Fleiri fréttir

Herjólfur siglir á ný til Landeyja síðdegis á morgun

Herjólfur byrjar á ný að sigla til Landeyja síðdegis á morgun, eftir 40 daga hlé. Vegagerðin tilkynnti síðdegis að dýpkun Landeyjahafnar gengi ágætlega enda væru aðstæður góðar. Fyrsta ferð Herjólfs í fyrramálið verður þó til Þorlákshafnar og komi ekkert óvænt upp er áformað að eftir þá ferð hefjist siglingar til Landeyja að nýju, samkvæmt áætlun.

Jarðskjálftar við Kleifarvatn

Jarðskjálftahrina hófst í Krýsuvík síðla nætur og var talsverður órói þar í morgun, samkvæmt mælum Veðurstofu. Flestir skjálftanna eru litlir og þeir stærstu innan við 2 stig og er ekki vitað til þess að fólk hafi fundið fyrir þeim, að sögn Þórunnar Skaftadóttur jarðfræðings á Veðurstofu.

Björgunarsveitarmenn saman í bíó

25 menn úr björgunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ fóru í hópferð á heimildarmyndina Norð Vestur - Björgunarsaga, sem fjallar um snjóflóðið á Flateyri árið 1995.

Játaði stórfelldan skartgripaþjófnað

Karlmaður játaði í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa brotist inn í skartgripaverslun í Hafnarfirði og stolið þaðan skartgripum fyrir rúmlega tvær miljónir. Innbrotið framdi maðurinn í ágúst 2009.

Margrét Tryggva: „Ég skammast mín“

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, skammaðist sín í þingsal þegar unglingar voru þar viðstaddir og fylgdust með stjórn og stjórnarandstöðu takast á af mikilli heift.

Á fimmta hundrað manns á mótmælum

Á fimmta hundrað mótmælendur slá tunnur á Austurvelli. Ástæðan er sú að Alþingi er nú komið saman aftur. Mótmælendur krefjast meðal annars að þing verði rofið og utanþingsstjórn skipuð.

Jóhanna manar stjórnarandstöðu til að lýsa yfir vantrausti á sig

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skorar á stjórnarandstöðuna að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þetta gerði Jóhann í pontu á Alþingi fyrir stundu þar sem hún svaraði gagnrýni þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem þykja aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna í þágu heimilanna vera slæmar og illa útfærðar.

Krabbameinsvaldandi efni á gervigrasvöllum

Í dekkjakurli sem notað er á gervigrasvelli barna eru krabbameinsvaldandi efni og eiturefni sem geta verið hættuleg börnum. Læknafélag Íslands skoraði fyrir skömmu á Alþingi að láta banna notkun þessa kurls.

Hótaði að sitja fyrir starfsmanni apóteks

Viðskiptavinur Lyfja og heilsu við Egilsgötu í Reykjavík hótaði starfsmanni apóteksins nú skömmu eftir hádegið þegar hann þurfti að bíða eftir að fá afgreidd lyf. Maðurinn, sem er góðkunningi lögreglunnar og var heldur ölvaður, kom í apótekið með lyfseðil. Starfsmaðurinn þurfti að hringja í lækni áður en hann gat afgreitt lyfin en náði ekki sambandi og gat því ekki afhent manninum lyfin strax. Við þetta æstist viðskiptavinurinn mjög og tók að hóta starfsmanninum öllu illu, sagðist ætla að sitja fyrir honum og að hann myndi sannarlega hafa verra af vegna þessa seinagangs.

Ólafur og Dorrit við útför Jonathans Motzfeldt

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú verða á morgun viðstödd útför Jonathans Motzfeldt, fyrrum formanns landstjórnar Grænlands. Útförin fer fram í Nuuk og verður á vegum grænlensku landstjórnarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Bjarni: Fálmkenndar aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lausnar skuldavanda heimilanna vera fálmkenndar, ómarkvissar og óskýrar. Bjarni tók fyrstur til máls eftir að Alþingi var sett fyrir stundu undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Hann beindi því til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að skýra hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að bjarga heimilunum og gagnrýndi seinagang hennar.

Barið á tunnur á Austurvelli

Rúmlega hundrað manns hafa safnast saman fyrir utan Alþingishúsið til að krefjast þess að skipuð verði utanþingsstjórn.

Félagsmálaráðuneytið deilir hart á yfirstjórn Sólheima

Það er rangt að halda því fram að flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga setji rekstur Sólheima í uppnám. Fjármunir til stofnunarinnar eru tryggðir og fráleitt að gefa það í skyn að mögulega þurfi að loka Sólheimum vegna yfirfærslunnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félagsmálaráðuneytinu en undanfarið hefur verið fjallað í fjölmiðlum um framtíð Sólheima en Framkvæmdastjórn og fulltrúaráð Sólheima hafa sagt að með breytingunum bresti grundvöllur fyrir starfinu.

Karl gerir aðra stórmynd með Bigelow

„Þetta verður ekki mikið stærra en þetta,“ segir leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson. Karl er á leiðinni til Argentínu og Síle að gera leikmynd fyrir Óskarsverðlaunaleikstjórann Kathryn Bigelow.

„Skaðleg stefna ríkisstjórnar í sjávarútvegsmálum“

Bæjarráð Vestmannaeyja sér sig knúið til að gera ráð fyrir 15 prósenta samdrætti í áætluðum útvarstekjum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir þar hafa ráðið för sú pólitíska óvissa sem nú ríkir og skaðleg stefna ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum.

Segir Davíð hafa bjargað Hrafni og Myrkrahöfðingjanum

Einar Kárason segir í nýrri bók sinni að Davíð Oddsson hafi tryggt aukafjármögnun svo Hrafn Gunnlaugsson gæti gert kvikmyndina Myrkrahöfðingjann. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs á þessum tíma telur að Einar fari ekki rétt með staðreyndir málsins.

Bændasamtökin neita að lána starfsmenn vegna ESB

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa hafnað beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um að lána starfsfólk sitt til ráðuneytisins í rýnivinnu vegna umsóknar Íslands að ESB.

Farginu létt af eldstöðinni

Áfram er fylgst grannt með Grímsvötnum nú þegar farginu hefur létt af eldstöðinni. Vatnsyfirborðið undir Gígjubrú hefur lækkað um einn og hálfan metra frá því Grímsvatnahlaupið náði hámarki þar síðdegis í gær.

Konurnar ætla að dansa vegna nýja vegarins

Íbúar á norðausturhorni landsins efna til allsherjar héraðshátíðar á sex stöðum um helgina í tilefni þess að nýr vegur yfir Melrakkasléttu verður formlega opnaður, en með honum styttast leiðir til bæði Raufarhafnar og Þórshafnar, auk þess sem samfellt malbik verður komið þangað alla leið úr Reykjavík.

Dæmd í ellefu mánaða fangelsi fyrir að stela bíl

Kona var dæmd í ellefu mánaða fangelsi í dag fyrir að stela bifreið í ágúst síðastliðnum fyrir utan verslun 10-11 á Barónstíg. Konan ók svo bifreiðinni til Eyrarbakka þar sem lögreglan handtók hana.

Siðmennt heiðrar Hörð Torfason

Siðmennt afhendir í dag hin árlegu Húmanistaverðlaun Siðmenntar. Handhafi viðurkenningarinnar þetta árið er Hörður Torfason og er hann heiðraður fyrir mikilvægt og áratugalangt starf í þágu mannréttinda á Íslandi. Þá fær Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar í ár.

Fyrsti vetrarsnjórinn fallinn í Reykjavík

Borgarbúar vöknuðu upp við það í morgun að fyrsti vetrarsnjórinn var fallinn. Myndatökumaður Stöðvar 2 fór á stúfana og myndaði fólk á leið til vinnu. Í færð sem þessari gengur allt hægar en venjulega enda flughált víða. Það kom því ekki á óvart að í gærkvöldi var tilkynnt um rúmlega þrjátíu umferðaróhöpp í höfuðborginni einni.

Ný útgáfa af tillögum mannréttindaráðs

Nokkrar breytingar voru gerðar á orðalagi tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar áður en hún var afgreidd úr ráðinu í gær. Þar segir nú: „Sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðumog frídögum þjóðarinnar halda sínum sess í árstíðabundnum skemmtunum og starfi frístundaheimila, leik- og grunnskóla."

Krefjast utanþingsstjórnar við þingsetninguna í dag

Í tilefni þess að þingheimur kemur saman að nýju í dag hefur verið boðað til mótmæla við Alþingishúsið í dag þar sem þess er krafist að Alþingi samþykki utanþingsstjórn. Þingfundur hefst klukkan tvö og mótmælin sömuleiðis.

Misstórir en báðir eru grænir

Töluverður munur var á fararskjótum borgarstjóra Reykjavíkur og forseta Íslands þegar þeir heimsóttu báðir Foldaskóla á þriðjudag. Þar var haldinn kynningarfundur fyrir Forvarnadaginn sem haldinn var í grunnskólum landsins í gær.

Ósamið um fébætur fyrir Hótel Valhöll

Forsætisráðuneytið og tryggingafélagið Vörður hafa ekki lokið samningum um uppgjör vegna bruna Hótels Valhallar á Þingvöllum í júlí 2009. Brunabótamat byggingarinnar var ríflega 270 milljónir króna en óvíst er hver endanleg bótafjárhæð verður. Þingvallanefnd leggur mikla áherslu á að bótaféð skili sér austur í þjóðgarðinn. Bæturnar verða jafnvel aðeins

Leiðir flokk jafnaðarmanna

Helgi Hjörvar, þingmaður og fráfarandi forseti Norðurlandaráðs, hefur verið kjörinn leiðtogi í flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði.

Lengsta samdráttarskeiðinu að ljúka

Efnahagsbati hér á landi verður drifinn af einkaneyslu og fjárfestingu, ekki af útflutningi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands.

Erum örugglega sammála

Á milli Steinunnar Hlífar Guðmundsdóttur og Ingibjargar Tönsberg er 71 ár. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að vera fulltrúar á Þjóðfundinum sem haldinn verður í Laugardalshöllinni um helgina. Steinunn er yngsti þátttakandinn en Ingibjörg sá elsti. Fréttablaðið hitti stöllurnar á heimili Ingibjargar í gær.

Hrygningarstofninn hruninn

Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflamark í íslenskri sumargotssíld fari ekki yfir 40 þúsund tonn á komandi vertíð. Hrygningarstofninn er metinn vera 370 þúsund tonn, sem er um helmingur þess sem stofninn var metinn vera árið 2006. Vísbendingar eru um að sýkingarfaraldurinn sem herjað hefur á stofninn undanfarin tvö ár sé í rénun. Stóran hluta 2007-árgangsins, sem kemur inn í veiðina á næsta ári, var að finna nánast ósýktan í Breiðamerkurdjúpi.

Fá frítt í sund og í íþróttatíma

Staða atvinnulausra á Ströndum er að batna eilítið því sveitarstjórn Strandabyggðar hefur lagt til að atvinnuleitendur í sveitarfélaginu fái frítt í sundlaugina, þreksal og opna íþróttatíma í íþróttahúsinu á Hólmavík.

Telur ívilnun geta verið ríkisaðstoð

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í gær að hefja formlega rannsókn á því hvort ríkisstuðningur fælist í fyrirhuguðum undanþágum Verne Holdings frá sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. Auk þess mun stofnunin skoða orkusölusamning, kaup á fasteignum, lóðaleigu og samning um gagnaflutning til gagnavers Verne Holdings.

Spenntur fyrir nýju stöðunni

Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, segist í samtali við Fréttablaðið spenntur fyrir nýju starfi sem aðstoðarframkvæmdastjóri hjá FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, en hann var skipaður í þá stöðu á þriðjudag.

Verðlaun veitt fyrir ýmis afrek

Norðurlandaráð afhenti í gær verðlaun fyrir afrek á sviðum bókmennta, kvikmyndagerðar og tónlistar og í fyrsta sinn voru Norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunin veitt.

Brynjar sakaður um að hafa rofið trúnað

Slitastjórn Glitnis hefur krafist þess að lögfræðiálit Brynjars Níelssonar, formanns Lögmannafélags Íslands, sem nýlega var lagt fyrir dóm í New York, verði metið ógilt. Álit Brynjars er lagt fram af lögmönnum stefndu,

Sjá næstu 50 fréttir