Fleiri fréttir Magasin var rýmt vegna brunaboðs Það varð uppi fótur og fit í Magasin á Store Torv í Kaupmannahöfn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang þar seinni partinn í dag. Atvikið varð um hálfsex að staðartíma. Rýma þurfti húsið og viðskiptavinir þurftu að dúsa úti á götu á meðan að aðstæður voru kannaðar. En einungis fimmtán mínútum seinna var þeim hleypt inn í verslunina að nýju. Fram kemur á vef Danmarks Radio að brunavarnarkerfið hafi farið í gang vegna þess að það kviknaði í örbylgjuofni. 29.12.2010 20:45 Hundrað ökumenn fá sekt vegna hraðaksturs Um hundrað ökumenn, sem keyrðu of hratt á Hafnarfjarðarvegi í gær, voru myndaðir og eiga von á sekt frá lögreglunni. Sá sem hraðast ók var á 107 kílómetra hraða en 9 prósent ökumanna sem óku leiðina á einni klukkustund keyrðu of hratt. 29.12.2010 20:07 Nýstofnuðum fyrirtækjum fækkað um helming frá 2007 Nýstofnuðum fyrirtækjum í landinu hefur fækkað um meira en helming frá góðærisárinu 2007. Samlags- og sameignarfélögum hefur hins vegar fjölgað mikið á árinu vegna breytinga á skattkerfinu. 29.12.2010 19:00 Meirihlutinn fallinn og fylgið hrynur af Besta Meirihlutinn í borginni er fallinn og Sjálfstæðisflokkurinn yrði á ný stærsti flokkurinn í borginni ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Besta flokksins dalar en hann fengi fjóra menn kjörna. 29.12.2010 18:36 Vilja að bæjarbúar borgi reikninginn Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði sex hundruð þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Einn bæjarfulltrúanna segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn, því hann komi til vegna starfa þeirra fyrir Kópavog. 29.12.2010 18:30 Landsdómur úrskurðar um aðgang saksóknara að gögnum Landsdómur eins hann leggur sig þarf að taka afstöðu til kröfu um afhendingu gagna en Þjóðskjalasafnið hefur synjað saksóknara Alþingis um aðgang að skýrslutökum og tölvupóstum Geirs H. Haarde. 29.12.2010 18:11 Sýslumaðurinn Sunnlendingur ársins Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Rangæinga, var kosinn Sunnlendingur ársins 2010 af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is. 29.12.2010 17:54 Sjósund á nýju ári Fyrir þá sem vilja skella sér í nýárssund í ísköldum sjó í upphafi árs, þá verður Ylströndin í Nauthólsvík opin frá klukkan 11 til 14 á Nýársdag. 29.12.2010 17:15 Jón Sigurðsson merktur á nýju ári Afmælisár Jóns Sigurðssonar forseta rennur upp á nýársdag, en hann fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. Afmælisins verður minnst með margvíslegum hætti allt árið en merking styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli markar upphaf afmælishaldsins. 29.12.2010 16:37 Tilurð falska kúnnalistans kemur rithöfundi ekki á óvart „Það er nefnilega svo að helstu andstæðingar nafn- og myndbirtingastefnu fjölmiðla eru Gróurnar," segir Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður og annar höfundur ævisögu Catalinu Ncogo, Hið svarta man, um falska kúnnalistann, sem birtist á netinu á dögunum. 29.12.2010 15:47 Vill að Eiður Smári leggi fram sönnunargögn Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skorar á Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnumann, að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. 29.12.2010 15:23 Ríkisráð kemur saman á gamlársdag Venju samkvæmt hefur ríkisráð Íslands verið kvatt saman á Bessastöðum á gamlársdag. Fundurinn hefst klukkan hálftíu. Samkvæmt stjórnarskránni eru það forseti lýðveldisins og ráðherrar sem skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti. Þar eru lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir bornar upp fyrir forseta. 29.12.2010 15:20 Yngri en 18 ára mega ekki fara í ljósabekki Fólki yngra en 18 ára verður óheimil notkun sólarlampa, í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum, á sólbaðsstöðum og öðrum sambærilegum stöðum um næstu áramót. 29.12.2010 15:07 Stálu yfir 20 þúsund sígarettum Sígarettum að verðmæti á aðra milljón króna var stolið úr söluskálanum Björkinni á Hvolsvelli í nótt. Þjófarnir brutu rúðu og komust þannig inn, að því er fram kemur á vefnum Sunnlenska. Þar kemur líka fram að þjófarnir virðast hafa gengið hreint til verks og stolið ákveðnum sígarettutegundum en látið aðrar vera. 29.12.2010 14:09 Tólf mánaða fangelsi fyrir árás á lögreglumann Karlmaður sem réðst á lögregumann í sumar hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Maðurinn kýldi lögregluvarðstjóra í andlitið þegar að hann var við skyldustörf aðfaranótt fimmtudagsins áttunda júlí síðastliðinn. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hafði áður hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna líkamsárásar og rauf því skilorð með árásinni á lögreglumanninn. 29.12.2010 13:37 Maður ársins útnefndur - kosning hér Maður ársins verður útnefndur í þættinum Reykjavík Árdegis á Bylgjunni að morgni gamlársdags. 29.12.2010 13:30 Samið við lækna fyrir áramót Samningur sjálfstætt starfandi heilsugæslulækna við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um áramótin. Samningnum var sagt upp í sumar þegar Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra. Steingrímur Ari Arason segir að verið sé að vinna að því að gera nýjan samning og á von á að takist. 29.12.2010 13:23 Dóttirin fær ekki svínaflensusprautu „Við erum búin að hringja og hafa samband við fimm eða sex heilsugæslustöðvar og fáum alltaf sama svarið. Hún fær ekki svínaflensusprautu,“ segir Víkingur Birgisson. Hann er afar ósáttur við að tvítug dóttir hans fær ekki bólusetningu gegn svínainflúensu á heilsgæslustöð á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún er búsett á landsbyggðinni. Dóttir Víkings stundar nám í Reykjavík. 29.12.2010 13:03 Töluverðar seinkanir hjá Iceland Express Töluverðar seinkanir hafa verið á flugi Iceland Express í þessari viku. Framkvæmdastjóri félagsins segir aðstæður hafa verið óviðráðanlegar. 29.12.2010 12:10 Steingrímur segir ekkert hæft í sögu um samstarf við Framsókn Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að viðræður séu hafnar við Framsókn um að ganga inn í stjórnarsamstarfið og segir undarlegt að menn séu að kjafta um slíkt. Þá kallar formaður Framsóknar fréttirnar „spuna." 29.12.2010 12:00 Allir fimmtán í landsdómi þurfa að taka afstöðu til kröfu Sigríðar Að óbreyttum lögum þurfa allir fimmtán dómendur í landsdómi að taka afstöðu til þeirrar kröfu saksóknara Alþingis að fá aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis, en þjóðskjalavörður hefur neitað um aðgang að nauðsynlegum gögnum, eins og yfirheyrslum rannsóknarnefndar og tölvupóstum Geirs H. Haarde. 29.12.2010 12:00 Ekki svigrúm til að fækka kennurum þrátt fyrir fjölgun Grunnskólakennurum fjölgaði um 43% á tíu ára tímabili, en á sama tíma fjölgaði nemendum aðeins um tæp 3%. Formaður Kennarasambandsins segir þetta ekki þýða að svigrúm sé til að fækka kennurum. 29.12.2010 11:59 Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. 29.12.2010 11:55 Bandarískur sælgætisforstjóri reynir að bjarga Íslandi Sælgætisforstjórinn Michael Dee frá New Jersey í Bandaríkjunum, skipulagði 100 manna ferð til Íslands í október til þess að fara á hokkímót hér á landi, en hann er einlægur áhugamaður um íþróttina. 29.12.2010 10:57 Furðustrandir mest seld í Eymundsson Furðustrandir, bók Arnaldar Indriðasonar, var mest selda bókin í Eymundsson á þessu ári, samkvæmt nýjustu tölum. Á eftir Arnaldi kemur bókin „Ég man þig“ eftir Yrsu Sigurðardóttur og því næst Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson. Mest selda fræðibókin var bókin 29.12.2010 10:46 Hærra frístundagjald Hækkanir verða á gjaldskrá frístundaheimila og frístundaklúbba Reykjavíkur á næsta ári. Við breytinguna hækkar frístundagjaldið um 20% og gjald á síðdegishressingu um 35%. Þetta þýðir að fyrir fólk með eitt barn í 5 daga vistun með síðdegishressingu hækkar gjaldið úr 10.515 krónum á mánuði í 12.940 krónur á mánuði. 29.12.2010 09:44 „Einhverjir alveg að missa sig í spunanum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa séð nokkrar furðufréttir að undanförnu. Í gær spurðist af þreifingum um mögulega aðild Framsóknarflokksins að ríkisstjórninnni. Sigmundur gefur lítið fyrir það á samskiptavefnum Facebook. „Nú eru einhverjir alveg að missa sig í spunanum. Búinn að sjá nokkrar furðufréttir,“ skrifar formaðurinn. 29.12.2010 08:34 Varað við hálku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar ökumenn við hálku í efri byggðum og á fáförnum götum, en búið er að salta aðal umferðaræðar. Einn ökumaður missti stjórn á bíl sínum í óvæntri hálku laust fyrir miðnætti og hafnaði á ljósastaur, en maðurinn slapp ómeiddur. 29.12.2010 08:18 Gómuðu þjófa Lögreglumenn handtóku tvo þjófa þegar þeir voru að brjótast inn í bíl við Hjaltabakka í Reykjavík í nótt. Síðan var brotist inn í gám við Malarhöfða og einhverjum verðmætum stolið, og loks var tilkynnt um innbrot í bústað við Hafravatnsveg en ekki er ljóst hverju var stolið þar. Þjófanna er leitað og sömuleiðis ræningjans, sem rændi peningum og tóbaki úr verslun 10-11 við Melabraut í Hafnarfirði í gærmorgun. Sá huldi andlit sitt með klúti og þekkist því ekki á upptökum úr eftirlitsmyndavélum. 29.12.2010 08:14 Björgunarsveitir leituðu manns í vondu skapi Björgunarsveitir á Suðurlandi fundu á sjöunda tímanum í morgun, mann sem saknað var í Grímsnesi í nótt. Björgunarmenn voru kallaðir út um klukkan hálf fjögur í nótt til að leita að honum eftir að hann hafði yfirgefið samferðafólk sitt í fússi í sumarbústað í Grímsnesi. Það leitaði hans í fyrstu en kallaði svo eftir aðstoð. Maðurinn fannst á gangi, kaldur og þreyttur á veginum við bæinn Laugabakka, skammt frá Selfossi. Honum var ekið til síns heima, eftir viðkomu á lögreglustöðinni, þar sem honum rann endanlega reiðin út í samferðafólkið. 29.12.2010 08:04 Eldur í íbúðarhúsi á Egilsstöðum Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Egilsstöðum seint í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang var eldur laus í þvottahúsi og gekk slökkvistarf vel. Engan íbúanna sakaði og reykræsti slökkviliðið húsið. Eldsupptök eru ókunn. 29.12.2010 08:03 Hrikalegt áfall segir nemandi Fimm nemendur sem til stóð að útskrifuðust af útstillingabraut Iðnskólans í Hafnarfirði hafa óskað eftir fundi með menntamálaráðherra til að ræða þá ákvörðun stjórnenda skólans að leggja námið niður án fyrirvara frá áramótum. 29.12.2010 06:00 Ólíklegt að breyting verði á samstarfinu - fréttaskýring Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. 29.12.2010 06:00 Kennurum fjölgaði um 43 prósent en nemum um 2,6 Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. 29.12.2010 06:00 Gunnar vanhæfur en neitaði samt að víkja Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. 29.12.2010 06:00 Nauðganir og ofbeldi á jólum Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. 29.12.2010 05:30 Hærra og lægra en meðaltal OECD í margvíslegum samanburði Heildarkostnaður við rekstur grunnskólastigsins er mestur á Íslandi í samanburði OECD. Er hann 54% hærri en meðaltalið. 29.12.2010 05:00 Saksóknara Alþingis neitað um brýn gögn Útlit er fyrir að Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. 29.12.2010 04:30 Samið um rekstur Sólheima út janúar Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. 29.12.2010 04:15 Rændi 10-11 með hulið andlit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í gær manns sem rændi 10-11 verslun á Melabraut í Hafnarfirði í gærmorgun. 29.12.2010 04:00 Lánastofnanir fá sextíu daga Lánastofnanir hafa 60 daga frest til útreikninga á ólögmætum gengisbundnum bíla- og fasteignaveðlánum eftir að frumvarp um gengisbundin lán varð að lögum í gær. Samkvæmt lögunum skal uppgjör fara fram innan 90 daga frá gildistöku þeirra. 29.12.2010 04:00 Fatlaðir studdir á vinnumarkaði Vinnumálastofnun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir fatlað fólk og samstarf varðandi þjónustu og vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem njóta félagsþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 29.12.2010 03:00 Sjávarútvegsfyrirtæki fá MSC-vottun Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækin Sjóvík ehf. og Fram Foods Ísland hf. uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC-vottuðum sjálfbærum fiskveiðum. 29.12.2010 03:00 Vilja auka ýsukvóta án tafar Stjórn Landssambands smábátaeigenda skorar á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra að bæta nú þegar 20 þúsund tonnum við áður útgefinn heildarafla í ýsu. 29.12.2010 02:00 Fyrirskipaði fjölda morða Igor Izmestjev, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa fyrirskipað fjölda morða. 29.12.2010 00:00 Sjá næstu 50 fréttir
Magasin var rýmt vegna brunaboðs Það varð uppi fótur og fit í Magasin á Store Torv í Kaupmannahöfn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang þar seinni partinn í dag. Atvikið varð um hálfsex að staðartíma. Rýma þurfti húsið og viðskiptavinir þurftu að dúsa úti á götu á meðan að aðstæður voru kannaðar. En einungis fimmtán mínútum seinna var þeim hleypt inn í verslunina að nýju. Fram kemur á vef Danmarks Radio að brunavarnarkerfið hafi farið í gang vegna þess að það kviknaði í örbylgjuofni. 29.12.2010 20:45
Hundrað ökumenn fá sekt vegna hraðaksturs Um hundrað ökumenn, sem keyrðu of hratt á Hafnarfjarðarvegi í gær, voru myndaðir og eiga von á sekt frá lögreglunni. Sá sem hraðast ók var á 107 kílómetra hraða en 9 prósent ökumanna sem óku leiðina á einni klukkustund keyrðu of hratt. 29.12.2010 20:07
Nýstofnuðum fyrirtækjum fækkað um helming frá 2007 Nýstofnuðum fyrirtækjum í landinu hefur fækkað um meira en helming frá góðærisárinu 2007. Samlags- og sameignarfélögum hefur hins vegar fjölgað mikið á árinu vegna breytinga á skattkerfinu. 29.12.2010 19:00
Meirihlutinn fallinn og fylgið hrynur af Besta Meirihlutinn í borginni er fallinn og Sjálfstæðisflokkurinn yrði á ný stærsti flokkurinn í borginni ef gengið yrði til kosninga nú samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Besta flokksins dalar en hann fengi fjóra menn kjörna. 29.12.2010 18:36
Vilja að bæjarbúar borgi reikninginn Meirihluti bæjarráðs í Kópavogi vill að bæjarsjóður greiði sex hundruð þúsund króna lögfræðikostnað þriggja bæjarfulltrúa vegna meiðyrðamáls sem Frjáls miðlun höfðaði gegn þeim. Einn bæjarfulltrúanna segir eðlilegt að bærinn greiði kostnaðinn, því hann komi til vegna starfa þeirra fyrir Kópavog. 29.12.2010 18:30
Landsdómur úrskurðar um aðgang saksóknara að gögnum Landsdómur eins hann leggur sig þarf að taka afstöðu til kröfu um afhendingu gagna en Þjóðskjalasafnið hefur synjað saksóknara Alþingis um aðgang að skýrslutökum og tölvupóstum Geirs H. Haarde. 29.12.2010 18:11
Sýslumaðurinn Sunnlendingur ársins Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Rangæinga, var kosinn Sunnlendingur ársins 2010 af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is. 29.12.2010 17:54
Sjósund á nýju ári Fyrir þá sem vilja skella sér í nýárssund í ísköldum sjó í upphafi árs, þá verður Ylströndin í Nauthólsvík opin frá klukkan 11 til 14 á Nýársdag. 29.12.2010 17:15
Jón Sigurðsson merktur á nýju ári Afmælisár Jóns Sigurðssonar forseta rennur upp á nýársdag, en hann fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. Afmælisins verður minnst með margvíslegum hætti allt árið en merking styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli markar upphaf afmælishaldsins. 29.12.2010 16:37
Tilurð falska kúnnalistans kemur rithöfundi ekki á óvart „Það er nefnilega svo að helstu andstæðingar nafn- og myndbirtingastefnu fjölmiðla eru Gróurnar," segir Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður og annar höfundur ævisögu Catalinu Ncogo, Hið svarta man, um falska kúnnalistann, sem birtist á netinu á dögunum. 29.12.2010 15:47
Vill að Eiður Smári leggi fram sönnunargögn Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skorar á Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnumann, að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. 29.12.2010 15:23
Ríkisráð kemur saman á gamlársdag Venju samkvæmt hefur ríkisráð Íslands verið kvatt saman á Bessastöðum á gamlársdag. Fundurinn hefst klukkan hálftíu. Samkvæmt stjórnarskránni eru það forseti lýðveldisins og ráðherrar sem skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti. Þar eru lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir bornar upp fyrir forseta. 29.12.2010 15:20
Yngri en 18 ára mega ekki fara í ljósabekki Fólki yngra en 18 ára verður óheimil notkun sólarlampa, í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum, á sólbaðsstöðum og öðrum sambærilegum stöðum um næstu áramót. 29.12.2010 15:07
Stálu yfir 20 þúsund sígarettum Sígarettum að verðmæti á aðra milljón króna var stolið úr söluskálanum Björkinni á Hvolsvelli í nótt. Þjófarnir brutu rúðu og komust þannig inn, að því er fram kemur á vefnum Sunnlenska. Þar kemur líka fram að þjófarnir virðast hafa gengið hreint til verks og stolið ákveðnum sígarettutegundum en látið aðrar vera. 29.12.2010 14:09
Tólf mánaða fangelsi fyrir árás á lögreglumann Karlmaður sem réðst á lögregumann í sumar hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Maðurinn kýldi lögregluvarðstjóra í andlitið þegar að hann var við skyldustörf aðfaranótt fimmtudagsins áttunda júlí síðastliðinn. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hafði áður hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna líkamsárásar og rauf því skilorð með árásinni á lögreglumanninn. 29.12.2010 13:37
Maður ársins útnefndur - kosning hér Maður ársins verður útnefndur í þættinum Reykjavík Árdegis á Bylgjunni að morgni gamlársdags. 29.12.2010 13:30
Samið við lækna fyrir áramót Samningur sjálfstætt starfandi heilsugæslulækna við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um áramótin. Samningnum var sagt upp í sumar þegar Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra. Steingrímur Ari Arason segir að verið sé að vinna að því að gera nýjan samning og á von á að takist. 29.12.2010 13:23
Dóttirin fær ekki svínaflensusprautu „Við erum búin að hringja og hafa samband við fimm eða sex heilsugæslustöðvar og fáum alltaf sama svarið. Hún fær ekki svínaflensusprautu,“ segir Víkingur Birgisson. Hann er afar ósáttur við að tvítug dóttir hans fær ekki bólusetningu gegn svínainflúensu á heilsgæslustöð á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún er búsett á landsbyggðinni. Dóttir Víkings stundar nám í Reykjavík. 29.12.2010 13:03
Töluverðar seinkanir hjá Iceland Express Töluverðar seinkanir hafa verið á flugi Iceland Express í þessari viku. Framkvæmdastjóri félagsins segir aðstæður hafa verið óviðráðanlegar. 29.12.2010 12:10
Steingrímur segir ekkert hæft í sögu um samstarf við Framsókn Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að viðræður séu hafnar við Framsókn um að ganga inn í stjórnarsamstarfið og segir undarlegt að menn séu að kjafta um slíkt. Þá kallar formaður Framsóknar fréttirnar „spuna." 29.12.2010 12:00
Allir fimmtán í landsdómi þurfa að taka afstöðu til kröfu Sigríðar Að óbreyttum lögum þurfa allir fimmtán dómendur í landsdómi að taka afstöðu til þeirrar kröfu saksóknara Alþingis að fá aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis, en þjóðskjalavörður hefur neitað um aðgang að nauðsynlegum gögnum, eins og yfirheyrslum rannsóknarnefndar og tölvupóstum Geirs H. Haarde. 29.12.2010 12:00
Ekki svigrúm til að fækka kennurum þrátt fyrir fjölgun Grunnskólakennurum fjölgaði um 43% á tíu ára tímabili, en á sama tíma fjölgaði nemendum aðeins um tæp 3%. Formaður Kennarasambandsins segir þetta ekki þýða að svigrúm sé til að fækka kennurum. 29.12.2010 11:59
Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. 29.12.2010 11:55
Bandarískur sælgætisforstjóri reynir að bjarga Íslandi Sælgætisforstjórinn Michael Dee frá New Jersey í Bandaríkjunum, skipulagði 100 manna ferð til Íslands í október til þess að fara á hokkímót hér á landi, en hann er einlægur áhugamaður um íþróttina. 29.12.2010 10:57
Furðustrandir mest seld í Eymundsson Furðustrandir, bók Arnaldar Indriðasonar, var mest selda bókin í Eymundsson á þessu ári, samkvæmt nýjustu tölum. Á eftir Arnaldi kemur bókin „Ég man þig“ eftir Yrsu Sigurðardóttur og því næst Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson. Mest selda fræðibókin var bókin 29.12.2010 10:46
Hærra frístundagjald Hækkanir verða á gjaldskrá frístundaheimila og frístundaklúbba Reykjavíkur á næsta ári. Við breytinguna hækkar frístundagjaldið um 20% og gjald á síðdegishressingu um 35%. Þetta þýðir að fyrir fólk með eitt barn í 5 daga vistun með síðdegishressingu hækkar gjaldið úr 10.515 krónum á mánuði í 12.940 krónur á mánuði. 29.12.2010 09:44
„Einhverjir alveg að missa sig í spunanum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa séð nokkrar furðufréttir að undanförnu. Í gær spurðist af þreifingum um mögulega aðild Framsóknarflokksins að ríkisstjórninnni. Sigmundur gefur lítið fyrir það á samskiptavefnum Facebook. „Nú eru einhverjir alveg að missa sig í spunanum. Búinn að sjá nokkrar furðufréttir,“ skrifar formaðurinn. 29.12.2010 08:34
Varað við hálku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar ökumenn við hálku í efri byggðum og á fáförnum götum, en búið er að salta aðal umferðaræðar. Einn ökumaður missti stjórn á bíl sínum í óvæntri hálku laust fyrir miðnætti og hafnaði á ljósastaur, en maðurinn slapp ómeiddur. 29.12.2010 08:18
Gómuðu þjófa Lögreglumenn handtóku tvo þjófa þegar þeir voru að brjótast inn í bíl við Hjaltabakka í Reykjavík í nótt. Síðan var brotist inn í gám við Malarhöfða og einhverjum verðmætum stolið, og loks var tilkynnt um innbrot í bústað við Hafravatnsveg en ekki er ljóst hverju var stolið þar. Þjófanna er leitað og sömuleiðis ræningjans, sem rændi peningum og tóbaki úr verslun 10-11 við Melabraut í Hafnarfirði í gærmorgun. Sá huldi andlit sitt með klúti og þekkist því ekki á upptökum úr eftirlitsmyndavélum. 29.12.2010 08:14
Björgunarsveitir leituðu manns í vondu skapi Björgunarsveitir á Suðurlandi fundu á sjöunda tímanum í morgun, mann sem saknað var í Grímsnesi í nótt. Björgunarmenn voru kallaðir út um klukkan hálf fjögur í nótt til að leita að honum eftir að hann hafði yfirgefið samferðafólk sitt í fússi í sumarbústað í Grímsnesi. Það leitaði hans í fyrstu en kallaði svo eftir aðstoð. Maðurinn fannst á gangi, kaldur og þreyttur á veginum við bæinn Laugabakka, skammt frá Selfossi. Honum var ekið til síns heima, eftir viðkomu á lögreglustöðinni, þar sem honum rann endanlega reiðin út í samferðafólkið. 29.12.2010 08:04
Eldur í íbúðarhúsi á Egilsstöðum Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Egilsstöðum seint í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang var eldur laus í þvottahúsi og gekk slökkvistarf vel. Engan íbúanna sakaði og reykræsti slökkviliðið húsið. Eldsupptök eru ókunn. 29.12.2010 08:03
Hrikalegt áfall segir nemandi Fimm nemendur sem til stóð að útskrifuðust af útstillingabraut Iðnskólans í Hafnarfirði hafa óskað eftir fundi með menntamálaráðherra til að ræða þá ákvörðun stjórnenda skólans að leggja námið niður án fyrirvara frá áramótum. 29.12.2010 06:00
Ólíklegt að breyting verði á samstarfinu - fréttaskýring Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. 29.12.2010 06:00
Kennurum fjölgaði um 43 prósent en nemum um 2,6 Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. 29.12.2010 06:00
Gunnar vanhæfur en neitaði samt að víkja Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. 29.12.2010 06:00
Nauðganir og ofbeldi á jólum Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. 29.12.2010 05:30
Hærra og lægra en meðaltal OECD í margvíslegum samanburði Heildarkostnaður við rekstur grunnskólastigsins er mestur á Íslandi í samanburði OECD. Er hann 54% hærri en meðaltalið. 29.12.2010 05:00
Saksóknara Alþingis neitað um brýn gögn Útlit er fyrir að Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. 29.12.2010 04:30
Samið um rekstur Sólheima út janúar Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. 29.12.2010 04:15
Rændi 10-11 með hulið andlit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í gær manns sem rændi 10-11 verslun á Melabraut í Hafnarfirði í gærmorgun. 29.12.2010 04:00
Lánastofnanir fá sextíu daga Lánastofnanir hafa 60 daga frest til útreikninga á ólögmætum gengisbundnum bíla- og fasteignaveðlánum eftir að frumvarp um gengisbundin lán varð að lögum í gær. Samkvæmt lögunum skal uppgjör fara fram innan 90 daga frá gildistöku þeirra. 29.12.2010 04:00
Fatlaðir studdir á vinnumarkaði Vinnumálastofnun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir fatlað fólk og samstarf varðandi þjónustu og vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem njóta félagsþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 29.12.2010 03:00
Sjávarútvegsfyrirtæki fá MSC-vottun Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækin Sjóvík ehf. og Fram Foods Ísland hf. uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC-vottuðum sjálfbærum fiskveiðum. 29.12.2010 03:00
Vilja auka ýsukvóta án tafar Stjórn Landssambands smábátaeigenda skorar á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra að bæta nú þegar 20 þúsund tonnum við áður útgefinn heildarafla í ýsu. 29.12.2010 02:00
Fyrirskipaði fjölda morða Igor Izmestjev, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa fyrirskipað fjölda morða. 29.12.2010 00:00