Innlent

Farginu létt af eldstöðinni

Vísindamenn fóru í könnunarflug yfir Grímsvötn í gær.
Vísindamenn fóru í könnunarflug yfir Grímsvötn í gær.
Áfram er fylgst grannt með Grímsvötnum nú þegar farginu hefur létt af eldstöðinni. Vatnsyfirborðið undir Gígjubrú hefur lækkað um einn og hálfan metra frá því Grímsvatnahlaupið náði hámarki þar síðdegis í gær.

Hlaupið úr Grímsvötnum náði, samkvæmt vatnshæðarmæli, hámarki síðdegis í gær en hefur síðan farið hratt minnkandi. Enn er þó verulegt rennsli í Gígju en með sama áframhaldi verður hlaupið að mestu gengið yfir á morgun. Áin var í gríðarlegum ham í gær en þegar mest var náði rennsli Gígju að verða á við Ölfusá tífalda.

Á síma tíma virðist sem ró sé að færast yfir Grímsvötnin en þar hófst mikill órói í fyrrinótt, sem jafnvel var talinn benda til eldsumbrota. Þar virðist allt frekar á niðurleið, að sögn Þórunnar Skaftadóttur, jarðfræðings á Veðurstofunni.

Grímsvötnin hafa nú tæmt sig og farginu létt af eldstöðinni á sama tíma og landris og þensla kvikunnar þar undir eru komin í sömu hæð og var þegar síðast braust þar út jarðeldur. Menn fylgjast því áfram grannt með þróun mála á svæðinu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×