 Ákvörðun forsetans um Icesave - blaðamannafundur í beinni Blaðamannafundur forsetans, þar sem hann mun væntanlega kynna afstöðu sína til Icesave, hefst klukkan þrjú. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis sendir fundinn beint út á Vísi. Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt“ þegar útsendingin hefst til að sjá það sem fram fer. 20.2.2011 14:45 Spádómskýrin Glæta óviss um Icesave Spádómskýrin Glæta hefur ekki gert upp hug sinn varðandi Icesave samninginn, segir eigandi hennar. Glæta, frá bænum Kotlaugum í Hrunamannahreppi reyndist margsinnis sannspá þegar hún var að spá fyrir um leiki íslenska handknattleiksliðsins. 20.2.2011 14:00 Búið að losa sprengiefnið úr Goðafossi Tveir gámar sem voru fullir af sprengiefni voru fluttir úr Goðafossi um tíuleytið í morgun að íslenskum tíma. Fram kemur á fréttavef Aftenposten að verkið hafi gengið mjög vel. Aftenposten segir jafnframt að í skipinu sé málningaþynnir og etanól sem gæti skapað eldhættu. 20.2.2011 13:47 Stungið á tugi dekkja í Vesturbæ Stungið var á dekk á hátt í 30 bifreiðum í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Lögreglan hefur þegar fengið tilkynningar um 26 bifreiðar sem stungið var á og býst við því að þeim fari fjölgandi. Bifreiðarnar voru á Melunum, við Sundlaug Vesturbæjar og við Hofsvallagötu. Nú síðast barst svo tilkynning um að stungið hefði verði á dekk á bifreið við Sóleyjargötu. 20.2.2011 13:20 Svandís leggst gegn álveri í Helguvík Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra segir álver í Helguvík vera óraunhæft. Hægt sé að gera bæði umhverfisvænari og arðbærari verkefni fyrir atvinnulífið á Reykjanesi. Bæjarstóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, hefur lýst því yfir í fréttum að hann vilji nú í framhaldi af kísilveri í Helguvík að álversverkefni á sama stað gangi eftir. Það verkefni sé mun stærra og hafi víðtækari áhrif svo sem fyrir atvinnulífið. 20.2.2011 12:10 Stjórnarþingmaður: Erfitt fyrir forsetann að synja ekki "Mér finnst mjög erfitt fyrir forsetann að fara gegn því að senda þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þessi fjöldi undirskriftasöfnunar er kominn,“ sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar tókst Lilja á við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um Icesave lögin sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku. 20.2.2011 11:06 Krónprinsparið býður 1900 manns í brúðkaupið sitt Tilkynnt hefur verið að Vilhjálmur prins og Katrín verðandi eiginkona hans ætli að bjóða 1900 manns í brúðkaupsveislu sína þann 29.apríl næstkomandi. Það er Breska ríkisútvarpið sem greinir frá en engin nöfn hafa verið nefnd. Meira en helmingur gesta eru fjölskyldumeðlimir og vinir. 20.2.2011 10:23 Forsetinn boðar til blaðamannafundar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan þrjú. Gera má ráð fyrir að þar muni hann gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave laganna sem samþykkt voru í síðustu viku. Um 40 þúsund manns hafa skorað á forsetann að synja lögunum staðfestingar. 20.2.2011 10:02 Sprengiefni fjarlægt af Goðafossi í dag Gámar fullir af sprengiefni verða fjarlægðir úr Goðafossi í dag. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, sagði í samtali við fréttastofu að sprengiefnið hefði forgang þegar byrjað væri að afferma skipið. 20.2.2011 09:50 Lögreglan lokaði skemmtistað í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði skemmtistað á Grensásvegi um eittleytið í nótt. Inni á staðnum voru ungmenni að skemmta sér. Um 250 manns voru á staðnum og fæstir þeirra höfðu aldur til að vera inni á vínveitingastað. Ungmennin inni á staðnum voru allt niður í 16 ára að aldri. Þá voru sex einstaklingar handteknir í miðborginni í nótt með fíkniefni í fórum sínum. 20.2.2011 09:06 Þúsundir manna á Háskóladeginum Haldið var upp á Háskóladaginn í dag og fjöldi fólks á öllum aldri nýtti tækfærið og kynnti sér starfsemi og námsframboð í íslenskum háskólum. Háskólinn í Reykjavík tók á móti gestum í húsakynnum sínum við Nauthólsvík, en það er í fyrsta sinn sem HR heldur upp á Háskóladaginn á eigin spýtur og í eigin húsnæði . Jóhann Hlíðar Harðarson, forstöðumaður almannatengsla við HR, var að vonum ánægður með afrakstur dagsins og sagði daginn hafi gengið vonum framar og að aldrei áður hafi tekist eins vel til og nú. Þúsundir manna sóttu HR-inga heim og kynntu sér starfsemina og tóku þátt í ýmsum viðburðum á vegum starfsmanna og nemenda skólans. 19.2.2011 18:05 Losun skipsins verði lokið um miðja vikuna Aðgerðarstjóri hjá norsku strandgæslunni, Johan Marius Ly, hefur efasemdir um það að hægt verði að að afferma Goðafoss alveg á næstunni. Í samtali við Aftenposten segist hann þó vita fyrir víst að björgunarlið muni gera áætlanir fyrir kvöldið um það hvernig að björguninni verði staðið. 19.2.2011 17:38 Framsóknarkonur skora á forsetann "Íslenska þjóðin á að eiga síðasta orðið um Icesave samninginn sem ljóst er að felur í sér þungar en löglausar byrðar fyrir Íslendinga og komandi kynslóðir." Þetta segir framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna í ályktun sem send var fjölmiðlum í gær. 19.2.2011 14:29 Brátt byrjað að afferma Goðafoss "Björgunarfélag hefur nú metið aðstæður og lagt fram nákvæma björgunaráætlun fyrir norsku strandgæsluna og sérfræðinga Eimskips sem unnið verður eftir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. "Spáð er áframhaldandi logni á strandsvæðinu sem mun auðvelda björgunaraðgerðir en verkefnið krefst nákvæmni og þolinmæði og ekki verður flanað að neinu,“ segir Ólafur jafnframt. 19.2.2011 14:19 Óvíst hvenær byrjað verður að bjarga Goðafossi Enn er alls óvíst hvenær byrjað verður að reyna að ná Goðafossi af strandstað, segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips í samtali við fréttastofu. Menn á vegum rannsóknarnefndar sjóslysa í Noregi eru komnir um borð í Goðafoss, sem strandaði við Frederiksstadt í Noregi á fimmtudaginn. Þeir munu verja mestum hluta dagsins í að taka skýrslur af áhöfninni og skipstjóranum um hvað fór úrskeiðis og hvers vegna, eftir því sem fréttamaður TV 2 fréttastöðvarinnar fullyrðir. 19.2.2011 13:16 Ströndinni verður breytt Til stendur að gera breytingar á ströndinni, þar sem Goðafoss strandaði á fimmtudag, til þess að reyna að koma í veg fyrir að óhöpp af þessu tagi verði aftur. Það munu þó líða nokkur ár þangað til breytingarnar ganga í gegn, að því er fram kemur í Dagsavisen. 19.2.2011 10:51 Sjá næstu 50 fréttir
Síðustu Þorrablótin á Suðurlandi fóru vel fram Nú um síðastliðna helgi lauk Þorrablótum í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli. Þau voru þrjú að tölu, að Laugalandi í Holtum, Heimalandi undir Eyjafjöllum og síðan að Eyrarlandi í Reynishverfi í Mýrdal. 21.2.2011 14:12
Föst í hjólastól eftir mislukkað fitusog „Ég gekk inn á Borgarspítalann, alveg grandalaus, og útskrifaðist þaðan tæpu ári síðar í hjólastól." 21.2.2011 14:00
Kannabisræktun stöðvuð á Akureyri Lögreglan á Akureyri stöðvaði síðastliðinn föstudag kannabisræktun í íbúð í bænum. Hald var lagt á 14 kannabisplöntur, nokkra græðlinga og búnað til ræktunar. Við leit í íbúðinni var síðan lagt hald á um 20 grömm af marihuana sem er talið vera afgangur af fyrri ræktun á sama stað. Á síðasta ári lagði lögreglan á Norðurlandi hald á rúmlega kíló af maríjúana sem er mun meira en árin áður að því er fram kemur í tilkynningu. 21.2.2011 13:37
Björn Valur: Ákvörðun forsetans illa ígrunduð Varaformaður fjárlaganefndar segir rökstuðning forseta Íslands fyrir því að senda Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu, benda til að forsetinn hafi verið búinn að ákveða það áður en Alþingi lauk afgreiðslu málsins. Forsetinn hafi ekki leitað upplýsinga hjá fjárlaganefnd eins og eðlilegt hefði verið. 21.2.2011 12:24
Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21.2.2011 12:00
Flestir á Engjaveginum flýttu sér um of Brot 49 ökumanna voru mynduð á Engjavegi í Reykjavík á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Engjaveg í vesturátt, gegnt Laugardalshöll. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 67 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 73%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 49,65 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Tuttugu og tveir óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 65. Eftirlit lögreglunnar var tilkomið vegna ábendinga um hraðakstur á þessum stað. 21.2.2011 11:32
Orkuveitan framkallar jarðskjálfta í Henglinum Tvær manngerðar jarðskjálftahrinur urðu á Hengilssvæðinu í nótt og í morgun, sem rekja má til umsvifa Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Fyrri hrinan varð frá klukkan tvö til hálf fjögur í nótt og sú síðari og snarpari frá klukkan hálf sex til sex í morgun. 21.2.2011 11:09
Mæður sem gefa brjóstamjólkina sína Alþjóðlegu mjólkurskiptasamtökin svokölluðu Eats On Feets hafa nú náð til Íslands og hefur verið stofnuð síða á Facebook fyrir íslenskar mæður sem vantar brjóstamjólk fyrir barnið sitt og langar að finna mjólkandi konur sem vilja gefa af mjólkinni sinni. 21.2.2011 11:00
Kolbeinn aðstoðar iðnaðarráðherra Kolbeinn Marteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður iðnaðarráðherra og tekur hann við af Arnari Guðmundssyni. Kolbeinn lauk BA námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og Meistaragráðu í almannatengslum frá University of Stirling árið 2004. Kolbeinn hefur undanfarin ár unnið við markaðs- og kynningarmál hjá Skaparanum auglýsingastofu. Kolbeinn er í sambúð með Hörpu Katrínu Gísladóttur og eiga þau þrjú börn. 21.2.2011 10:51
Samstarfsáætlun í jafnréttismálum samþykkt Jafnréttisráðherrar norrænu ríkjanna hafa samþykkt samstarfsáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2011-2014 sem ber heitið Jafnrétti skapar sjálfbært þjóðfélag. Í áætluninni er sérstaklega fjallað um nauðsyn þess að karlmenn taki þátt í jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál og að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins. „Með þetta að leiðarljósi verður áhersla á virka þátttöku karla og drengja í jafnréttisstarfi og samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða fléttuð inn í öll verkefni sem kveðið er á um í samstarfsáætluninni,“ segir í tilkynningu frá Jafnréttisstofu. 21.2.2011 10:29
33 milljónir í úrbætur á ferðamannastöðum Göngubrú yfir Markarfljót, hjólaleið umhverfis Mývatn og tröppur við Seljalandsfoss eru á meðal 28 verkefna sem nýlega fengu styrki sem Ferðamálastofa veitir og ætlaðir eru til úrbóta á ferðamannastöðum á árinu 2011. Alls nema styrkirnir um 33 milljónum en auk þeirra voru settir fjármunir í viðbragðssjóð sem hugsaður er fyrir aðstæður sem kunna að skapast á komandi sumri. 21.2.2011 10:23
Tækifæri til að kynna samninginn Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. 21.2.2011 10:00
Ég er hömlulaus ofæta - Missti 200 kíló alls "Ég vinn miklu betur úr áföllum í lífi mínu. Ég fell ekki lengur saman. Ég þarf ekki lengur að innbyrða 5 þúsund kalóríur því einhver í vinnunni sagði eitthvað við mig sem mér leið illa út af,“ segir kona um fimmtugt sem hefur glímt við offitu frá því hún var unglingur. Hún hefur verið í OA-samtökunum í þrjú ár og segir þau bókstaflega hafa bjargað lífi sínu. 21.2.2011 09:25
Innbrot á Akureyri Brotist var inn i höfuðstöðvar Endurvinnslunnar á Akureyri um miðnætti. 21.2.2011 07:27
Forseti Íslands aftur kominn í sviðsljós heimsfréttanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er aftur komin í sviðsljós heimsfréttanna í framhaldi af því að hann ákvað að vísa nýjasta Icesave samningnum til þjóðaratkvæðis. 21.2.2011 07:21
Gríðarlegt líf í Breiðafirðinum Gríðarlegt líf er nú í Breiðafirðinum þar sem háhyrningar bjóða meðal annars upp á ókeypis hvalaskoðun nánast upp í landsteinum og láta sér ekkert bregða við forvitið fólk, sem skoðar þá úr fjörunni í Grundarfirði. 21.2.2011 07:11
Mikið kapp í loðnuveiðum til að ná öllum kvótanum Loðnuskipin eru nú að veiðum við Snæfellsnes, skammt undan landi og leggja nú mikið kapp á veiðarnar. því það styttist óðfluga í vertíðarlok með hverjum deginum. 21.2.2011 07:02
Ganga Laugaveginn til styrktar góðu málefni Hópur fólks frá Jersey á Ermarsundi ætlar að ganga Laugaveginn í haust til styrktar góðu málefni. 21.2.2011 06:54
Olían úr Goðafossi orðin eins og malbik í miklu frosti Svo kann að fara að ekki þurfi að dæla svartolíunni úr Goðafossi yfir í önnur skip, þar sem það er á strandstað við Noregsstrendur, því hún hefur harðnað svo í frostinu á svæðinu, að hún er sögð vera orðin eins og malbik. 21.2.2011 06:52
Forstjóri Eimskips biðst afsökuanr Hafist var handa í gær við að afferma Goðafoss sem strandaði í Oslóarfirði á fimmtudag. Í gærmorgun var byrjað á því að flytja tvo gáma frá borði sem voru fullir af sprengiefni, en í gærkvöldi var búið að flytja um 20 gáma í allt. Um 200 gámar voru í fyrstu á dekki skipsins. Talið er að það gæti tekið nokkrar vikur að tæma Goðafoss. 21.2.2011 04:00
Ekki verður samið frekar um Icesave Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. 21.2.2011 03:30
Ánægðir með Ólaf Samtök þjóðar gegn Icesave, hópurinn sem stóð að undirskriftasöfnun gegn Icesave-frumvarpinu á vefsíðunni kjosum.is, fagnar ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfestingar og vísa þar með málinu til þjóðarinnar. Þá eru forsetanum færðar þakkir. 21.2.2011 03:00
Samhliða Icesave verði kosið til stjórnlagaþings Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-samninganna fari fram kosningar til stjórnlagaþings. Líkt og áður hefur komið fram tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í dag að hann hefði ákveðið að vísa Icesave-frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 20.2.2011 16:54
Vilhjálmur vill samþykkja samninginn "Ég tel að það yrði skynsamleg fyrir þjóðina að samþykkja samninginn,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki spá neitt fyrir um það hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan mun fara. 20.2.2011 16:30
Hollendingar: Tími samninga er liðinn Hollenska ríkisstjórnin segir að tími samningaviðræðna í Icesave sé liðinn og að Íslendingar verði sjálfir að vinna úr ákvörðun forseta Íslands að vísa Icesave frumvarpinu til þjóðarinnar. 20.2.2011 16:25
Forsetinn gerði könnun áður en hann synjaði lögunum staðfestingar Forsetaembættið gerði könnun á áreiðanleika undirskriftasöfnunarinnar sem staðið var að eftir að hann fékk afhentar undirskriftirnar á föstudag. Þetta gerði embættið áður en Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók þá ákvörðun að synja lögunum um Icesave staðfestingar í dag. Hann sagði að úrtakið sem forsetaembættið hefði notast við væri stærra en það sem aðstandendur söfnunarinnar hefðu notast við, en það var um 100 manns. 20.2.2011 15:51
Yfirlýsing forsetans í heild Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ákvörðun um að Icesave frumvarpið hefði horft öðruvísi við sér ef Alþingiskosningar hefðu farið fram frá þeim tíma sem kosið var um Icesave samninginn fyrir ári síðan og núna. Það Alþingi sem hafi tekið ákvörðun um samninginn núna sé sama Alþingi og tók afstöðu til samningsins fyrir ári. Þjóðin hefði tvær aðferðir til að lýsa afstöðu sinni, í almennum kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslu til ákveðinna mála. 20.2.2011 15:31
Forsetinn synjar Icesave lögunum staðfestingar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þar með er ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram um málið. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að koma sér saman um það hvaða dag kosningarnar verða haldnar. 20.2.2011 15:12
Axarárásarmenn látnir lausir Lögreglan hefur sleppt öllum fjórum mönnunum sem handteknir voru í gær vegna árásar með exi á tvo menn á Selfossi í gær. Málið er upplýst og fyrir liggur að ástæða árásarinnar var einhverskonar uppgjör þess sem beitti exinni og hins sem varð fyrir henni. 20.2.2011 14:51
Ákvörðun forsetans um Icesave - blaðamannafundur í beinni Blaðamannafundur forsetans, þar sem hann mun væntanlega kynna afstöðu sína til Icesave, hefst klukkan þrjú. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis sendir fundinn beint út á Vísi. Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt“ þegar útsendingin hefst til að sjá það sem fram fer. 20.2.2011 14:45
Spádómskýrin Glæta óviss um Icesave Spádómskýrin Glæta hefur ekki gert upp hug sinn varðandi Icesave samninginn, segir eigandi hennar. Glæta, frá bænum Kotlaugum í Hrunamannahreppi reyndist margsinnis sannspá þegar hún var að spá fyrir um leiki íslenska handknattleiksliðsins. 20.2.2011 14:00
Búið að losa sprengiefnið úr Goðafossi Tveir gámar sem voru fullir af sprengiefni voru fluttir úr Goðafossi um tíuleytið í morgun að íslenskum tíma. Fram kemur á fréttavef Aftenposten að verkið hafi gengið mjög vel. Aftenposten segir jafnframt að í skipinu sé málningaþynnir og etanól sem gæti skapað eldhættu. 20.2.2011 13:47
Stungið á tugi dekkja í Vesturbæ Stungið var á dekk á hátt í 30 bifreiðum í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Lögreglan hefur þegar fengið tilkynningar um 26 bifreiðar sem stungið var á og býst við því að þeim fari fjölgandi. Bifreiðarnar voru á Melunum, við Sundlaug Vesturbæjar og við Hofsvallagötu. Nú síðast barst svo tilkynning um að stungið hefði verði á dekk á bifreið við Sóleyjargötu. 20.2.2011 13:20
Svandís leggst gegn álveri í Helguvík Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra segir álver í Helguvík vera óraunhæft. Hægt sé að gera bæði umhverfisvænari og arðbærari verkefni fyrir atvinnulífið á Reykjanesi. Bæjarstóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, hefur lýst því yfir í fréttum að hann vilji nú í framhaldi af kísilveri í Helguvík að álversverkefni á sama stað gangi eftir. Það verkefni sé mun stærra og hafi víðtækari áhrif svo sem fyrir atvinnulífið. 20.2.2011 12:10
Stjórnarþingmaður: Erfitt fyrir forsetann að synja ekki "Mér finnst mjög erfitt fyrir forsetann að fara gegn því að senda þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þessi fjöldi undirskriftasöfnunar er kominn,“ sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar tókst Lilja á við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um Icesave lögin sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku. 20.2.2011 11:06
Krónprinsparið býður 1900 manns í brúðkaupið sitt Tilkynnt hefur verið að Vilhjálmur prins og Katrín verðandi eiginkona hans ætli að bjóða 1900 manns í brúðkaupsveislu sína þann 29.apríl næstkomandi. Það er Breska ríkisútvarpið sem greinir frá en engin nöfn hafa verið nefnd. Meira en helmingur gesta eru fjölskyldumeðlimir og vinir. 20.2.2011 10:23
Forsetinn boðar til blaðamannafundar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan þrjú. Gera má ráð fyrir að þar muni hann gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave laganna sem samþykkt voru í síðustu viku. Um 40 þúsund manns hafa skorað á forsetann að synja lögunum staðfestingar. 20.2.2011 10:02
Sprengiefni fjarlægt af Goðafossi í dag Gámar fullir af sprengiefni verða fjarlægðir úr Goðafossi í dag. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, sagði í samtali við fréttastofu að sprengiefnið hefði forgang þegar byrjað væri að afferma skipið. 20.2.2011 09:50
Lögreglan lokaði skemmtistað í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði skemmtistað á Grensásvegi um eittleytið í nótt. Inni á staðnum voru ungmenni að skemmta sér. Um 250 manns voru á staðnum og fæstir þeirra höfðu aldur til að vera inni á vínveitingastað. Ungmennin inni á staðnum voru allt niður í 16 ára að aldri. Þá voru sex einstaklingar handteknir í miðborginni í nótt með fíkniefni í fórum sínum. 20.2.2011 09:06
Þúsundir manna á Háskóladeginum Haldið var upp á Háskóladaginn í dag og fjöldi fólks á öllum aldri nýtti tækfærið og kynnti sér starfsemi og námsframboð í íslenskum háskólum. Háskólinn í Reykjavík tók á móti gestum í húsakynnum sínum við Nauthólsvík, en það er í fyrsta sinn sem HR heldur upp á Háskóladaginn á eigin spýtur og í eigin húsnæði . Jóhann Hlíðar Harðarson, forstöðumaður almannatengsla við HR, var að vonum ánægður með afrakstur dagsins og sagði daginn hafi gengið vonum framar og að aldrei áður hafi tekist eins vel til og nú. Þúsundir manna sóttu HR-inga heim og kynntu sér starfsemina og tóku þátt í ýmsum viðburðum á vegum starfsmanna og nemenda skólans. 19.2.2011 18:05
Losun skipsins verði lokið um miðja vikuna Aðgerðarstjóri hjá norsku strandgæslunni, Johan Marius Ly, hefur efasemdir um það að hægt verði að að afferma Goðafoss alveg á næstunni. Í samtali við Aftenposten segist hann þó vita fyrir víst að björgunarlið muni gera áætlanir fyrir kvöldið um það hvernig að björguninni verði staðið. 19.2.2011 17:38
Framsóknarkonur skora á forsetann "Íslenska þjóðin á að eiga síðasta orðið um Icesave samninginn sem ljóst er að felur í sér þungar en löglausar byrðar fyrir Íslendinga og komandi kynslóðir." Þetta segir framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna í ályktun sem send var fjölmiðlum í gær. 19.2.2011 14:29
Brátt byrjað að afferma Goðafoss "Björgunarfélag hefur nú metið aðstæður og lagt fram nákvæma björgunaráætlun fyrir norsku strandgæsluna og sérfræðinga Eimskips sem unnið verður eftir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. "Spáð er áframhaldandi logni á strandsvæðinu sem mun auðvelda björgunaraðgerðir en verkefnið krefst nákvæmni og þolinmæði og ekki verður flanað að neinu,“ segir Ólafur jafnframt. 19.2.2011 14:19
Óvíst hvenær byrjað verður að bjarga Goðafossi Enn er alls óvíst hvenær byrjað verður að reyna að ná Goðafossi af strandstað, segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips í samtali við fréttastofu. Menn á vegum rannsóknarnefndar sjóslysa í Noregi eru komnir um borð í Goðafoss, sem strandaði við Frederiksstadt í Noregi á fimmtudaginn. Þeir munu verja mestum hluta dagsins í að taka skýrslur af áhöfninni og skipstjóranum um hvað fór úrskeiðis og hvers vegna, eftir því sem fréttamaður TV 2 fréttastöðvarinnar fullyrðir. 19.2.2011 13:16
Ströndinni verður breytt Til stendur að gera breytingar á ströndinni, þar sem Goðafoss strandaði á fimmtudag, til þess að reyna að koma í veg fyrir að óhöpp af þessu tagi verði aftur. Það munu þó líða nokkur ár þangað til breytingarnar ganga í gegn, að því er fram kemur í Dagsavisen. 19.2.2011 10:51