Fleiri fréttir Hrinti sambýliskonu sinni fram af svölum Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir að halda konu nauðugri og misþyrma henni. Að því búnu sló hann hana svo hún féll niður af svölum. Hann er einnig ákærður fyrir hótun og tilraun til fjárkúgunar. Hann játaði að hafa haldið konunni nauðugri en neitaði að hafa misþyrmt henni. Þá tók hann ekki afstöðu til ákæru um hótun og tilraun til fjárkúgunar við þingfestingu. 19.2.2011 08:00 Talaði aldrei fyrir dómstólaleiðinni Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins. 19.2.2011 07:00 60 þúsund veiktust af svínaflensu Talið er að um 60 þúsund manns hafi veikst af svínainflúensu hérlendis. Um 170 voru lagðir inn á sjúkrahús vegna hennar haustið 2009. Af þeim þurfti að leggja 22 inn á gjörgæsludeild. Lágu margir í öndunarvélum vikum saman. 19.2.2011 06:00 Skipstjórinn viðurkenndi mistök Skipstjórinn á Goðafossi hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá norsku lögreglunni að hafa tekið ranga stefnu þegar skipið strandaði, að sögn fréttavefs norska ríkissjónvarpsins. Fleiri úr áhöfn skipsins hafa verið yfirheyrðir. 19.2.2011 06:00 Lýst eftir góðum verkum Nú eru að verða síðustu forvöð fyrir lesendur að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins en tilnefningarfrestur rennur út á mánudag. 19.2.2011 05:00 Yfir 500 námsleiðir kynntar Háskóladagurinn verður haldinn í dag. Kynning verður á námsframboði næsta árs í háskólum á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð. Kynningarnar fara fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Kynntar verða yfir 500 mismunandi námsleiðir. 19.2.2011 04:30 Vilja samhæfa viðbrögð allra Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra telur koma til greina að á vegum ráðuneytisins verði skipuð sérstök verkefnisstjórn vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti ráðherra eftir skoðun hennar á þessu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni. 19.2.2011 04:00 Ingólfur fundinn Ingólfur Snær Víðisson er kominn í leitirnar. Lögreglan lýsti eftir honum í dag eftir að hann fór að heiman í janúar síðastliðnum. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. 18.2.2011 22:15 Föstudagsviðtalið: Leyndarhyggjan verður að víkja Ferill Ólafs Sigurðssonar á fjölmiðlum hófst á Vísi árið 1963 og var hann þar í tvö ár, en sneri aftur í fjölmiðlabransann árið 1974 þegar hann byrjaði á Útvarpinu. Þar var Ólafur fram til ársins 1980 þegar hann fór yfir á fréttastofu Sjónvarps, þar sem hann starfaði í aldarfjórðung allt til 2006 þegar hann lét af störfum 18.2.2011 20:00 Hundrað manna úrtak segir nákvæmlega ekki neitt "Þetta segir nákvæmlega ekki neitt. Það er betra að gera ekki neitt en að birta svona upplýsingar og láta sem þetta segi eitthvað,“ segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um 100 manna úrtak af þeim tæplega 38 þúsund nöfnum sem voru skráð á vefinn kjosum.is 18.2.2011 16:37 Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni fæddum 1995, sem fór heiman frá sér þann janúar síðastliðinn. Ingólfur er 180 sentimetrar á hæð, þrekinn stutthærður með ljósar strípur með blá augu. Þegar hann fór að heiman var hann klæddur í svarta úlpu með hettu, bláar gallabuxur, hvítum skóm og í svörtum adidasbol . Síðast heyrðist frá Ingólfi þann níunda febrúar síðastliðinn. 18.2.2011 13:54 Tólf prósent nauðgunarmála árið 2008 enduðu með dómi Í nýrri skýrslu embættis ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að rannsókn lögreglu var hætt eða vísað frá í 63 prósent tilvika um nauðgun árið 2008. Í 25 prósent tilvika voru brotin felld niður hjá ríkissaksóknara en í 12 prósent þeirra féll dómur. 18.2.2011 17:53 Tvö börn í bílnum sem ekki voru í bílbelti Sjö ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í dag fyrir að vera ekki í bílbelti. Einn ökumaðurinn var einnig með tvö 12 til 13 ára gömul börn í bílnum sem voru ekki í belti. Hann játaði brot sitt greiðlega og þarf að greiða 40 þúsund króna sekt auk þess að fá þrjá punkta á ökuskírteinið. 18.2.2011 17:36 Femínistar leggjast gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Í ályktun kemur fram að félagið telji hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á að konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi. 18.2.2011 16:31 Kafarar kanna skemmdir á Goðafossi Undirbúningur er hafinn að því að dæla olíunni sem eftir er í Goðafossi úr skipinu. Eins og komið hefur fram hafa sérfræðingar náð að stöðva olíulekann úr skipinu sem strandaði nokkrar sjómílur út af Fredriksstad í Noregi. Kafarar eru þessa stundina að kanna skemmdir á skipinu en það situr fast á skeri um 100-200 metra frá landi. 18.2.2011 15:39 Ný íslensk vefverðlaun kynnt til sögunnar Farsímavefur Vísis er meðal þeirra vefja sem eru tilnefndir til Nexpo vefverðlaunanna, nýrra verðlauna sem verða veitt í fyrsta skipti á sýningunni Netið Expo í mars. 18.2.2011 15:38 Auglýst eftir dómurum við Hæstarétt Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laus til umsóknar þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands í samræmi við lög sett í fyrra þar sem meðal annars er veitt heimild til að fjölga dómurum tímabundið um þrjá. Þannig verði dómarar við Hæstarétt tólf talsins til að bregðast við því aukna álagi sem orðið hefur hjá dómstólum. 18.2.2011 15:25 Ökumenn fara sparlega með stefnuljósin Átak lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í að fylgjast með stefnuljósanotkun er enn í fullum gangi. 18.2.2011 14:42 Helmingur ökumanna í Skeiðarvogi yfir hámarkshraða Brot 162 ökumanna voru mynduð í Skeiðarvogi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Skeiðarvog í suðurátt, austan gatnamóta við Sólheima. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 314 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 52%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Nítján óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 59. Eftirlit lögreglunnar var tilkomið vegna ábendinga um hraðakstur en við Skeiðarvog eru bæði Vogaskóli og Menntaskólinn við Sund. 18.2.2011 14:38 BSRB átelur launahækkun dómara BSRB átelur ákvörðun kjararáðs um sérstakt tímabundið álag á laun til hæstaréttardómara og dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. 18.2.2011 14:34 Móðir hringdi í lögreglu vegna tölvunotkunar sonarins Fyrr í vikunni var lögregla kölluð að heimili á höfuðborgarsvæðinu vegna ágreinings um tölvunotkun. Þar áttu mæðgin í útistöðum en þrætueplið var tölvunotkun sonarins. Móðirin vildi meina að tölvunotkunin bitnaði á náminu en pilturinn sá hlutina ekki sömu augum. Reynt var miðla málum og síðan farið af vettvangi. Ekki er vitað hvort viðvarandi lausn fannst á tölvunotkun unglingsins á þessu heimili en vandamálið er ekki með öllu óþekkt. Um það vitna önnur útköll lögreglu af sama tagi. 18.2.2011 14:28 Lekinn úr Goðafossi hefur stöðvast Svo virðist vera sem olíulekinn í Goðafossi hafi stöðvast. Þetta kom fram í máli stjórnanda björgunaraðgerðanna í dag en Goðafoss strandaði í Oslófirði í gærkvöldi. Olían sem lak úr skipinu hefur nú náð landi á tveimur stöðum, á Akeroya og á Vikertangen á Asmalöy. Norsku strandgæslunni hefur verið hrósað fyrir góðan viðbragðstíma, en olíugirðingar voru komnar umhverfis skipið sex tímum eftir strandið. 18.2.2011 14:28 Siðanefnd BÍ vísar frá kæru Öryrkjabandalagsins Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá sér kæru sem Öryrkjabandalag Íslands lagði fram til nefndarinnar vegna fréttar Stöðvar 2 um málefni Freyju Dísar Númadóttir. Fréttin birtist þann 15. desember 2010 og var innlegg í umfjöllun um stöðu öryrkja á Íslandi. Í áliti Siðanefndarinnar segir að nefndin telji aðild kæranda ekki uppfylla skilyrði siðareglna Blaðamannafélagsins um hagsmunatengsl milli kæranda og kæruefnis. Af þessari ástæðu verður málið ekki tekið til efnislegrar umfjöllunar. 18.2.2011 14:09 Attac samtökin krefjast þess að forsetinn vísi Icesave til þjóðarinnar Attac samtökin á Íslandi krefjast þess að forseti Íslands vísi Icesave samningnum til þjóðarinnar og tryggi með því lágmarkslýðræði. 18.2.2011 13:39 Fjölskyldan sátt við lokað þinghald yfir Þorvarði Þinghald yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni verður lokað. Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaði um þetta í morgun. Þorvarður Davíð er ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðist á föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Þórðarson, í nóvember á síðasta ári. 18.2.2011 13:35 Stóllinn Magni fer í Hörpu Í ráðstefnusali Hörpunnar hefur verið valinn stóllinn Magni en hann er hannaður af Valdimar Harðarsyni arkitekt. Hann er framleiddur á Íslandi hjá Stáliðjunni í Kópavogi og Zenus bólstrun. Magni verður einnig í hvíldar og kaffirými listamanna. Samtals verða framleiddir 970 stólar af Magna fyrir Hörpu. 18.2.2011 13:24 Ráðherra fer að ráðleggingum Hafró Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur nú gefið út reglugerðir um auknar heimildir til loðnuveiða í samræmi við tillögur Hafrannsóknarstofnunar frá því í gær. Aukningin nemur alls 65 þúsund tonnum og fer nær öll til íslenskra fiskiskipa eða 64,4 þúsund tonn. 18.2.2011 13:06 Móðir grætur á öxl dóttur sinnar - Áhrif heimilisofbeldis Börn sem horfa upp á fjölskyldumeðlimi sína, móður eða systkyni, verða fyrir ofbeldi eiga til að fyllast sektarkennd yfir því að þau hafi ekki sjálf orðið fyrir ofbeldi. Einnig er algengt að þeim líði illa yfir því að þau hafi ekki hjálpað þeim sem varð fyrir ofbeldinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla um félagslegan stuðning og úrræði fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. 18.2.2011 13:00 Opið í Bláfjöllum og fínasta veður Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnar klukkan tvö í dag og verður opið til klukkan níu í kövld. Fínasta veður er í fjöllunum, 5 til 10 metrar á sekúndu og hálfskýjað. 18.2.2011 12:47 Gylfi furðar sig á launahækkun dómara Kjararáð hefur úrskurðað að dómarar við Hæstarétt Íslands og Héraðsdóm Reykjavíkur fái 100 þúsund króna launahækkun á mánuði næstu tvö árin vegna aukins álags. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ furðar sig á þessari ákvörðun kjararáðs þar sem Alþingi hafi nýlega tekið ákvörðun um fjölgun dómara bæði hjá héraðsdómi og Hæstarétti. 18.2.2011 12:13 Vilja nýtt stéttarfélag öryrkja - mótmæltu á Bessastöðum Tvær konur tóku sér stöðu fyrir utan Bessastaði á meðan andstæðingar Icesave-frumvarpsins afhentu forsetanum undirskriftir. Konurnar tvær voru meðal annars merktar siðbót og sögðust vilja stofna nýtt stéttarfélag öryrkja. 18.2.2011 12:05 67 höfundar fá ritlaun Í dag kom í ljós hverjir fengu úthlutað ritlaunum úr Launasjóði rithöfunda. Þrír fengu úthlutað tveggja ára ritlaunum, þau Jón Kalman Stefánsson, Kristín Ómarsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir. 18.2.2011 11:52 Sprengjugengið með litasjónhverfingar Sprengjugengi Háskóla Íslands verður með fjórar sýningar í Háskólabíói á morgun í tilefni af aldarafmæli skólans. Þegar Sprengjugengið er á ferðinni upplifa áhorfendur ótrúlegar litasjónhverfingar, óvenjulegar gastegundir á sveimi og ógurlegar sprengingar sem kitla hlustirnar. Sýningarnar núna eru með stærra móti enda fagnar Sprengjugengið ári efnafræðinnar og auðvitað aldarafmæli Háskóla Íslands. Færri komust að en vildu í fyrra á sýningar Sprengjugengisins og verða þær því tvöfalt fleiri í ár með ljósgangi, litadýrð og sprengingum klukkan 12:00, 13:00, 14:00 og 15:00. Sprengjugengið er djarfur hópur efnafræðinema við Háskóla Íslands sem vakið hefur landsathygli fyrir háskalegar efnafræðisýningar á heimsmælikvarða. Sérfræðingarnir í Sprengjugenginu eru þekktir fyrir að skapa efnabrellusýningar sem láta áhorfendur gjarnan gapa af undrun. Sýningar sprengjugengisins eru fyrir alla á meðan húsrúm leyfir og er ókeypis aðgangur. 18.2.2011 11:39 Forsetinn kominn með undirskriftirnar - gefur ekkert upp Forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar á Kjosum.is hafa afhent Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, undirskriftir rúmlega 37 þúsund einstaklinga sem skora á forsetann að skrifa ekki undir Icesave-frumvarpið og vísa því í dóm þjóðarinnar. Ólafur Ragnar lét ekkert uppi um hvort hann hyggst samþykkja frumvarpið eða efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hann sagðist þó reikna með að taka sér nokkra daga til að taka ákvörðun. Forsvarsmenn söfnunarinnar tilkynntu við afhendinguna að þeir hefðu fengið Miðlun til að hringja í hluta þeirra sem skráðir eru á listann. Ekki hefðu allir svarað en enginn sem hringt var í neitaði því að hafa sett nafn sitt á listann. Sem kunnugt er hefur söfnunin verið gagnrýnd fyrir að fólk getur ekki flett því upp hvort það sjálft er skráð á listann. 18.2.2011 11:34 Safna undirskriftum gegn Ódrjúgshálsi Undirskriftasöfnun er hafin á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skorað er á alþingismenn að samþykkja lagafrumvarp um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta. 18.2.2011 11:28 Olían úr Goðafossi hefur náð landi Olían úr Goðafossi hefur náð landi við Akeröya í Noregi. Björgunarstörf eru í fullum gangi við að hreinsa olíuna sem lekið hefur úr skipinu frá því það strandaði í gærkvöldi. 18.2.2011 11:16 Fá börn komast í sérhannaða meðferð Fæst börn sem búa við ofbeldi gegn móður og dvejast í Kvennaathvarfinu, uppfylla skilyrði til að fá að taka þátt í nýrri hópmeðferð á vegum Barnaverndarstofu. Miklar vonir voru bundnar við þetta úrræði fyrir börn sem búa við ofbeldi en það hefur ekki gengið eftir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla á félagslegum stuðningi og úrræðum fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. Þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá að taka þátt í meðferðinni eru að börnin tali íslensku, að þau séu eldri en fimm ára og að þaú búi ekki lengur á hemili þar sem ofbeldi á sér stað. Að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins uppfylla fæst börnin öll þessi skilyrði. Algengt er að börn komi og dveli í Kvennaathvarfinu með mæðrum sínum. Athvarfið tilkynnir til barnaverndar um mál er varða börn sem búa við ofbeldi gegn móður. Þar með er litið svo á að sksyldu um stuðning við börn hafi verið framfylgt, þar er athvarfið hefur engin önnur úrræði fyrir börnin. Aðeins nokkrum börnum vísað í meðferðina Miklar vonir voru bundnar við hópmeðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu og var Kvennaathvarfinu veitt sérstök heimild til að vísa börnum beint þangað, án milligöngu barnaverndaryfirvalda. Það fyrirkomulag hefur hins vegar ekki virkað sem skyldi því athvarfið hefur aðeins getað vísað nokkrum börnum í meðferðina. "Aðal þjónustan sem við sjáum að þessar fjölskyldur fá er hin almenna félagsþjónusta í sambandi við húsnæði eða fjárhagsaðstoð eða þess háttar. Við sjáum svo sem ekki mikið þar fyrir utan. Það er náttúrulega til þetta úrræði fyrir börn sem bjuggu við ofbeldi, sem Barnaverndarstofa setti á laggirnar, sem er rosalega flott, en hefur svo sem ekki nýst mörgum börnum hingað til," er haft eftir framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins í skýrslu Barnaheilla. Fara aftur heim í fjárhagslegt öryggi Samkvæmt tölum úr athvarfinu fer um helmingur kvenna aftur heim í sömu aðstæður að dvölinni lokinni. Samkvæmt starfskonu Kvennaathvarfsins virðist ekki líklegra að konur yfirgefi ofbeldismann barnanna vegna heldur geti hið gagnstæða átt við. "Við sjáum ekkert síður að konur með börn fari aftur heim heldur en barnlausu konurnar. Börnin eru þá ekki endilega fyrirstaða ... og jafnvel gefa sumar þær skýringar að þær fari heim aftur til ofbeldismannsins af því þær geti ekki boðið börnunum mannsæmandi líf án fjárhagslegs öryggis sem þau hafa heima," segir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 18.2.2011 11:06 Koma sér upp eigin vatnsveitu Borunum vegna vatnsveitu í Perluhvammi á Álfsnesi lauk um það bil sem ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær. 18.2.2011 11:00 Skólarnir fá 200 milljónir Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að auka fjárheimildir menntasviðs Reykjavíkur um 200 milljónir króna. Fulltrúar foreldra funduðu í gær með borgarstjóra og formanni menntasviðs. Tekist er á um tölur. 18.2.2011 11:00 Safna fé fyrir kvennadeildina Líf, styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans, stendur fyrir landssöfnun á Stöð tvö í mars. Markmiðið er að safna fé til endurbóta og nútímavæðingar kvennadeildar Landspítalans. 18.2.2011 11:00 500 manns í Ráðhúsinu Hátt í 500 manns sóttu fund sem Reykjavíkurborg efndi til í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur síðdegis í gær. Yfirskrift fundarins var ,,Skólastarf á tímum efnahagsþrenginga". Foreldrar, kennarar og leikskólakennarar fjölmenntu á fundinn og lögðu vörðu fyrir framan ráðhúsið borgarstjóra til eignar. ,,Skólavarðan" á að minna á að standa eigi vörð um velferð barna í borginni. Á fundinum tóku þau Jón Gnarr, borgarstjóri og Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, til máls. Fram kom í þeirra málflutningi að borgin muni ekki standa fyrir breytingum á núverandi kerfi nema að tryggt sé að breytingin sé þess virði bæði með tilliti til hagræðingar og faglegra sjónarmiða. Það væri sameiginlegt hagsmunamál allra aðila að vernda lærdómsumhverfi barnanna í borginni en það þurfi að nýta opinbert fé til rekstrarins sem best. Að loknum framsögum var opnað fyrir spurningar og sátu auk Jóns og Oddnýjar, þau Ragnar Þorsteinsson,fræðslustjóri, og Ragnhildur E. Bjarnadóttir, sviðsstjóri Leikskólasviðs, fyrir svörum. Fundargestir vörpuðu fram fjölda spurninga sem þeir óskuðu svara við frá fulltrúum borgarinnar. Fundurinn stóð klukkutíma lengur en áætlað var og lauk klukkan 20. 18.2.2011 10:21 Opið í Hlíðarfjalli Hlíðarfjall er opið í dag og fínasta færi er í fjallinu, logn, tveggja gráða frost og fallegt veður. Svæðið opnar klukkan tíu og verður opið til klukkan sjö í kvöld. 18.2.2011 09:25 Fundu laumufarþega í bíl Lögreglan á Selfossi fann einskonar laumufarþega í bíl, sem hún stöðvaði við reglubundið eftirlit í nótt. Fimm manns voru í bílnum, og var mannskapurinn að koma af skemmtistað, en ökumaður var í góðu standi. 18.2.2011 08:31 Sjaldgæft að sérfræðingar tali við börnin um ofbeldi Úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant og víða er mikill skortur á verklagsreglum. Samráð og samstarf skortir hjá þeim stofnunum sem taka að sér slík mál. Þetta er álit Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. 18.2.2011 08:30 Vill sitja áfram Vilmundur Jósefsson hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins (SA). Formaður verður kosinn með rafrænum hætti meðal aðildarfyrirtækja í aðdraganda aðalfundar samtakanna sem fram fer 7. apríl. 18.2.2011 08:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hrinti sambýliskonu sinni fram af svölum Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir að halda konu nauðugri og misþyrma henni. Að því búnu sló hann hana svo hún féll niður af svölum. Hann er einnig ákærður fyrir hótun og tilraun til fjárkúgunar. Hann játaði að hafa haldið konunni nauðugri en neitaði að hafa misþyrmt henni. Þá tók hann ekki afstöðu til ákæru um hótun og tilraun til fjárkúgunar við þingfestingu. 19.2.2011 08:00
Talaði aldrei fyrir dómstólaleiðinni Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins. 19.2.2011 07:00
60 þúsund veiktust af svínaflensu Talið er að um 60 þúsund manns hafi veikst af svínainflúensu hérlendis. Um 170 voru lagðir inn á sjúkrahús vegna hennar haustið 2009. Af þeim þurfti að leggja 22 inn á gjörgæsludeild. Lágu margir í öndunarvélum vikum saman. 19.2.2011 06:00
Skipstjórinn viðurkenndi mistök Skipstjórinn á Goðafossi hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá norsku lögreglunni að hafa tekið ranga stefnu þegar skipið strandaði, að sögn fréttavefs norska ríkissjónvarpsins. Fleiri úr áhöfn skipsins hafa verið yfirheyrðir. 19.2.2011 06:00
Lýst eftir góðum verkum Nú eru að verða síðustu forvöð fyrir lesendur að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins en tilnefningarfrestur rennur út á mánudag. 19.2.2011 05:00
Yfir 500 námsleiðir kynntar Háskóladagurinn verður haldinn í dag. Kynning verður á námsframboði næsta árs í háskólum á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð. Kynningarnar fara fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Kynntar verða yfir 500 mismunandi námsleiðir. 19.2.2011 04:30
Vilja samhæfa viðbrögð allra Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra telur koma til greina að á vegum ráðuneytisins verði skipuð sérstök verkefnisstjórn vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti ráðherra eftir skoðun hennar á þessu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni. 19.2.2011 04:00
Ingólfur fundinn Ingólfur Snær Víðisson er kominn í leitirnar. Lögreglan lýsti eftir honum í dag eftir að hann fór að heiman í janúar síðastliðnum. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. 18.2.2011 22:15
Föstudagsviðtalið: Leyndarhyggjan verður að víkja Ferill Ólafs Sigurðssonar á fjölmiðlum hófst á Vísi árið 1963 og var hann þar í tvö ár, en sneri aftur í fjölmiðlabransann árið 1974 þegar hann byrjaði á Útvarpinu. Þar var Ólafur fram til ársins 1980 þegar hann fór yfir á fréttastofu Sjónvarps, þar sem hann starfaði í aldarfjórðung allt til 2006 þegar hann lét af störfum 18.2.2011 20:00
Hundrað manna úrtak segir nákvæmlega ekki neitt "Þetta segir nákvæmlega ekki neitt. Það er betra að gera ekki neitt en að birta svona upplýsingar og láta sem þetta segi eitthvað,“ segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um 100 manna úrtak af þeim tæplega 38 þúsund nöfnum sem voru skráð á vefinn kjosum.is 18.2.2011 16:37
Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni fæddum 1995, sem fór heiman frá sér þann janúar síðastliðinn. Ingólfur er 180 sentimetrar á hæð, þrekinn stutthærður með ljósar strípur með blá augu. Þegar hann fór að heiman var hann klæddur í svarta úlpu með hettu, bláar gallabuxur, hvítum skóm og í svörtum adidasbol . Síðast heyrðist frá Ingólfi þann níunda febrúar síðastliðinn. 18.2.2011 13:54
Tólf prósent nauðgunarmála árið 2008 enduðu með dómi Í nýrri skýrslu embættis ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að rannsókn lögreglu var hætt eða vísað frá í 63 prósent tilvika um nauðgun árið 2008. Í 25 prósent tilvika voru brotin felld niður hjá ríkissaksóknara en í 12 prósent þeirra féll dómur. 18.2.2011 17:53
Tvö börn í bílnum sem ekki voru í bílbelti Sjö ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í dag fyrir að vera ekki í bílbelti. Einn ökumaðurinn var einnig með tvö 12 til 13 ára gömul börn í bílnum sem voru ekki í belti. Hann játaði brot sitt greiðlega og þarf að greiða 40 þúsund króna sekt auk þess að fá þrjá punkta á ökuskírteinið. 18.2.2011 17:36
Femínistar leggjast gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Í ályktun kemur fram að félagið telji hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á að konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi. 18.2.2011 16:31
Kafarar kanna skemmdir á Goðafossi Undirbúningur er hafinn að því að dæla olíunni sem eftir er í Goðafossi úr skipinu. Eins og komið hefur fram hafa sérfræðingar náð að stöðva olíulekann úr skipinu sem strandaði nokkrar sjómílur út af Fredriksstad í Noregi. Kafarar eru þessa stundina að kanna skemmdir á skipinu en það situr fast á skeri um 100-200 metra frá landi. 18.2.2011 15:39
Ný íslensk vefverðlaun kynnt til sögunnar Farsímavefur Vísis er meðal þeirra vefja sem eru tilnefndir til Nexpo vefverðlaunanna, nýrra verðlauna sem verða veitt í fyrsta skipti á sýningunni Netið Expo í mars. 18.2.2011 15:38
Auglýst eftir dómurum við Hæstarétt Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laus til umsóknar þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands í samræmi við lög sett í fyrra þar sem meðal annars er veitt heimild til að fjölga dómurum tímabundið um þrjá. Þannig verði dómarar við Hæstarétt tólf talsins til að bregðast við því aukna álagi sem orðið hefur hjá dómstólum. 18.2.2011 15:25
Ökumenn fara sparlega með stefnuljósin Átak lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í að fylgjast með stefnuljósanotkun er enn í fullum gangi. 18.2.2011 14:42
Helmingur ökumanna í Skeiðarvogi yfir hámarkshraða Brot 162 ökumanna voru mynduð í Skeiðarvogi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Skeiðarvog í suðurátt, austan gatnamóta við Sólheima. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 314 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 52%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Nítján óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 59. Eftirlit lögreglunnar var tilkomið vegna ábendinga um hraðakstur en við Skeiðarvog eru bæði Vogaskóli og Menntaskólinn við Sund. 18.2.2011 14:38
BSRB átelur launahækkun dómara BSRB átelur ákvörðun kjararáðs um sérstakt tímabundið álag á laun til hæstaréttardómara og dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. 18.2.2011 14:34
Móðir hringdi í lögreglu vegna tölvunotkunar sonarins Fyrr í vikunni var lögregla kölluð að heimili á höfuðborgarsvæðinu vegna ágreinings um tölvunotkun. Þar áttu mæðgin í útistöðum en þrætueplið var tölvunotkun sonarins. Móðirin vildi meina að tölvunotkunin bitnaði á náminu en pilturinn sá hlutina ekki sömu augum. Reynt var miðla málum og síðan farið af vettvangi. Ekki er vitað hvort viðvarandi lausn fannst á tölvunotkun unglingsins á þessu heimili en vandamálið er ekki með öllu óþekkt. Um það vitna önnur útköll lögreglu af sama tagi. 18.2.2011 14:28
Lekinn úr Goðafossi hefur stöðvast Svo virðist vera sem olíulekinn í Goðafossi hafi stöðvast. Þetta kom fram í máli stjórnanda björgunaraðgerðanna í dag en Goðafoss strandaði í Oslófirði í gærkvöldi. Olían sem lak úr skipinu hefur nú náð landi á tveimur stöðum, á Akeroya og á Vikertangen á Asmalöy. Norsku strandgæslunni hefur verið hrósað fyrir góðan viðbragðstíma, en olíugirðingar voru komnar umhverfis skipið sex tímum eftir strandið. 18.2.2011 14:28
Siðanefnd BÍ vísar frá kæru Öryrkjabandalagsins Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá sér kæru sem Öryrkjabandalag Íslands lagði fram til nefndarinnar vegna fréttar Stöðvar 2 um málefni Freyju Dísar Númadóttir. Fréttin birtist þann 15. desember 2010 og var innlegg í umfjöllun um stöðu öryrkja á Íslandi. Í áliti Siðanefndarinnar segir að nefndin telji aðild kæranda ekki uppfylla skilyrði siðareglna Blaðamannafélagsins um hagsmunatengsl milli kæranda og kæruefnis. Af þessari ástæðu verður málið ekki tekið til efnislegrar umfjöllunar. 18.2.2011 14:09
Attac samtökin krefjast þess að forsetinn vísi Icesave til þjóðarinnar Attac samtökin á Íslandi krefjast þess að forseti Íslands vísi Icesave samningnum til þjóðarinnar og tryggi með því lágmarkslýðræði. 18.2.2011 13:39
Fjölskyldan sátt við lokað þinghald yfir Þorvarði Þinghald yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni verður lokað. Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaði um þetta í morgun. Þorvarður Davíð er ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðist á föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Þórðarson, í nóvember á síðasta ári. 18.2.2011 13:35
Stóllinn Magni fer í Hörpu Í ráðstefnusali Hörpunnar hefur verið valinn stóllinn Magni en hann er hannaður af Valdimar Harðarsyni arkitekt. Hann er framleiddur á Íslandi hjá Stáliðjunni í Kópavogi og Zenus bólstrun. Magni verður einnig í hvíldar og kaffirými listamanna. Samtals verða framleiddir 970 stólar af Magna fyrir Hörpu. 18.2.2011 13:24
Ráðherra fer að ráðleggingum Hafró Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur nú gefið út reglugerðir um auknar heimildir til loðnuveiða í samræmi við tillögur Hafrannsóknarstofnunar frá því í gær. Aukningin nemur alls 65 þúsund tonnum og fer nær öll til íslenskra fiskiskipa eða 64,4 þúsund tonn. 18.2.2011 13:06
Móðir grætur á öxl dóttur sinnar - Áhrif heimilisofbeldis Börn sem horfa upp á fjölskyldumeðlimi sína, móður eða systkyni, verða fyrir ofbeldi eiga til að fyllast sektarkennd yfir því að þau hafi ekki sjálf orðið fyrir ofbeldi. Einnig er algengt að þeim líði illa yfir því að þau hafi ekki hjálpað þeim sem varð fyrir ofbeldinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla um félagslegan stuðning og úrræði fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. 18.2.2011 13:00
Opið í Bláfjöllum og fínasta veður Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnar klukkan tvö í dag og verður opið til klukkan níu í kövld. Fínasta veður er í fjöllunum, 5 til 10 metrar á sekúndu og hálfskýjað. 18.2.2011 12:47
Gylfi furðar sig á launahækkun dómara Kjararáð hefur úrskurðað að dómarar við Hæstarétt Íslands og Héraðsdóm Reykjavíkur fái 100 þúsund króna launahækkun á mánuði næstu tvö árin vegna aukins álags. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ furðar sig á þessari ákvörðun kjararáðs þar sem Alþingi hafi nýlega tekið ákvörðun um fjölgun dómara bæði hjá héraðsdómi og Hæstarétti. 18.2.2011 12:13
Vilja nýtt stéttarfélag öryrkja - mótmæltu á Bessastöðum Tvær konur tóku sér stöðu fyrir utan Bessastaði á meðan andstæðingar Icesave-frumvarpsins afhentu forsetanum undirskriftir. Konurnar tvær voru meðal annars merktar siðbót og sögðust vilja stofna nýtt stéttarfélag öryrkja. 18.2.2011 12:05
67 höfundar fá ritlaun Í dag kom í ljós hverjir fengu úthlutað ritlaunum úr Launasjóði rithöfunda. Þrír fengu úthlutað tveggja ára ritlaunum, þau Jón Kalman Stefánsson, Kristín Ómarsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir. 18.2.2011 11:52
Sprengjugengið með litasjónhverfingar Sprengjugengi Háskóla Íslands verður með fjórar sýningar í Háskólabíói á morgun í tilefni af aldarafmæli skólans. Þegar Sprengjugengið er á ferðinni upplifa áhorfendur ótrúlegar litasjónhverfingar, óvenjulegar gastegundir á sveimi og ógurlegar sprengingar sem kitla hlustirnar. Sýningarnar núna eru með stærra móti enda fagnar Sprengjugengið ári efnafræðinnar og auðvitað aldarafmæli Háskóla Íslands. Færri komust að en vildu í fyrra á sýningar Sprengjugengisins og verða þær því tvöfalt fleiri í ár með ljósgangi, litadýrð og sprengingum klukkan 12:00, 13:00, 14:00 og 15:00. Sprengjugengið er djarfur hópur efnafræðinema við Háskóla Íslands sem vakið hefur landsathygli fyrir háskalegar efnafræðisýningar á heimsmælikvarða. Sérfræðingarnir í Sprengjugenginu eru þekktir fyrir að skapa efnabrellusýningar sem láta áhorfendur gjarnan gapa af undrun. Sýningar sprengjugengisins eru fyrir alla á meðan húsrúm leyfir og er ókeypis aðgangur. 18.2.2011 11:39
Forsetinn kominn með undirskriftirnar - gefur ekkert upp Forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar á Kjosum.is hafa afhent Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, undirskriftir rúmlega 37 þúsund einstaklinga sem skora á forsetann að skrifa ekki undir Icesave-frumvarpið og vísa því í dóm þjóðarinnar. Ólafur Ragnar lét ekkert uppi um hvort hann hyggst samþykkja frumvarpið eða efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hann sagðist þó reikna með að taka sér nokkra daga til að taka ákvörðun. Forsvarsmenn söfnunarinnar tilkynntu við afhendinguna að þeir hefðu fengið Miðlun til að hringja í hluta þeirra sem skráðir eru á listann. Ekki hefðu allir svarað en enginn sem hringt var í neitaði því að hafa sett nafn sitt á listann. Sem kunnugt er hefur söfnunin verið gagnrýnd fyrir að fólk getur ekki flett því upp hvort það sjálft er skráð á listann. 18.2.2011 11:34
Safna undirskriftum gegn Ódrjúgshálsi Undirskriftasöfnun er hafin á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skorað er á alþingismenn að samþykkja lagafrumvarp um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta. 18.2.2011 11:28
Olían úr Goðafossi hefur náð landi Olían úr Goðafossi hefur náð landi við Akeröya í Noregi. Björgunarstörf eru í fullum gangi við að hreinsa olíuna sem lekið hefur úr skipinu frá því það strandaði í gærkvöldi. 18.2.2011 11:16
Fá börn komast í sérhannaða meðferð Fæst börn sem búa við ofbeldi gegn móður og dvejast í Kvennaathvarfinu, uppfylla skilyrði til að fá að taka þátt í nýrri hópmeðferð á vegum Barnaverndarstofu. Miklar vonir voru bundnar við þetta úrræði fyrir börn sem búa við ofbeldi en það hefur ekki gengið eftir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla á félagslegum stuðningi og úrræðum fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. Þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá að taka þátt í meðferðinni eru að börnin tali íslensku, að þau séu eldri en fimm ára og að þaú búi ekki lengur á hemili þar sem ofbeldi á sér stað. Að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins uppfylla fæst börnin öll þessi skilyrði. Algengt er að börn komi og dveli í Kvennaathvarfinu með mæðrum sínum. Athvarfið tilkynnir til barnaverndar um mál er varða börn sem búa við ofbeldi gegn móður. Þar með er litið svo á að sksyldu um stuðning við börn hafi verið framfylgt, þar er athvarfið hefur engin önnur úrræði fyrir börnin. Aðeins nokkrum börnum vísað í meðferðina Miklar vonir voru bundnar við hópmeðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu og var Kvennaathvarfinu veitt sérstök heimild til að vísa börnum beint þangað, án milligöngu barnaverndaryfirvalda. Það fyrirkomulag hefur hins vegar ekki virkað sem skyldi því athvarfið hefur aðeins getað vísað nokkrum börnum í meðferðina. "Aðal þjónustan sem við sjáum að þessar fjölskyldur fá er hin almenna félagsþjónusta í sambandi við húsnæði eða fjárhagsaðstoð eða þess háttar. Við sjáum svo sem ekki mikið þar fyrir utan. Það er náttúrulega til þetta úrræði fyrir börn sem bjuggu við ofbeldi, sem Barnaverndarstofa setti á laggirnar, sem er rosalega flott, en hefur svo sem ekki nýst mörgum börnum hingað til," er haft eftir framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins í skýrslu Barnaheilla. Fara aftur heim í fjárhagslegt öryggi Samkvæmt tölum úr athvarfinu fer um helmingur kvenna aftur heim í sömu aðstæður að dvölinni lokinni. Samkvæmt starfskonu Kvennaathvarfsins virðist ekki líklegra að konur yfirgefi ofbeldismann barnanna vegna heldur geti hið gagnstæða átt við. "Við sjáum ekkert síður að konur með börn fari aftur heim heldur en barnlausu konurnar. Börnin eru þá ekki endilega fyrirstaða ... og jafnvel gefa sumar þær skýringar að þær fari heim aftur til ofbeldismannsins af því þær geti ekki boðið börnunum mannsæmandi líf án fjárhagslegs öryggis sem þau hafa heima," segir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 18.2.2011 11:06
Koma sér upp eigin vatnsveitu Borunum vegna vatnsveitu í Perluhvammi á Álfsnesi lauk um það bil sem ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær. 18.2.2011 11:00
Skólarnir fá 200 milljónir Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að auka fjárheimildir menntasviðs Reykjavíkur um 200 milljónir króna. Fulltrúar foreldra funduðu í gær með borgarstjóra og formanni menntasviðs. Tekist er á um tölur. 18.2.2011 11:00
Safna fé fyrir kvennadeildina Líf, styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans, stendur fyrir landssöfnun á Stöð tvö í mars. Markmiðið er að safna fé til endurbóta og nútímavæðingar kvennadeildar Landspítalans. 18.2.2011 11:00
500 manns í Ráðhúsinu Hátt í 500 manns sóttu fund sem Reykjavíkurborg efndi til í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur síðdegis í gær. Yfirskrift fundarins var ,,Skólastarf á tímum efnahagsþrenginga". Foreldrar, kennarar og leikskólakennarar fjölmenntu á fundinn og lögðu vörðu fyrir framan ráðhúsið borgarstjóra til eignar. ,,Skólavarðan" á að minna á að standa eigi vörð um velferð barna í borginni. Á fundinum tóku þau Jón Gnarr, borgarstjóri og Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, til máls. Fram kom í þeirra málflutningi að borgin muni ekki standa fyrir breytingum á núverandi kerfi nema að tryggt sé að breytingin sé þess virði bæði með tilliti til hagræðingar og faglegra sjónarmiða. Það væri sameiginlegt hagsmunamál allra aðila að vernda lærdómsumhverfi barnanna í borginni en það þurfi að nýta opinbert fé til rekstrarins sem best. Að loknum framsögum var opnað fyrir spurningar og sátu auk Jóns og Oddnýjar, þau Ragnar Þorsteinsson,fræðslustjóri, og Ragnhildur E. Bjarnadóttir, sviðsstjóri Leikskólasviðs, fyrir svörum. Fundargestir vörpuðu fram fjölda spurninga sem þeir óskuðu svara við frá fulltrúum borgarinnar. Fundurinn stóð klukkutíma lengur en áætlað var og lauk klukkan 20. 18.2.2011 10:21
Opið í Hlíðarfjalli Hlíðarfjall er opið í dag og fínasta færi er í fjallinu, logn, tveggja gráða frost og fallegt veður. Svæðið opnar klukkan tíu og verður opið til klukkan sjö í kvöld. 18.2.2011 09:25
Fundu laumufarþega í bíl Lögreglan á Selfossi fann einskonar laumufarþega í bíl, sem hún stöðvaði við reglubundið eftirlit í nótt. Fimm manns voru í bílnum, og var mannskapurinn að koma af skemmtistað, en ökumaður var í góðu standi. 18.2.2011 08:31
Sjaldgæft að sérfræðingar tali við börnin um ofbeldi Úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant og víða er mikill skortur á verklagsreglum. Samráð og samstarf skortir hjá þeim stofnunum sem taka að sér slík mál. Þetta er álit Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. 18.2.2011 08:30
Vill sitja áfram Vilmundur Jósefsson hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins (SA). Formaður verður kosinn með rafrænum hætti meðal aðildarfyrirtækja í aðdraganda aðalfundar samtakanna sem fram fer 7. apríl. 18.2.2011 08:30