Tíu karlar í starfshópi um jafnrétti kynjanna 18. janúar 2011 09:01 Jón Yngvi Jóhannsson er formaður starfshópsins Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðum um jafnrétti kynja og auka aðild karla að jafnréttisstarfi. Skipað er í starfshópinn í samræmi við tillögu til þingsályktunar í jafnréttismálum til fjögurra ára sem velferðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi, þar sem lögð er fram stefna ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum árin 2011-2014. Hópurinn skal fjalla um hvernig breikka megi náms- og starfsval karla og vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði. Hann á einnig að skoða áhrif staðalmynda kynjanna á stöðu karla í samfélaginu, hlutverkaval og þátttöku þeirra í verkefnum fjölskyldunnar. Gera þarf greiningu á stöðu karla í samfélaginu og möguleikum þeirra til virkrar þátttöku á nýjum og breyttum forsendum og skal starfshópurinn hafa frumkvæði að samstarfi um verkefni sem stuðla að því að slík greining fari fram. Starfshópurinn er eingöngu skipaður körlum og er formaður hans Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er heimilt að grípa til sérstakra aðgerða til að koma á jafnri stöðu kynjanna á ákveðnu sviði þar sem hallar á annað kynið og unnt að veita undanþágu frá jafnri skipan kynja í nefndir og ráð séu til þess hlutlægar ástæður. Starfshópinn skipa:Jón Yngvi Jóhannsson, formaðurAndrés Ingi Jónsson, blaðamaðurArnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla ÍslandsGeorg Páll Skúlason, formaður FBMHilmar Magnússon, utanríkisráðuneytiÓlafur Elínarson, ráðgjafi CapacentPétur Georg Markan, guðfræðinemiTheodór Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónnTryggvi Hallgrímsson, JafnréttisstofuÞórður Kristinsson, kennari Skipunartími starfshópsins er 14. janúar 2011 til 31. desember 2011. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nefnd er skipuð til að auka hlut karla í umræðum um jafnréttismál. Árið 1991 skipaði Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, nefnd um stöðu karla í breyttu samfélagi með jafnari fjölskylduábyrgð og verkaskiptingu. Þá skipaði Jafnréttisráð nefnd í ársbyrjun 1994 sem átti að stuðla að auknum hlut karla í umræðu um jafnréttismál og var nefndin oft kölluð „karlanefnd jafnréttisráðs". Þetta fyrirkomulag þótti gefa góða raun og með skipun starfshópsins nú er markmiðið að skapa nýjan vettvang til umræðu um hlut karla í jafnréttismálum, enda í samræmi við lögbundið hlutverk Jafnréttisstofu að auka virkni í jafnréttismálum, meðal annars með aukinni aðild karla að jafnréttisstarfi. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðum um jafnrétti kynja og auka aðild karla að jafnréttisstarfi. Skipað er í starfshópinn í samræmi við tillögu til þingsályktunar í jafnréttismálum til fjögurra ára sem velferðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi, þar sem lögð er fram stefna ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum árin 2011-2014. Hópurinn skal fjalla um hvernig breikka megi náms- og starfsval karla og vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði. Hann á einnig að skoða áhrif staðalmynda kynjanna á stöðu karla í samfélaginu, hlutverkaval og þátttöku þeirra í verkefnum fjölskyldunnar. Gera þarf greiningu á stöðu karla í samfélaginu og möguleikum þeirra til virkrar þátttöku á nýjum og breyttum forsendum og skal starfshópurinn hafa frumkvæði að samstarfi um verkefni sem stuðla að því að slík greining fari fram. Starfshópurinn er eingöngu skipaður körlum og er formaður hans Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er heimilt að grípa til sérstakra aðgerða til að koma á jafnri stöðu kynjanna á ákveðnu sviði þar sem hallar á annað kynið og unnt að veita undanþágu frá jafnri skipan kynja í nefndir og ráð séu til þess hlutlægar ástæður. Starfshópinn skipa:Jón Yngvi Jóhannsson, formaðurAndrés Ingi Jónsson, blaðamaðurArnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla ÍslandsGeorg Páll Skúlason, formaður FBMHilmar Magnússon, utanríkisráðuneytiÓlafur Elínarson, ráðgjafi CapacentPétur Georg Markan, guðfræðinemiTheodór Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónnTryggvi Hallgrímsson, JafnréttisstofuÞórður Kristinsson, kennari Skipunartími starfshópsins er 14. janúar 2011 til 31. desember 2011. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nefnd er skipuð til að auka hlut karla í umræðum um jafnréttismál. Árið 1991 skipaði Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, nefnd um stöðu karla í breyttu samfélagi með jafnari fjölskylduábyrgð og verkaskiptingu. Þá skipaði Jafnréttisráð nefnd í ársbyrjun 1994 sem átti að stuðla að auknum hlut karla í umræðu um jafnréttismál og var nefndin oft kölluð „karlanefnd jafnréttisráðs". Þetta fyrirkomulag þótti gefa góða raun og með skipun starfshópsins nú er markmiðið að skapa nýjan vettvang til umræðu um hlut karla í jafnréttismálum, enda í samræmi við lögbundið hlutverk Jafnréttisstofu að auka virkni í jafnréttismálum, meðal annars með aukinni aðild karla að jafnréttisstarfi.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira