Innlent

Samhliða Icesave verði kosið til stjórnlagaþings

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Eygló Harðardóttir, ritari og þingmaður Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, ritari og þingmaður Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-samninganna fari fram kosningar til stjórnlagaþings. Líkt og áður hefur komið fram tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í dag að hann hefði ákveðið að vísa Icesave-frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Nú skiptir öllu að þjóðin fái að kynna sér málið niður í kjölinn, kosti þess og galla að staðfesta ríkisábyrgðina og taki svo upplýsta ákvörðun í framhaldinu. Lýðræði virkar ekki án upplýsinga," segir Eygló í pistli á heimasíðu sinni. „Ég tel jafnframt að samhliða kosningum um Icesave ættum við að kjósa aftur til stjórnlagaþings."

Þá segir Eygló að ábyrgð fjölmiðla og annara lýðræðisafla sé mikil í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Þá ábyrgð verður að axla af virðingu."

Kosning til stjórnlagaþings fór fram þann 27. nóvember 2010 en Hæstiréttur ógilti kosninguna í síðasta mánuði. Síðan þá hefur ríkt óvissa um stjórnlagaþingið. Undanfarnar vikur hefur nefnd með fulltrúum allra þingflokka verið að störfum en hún hefur ekki skilað niðurstöðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×