Fleiri fréttir Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. 18.1.2011 16:24 Jón Gnarr telur niður í kosningar Jón Gnarr borgarstjóri er byrjaður að telja niður í kosningar. Á fésbókarsíðu sína í fyrradag vísar hann í orð Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra sem sagði „Það er ekki fyrir mennskan mann að standa í þessu starfi,“ um borgarstjórastarfið. Sjálfur segist Jón Gnarr reyna að taka einn dag í einu. „Það eru nú ekki nema rétt rúmlega 1000 dagar eftir,“ segir Jón Gnarr. 18.1.2011 14:06 Hafna að setja kirkju að veði fyrir gjöldum Andrey Tsyganov, sendiherra Rússlands á Íslandi, gekk á fund Jóns Gnarr borgarstjóra í desember og sýndi honum uppdrætti að kirkjubyggingu og safnaðarheimili sem rússneska rétttrúnaðarkirkjan hyggst reisa á Bræðraborgarstíg og Bakkastíg. 18.1.2011 05:30 Vilja að ríkið kaupi land HS orku Reykjanesbær ætlar að bjóða ríkinu að kaupa land bæjarins sem HS orka nýtir fyrir virkjun sína á Reykjanesi. Með því komist landið og þær jarðauðlindir sem því fylgir í ríkiseigu. Tillaga þessa efnis var lögð fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í dag. 18.1.2011 22:39 Bílvelta við Brúará: Farþegi kastaðist út úr bílnum Ökmaður bifreiðar missti stjórn á bíl sínum á Biskupstungnabraut við Brúará um hálf þrjúleytið í dag. Sex voru í bílnum og kastaðist einn farþegi út um afturrúðu bílsins og hlaut skurð á höfði. 18.1.2011 21:22 Bráðsmitandi pest með svæsnum uppköstum og niðurgangi Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna bráðsmitandi niðurgangspestar, og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar er álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. 18.1.2011 20:07 Voru viðstödd fæðinguna - bíða viðbragðra indverskra stjórnvalda Foreldrar Jóels Færseths Einarssonar, sem fæddist af indverskri staðgöngumóður fyrir skömmu, segjast lítil samskipti hafa haft við staðgöngumóðurina, en hafi þó verið viðstödd fæðinguna. Þau eru föst á Indlandi, en beðið er viðbragða indverskra stjórnvalda um forræði yfir drengnum og ríkisfang. 18.1.2011 19:49 Biðlistar hjá BUGL Bráðamálum hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgaði um hundrað milli síðasta árs og 2009. Það eru meðal annars börn sem þjökuð eru af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugleiðingum. Biðlistar lengjast og bíða nú 93 börn eftir þjónustu. 18.1.2011 18:56 Frumvarp um ný kvótalög kemur fram í febrúar Sjávarútvegsráðherra segir að frumvarp um stjórnun fiskveiða muni að öllum líkindum líta dagsins ljós í næsta mánuði. Máli gegn honum vegna ákvörðun um að gefa úthafsrækjuveiðar frjálsar var vísað frá Héraðsdómi í dag og verður því áfrýjað til Hæstaréttar. 18.1.2011 18:45 Mistök að innleiða ESB-tilskipun um orkumál Fjármálaráðherra segir að það hafi verið mistök að skipta upp orkuvinnslu og dreifingu á sínum tíma, sem varð til þess að HS-Orka komst í eigu einkaaðila. Hann segir stjórnvöld vilja ganga til samninga við Magma Energy um eignarhaldið á HS-Orku. 18.1.2011 18:45 Neyðarkall til ríkisstjórnarinnar Þriðjungur vinnufærra manna á Flateyri er nú án atvinnu. Fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi var lýst gjaldþrota í gær en þá töpuðust fjörtíu og tvör störf. Þá missa sjö til viðbótar atvinnu þegar öldrunarheimilinu Sólborg verður lokað í apríl. 18.1.2011 18:44 Staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu inn á salerni á skemmtistað í Reykjavík um síðustu helgi. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 11. febrúar samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 18.1.2011 17:58 Þyrlan sækir slasaðan vélsleðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í Glerárdal, við Kistu, til að sækja vélsleðamann sem ók fram af snjóhengju og slasaðist við fallið. Ekki er vitað hversu mikið maðurinn er slasaður en hann var á ferð með hópi vélsleðamanna. 18.1.2011 17:23 Staðfesti gæsluvarðhald yfir Sigurjóni Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Sigurjón var á föstudaginn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar. Sigurjón kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem eins og fyrr segir fellst á gælsuvarðhaldskröfu sérstaks saksóknara. 18.1.2011 17:13 Úrsögnin ekki áfall Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir það ekki áfall fyrir flokkinn að formaður félags Vinstri grænna í Kópavogi hafi sagt sig úr flokknum. Nú sé unnið að sáttum innan þingflokksins og það gangi vel. 18.1.2011 17:02 Forsætisráðherra segir framganginn í dómskerfinu dapurlegan „Mikið finnst mér dapurlegt að einu réttarhöldin í tengslum við hrunið sem eithvað kveður að enn um sinn, séu vegna 9 menninganna svo nefndu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. 18.1.2011 16:47 Hátt í 90% hlynnt staðgöngumæðrun Um 87% eru fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði gerð lögleg á Íslandi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. Einungis 13% eru því andvíg. Könnunin var gerð dagana 11. - 14. janúar í gegnum síma og um 890 manns svöruðu. 18.1.2011 16:38 Svavar Halldórsson braut gegn siðareglum Svavar Halldórsson gerðist brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands samkvæmt úrskurði sem birtur var í dag. Vottar Jehóvar kærðu Svavar til siðanefndar BÍ vegna umfjöllunar um meint kynferðisofbeldi innan Votta Jehóva í nóvember síðastliðnum. Vottar Jehóva sökuðu Svavar um ærumeiðingar í umfjöllun sinni. Siðanefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Svavar hafi gert sekur um brot á 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands og að brot hans sé ámælisvert. 18.1.2011 16:25 Níumenningarnir: "Þetta var bardagi og slagsmál" Hróp og köll voru gerð að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi í máli níumenningana. Lögreglumaðurinn lýsti árásinni sem hörðum bardaga og slagsmálum og sagði vanta allan hafragraut í mótmælendur. 18.1.2011 15:20 Bjartsýn á að staðgöngumæðrun verði leyfð Landssamband sjálfstæðiskvenna stóð fyrir opnum fundi um staðgöngumæðrun í Valhöll í dag. 18.1.2011 15:13 Verðmæti fyrirtækjanna haldið leyndu Það hefur aldrei gerst í sögunni að ekki hafi verið upplýst um söluverðmæti einkavæddra fyrirtækja, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Guðlaugur er ósáttur við svör sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gaf á Alþingi gær um söluandvirði eignarhaldsfélagsins Vestia sem var á dögunum selt frá Landsbankanum yfir til Framtakssjóðs Íslands. 18.1.2011 15:12 Saga Akraness tilbúin eftir áratugarskrif Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur mun í dag afhenda Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi, handrit fyrstu tveggja binda Sögu Akraness við athöfn sem fram fer í Kirkjuhvoli og hefst klukkan fimm. 18.1.2011 14:47 Níumenningarnir: Myndbandsupptökum úr Alþingi eytt Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. 18.1.2011 14:27 Verðmerkingum ábótavant hjá líkamsræktarstöðvum Engin verðskrá var sýnileg hjá fimm af þeim 21 líkamsræktarstöð sem starfsmaður Neytendastofu heimsótti á dögunum í þeim tilgangi að kanna slíkt. Þær líkamsræktarstöðvar sem höfðu enga verðskrá sýnilega voru Bootcamp, Grand Spa, Nordica Spa, Sporthúsið og World Class Spönginni og hjá einni stöð, Baðhúsinu, var einungis lítill hluti af verðskrá sýnilegur. 18.1.2011 14:14 Sérstakt eftirlit lögreglu: Þrír óku undir áhrifum Tæplega þrjú hundruð ökumenn hafa verið stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Þrír ökumenn reyndust ölvaðir og/eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Tveimur til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum. Við þetta eftirlit hefur það vakið athygli lögreglumanna að allmargir ökumenn nota ekki bílbelti. Slíkt kemur nokkuð á óvart enda á öllum að vera ljóst mikilvægi þeirra. 18.1.2011 13:26 Níumenningarnir: Þingvörður segir Alþingi hafa verið í hættu Aðalmeðferð yfir níumenningunum hófst aftur eftir hádegishlé nú rétt eftir klukkan eitt. Fyrir dóminn mætti þingvörður sem sagði að Alþingi hefði verið í raunverulegri hættu þegar fólkið gerði tilraun til að komast á þingpallana. 18.1.2011 13:17 Segir hæpnar forsendur fyrir eignarnámi á HS orku Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS orku segir hæpið að forsendur séu fyrir því að ríkið geti gripið til eignarnáms til að vinda ofan af kaupum Magma á HS orku. Hann segir allt velta á því hverju íslensk stjórnvöld vilji ná fram en fyrirtækið sé tilbúið til viðræðna. 18.1.2011 12:38 Strætisvagn og jeppi lentu í árekstri á Hringbraut Stætisvagn og jeppi lentu í árekstri á Hringbraut, til móts við BSÍ, rétt í þessu. Lögregla hefur lokað götunni. 18.1.2011 11:34 Sigurjón Brink látinn Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, sem er betur þekktur sem Sjonni, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Garðabæ í gærkvöldi. Sigurjón var fæddur í Reykjavík 29. ágúst 1974. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Þórunni Ernu Clausen, og fjögur börn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldu hans. 18.1.2011 11:31 Allt morandi í mordýrum Það er ekki á hverjum degi sem fólk verður jafn vart við mordýr og gerðist á Siglufirði um helgina. Þar var ekki þverfótað fyrir þeim í snjónum. Mordýr eru hins vegar mjög algeng og segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur að það sé allt morandi í þeim. 18.1.2011 11:21 Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi. 18.1.2011 11:18 Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18.1.2011 10:41 Frávísun í rækjumáli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli útgerðarfélagsins Ramma gegn íslenska ríkinu. Útgerðarfélagið krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi verið óheimilt að gefa veiðar á úthafsrækja frjálsar á fiskveiðitímabilinu 2010/1011. 18.1.2011 10:24 Árangur handboltalandsliðsins stjórnar afslættinum Bensínstöðvar ÓB hafa tekið upp á því að láta „strákana okkar“ á HM í handbolta í Svíþjóð stjórna því hve mikill afsláttur er gefinn daginn eftir hvern leik íslenska liðsins. Ísland lagði Japan í gær með fjórtán marka mun og í tilefni af því er fjórtán krónu afsláttur af eldsneytinu hjá ÓB í dag. Svo er bara að vona að strákarnir taki Austurríkismenn í bakaríið í kvöld. 18.1.2011 10:22 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18.1.2011 10:12 Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18.1.2011 09:59 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18.1.2011 09:22 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18.1.2011 09:14 Tíu karlar í starfshópi um jafnrétti kynjanna Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðum um jafnrétti kynja og auka aðild karla að jafnréttisstarfi. 18.1.2011 09:01 Þrýst á markvissari viðræður Samninganefnd Starfsgreinasambandsins ákvað á fundi í gær að vísa kjaradeilu sambandsins við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Að mati samninganefndarinnar hefur hægt miðað og því sé mikilvægt að þrýsta á um markvissari viðræður sem leiddar verði af ríkissáttasemjara. Er það von Starfsgreinasambandsins að það skili kjarasamningi aðila í höfn frekar fyrr en síðar. 18.1.2011 09:00 Kanna sýkingu í sumargotssíldinni Hafrannsóknaskipið Dröfn RE er nú komið inn á Breiðafjörðinn til að kanna sýkingu í íslensku sumargotsíldinni, sem fór að herja á stofninn árið 2008 og hefur skert hann verulega. 18.1.2011 08:24 Herjólfur siglir til Þorlákshafnar næstu daga Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar næstu daga í stað Landeyjahafnar. Á vef Siglingastofnunar segir að útlit sé fyrir mikla ölduhæð við Suðurströndina næstu daga, sem mun hamla siglingum til Landeyjahafnar. 18.1.2011 07:37 Fótgangandi varaðir við hálkunni Mikið annríki var á slysadeild Landspítalans í gær og alveg fram á kvöld, vegna óvenju margra hálkuslysa á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á öllum aldri leitaði þangað mis illa leikið, eftir að hafa dottið á gangstéttum og bílastæðum. 18.1.2011 07:14 Áskilja sér rétt til að verja eigur sínar ytra Slitastjórn Glitnis er aftur komin í hart við svokallaða sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York, þrátt fyrir að dómari hafi vísað málinu frá að uppfylltum skilyrðum. Það eru einmitt þau skilyrði sem nú er tekist á um fyrir dómnum. 18.1.2011 07:00 Ívari sleppt úr gæsluvarðhaldi Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í gær. Yfirheyrslum yfir honum er lokið í bili og þess vegna taldi sérstakur saksóknari ekki þörf á að halda honum lengur á bak við lás og slá. 18.1.2011 06:15 Sjá næstu 50 fréttir
Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. 18.1.2011 16:24
Jón Gnarr telur niður í kosningar Jón Gnarr borgarstjóri er byrjaður að telja niður í kosningar. Á fésbókarsíðu sína í fyrradag vísar hann í orð Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra sem sagði „Það er ekki fyrir mennskan mann að standa í þessu starfi,“ um borgarstjórastarfið. Sjálfur segist Jón Gnarr reyna að taka einn dag í einu. „Það eru nú ekki nema rétt rúmlega 1000 dagar eftir,“ segir Jón Gnarr. 18.1.2011 14:06
Hafna að setja kirkju að veði fyrir gjöldum Andrey Tsyganov, sendiherra Rússlands á Íslandi, gekk á fund Jóns Gnarr borgarstjóra í desember og sýndi honum uppdrætti að kirkjubyggingu og safnaðarheimili sem rússneska rétttrúnaðarkirkjan hyggst reisa á Bræðraborgarstíg og Bakkastíg. 18.1.2011 05:30
Vilja að ríkið kaupi land HS orku Reykjanesbær ætlar að bjóða ríkinu að kaupa land bæjarins sem HS orka nýtir fyrir virkjun sína á Reykjanesi. Með því komist landið og þær jarðauðlindir sem því fylgir í ríkiseigu. Tillaga þessa efnis var lögð fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í dag. 18.1.2011 22:39
Bílvelta við Brúará: Farþegi kastaðist út úr bílnum Ökmaður bifreiðar missti stjórn á bíl sínum á Biskupstungnabraut við Brúará um hálf þrjúleytið í dag. Sex voru í bílnum og kastaðist einn farþegi út um afturrúðu bílsins og hlaut skurð á höfði. 18.1.2011 21:22
Bráðsmitandi pest með svæsnum uppköstum og niðurgangi Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna bráðsmitandi niðurgangspestar, og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar er álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. 18.1.2011 20:07
Voru viðstödd fæðinguna - bíða viðbragðra indverskra stjórnvalda Foreldrar Jóels Færseths Einarssonar, sem fæddist af indverskri staðgöngumóður fyrir skömmu, segjast lítil samskipti hafa haft við staðgöngumóðurina, en hafi þó verið viðstödd fæðinguna. Þau eru föst á Indlandi, en beðið er viðbragða indverskra stjórnvalda um forræði yfir drengnum og ríkisfang. 18.1.2011 19:49
Biðlistar hjá BUGL Bráðamálum hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgaði um hundrað milli síðasta árs og 2009. Það eru meðal annars börn sem þjökuð eru af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugleiðingum. Biðlistar lengjast og bíða nú 93 börn eftir þjónustu. 18.1.2011 18:56
Frumvarp um ný kvótalög kemur fram í febrúar Sjávarútvegsráðherra segir að frumvarp um stjórnun fiskveiða muni að öllum líkindum líta dagsins ljós í næsta mánuði. Máli gegn honum vegna ákvörðun um að gefa úthafsrækjuveiðar frjálsar var vísað frá Héraðsdómi í dag og verður því áfrýjað til Hæstaréttar. 18.1.2011 18:45
Mistök að innleiða ESB-tilskipun um orkumál Fjármálaráðherra segir að það hafi verið mistök að skipta upp orkuvinnslu og dreifingu á sínum tíma, sem varð til þess að HS-Orka komst í eigu einkaaðila. Hann segir stjórnvöld vilja ganga til samninga við Magma Energy um eignarhaldið á HS-Orku. 18.1.2011 18:45
Neyðarkall til ríkisstjórnarinnar Þriðjungur vinnufærra manna á Flateyri er nú án atvinnu. Fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi var lýst gjaldþrota í gær en þá töpuðust fjörtíu og tvör störf. Þá missa sjö til viðbótar atvinnu þegar öldrunarheimilinu Sólborg verður lokað í apríl. 18.1.2011 18:44
Staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu inn á salerni á skemmtistað í Reykjavík um síðustu helgi. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 11. febrúar samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 18.1.2011 17:58
Þyrlan sækir slasaðan vélsleðamann Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í Glerárdal, við Kistu, til að sækja vélsleðamann sem ók fram af snjóhengju og slasaðist við fallið. Ekki er vitað hversu mikið maðurinn er slasaður en hann var á ferð með hópi vélsleðamanna. 18.1.2011 17:23
Staðfesti gæsluvarðhald yfir Sigurjóni Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Sigurjón var á föstudaginn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar. Sigurjón kærði úrskurðinn til Hæstaréttar sem eins og fyrr segir fellst á gælsuvarðhaldskröfu sérstaks saksóknara. 18.1.2011 17:13
Úrsögnin ekki áfall Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir það ekki áfall fyrir flokkinn að formaður félags Vinstri grænna í Kópavogi hafi sagt sig úr flokknum. Nú sé unnið að sáttum innan þingflokksins og það gangi vel. 18.1.2011 17:02
Forsætisráðherra segir framganginn í dómskerfinu dapurlegan „Mikið finnst mér dapurlegt að einu réttarhöldin í tengslum við hrunið sem eithvað kveður að enn um sinn, séu vegna 9 menninganna svo nefndu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. 18.1.2011 16:47
Hátt í 90% hlynnt staðgöngumæðrun Um 87% eru fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði gerð lögleg á Íslandi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. Einungis 13% eru því andvíg. Könnunin var gerð dagana 11. - 14. janúar í gegnum síma og um 890 manns svöruðu. 18.1.2011 16:38
Svavar Halldórsson braut gegn siðareglum Svavar Halldórsson gerðist brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands samkvæmt úrskurði sem birtur var í dag. Vottar Jehóvar kærðu Svavar til siðanefndar BÍ vegna umfjöllunar um meint kynferðisofbeldi innan Votta Jehóva í nóvember síðastliðnum. Vottar Jehóva sökuðu Svavar um ærumeiðingar í umfjöllun sinni. Siðanefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Svavar hafi gert sekur um brot á 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands og að brot hans sé ámælisvert. 18.1.2011 16:25
Níumenningarnir: "Þetta var bardagi og slagsmál" Hróp og köll voru gerð að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi í máli níumenningana. Lögreglumaðurinn lýsti árásinni sem hörðum bardaga og slagsmálum og sagði vanta allan hafragraut í mótmælendur. 18.1.2011 15:20
Bjartsýn á að staðgöngumæðrun verði leyfð Landssamband sjálfstæðiskvenna stóð fyrir opnum fundi um staðgöngumæðrun í Valhöll í dag. 18.1.2011 15:13
Verðmæti fyrirtækjanna haldið leyndu Það hefur aldrei gerst í sögunni að ekki hafi verið upplýst um söluverðmæti einkavæddra fyrirtækja, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Guðlaugur er ósáttur við svör sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gaf á Alþingi gær um söluandvirði eignarhaldsfélagsins Vestia sem var á dögunum selt frá Landsbankanum yfir til Framtakssjóðs Íslands. 18.1.2011 15:12
Saga Akraness tilbúin eftir áratugarskrif Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur mun í dag afhenda Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi, handrit fyrstu tveggja binda Sögu Akraness við athöfn sem fram fer í Kirkjuhvoli og hefst klukkan fimm. 18.1.2011 14:47
Níumenningarnir: Myndbandsupptökum úr Alþingi eytt Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. 18.1.2011 14:27
Verðmerkingum ábótavant hjá líkamsræktarstöðvum Engin verðskrá var sýnileg hjá fimm af þeim 21 líkamsræktarstöð sem starfsmaður Neytendastofu heimsótti á dögunum í þeim tilgangi að kanna slíkt. Þær líkamsræktarstöðvar sem höfðu enga verðskrá sýnilega voru Bootcamp, Grand Spa, Nordica Spa, Sporthúsið og World Class Spönginni og hjá einni stöð, Baðhúsinu, var einungis lítill hluti af verðskrá sýnilegur. 18.1.2011 14:14
Sérstakt eftirlit lögreglu: Þrír óku undir áhrifum Tæplega þrjú hundruð ökumenn hafa verið stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Þrír ökumenn reyndust ölvaðir og/eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Tveimur til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum. Við þetta eftirlit hefur það vakið athygli lögreglumanna að allmargir ökumenn nota ekki bílbelti. Slíkt kemur nokkuð á óvart enda á öllum að vera ljóst mikilvægi þeirra. 18.1.2011 13:26
Níumenningarnir: Þingvörður segir Alþingi hafa verið í hættu Aðalmeðferð yfir níumenningunum hófst aftur eftir hádegishlé nú rétt eftir klukkan eitt. Fyrir dóminn mætti þingvörður sem sagði að Alþingi hefði verið í raunverulegri hættu þegar fólkið gerði tilraun til að komast á þingpallana. 18.1.2011 13:17
Segir hæpnar forsendur fyrir eignarnámi á HS orku Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS orku segir hæpið að forsendur séu fyrir því að ríkið geti gripið til eignarnáms til að vinda ofan af kaupum Magma á HS orku. Hann segir allt velta á því hverju íslensk stjórnvöld vilji ná fram en fyrirtækið sé tilbúið til viðræðna. 18.1.2011 12:38
Strætisvagn og jeppi lentu í árekstri á Hringbraut Stætisvagn og jeppi lentu í árekstri á Hringbraut, til móts við BSÍ, rétt í þessu. Lögregla hefur lokað götunni. 18.1.2011 11:34
Sigurjón Brink látinn Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, sem er betur þekktur sem Sjonni, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Garðabæ í gærkvöldi. Sigurjón var fæddur í Reykjavík 29. ágúst 1974. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Þórunni Ernu Clausen, og fjögur börn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldu hans. 18.1.2011 11:31
Allt morandi í mordýrum Það er ekki á hverjum degi sem fólk verður jafn vart við mordýr og gerðist á Siglufirði um helgina. Þar var ekki þverfótað fyrir þeim í snjónum. Mordýr eru hins vegar mjög algeng og segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur að það sé allt morandi í þeim. 18.1.2011 11:21
Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi. 18.1.2011 11:18
Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18.1.2011 10:41
Frávísun í rækjumáli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli útgerðarfélagsins Ramma gegn íslenska ríkinu. Útgerðarfélagið krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi verið óheimilt að gefa veiðar á úthafsrækja frjálsar á fiskveiðitímabilinu 2010/1011. 18.1.2011 10:24
Árangur handboltalandsliðsins stjórnar afslættinum Bensínstöðvar ÓB hafa tekið upp á því að láta „strákana okkar“ á HM í handbolta í Svíþjóð stjórna því hve mikill afsláttur er gefinn daginn eftir hvern leik íslenska liðsins. Ísland lagði Japan í gær með fjórtán marka mun og í tilefni af því er fjórtán krónu afsláttur af eldsneytinu hjá ÓB í dag. Svo er bara að vona að strákarnir taki Austurríkismenn í bakaríið í kvöld. 18.1.2011 10:22
Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18.1.2011 10:12
Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18.1.2011 09:59
Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18.1.2011 09:22
Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18.1.2011 09:14
Tíu karlar í starfshópi um jafnrétti kynjanna Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðum um jafnrétti kynja og auka aðild karla að jafnréttisstarfi. 18.1.2011 09:01
Þrýst á markvissari viðræður Samninganefnd Starfsgreinasambandsins ákvað á fundi í gær að vísa kjaradeilu sambandsins við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Að mati samninganefndarinnar hefur hægt miðað og því sé mikilvægt að þrýsta á um markvissari viðræður sem leiddar verði af ríkissáttasemjara. Er það von Starfsgreinasambandsins að það skili kjarasamningi aðila í höfn frekar fyrr en síðar. 18.1.2011 09:00
Kanna sýkingu í sumargotssíldinni Hafrannsóknaskipið Dröfn RE er nú komið inn á Breiðafjörðinn til að kanna sýkingu í íslensku sumargotsíldinni, sem fór að herja á stofninn árið 2008 og hefur skert hann verulega. 18.1.2011 08:24
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar næstu daga Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar næstu daga í stað Landeyjahafnar. Á vef Siglingastofnunar segir að útlit sé fyrir mikla ölduhæð við Suðurströndina næstu daga, sem mun hamla siglingum til Landeyjahafnar. 18.1.2011 07:37
Fótgangandi varaðir við hálkunni Mikið annríki var á slysadeild Landspítalans í gær og alveg fram á kvöld, vegna óvenju margra hálkuslysa á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á öllum aldri leitaði þangað mis illa leikið, eftir að hafa dottið á gangstéttum og bílastæðum. 18.1.2011 07:14
Áskilja sér rétt til að verja eigur sínar ytra Slitastjórn Glitnis er aftur komin í hart við svokallaða sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York, þrátt fyrir að dómari hafi vísað málinu frá að uppfylltum skilyrðum. Það eru einmitt þau skilyrði sem nú er tekist á um fyrir dómnum. 18.1.2011 07:00
Ívari sleppt úr gæsluvarðhaldi Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í gær. Yfirheyrslum yfir honum er lokið í bili og þess vegna taldi sérstakur saksóknari ekki þörf á að halda honum lengur á bak við lás og slá. 18.1.2011 06:15