„Maður sem á tvö svöng börn er hættulegur“ Valur Grettisson skrifar 4. nóvember 2010 14:54 Sturla Jónsson mætti á mótmælin. Myndir/ Valur Grettisson „Það er bara spurning hvenær það sýður upp úr," sagði Sturla Jónsson vörubílstjóri sem mótmælti ríkisstjórninni á Austurvelli. Þar eru á fimmta hundrað mótmælenda. Fólk slær á tunnur við þinghúsið og myndast því gríðarlegur hávaði. Sturla kom heim á dögunum eftir að hafa verið í vinnu í Noregi. Hann segist hafa snúið aftur af heilsufarsástæðum. Á meðan fréttamaður Vísis ræddi við Sturlu kom Hummer-jeppi keyrandi fram hjá mótmælendunum sem lömdu tunnurnar af krafti. Það var gott á milli mótmælanda og lögreglumannanna sem spjölluðu saman.Mynd/ Valur Grettisson „Maður sem á svöng börn er hættulegur," sagði Sturla sem er sannfærður um að önnur bylting í ætt við búsáhaldabyltinguna sé í uppsiglingu. Hann segir fjölskyldurnar í landinu vera búnar að fá nóg. „Annars fékk ég mér snittur í gær," sagði Sturla sem gerðist boðflenna í Listasafni Íslands í gærkvöldi. Þar var verðlaunaafhending á vegum Norðurlandaráðsins og þurfti boðsmiða til þess að komast inn. Sturla segist hafa verið með boðsmiða, honum var engu að síður fylgt út af lögreglunni. Lögreglan á leiðinni að finna manninn með áfengisvandann.Mynd/ Valur Grettisson „Ráðamenn þjóðarinnar gáfu mér verulega illt auga þennan klukkutíma sem ég var þarna," sagði Sturla að lokum. Það var þá sem kona með eyrnatappa leitaði til þriggja lögreglumanna sem stóðu álengdar og fylgdust með mótmælunum. Þeir fylgdu henni inn í þvögu af fólki þar sem drukkinn maður stóð. Hann hraðaði sér strax í burtu þegar lögreglan nálgaðist. Það var á fimmta hundrað manns á Austurvelli um klukkan hálf þrjú í dag.Mynd/ Valur Grettisson „Þetta var einhver maður sem átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða," sagði konan við fréttamann þar sem hann náði tali af henni við styttuna af Jóni Sigurðssyni. Hummer-bifreiðin lullaði hægt framhjá mótmælendunum.Mynd/ Valur Grettisson Þegar fréttamaður fór af vettvangi var á fimmta hundrað manns að mótmæla. Um hundrað manns slógu tunnurnar af miklu afli sem skapaði mikinn hávaða.Það er ljóst að hávaðinn hefur ekki farið framhjá Alþingismönnum. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það er bara spurning hvenær það sýður upp úr," sagði Sturla Jónsson vörubílstjóri sem mótmælti ríkisstjórninni á Austurvelli. Þar eru á fimmta hundrað mótmælenda. Fólk slær á tunnur við þinghúsið og myndast því gríðarlegur hávaði. Sturla kom heim á dögunum eftir að hafa verið í vinnu í Noregi. Hann segist hafa snúið aftur af heilsufarsástæðum. Á meðan fréttamaður Vísis ræddi við Sturlu kom Hummer-jeppi keyrandi fram hjá mótmælendunum sem lömdu tunnurnar af krafti. Það var gott á milli mótmælanda og lögreglumannanna sem spjölluðu saman.Mynd/ Valur Grettisson „Maður sem á svöng börn er hættulegur," sagði Sturla sem er sannfærður um að önnur bylting í ætt við búsáhaldabyltinguna sé í uppsiglingu. Hann segir fjölskyldurnar í landinu vera búnar að fá nóg. „Annars fékk ég mér snittur í gær," sagði Sturla sem gerðist boðflenna í Listasafni Íslands í gærkvöldi. Þar var verðlaunaafhending á vegum Norðurlandaráðsins og þurfti boðsmiða til þess að komast inn. Sturla segist hafa verið með boðsmiða, honum var engu að síður fylgt út af lögreglunni. Lögreglan á leiðinni að finna manninn með áfengisvandann.Mynd/ Valur Grettisson „Ráðamenn þjóðarinnar gáfu mér verulega illt auga þennan klukkutíma sem ég var þarna," sagði Sturla að lokum. Það var þá sem kona með eyrnatappa leitaði til þriggja lögreglumanna sem stóðu álengdar og fylgdust með mótmælunum. Þeir fylgdu henni inn í þvögu af fólki þar sem drukkinn maður stóð. Hann hraðaði sér strax í burtu þegar lögreglan nálgaðist. Það var á fimmta hundrað manns á Austurvelli um klukkan hálf þrjú í dag.Mynd/ Valur Grettisson „Þetta var einhver maður sem átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða," sagði konan við fréttamann þar sem hann náði tali af henni við styttuna af Jóni Sigurðssyni. Hummer-bifreiðin lullaði hægt framhjá mótmælendunum.Mynd/ Valur Grettisson Þegar fréttamaður fór af vettvangi var á fimmta hundrað manns að mótmæla. Um hundrað manns slógu tunnurnar af miklu afli sem skapaði mikinn hávaða.Það er ljóst að hávaðinn hefur ekki farið framhjá Alþingismönnum.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira