Fleiri fréttir Tillitsleysi í umferðinni pirrar flesta Tæplega þrír af hverjum fjórum ökumönnum hafa verið undir álagi í umferðinni undanfarið samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu í nóvember síðastliðnum. Tæpur þriðjungur segist oft eða stundum vera undir álagi. 18.1.2011 05:15 Ófært og ólíðandi að SA dragi kvótann inn í kjarasamninga Það er ófært og ólíðandi að Samtök atvinnulífsins (SA) blandi áformum stjórnvalda um að endurskoða löggjöf um stjórn fiskveiða inn í viðræður um kjarasamninga, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í gær. 18.1.2011 05:15 Níumenningarnir fyrir dóm: Þriggja daga réttarhöld Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hefst í Héraðsdómur Reykjavíkur á morgun. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 17.1.2011 21:22 Sveik út humar og blóm Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir að stela greiðslukortum og svíkja út vörur og þjónustu fyrir um 117 þúsund krónur með því að láta skuldfæra andvirði þeirra á kortin. Á meðal þess sem maðurinn sveik út var áfengið fyrir tæpar 11 þúsund krónur, veitingar í Humarhúsinu fyrir um 35 þúsund krónur og leikjatölvu fyrir um 60 þúsund krónur. 17.1.2011 16:27 Sjónvarpskóngur ákærður: Við erum saklaus „Við komum fyrir dómara í dag og lýstum okkur algjörlega saklaus af öllum ásetningi. Þetta mál er með hreinum ólíkindum,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN. Hann og eiginkona hans voru í desember ákærð fyrir skattalagabrot og krafin um rúmar 11 milljónir króna. 17.1.2011 17:22 Líkir málflutningi Landsbankamanna við Nurnberg réttarhöldin „Ég held að það væri nær að Íslendingar bæðu Breta afsökunar," segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann er ekki par hrifinn af ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem sagði í samtali við The Wall Street Journal að Gordon Brown ætti að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að Ísland væri gjaldþrota í miðju efnahagsfárviðrinu. 17.1.2011 15:08 Ók á ljósastaur Umferðaróhapp varð á Miklubraut skammt frá gatnamótunum við Grensásveg á áttunda tímanum í kvöld. Bifreið var ekið á ljósastaur og þurfti að flytja ökumanninn á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ökumaðurinn ekki mikið slasaður. Hann var einn í bifreiðinni. 17.1.2011 20:50 Afhentu þingflokksformönnum ályktun um fiskinn Formaður Vinstri grænna í Reykjavík og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík afhentu í dag, þingflokksformönnum Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ályktun stjórna félaganna um fiskiauðlindina í þjóðareign. 17.1.2011 20:28 Miskunnarlausari og hættulegri árásir „Ég skyldi ætla að fólk vissi að það væri hættulegt að sparka í höfuðið á mönnunum því innan kúpunnar er afskaplega viðkvæmt líffæri sem ekki endurnýjar sig svo auðveldlega eftir áverka eða uppákomur," segir Elísabet Benediktz, yfirlæknir Slysa- og bráðamóttöku Landspítala. 17.1.2011 20:09 Foreldrar kaupi umhverfisvottaðar barnavörur Ýmsar vörur sem ætlaðar eru börnum gætu haft skaðleg áhrif á þroska þeirra. Sérfræðingur Umhverfisstofnunnar hvetur foreldra til að kynna sér málið og velja vörur sem eru umhverfisvottaðar. 17.1.2011 19:43 Mótmælendum fjölgaði þegar líða tók á daginn Fátt fólk kom saman á Austurvelli og barði í tunnur þegar þingið kom saman í dag. Mótmælin reyndust þó ekki jafn fjölmenn og í október á síðasta ári þó mótmælendum hafi fjölgað þegar líða tók á daginn. 17.1.2011 18:52 Á fjórða tug vitna og sakborninga yfirheyrðir Á fjórða tug vitna og sakborninga hafa verið yfirheyrðir af embætti sérstaks saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar Landsbankans fyrir hrun. Sex teymi vinna að yfirheyrslunum en búist er við því að fjöldi sakborninga og vitna aukist. 17.1.2011 18:45 Eignarnám kemur til greina Forsætisáðherra segir koma til greina að gripið verði til eignarnáms vegna sölunnar á HS Orku en skynsamlegra sé að ná samningum við forystumenn Magma áður, svo ekki komi til skaðabótakröfu. 17.1.2011 18:43 Flugmaðurinn fékk heiftarlega magakveisu Boeing 777 farþegaþota Air France flugfélagsins með 232 farþega innanborðs neyddist til að lenda óvænt á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil. Annar flugmaðurinn fékk heiftarlega magakveisu og var fluttur á sjúkrahús, en var útskrifaður nú síðdegis. 17.1.2011 18:30 Lögreglan mótmælir málflutningi kráareiganda Fjórum skemmtistöðum var lokað um helgina þar sem fjöldi gesta var yfir hámarki, leyfi vantaði og dyraverðir voru réttindalausir. Formaður félags kráareigenda sendi lögreglu tóninn í dag og sagði aðgerðirnar ólöglegar en lögreglan segir það alrangt. 17.1.2011 16:20 Þrír handteknir til viðbótar vegna árásar á Players Þrír til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fólskulegri líkamsárás nærri veitingastaðnum Players í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Um er að ræða þrjá karla en þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. 17.1.2011 16:06 „Of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga“ „Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. 17.1.2011 16:04 Einn handtekinn vegna mótmælanna Um tuttugu til þrjátíu manns eru komnir saman á Austurvelli til að mótmæla, samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti. Einn hefur verið handtekinn en hann var að reyna að stöðva mótmælendur við iðju sína og taldi þá raska ró Alþingis. Maðurinn var færður í lögreglubíl. Þingfundur hófst klukkan þrjú og byrjuðu mótmælendur að koma saman þá, en mótmælin voru boðuð klukkan hálffimm. 17.1.2011 15:47 Segir sig úr VG: Illdeilur, átök og skoðanakúgun Karólína Einarsdóttir, formaður Vinstri Grænna í Kópavogi, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir Vinstri Græna loga í illdeilum, þar sé stunduð skoðanakúgun og fólk sett á svartan lista. Karólína segist hafa misst trúnna á flokkinn. 17.1.2011 15:22 Air France vélin lenti áfallalaust Flugvél Air France, sem var á leið frá París til New York, lenti heilu og höldnu rétt eftir klukkan eitt í dag. 17.1.2011 14:05 Alþingishúsið girt af Verið er að girða af Alþingishúsið en búist er við fjölda mótmælanda í dag þegar þing kemur saman eftir jólafrí.„Við erum tilbúnir," segir vakstjóri hjá lögreglunni. 17.1.2011 13:58 Enginn Íslendingur verið drepinn af ísbjörnum „Ísbirnir ráðast bara á menn ef þeim er ógnað. Samkvæmt Polar Bears International eru einungis skráð 10 tilvik mannslát í Kanada og Bandaríkjunum og 19 í Rússlandi af völdum ísbjarna. Enginn Íslendingur hefur fallið af völdum ísbjarnar," segir í undirskriftarsöfnun sem Besti flokkurinn hefur hrundið af stað til að vekja athygli á stöðu ísbjarna í heiminum. 17.1.2011 13:49 Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17.1.2011 13:11 Lent með veikan flugmann í Keflavík Frönsk farþegaflugvél frá Air France lendir á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag. Viðbúnaðarstigi 2 hefur verið lýst yfir, sem er næst hæsta hættustig. Hjördís Guðmundsdóttir hjá Isavia segir að um veikan einstakling sé að ræða sem þurfi að komast undir læknishendur. Viðbúnaðarteymi er til taks. 17.1.2011 12:29 Líkamsárás í Kópavogi: Tveir í gæsluvarðhald Karl og kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Farið var fram á varðhaldið í gær en dómari tók sér frest til dagsins í dag til þess að taka afstöðu til málsins. 17.1.2011 12:24 Formaður félags kráareigenda: Ólöglegar aðgerðir lögreglu Lögreglan lokaði nokkrum skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur um helgina. Formaður félags kráareigenda kallar eftir frekara samstarfi og sendir lögreglunni tóninn. 17.1.2011 12:05 Yfir helmingur starfsmanna verður fyrir hótunum og ofbeldi Yfir helmingur starfsmanna á bráðasviði Landspítalans segist hafa orðið fyrir niðurlægjandi framkomu, hótunum eða ofbeldi af hálfu sjúklings eða aðstandenda, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á starfsumhverfi starfsmanna Landspítalans. Hvergi annarsstaðar á Landspítalanum segjast jafnmargir hafa orðið fyrir viðlíka reynslu. En tæplega 50% starfsmanna á geðsviði telja sig hafa orðið fyrir henni. 17.1.2011 11:31 Davíð Oddsson fagnar afmælinu á dapurlegasta degi ársins Jólin eru liðin, greiðslukortareikningarnir ná áður óþekktum hæðum, kuldinn nístir og myrkrið virðist endalaust. Þegar allir þessir þættir eru teknir saman eftir ákveðnum reiknikúnstum er ljóst að mánudagurinn 17. janúar er dapurlegasti dagur ársins 2011. Það er allavega niðurstaða sálfræðinganna Cliff Arnall og Dan Kruger við Háskólann í Michigan. 17.1.2011 11:06 Björk og félagar sungu Sá ég spóa fyrir utan Stjórnarráðshúsið Aðstandendur undirskriftasöfnunar á vefnum orkuauðlindir.is mættu fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun og sungu lagið Sá ég spóa í keðjusöng. 17.1.2011 10:32 Þingfundir hefjast á ný Þingfundir hefjast í dag á Alþingi að loknu jólaleyfi. Þá mun Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, meðal annars mæla fyrir frumvarpi um breytingar á lögreglulögum sem felur í sér að hætt verður að greiða 17.1.2011 09:34 250 fluttu frá Íslandi til Noregs 318.500 manns bjuggu á Íslandi í lok 4. ársfjórðungs 2010 bjuggu, 160.000 karlar og 158.500 konur. Landsmönnum fjölgaði um 280 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 21.200 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 202.400 manns. 17.1.2011 09:13 Forsetinn vill afsökunarbeiðni frá Brown „Ef Gordon Brown vill vera heiðarlegur maður ætti hann að biðjast afsökunar á að hafa sagt að Ísland væri gjaldþrota,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Wall Street Journal. 17.1.2011 09:07 Varað við hálku víða Hálka er nú á öllum aðalleiðum út frá höfuðborgarsvæðinu, eða á Reykjanesbraut, Hellisheiði og Vesturlandsvegi, en Vegagerðarmenn eru að hálkuverja vegi. 17.1.2011 08:33 Boða til tunnumótmæla í dag Mótmælendur, sem kalla sig Tunnurnar, ætla að efna til mótmæla við Alþingi þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú, að loknu jólaleyfi þingmanna. Í tilkynningu frá mótmælendunum segir að þeir sætti sig ekki við að hagsmunir fjármálakerfisins séu teknir farm yfir heimilin, atvinnulífið og velferðarkerfið. 17.1.2011 07:07 Norðmenn mættir á loðnu Tíu norsk loðnuskip eru komin inn í íslenska lögsögu til loðnuveiða, samkvæmt samkomulagi Íslendinga og Norðmanna um gagnkvæmar veiðar úr stofninum. 17.1.2011 07:04 Reyndu að brjótast inn í skartgripaverslun Tveir þjófar gerðu tilraun til að brjótast inn í skartgripaverslun í Spönginni í Reykjavík í nótt. Styggð kom að þeim áður en þeir höfðu stolið nokkru, en þeir sjást glöggt á upptöku úr eftirlitsmyndavél og er þeirra leitað. 17.1.2011 07:03 Halldór J. settur í farbann Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í farbann til 25. janúar. Hann kom til landsins í gær frá Kanada, þar sem hann er búsettur, til að gefa skýrslu hjá sérstökum saksóknara. Málið snýst um meinta markaðsmisnotkun stjórnenda bankans um fimm ára skeið í aðdraganda hrunsins. Um tugmilljarða króna er að ræða. 17.1.2011 06:15 Aldrei fleiri fangar í námi Fjöldi þeirra fanga sem stundar nám meðfram afplánun hefur aldrei verið meiri en í ár. Alls eru 42 fangar á Litla-Hrauni skráðir til náms við Fjölbrautaskóla Suðurlands og 16 fangar af 18 á Bitru hafa innritað sig til náms. Þá eru nokkrir fangar á Kvíabryggju skráðir í fjarnám. 17.1.2011 06:00 Hafnar samræmdri stefnu í samningum Einstök félög innan Starfsgreinasambands Íslands gætu dregið samningsumboð sitt til baka og farið eigin leiðir í kjarasamningum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ástæðan er meðal annars samræmd launastefna sem talað hefur verið fyrir sem forsendu stöðugleika á vinnumarkaði. 17.1.2011 05:30 Kannast ekkert við samráð „Umhverfisráðuneytið heldur því fram að samráð hafi verið haft við Skógræktarfélag Íslands við undirbúning frumvarps að breytingum á lögum um náttúruvernd,“ segir í athugasemd sem Skógræktarfélagið hefur sent frá sér og kveðst ekki kannast við neitt samráð. 17.1.2011 05:00 Hvetja til keðjusöngs hjá stjórnarráðinu Aðstandendur undirskriftasöfnunar á vefnum orkuaudlindir.is munu ræða við forsvarsmenn ríkisstjórnar Íslands klukkan 10 í dag. Þá verður stjórnvöldum einnig afhentar nærri 50.000 undirskriftir með áskorun til þeirra um að vinda ofan af einkavæðingu helstu orkufyrirtækja landsins og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu orkuauðlindanna. 17.1.2011 04:30 Niðurfelling lána getur numið 15 til 30 milljónum Samningar um síðasta atriði aðgerða í þágu skuldsettra heimila tókust á laugardag þegar lánveitendur á íbúðamarkaði komu sér saman um verklag við aðlögun fasteignalána að verðmæti fasteignar. Með því eru öll boðuð úrræði til lausnar skuldavanda heimilanna komin upp á borðið og bjóðast skuldurum strax í dag. 17.1.2011 03:30 Hvernig reiðir sjóbleikju af? Veiðimálastofnun mun í samvinnu við Matís taka þátt í norrænni rannsókn á áhrifum loftlagsbreytinga á ferskvatnsfiska. 17.1.2011 03:00 Stærri skip sem stoppa lengur Alls eru 63 skemmtiferðaskip nú þegar bókuð um Faxaflóahafnir næsta sumar, á tímabilinu maí til loka september. 17.1.2011 02:30 Nemendur eru enn í óvissu Enn er óljóst hvort nemendur í útstillingum við Iðnskólann í Hafnarfirði fái að ljúka námi sínu við skólann. Þeir fengu að vita rétt fyrir jól að til stæði að leggja niður nám þeirra um áramót. 17.1.2011 02:00 Sjá næstu 50 fréttir
Tillitsleysi í umferðinni pirrar flesta Tæplega þrír af hverjum fjórum ökumönnum hafa verið undir álagi í umferðinni undanfarið samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu í nóvember síðastliðnum. Tæpur þriðjungur segist oft eða stundum vera undir álagi. 18.1.2011 05:15
Ófært og ólíðandi að SA dragi kvótann inn í kjarasamninga Það er ófært og ólíðandi að Samtök atvinnulífsins (SA) blandi áformum stjórnvalda um að endurskoða löggjöf um stjórn fiskveiða inn í viðræður um kjarasamninga, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í gær. 18.1.2011 05:15
Níumenningarnir fyrir dóm: Þriggja daga réttarhöld Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hefst í Héraðsdómur Reykjavíkur á morgun. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 17.1.2011 21:22
Sveik út humar og blóm Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir að stela greiðslukortum og svíkja út vörur og þjónustu fyrir um 117 þúsund krónur með því að láta skuldfæra andvirði þeirra á kortin. Á meðal þess sem maðurinn sveik út var áfengið fyrir tæpar 11 þúsund krónur, veitingar í Humarhúsinu fyrir um 35 þúsund krónur og leikjatölvu fyrir um 60 þúsund krónur. 17.1.2011 16:27
Sjónvarpskóngur ákærður: Við erum saklaus „Við komum fyrir dómara í dag og lýstum okkur algjörlega saklaus af öllum ásetningi. Þetta mál er með hreinum ólíkindum,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN. Hann og eiginkona hans voru í desember ákærð fyrir skattalagabrot og krafin um rúmar 11 milljónir króna. 17.1.2011 17:22
Líkir málflutningi Landsbankamanna við Nurnberg réttarhöldin „Ég held að það væri nær að Íslendingar bæðu Breta afsökunar," segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann er ekki par hrifinn af ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem sagði í samtali við The Wall Street Journal að Gordon Brown ætti að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að Ísland væri gjaldþrota í miðju efnahagsfárviðrinu. 17.1.2011 15:08
Ók á ljósastaur Umferðaróhapp varð á Miklubraut skammt frá gatnamótunum við Grensásveg á áttunda tímanum í kvöld. Bifreið var ekið á ljósastaur og þurfti að flytja ökumanninn á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ökumaðurinn ekki mikið slasaður. Hann var einn í bifreiðinni. 17.1.2011 20:50
Afhentu þingflokksformönnum ályktun um fiskinn Formaður Vinstri grænna í Reykjavík og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík afhentu í dag, þingflokksformönnum Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ályktun stjórna félaganna um fiskiauðlindina í þjóðareign. 17.1.2011 20:28
Miskunnarlausari og hættulegri árásir „Ég skyldi ætla að fólk vissi að það væri hættulegt að sparka í höfuðið á mönnunum því innan kúpunnar er afskaplega viðkvæmt líffæri sem ekki endurnýjar sig svo auðveldlega eftir áverka eða uppákomur," segir Elísabet Benediktz, yfirlæknir Slysa- og bráðamóttöku Landspítala. 17.1.2011 20:09
Foreldrar kaupi umhverfisvottaðar barnavörur Ýmsar vörur sem ætlaðar eru börnum gætu haft skaðleg áhrif á þroska þeirra. Sérfræðingur Umhverfisstofnunnar hvetur foreldra til að kynna sér málið og velja vörur sem eru umhverfisvottaðar. 17.1.2011 19:43
Mótmælendum fjölgaði þegar líða tók á daginn Fátt fólk kom saman á Austurvelli og barði í tunnur þegar þingið kom saman í dag. Mótmælin reyndust þó ekki jafn fjölmenn og í október á síðasta ári þó mótmælendum hafi fjölgað þegar líða tók á daginn. 17.1.2011 18:52
Á fjórða tug vitna og sakborninga yfirheyrðir Á fjórða tug vitna og sakborninga hafa verið yfirheyrðir af embætti sérstaks saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar Landsbankans fyrir hrun. Sex teymi vinna að yfirheyrslunum en búist er við því að fjöldi sakborninga og vitna aukist. 17.1.2011 18:45
Eignarnám kemur til greina Forsætisáðherra segir koma til greina að gripið verði til eignarnáms vegna sölunnar á HS Orku en skynsamlegra sé að ná samningum við forystumenn Magma áður, svo ekki komi til skaðabótakröfu. 17.1.2011 18:43
Flugmaðurinn fékk heiftarlega magakveisu Boeing 777 farþegaþota Air France flugfélagsins með 232 farþega innanborðs neyddist til að lenda óvænt á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil. Annar flugmaðurinn fékk heiftarlega magakveisu og var fluttur á sjúkrahús, en var útskrifaður nú síðdegis. 17.1.2011 18:30
Lögreglan mótmælir málflutningi kráareiganda Fjórum skemmtistöðum var lokað um helgina þar sem fjöldi gesta var yfir hámarki, leyfi vantaði og dyraverðir voru réttindalausir. Formaður félags kráareigenda sendi lögreglu tóninn í dag og sagði aðgerðirnar ólöglegar en lögreglan segir það alrangt. 17.1.2011 16:20
Þrír handteknir til viðbótar vegna árásar á Players Þrír til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fólskulegri líkamsárás nærri veitingastaðnum Players í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Um er að ræða þrjá karla en þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. 17.1.2011 16:06
„Of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga“ „Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. 17.1.2011 16:04
Einn handtekinn vegna mótmælanna Um tuttugu til þrjátíu manns eru komnir saman á Austurvelli til að mótmæla, samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti. Einn hefur verið handtekinn en hann var að reyna að stöðva mótmælendur við iðju sína og taldi þá raska ró Alþingis. Maðurinn var færður í lögreglubíl. Þingfundur hófst klukkan þrjú og byrjuðu mótmælendur að koma saman þá, en mótmælin voru boðuð klukkan hálffimm. 17.1.2011 15:47
Segir sig úr VG: Illdeilur, átök og skoðanakúgun Karólína Einarsdóttir, formaður Vinstri Grænna í Kópavogi, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir Vinstri Græna loga í illdeilum, þar sé stunduð skoðanakúgun og fólk sett á svartan lista. Karólína segist hafa misst trúnna á flokkinn. 17.1.2011 15:22
Air France vélin lenti áfallalaust Flugvél Air France, sem var á leið frá París til New York, lenti heilu og höldnu rétt eftir klukkan eitt í dag. 17.1.2011 14:05
Alþingishúsið girt af Verið er að girða af Alþingishúsið en búist er við fjölda mótmælanda í dag þegar þing kemur saman eftir jólafrí.„Við erum tilbúnir," segir vakstjóri hjá lögreglunni. 17.1.2011 13:58
Enginn Íslendingur verið drepinn af ísbjörnum „Ísbirnir ráðast bara á menn ef þeim er ógnað. Samkvæmt Polar Bears International eru einungis skráð 10 tilvik mannslát í Kanada og Bandaríkjunum og 19 í Rússlandi af völdum ísbjarna. Enginn Íslendingur hefur fallið af völdum ísbjarnar," segir í undirskriftarsöfnun sem Besti flokkurinn hefur hrundið af stað til að vekja athygli á stöðu ísbjarna í heiminum. 17.1.2011 13:49
Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17.1.2011 13:11
Lent með veikan flugmann í Keflavík Frönsk farþegaflugvél frá Air France lendir á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag. Viðbúnaðarstigi 2 hefur verið lýst yfir, sem er næst hæsta hættustig. Hjördís Guðmundsdóttir hjá Isavia segir að um veikan einstakling sé að ræða sem þurfi að komast undir læknishendur. Viðbúnaðarteymi er til taks. 17.1.2011 12:29
Líkamsárás í Kópavogi: Tveir í gæsluvarðhald Karl og kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 21. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Farið var fram á varðhaldið í gær en dómari tók sér frest til dagsins í dag til þess að taka afstöðu til málsins. 17.1.2011 12:24
Formaður félags kráareigenda: Ólöglegar aðgerðir lögreglu Lögreglan lokaði nokkrum skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur um helgina. Formaður félags kráareigenda kallar eftir frekara samstarfi og sendir lögreglunni tóninn. 17.1.2011 12:05
Yfir helmingur starfsmanna verður fyrir hótunum og ofbeldi Yfir helmingur starfsmanna á bráðasviði Landspítalans segist hafa orðið fyrir niðurlægjandi framkomu, hótunum eða ofbeldi af hálfu sjúklings eða aðstandenda, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á starfsumhverfi starfsmanna Landspítalans. Hvergi annarsstaðar á Landspítalanum segjast jafnmargir hafa orðið fyrir viðlíka reynslu. En tæplega 50% starfsmanna á geðsviði telja sig hafa orðið fyrir henni. 17.1.2011 11:31
Davíð Oddsson fagnar afmælinu á dapurlegasta degi ársins Jólin eru liðin, greiðslukortareikningarnir ná áður óþekktum hæðum, kuldinn nístir og myrkrið virðist endalaust. Þegar allir þessir þættir eru teknir saman eftir ákveðnum reiknikúnstum er ljóst að mánudagurinn 17. janúar er dapurlegasti dagur ársins 2011. Það er allavega niðurstaða sálfræðinganna Cliff Arnall og Dan Kruger við Háskólann í Michigan. 17.1.2011 11:06
Björk og félagar sungu Sá ég spóa fyrir utan Stjórnarráðshúsið Aðstandendur undirskriftasöfnunar á vefnum orkuauðlindir.is mættu fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun og sungu lagið Sá ég spóa í keðjusöng. 17.1.2011 10:32
Þingfundir hefjast á ný Þingfundir hefjast í dag á Alþingi að loknu jólaleyfi. Þá mun Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, meðal annars mæla fyrir frumvarpi um breytingar á lögreglulögum sem felur í sér að hætt verður að greiða 17.1.2011 09:34
250 fluttu frá Íslandi til Noregs 318.500 manns bjuggu á Íslandi í lok 4. ársfjórðungs 2010 bjuggu, 160.000 karlar og 158.500 konur. Landsmönnum fjölgaði um 280 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 21.200 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 202.400 manns. 17.1.2011 09:13
Forsetinn vill afsökunarbeiðni frá Brown „Ef Gordon Brown vill vera heiðarlegur maður ætti hann að biðjast afsökunar á að hafa sagt að Ísland væri gjaldþrota,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Wall Street Journal. 17.1.2011 09:07
Varað við hálku víða Hálka er nú á öllum aðalleiðum út frá höfuðborgarsvæðinu, eða á Reykjanesbraut, Hellisheiði og Vesturlandsvegi, en Vegagerðarmenn eru að hálkuverja vegi. 17.1.2011 08:33
Boða til tunnumótmæla í dag Mótmælendur, sem kalla sig Tunnurnar, ætla að efna til mótmæla við Alþingi þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú, að loknu jólaleyfi þingmanna. Í tilkynningu frá mótmælendunum segir að þeir sætti sig ekki við að hagsmunir fjármálakerfisins séu teknir farm yfir heimilin, atvinnulífið og velferðarkerfið. 17.1.2011 07:07
Norðmenn mættir á loðnu Tíu norsk loðnuskip eru komin inn í íslenska lögsögu til loðnuveiða, samkvæmt samkomulagi Íslendinga og Norðmanna um gagnkvæmar veiðar úr stofninum. 17.1.2011 07:04
Reyndu að brjótast inn í skartgripaverslun Tveir þjófar gerðu tilraun til að brjótast inn í skartgripaverslun í Spönginni í Reykjavík í nótt. Styggð kom að þeim áður en þeir höfðu stolið nokkru, en þeir sjást glöggt á upptöku úr eftirlitsmyndavél og er þeirra leitað. 17.1.2011 07:03
Halldór J. settur í farbann Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í farbann til 25. janúar. Hann kom til landsins í gær frá Kanada, þar sem hann er búsettur, til að gefa skýrslu hjá sérstökum saksóknara. Málið snýst um meinta markaðsmisnotkun stjórnenda bankans um fimm ára skeið í aðdraganda hrunsins. Um tugmilljarða króna er að ræða. 17.1.2011 06:15
Aldrei fleiri fangar í námi Fjöldi þeirra fanga sem stundar nám meðfram afplánun hefur aldrei verið meiri en í ár. Alls eru 42 fangar á Litla-Hrauni skráðir til náms við Fjölbrautaskóla Suðurlands og 16 fangar af 18 á Bitru hafa innritað sig til náms. Þá eru nokkrir fangar á Kvíabryggju skráðir í fjarnám. 17.1.2011 06:00
Hafnar samræmdri stefnu í samningum Einstök félög innan Starfsgreinasambands Íslands gætu dregið samningsumboð sitt til baka og farið eigin leiðir í kjarasamningum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ástæðan er meðal annars samræmd launastefna sem talað hefur verið fyrir sem forsendu stöðugleika á vinnumarkaði. 17.1.2011 05:30
Kannast ekkert við samráð „Umhverfisráðuneytið heldur því fram að samráð hafi verið haft við Skógræktarfélag Íslands við undirbúning frumvarps að breytingum á lögum um náttúruvernd,“ segir í athugasemd sem Skógræktarfélagið hefur sent frá sér og kveðst ekki kannast við neitt samráð. 17.1.2011 05:00
Hvetja til keðjusöngs hjá stjórnarráðinu Aðstandendur undirskriftasöfnunar á vefnum orkuaudlindir.is munu ræða við forsvarsmenn ríkisstjórnar Íslands klukkan 10 í dag. Þá verður stjórnvöldum einnig afhentar nærri 50.000 undirskriftir með áskorun til þeirra um að vinda ofan af einkavæðingu helstu orkufyrirtækja landsins og láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu orkuauðlindanna. 17.1.2011 04:30
Niðurfelling lána getur numið 15 til 30 milljónum Samningar um síðasta atriði aðgerða í þágu skuldsettra heimila tókust á laugardag þegar lánveitendur á íbúðamarkaði komu sér saman um verklag við aðlögun fasteignalána að verðmæti fasteignar. Með því eru öll boðuð úrræði til lausnar skuldavanda heimilanna komin upp á borðið og bjóðast skuldurum strax í dag. 17.1.2011 03:30
Hvernig reiðir sjóbleikju af? Veiðimálastofnun mun í samvinnu við Matís taka þátt í norrænni rannsókn á áhrifum loftlagsbreytinga á ferskvatnsfiska. 17.1.2011 03:00
Stærri skip sem stoppa lengur Alls eru 63 skemmtiferðaskip nú þegar bókuð um Faxaflóahafnir næsta sumar, á tímabilinu maí til loka september. 17.1.2011 02:30
Nemendur eru enn í óvissu Enn er óljóst hvort nemendur í útstillingum við Iðnskólann í Hafnarfirði fái að ljúka námi sínu við skólann. Þeir fengu að vita rétt fyrir jól að til stæði að leggja niður nám þeirra um áramót. 17.1.2011 02:00