Hvítárbrú fagnað með gulrótum og tómötum 1. desember 2010 18:51 Árnesingar fögnuðu opnun nýju brúarinnar yfir Hvítá við Flúðir í dag. Garðyrkjubændur gáfu skólabörnum beggja megin ár grænmeti fram að jólum í tilefni dagsins. Heimamenn segja að brúin sé með stærstu samgöngubótum á Suðurlandi í áraraðir en hún var opnuð umferð í morgun. Með henni styttast leiðir innan héraðs umtalsvert, til dæmis um 26 kílómetra milli þorpanna á Flúðum í Hrunamannahreppi og í Reykholti í Biskupstungum. Íbúar sveitanna tveggja skunduðu út á brúna nú síðdegis til að faðmast og þiggja kaffi og kleinur af Tungnakonum og garðyrkjubændur mættu með flutningabíl, hlaðinn gulrótum og tómötum héraðsins, til að gefa börnum sveitanna, og afhentu grænmetið matráðsmönnum skólanna. Í ferðaþjónustu sjá menn fram á aukin viðskipti með brúnni. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, segir að nú opnist nýir hringir. Til viðbótar við hinn eina og sanna gullna hring séu nú komnar gullnar keðjur. Ásamt nýja Lyngdalsheiðarveginum auki nýja Hvítárbrúin fjölbreytni á svæðinu og fólk geti keyrt fleiri leiðir. Þótt brúin sé tilbúin er vegagerð að henni ekki lokið en beðið verður fram á næsta sumar með malbikun. Fyrir um fimmtíu starfsmenn verktakans, Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, þýða verklok hins vegar óvissu um frekari vinnu, að sögn Kjartans Þorvarðarsonar verkstjóra. Þar séu nánast allir á uppsagnarfresti. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Árnesingar fögnuðu opnun nýju brúarinnar yfir Hvítá við Flúðir í dag. Garðyrkjubændur gáfu skólabörnum beggja megin ár grænmeti fram að jólum í tilefni dagsins. Heimamenn segja að brúin sé með stærstu samgöngubótum á Suðurlandi í áraraðir en hún var opnuð umferð í morgun. Með henni styttast leiðir innan héraðs umtalsvert, til dæmis um 26 kílómetra milli þorpanna á Flúðum í Hrunamannahreppi og í Reykholti í Biskupstungum. Íbúar sveitanna tveggja skunduðu út á brúna nú síðdegis til að faðmast og þiggja kaffi og kleinur af Tungnakonum og garðyrkjubændur mættu með flutningabíl, hlaðinn gulrótum og tómötum héraðsins, til að gefa börnum sveitanna, og afhentu grænmetið matráðsmönnum skólanna. Í ferðaþjónustu sjá menn fram á aukin viðskipti með brúnni. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, segir að nú opnist nýir hringir. Til viðbótar við hinn eina og sanna gullna hring séu nú komnar gullnar keðjur. Ásamt nýja Lyngdalsheiðarveginum auki nýja Hvítárbrúin fjölbreytni á svæðinu og fólk geti keyrt fleiri leiðir. Þótt brúin sé tilbúin er vegagerð að henni ekki lokið en beðið verður fram á næsta sumar með malbikun. Fyrir um fimmtíu starfsmenn verktakans, Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, þýða verklok hins vegar óvissu um frekari vinnu, að sögn Kjartans Þorvarðarsonar verkstjóra. Þar séu nánast allir á uppsagnarfresti.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira