Innlent

Fá frítt í sund og í íþróttatíma

Auka á virkni þeirra sem er í atvinnuleit.
Auka á virkni þeirra sem er í atvinnuleit.
Staða atvinnulausra á Ströndum er að batna eilítið því sveitarstjórn Strandabyggðar hefur lagt til að atvinnuleitendur í sveitarfélaginu fái frítt í sundlaugina, þreksal og opna íþróttatíma í íþróttahúsinu á Hólmavík.

„Víða um land stuðla sveitarfélög að virkni þeirra sem standa frammi fyrir atvinnuleysi með fríu eða niðurgreiddu aðgengi að sundlaugum og íþróttamannvirkjum,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar um málið. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×