Þingmaður misskildi úrslit kosninganna Erla Hlynsdóttir skrifar 1. desember 2010 10:01 Vigdís Hauksdóttir sagðist hafa efasemdir um að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu eigi góða möguleika í persónukjöri „Frambjóðendurnir raðast nánast eftir stafrófsröð sem segir það kannski að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu hafa lítinn sjens í persónukjöri," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skömmu eftir að frumúrslit kosninga til stjórnlagaþings voru kynnt í gær. Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason ræddu við Vigdísi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir leituðu viðbragða ýmissa aðila við úrslitum kosninganna. „Þeir sem fá flestu atkvæðin eru fremstir í stafrófinu og svo niður úr. Það er svolítið merkilegt út af því að listinn raðaðist þannig að hann byrjaði á A og fór svo niðureftir þannig að hefði kannski listinn byrjað á L þá hefðu kannski úrslitin líka orðið öðruvísi. Hugsið ykkur það," sagði Vigdís. Þorgeir sagði þetta athyglisverðan punkt hjá þingmanninum og hafði samband við næsta viðmælanda, stjórnmálafræðinginn Einar Mar Þórðarson. Einar Mar tók af allan vafa um að Vigdís hafði þarna misskilið úrslitin en þegar niðurstöður voru kynntar var tekið sérstaklega fram að nöfn nýkjörinna þingmanna á stjórnlagaþing yrðu lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir atkvæðamagni. Upplýst yrði um það síðar hver fékk flest atkvæði. Eins og kom þá í ljós fékk Þorvaldur Gylfason hagfræðingur flest atkvæði, en hann er einn þeirra frambjóðenda sem er hvað aftast í stafrófsröðinni. Um það var tilkynnt eftir viðtalið við Vigdísi. Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu fréttarinnar. Hlusta má á upptöku af Reykjavík síðdegis í gær með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Uppfært klukkan 10.26: Vigdís segir í samtali við Vísi að henni finnist afar undarlegt að úrslitin hafi upphaflega verið kynnt þannig að nöfn kjörinna fulltrúa voru lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir því hversu mörg atkvæði voru á bak við kjör hvers þeirra. Hún bendir á að Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, hafi sagt, áður en hann hóf að lesa upp nöfnin, að þau yrðu lesin upp í samræmi við tiltekna lagagrein. Taldi Vigdís að Ástráður væri þar að vísa til þess að nöfnin yrðu lesin upp eftir atkvæðamagni. Henni finnst upphafleg framsetning á úrslitinum afar villandi. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Frambjóðendurnir raðast nánast eftir stafrófsröð sem segir það kannski að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu hafa lítinn sjens í persónukjöri," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skömmu eftir að frumúrslit kosninga til stjórnlagaþings voru kynnt í gær. Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason ræddu við Vigdísi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir leituðu viðbragða ýmissa aðila við úrslitum kosninganna. „Þeir sem fá flestu atkvæðin eru fremstir í stafrófinu og svo niður úr. Það er svolítið merkilegt út af því að listinn raðaðist þannig að hann byrjaði á A og fór svo niðureftir þannig að hefði kannski listinn byrjað á L þá hefðu kannski úrslitin líka orðið öðruvísi. Hugsið ykkur það," sagði Vigdís. Þorgeir sagði þetta athyglisverðan punkt hjá þingmanninum og hafði samband við næsta viðmælanda, stjórnmálafræðinginn Einar Mar Þórðarson. Einar Mar tók af allan vafa um að Vigdís hafði þarna misskilið úrslitin en þegar niðurstöður voru kynntar var tekið sérstaklega fram að nöfn nýkjörinna þingmanna á stjórnlagaþing yrðu lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir atkvæðamagni. Upplýst yrði um það síðar hver fékk flest atkvæði. Eins og kom þá í ljós fékk Þorvaldur Gylfason hagfræðingur flest atkvæði, en hann er einn þeirra frambjóðenda sem er hvað aftast í stafrófsröðinni. Um það var tilkynnt eftir viðtalið við Vigdísi. Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu fréttarinnar. Hlusta má á upptöku af Reykjavík síðdegis í gær með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Uppfært klukkan 10.26: Vigdís segir í samtali við Vísi að henni finnist afar undarlegt að úrslitin hafi upphaflega verið kynnt þannig að nöfn kjörinna fulltrúa voru lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir því hversu mörg atkvæði voru á bak við kjör hvers þeirra. Hún bendir á að Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, hafi sagt, áður en hann hóf að lesa upp nöfnin, að þau yrðu lesin upp í samræmi við tiltekna lagagrein. Taldi Vigdís að Ástráður væri þar að vísa til þess að nöfnin yrðu lesin upp eftir atkvæðamagni. Henni finnst upphafleg framsetning á úrslitinum afar villandi.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira