Neyðarkall til ríkisstjórnarinnar Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 18. janúar 2011 18:44 Þriðjungur vinnufærra manna á Flateyri er nú án atvinnu. Fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi var lýst gjaldþrota í gær en þá töpuðust fjörtíu og tvör störf. Þá missa sjö til viðbótar atvinnu þegar öldrunarheimilinu Sólborg verður lokað í apríl. Íbúar Flateyrar komu saman á hafnarbakkanum og tendruðu blys. Blys sem tákna áttu neyðarkall til ríkisstjórnarinnar. Ekki bara frá Flateyri heldur landsbyggðinni allri sem standi frammi fyrir atvinnuleysi og fólksflótta. Fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi var lýst gjaldþrota í gær. Félagið óskaði eftir greiðslustöðvun í maí en neyddist svo til að segja upp öllu starfsfólki sínu í október. Stjórnarformaður Eyrarodda, segist hafa vonast til að tryggja rekstrargrundvöll félagsins þegar ljóst var að byggðakvóti Flateyrar yrði aukinn um þrjú hundruð tonn. Í framhaldinu var því óskað eftir nauðasamningsumleitunum við kröfuhafa félagsins. „Á endanum var það svo að við höfðum ekki nægilegt fjármagn til að ná þeirri niðurstöðu fram og því þurftum við að óska eftir greiðslustöðvun," segir Teitur Björn Einarsson, stjórnarformaður Eyrarodda. Teitur Björn segir tilgang félagsins hafa verið að viðhalda atvinnustarfsemi á Flateyri. Gjaldþrot Eyrarodda sé þó ekki náðarhögg fyrir byggð í Önundarfirði. „Það er ótrúleg seigla í fólki fyrir vestan, eins og landsmenn þekkja. Þetta er vissulega þungt högg og erfitt og hefur átt sér ákveðinn aðdraganda svo menn hafa verið við þessu búnir. Það eru alltaf einhver tækifæri sem skapast," segir Teitur Björn. Teitur Björn segir þó enn vera forsendur fyrir áframhaldandi fiskvinnslurekstri á Flateyri að vissum skilyrðum uppfylltum en hann og aðrir forsvarsmenn Eyrarodda munu kanna þann möguleika á næstunni. „Ef við getum komið að því máli munum við gera það, en það er erfitt að segja eitthvað til um það á þessari stundu." Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Þriðjungur vinnufærra manna á Flateyri er nú án atvinnu. Fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi var lýst gjaldþrota í gær en þá töpuðust fjörtíu og tvör störf. Þá missa sjö til viðbótar atvinnu þegar öldrunarheimilinu Sólborg verður lokað í apríl. Íbúar Flateyrar komu saman á hafnarbakkanum og tendruðu blys. Blys sem tákna áttu neyðarkall til ríkisstjórnarinnar. Ekki bara frá Flateyri heldur landsbyggðinni allri sem standi frammi fyrir atvinnuleysi og fólksflótta. Fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi var lýst gjaldþrota í gær. Félagið óskaði eftir greiðslustöðvun í maí en neyddist svo til að segja upp öllu starfsfólki sínu í október. Stjórnarformaður Eyrarodda, segist hafa vonast til að tryggja rekstrargrundvöll félagsins þegar ljóst var að byggðakvóti Flateyrar yrði aukinn um þrjú hundruð tonn. Í framhaldinu var því óskað eftir nauðasamningsumleitunum við kröfuhafa félagsins. „Á endanum var það svo að við höfðum ekki nægilegt fjármagn til að ná þeirri niðurstöðu fram og því þurftum við að óska eftir greiðslustöðvun," segir Teitur Björn Einarsson, stjórnarformaður Eyrarodda. Teitur Björn segir tilgang félagsins hafa verið að viðhalda atvinnustarfsemi á Flateyri. Gjaldþrot Eyrarodda sé þó ekki náðarhögg fyrir byggð í Önundarfirði. „Það er ótrúleg seigla í fólki fyrir vestan, eins og landsmenn þekkja. Þetta er vissulega þungt högg og erfitt og hefur átt sér ákveðinn aðdraganda svo menn hafa verið við þessu búnir. Það eru alltaf einhver tækifæri sem skapast," segir Teitur Björn. Teitur Björn segir þó enn vera forsendur fyrir áframhaldandi fiskvinnslurekstri á Flateyri að vissum skilyrðum uppfylltum en hann og aðrir forsvarsmenn Eyrarodda munu kanna þann möguleika á næstunni. „Ef við getum komið að því máli munum við gera það, en það er erfitt að segja eitthvað til um það á þessari stundu."
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira