Innlent

Ráðherrar njóta sömu réttinda og aðrir opinberir starfsmenn

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon njóta sömu kjara og aðrir opinberir starfsmenn.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon njóta sömu kjara og aðrir opinberir starfsmenn.

Ráðherra og alþingismenn njóta í dag sömu lífeyrisréttinda og opinberir starfsmenn.

Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að það væri réttlætismál að allir landsmenn nytu jafnra lífeyrisréttinda. Hann sagði að það væri til skammar að láta ráðherra njóta sérkjara.

ASÍ ætlar að setja jöfnun lífeyrisréttinda á oddinn í komandi kjaraviðræðum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins nýtur fullrar ríkisábyrgðar og því búa opinberir starfsmenn ekki við skerðingu á lífeyrisréttindum eftir bankahrunið líkt og gildir um lífeyrisþega á almennum vinnumarkaði.

Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttir, vill vegna þessarar umræðu koma því á framfæri að eitt af fyrstu verkum minnihlutastjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafi verið að afnema sérlög um lífeyri alþingismanna og ráðherra. Réttindi þeirra séu í dag þau sömu og réttindi annarra opinberra starfsmanna. Þetta var gert með afnámi laga frá árinu 2003 um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×