Innlent

Beitti sambýliskonu sína ítrekað ofbeldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var dæmdur fyrir að beita konu sína ítrekuðu ofbeldi. Mynd úr safni.
Maðurinn var dæmdur fyrir að beita konu sína ítrekuðu ofbeldi. Mynd úr safni.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrradag ungan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir itrekað ofbeldi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni.

Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa fjórum sinnum á tímabilinu desember 2007 - maí 2008 ráðist á konuna á heimili þeirra í Breiðholti. Í eitt skipti beit hann konuna í kinnina, en í hin skiptin beitti hann hana margvíslegu öðru líkamlegu ofbeldi.

Maðurinn hafði áður verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart unnustu sinni. Hann var því að rjúfa skilorð þegar að hann braut gegn sambýliskonu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×