Innlent

Gatwick lokaður, Iceland Express flýgur til Stansted

Vél Iceland Express, sem fara átti til London Gatwick í morgun, mun fljúga til London Stansted í staðinn vegna veðurs.

Í tilkynningu segir að mikil snjókoma hefur verið í Bretlandi og hefur Gatwick flugvöllur verið lokaður síðan snemma í gærmorgun og verður ekki opnaður aftur fyrr en á morgun.

Iceland Express mun því lenda á Stansted og er brottfarartími áætlaður klukkan 12:00. Vélin mun svo fara frá Standsted áleiðis til Íslands klukkan 16:00 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×