Fleiri fréttir Lagfæringar á veginum inn í Þórsmörk að hefjast Lagfæringar á veginum inn í Þórsmörk hefjast í vikunni og reiknað er með að fært verði inn í Mörk um næstu helgi. Það er eigi að síður í valdi Almannavarna hvort umferð verði leyfð á svæðinu samkvæmt upplýsingum sem finna má á vefsíðu Vegagerðarinnar. 25.5.2010 13:00 Ákærður fyrir að lemja tvo lögregluþjóna með mánaðar millibili Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að slá lögregluþjón með krepptum hnefa í andlitið í nóvember á síðasta ári þegar hann hugðist hafa afskipti af manninum vegna skyldustarfa sinna. Árásin átti sér stað í fangaklefa á Húsavík. 25.5.2010 12:50 Sigldi til Íslands á ónýtum dópdalli og til baka með Norrænu Einn Hollendingurinn af þremur, sem voru handteknir við komuna til Seyðisfjarðar fyrir um tveimur vikum síðan grunaðir um aðild að fíkniefnasmygli, er farinn úr landi. 25.5.2010 12:23 Kaupþing og Landsbankinn styrktu Gísla Martein um milljón Kaupþing og Landsbankinn styrktu Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um eina milljón króna fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2006. Þetta segir Gísli Marteinn í samtali við Vísi. Eins og DV hafði áður greint frá styrktu Baugur og FL Group Gísla Martein jafnframt um milljón hvor. 25.5.2010 11:35 Fámenn mótmæli fyrir utan stjórnarráðið Um fimmtíu mótmælendur mótmæltu fyrir utan stjórnarráðið á meðan ríkisstjórnarfundur fór fram þar innandyra í morgun. Mótmælin eru á vegum Heimavarnarliðsins sem eru samtök sem mótmæla uppboðum á heimilum. 25.5.2010 11:32 Þyrla sótti slasaðan ökumann til Borgarfjarðar Ökumaður bifreiðar, sem valt í Borgarfirðinum, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvoginum í morgun. 25.5.2010 10:26 Kannabisbófi handtekinn á Eyrarbakka Kannabisræktun var upprætt á Eyrarbakka um helgina. Lögregla hafði haft grun um mann sem hugsanlega væri að rækta kannabisið. 25.5.2010 10:11 Ljóshærður stubbur kýldi mann Ungur lágvaxinn, ljóshærður maður sló annan hnefahöggi í andlitið þar sem hann var á dansgólfinu á 800 bar á Selfossi í fyrrinótt. Sá sem varð fyrir högginu mun hafa nefbrotnað. Árásarmaðurinn var farinn af staðnum þegar lögreglan kom þar. Maðurinn hafði, ásamt öðrum, verið til leiðinda á staðnum og reynt að stofna til óláta. Lögreglan á Selfossi biður þá sem voru vitni að árásinni að hafa samband í síma 480 1010. 25.5.2010 10:08 Dópaður unglingur með veiðihníf handtekinn fyrir eignaspjöll Uppúr miðnætti síðastliðinn laugardag sást til sex unglinga skemma girðingu við Sigtún á Selfossi. 25.5.2010 10:06 Útilokar ekki bensínlækkun Ekki er útilokað að eldsneytisverð verði lækkað í dag, segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað umtalsvert liðna daga og fór tunnan á Norðursjávarolíu undir 70 dollara. 25.5.2010 09:14 Nokkur skip á síldarveiðum austur af landinu Nokkur skip eru byrjuð veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum austur af landinu. Skipin veiða með flottrollum sem dregin eru í nokkrar klukkustundir í senn. Að sögn stýrimanns á einu skipanna í morgun, hafa skipin aðeins fengið slatta í hverju holi og er ekki mikla síld að sjá á miðunum, enn sem komið er. Í ráði er að frysta sem allra mest af aflanum á vertíðinni, bæði um borð í vinnsluskipum og í landi, til að auka verðmæti aflans. 25.5.2010 08:10 Sinubrunar í Hafnarfirði og Breiðholti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis kallað út vegna sinubruna í gærkvöldi, annarsvegar í Hafnarfirði og hinsvegar í Breiðholti. Í báðum tilvikum var um minniháttar bruna að ræða og var hann slökktur á skammri stundu. Minna hefur verið um sinubruna á höfuðborgarsvæðinu í vor en undanfarin ár.- 25.5.2010 07:07 Engin eldsumbrot í Eyjafjallajökli Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum í Eyjafjallajökli í nótt eftir að nokkrir smáskjálftar mældust í jöklinum, suðvestur af Básum í Þórsmörk í gærkvöldi. Síðan hefur allt verði rólegt í jöklinum, en kraftur er að færast í hreinsunarstarf. 25.5.2010 07:01 Fyrsta ferðahelgin lofar góðu Töluvert mikil umferð var til höfuðborgarsvæðisins síðdegis í gær og fram á kvöld. Um tíma voru samfelldar bílaraðir bæði á Suðurlands- og Vesturlandsvegum, en engin óhöpp eða slys urðu. Að sögn lögreglu bar líka óvenju lítið á hraðakstri eða framúrakstri, þannig að ökumenn sýndu þolinmæði. Þessi fyrsta umferðarhelgi sumarsins þykir því lofa góðu.- 25.5.2010 06:55 Europol aðstoðar við rannsókn kókaínmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann átta milljónir króna í tveimur aðskildum bankahólfum í tengslum við rannsókn sína á kókaínmáli, þar sem reynt var að smygla þremur kílóum af mjög hreinu kókaíni í ferðatöskum til landsins frá Spáni í síðasta mánuði. 25.5.2010 06:00 Hefur ekki gefið sér tíma enn „Ég geri það á morgun eða hinn,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi í gær, spurður hvenær hann hyggst gefa upp nöfn þeirra fyrirtækja sem gáfu honum styrki fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. 25.5.2010 05:30 Allt féð verði notað í viðhald á vegum Sveitarstjórnarmenn og forsvarsmaður Vegagerðarinnar telja að viðhald og þjónusta eigi að vera í forgangi næstu árin á kostnað nýframkvæmda. Þeir segja gott dæmi um niðurskurð til vegamála að aðeins tólf milljónir króna eru eyrnamerktar vegamálum á Norðurlandi vestra á gildistíma samgönguáætlunar til ársins 2012. Svipaða sögu er að segja um allt land. 25.5.2010 05:00 Skýrsla um Álftanes eftir kosningar Ríkisendurskoðun segir að niðurstöður athugunar á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftanes muni ekki verða kynntar fyrr en um miðjan júní. 25.5.2010 04:30 Nýjum þunglyndislyfjum gæti seinkað Breytingar á greiðsluþátttöku heilbrigðisyfirvalda á þunglyndislyfjum gætu þýtt að ný lyf komi seinna á markað hér á landi, en ættu ekki að hafa neikvæð áhrif á meðferð þunglyndissjúklinga, segir Þórður Sigmundsson, yfirlæknir á bráðamóttökudeild geðsviðs Landspítalans. 25.5.2010 03:30 Mælingar segja ekkert strax „Ennþá er ekki alveg ljóst hvort kvikuaðstreymið hafi núna haldið áfram að neðan, og fjallið þá þanist út, og það er það sem skiptir sköpum í því hvort framhald verður á þessari sögu eða ekki. Slíkt kemur ekki í ljós fyrr en næstu daga, og það gætið tekið viku og upp í tíu daga að afskrifa þessa atburðarás,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. 25.5.2010 03:15 Formaður telur stöðuna óbreytta Unnur G. Kristjánsdóttir, formaður þingkjörinnar nefndar um erlenda fjárfestingu, segist ekki telja, í fljótu bragði, að nefndin þurfi að fjalla á ný um viðskipti Magma Energy og Geysi Green Energy með hlutabréf í HS Orku en Magma hefur eignast 98,53 prósent í GGE. 25.5.2010 03:00 Kýrnar ánægðar að komast út í sumarið „Hér ríkir náttúrulega mikil gleði og menn urðu strax bjartsýnir þegar ljóst var að gosið væri hugsanlega að stöðvast. Við settum kýrnar út í fyrsta skipti í dag og þær voru að vonum ánægðar,“ segir Heiða Björg Scheving frá bænum Hvassafelli, sem er einn af Steinabæjum undir Eyjafjöllum. 25.5.2010 02:00 Segir bílnum hafa verið stolið úr tollvörslu Bifreiðareigandi segir bíl sínum hafa verið stolið úr tollvörslu eftir æði skrautlegan undanfara. Hann gagnrýnir öryggisgæslu á tollvörslusvæðinu. 24.5.2010 18:34 Þung umferð frá Selfossi til Reykjavíkur Það er bíll við bíl frá hringtorginu á Selfossi langleiðina til Reykjavíkur að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. Ferðamennirnir eru farnir að halda heim á leið en gríðarlega fjöldi manns fóru úr bænum um Hvítasunnuhelgina. 24.5.2010 16:34 Lilja Mósesdóttir: Margir sagt sig úr VG vegna Magma „Ég hef fengið mjög harðorða gagnrýni frá mínum stuðningsmönnum og margir hafa sagt sig úr flokknum vegna málsins,“ segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um óánægju með kaup kanadíska orkufyrirtækisis Magma á hlut Geysis Green Energy á HS Orku. 24.5.2010 15:38 Vinnufundi vegna gossins frestað Vegna hugsanlegra gosloka er vinnufundi vegna eldgossins í Eyjafjallafjallajökli sem vera átti á morgun, þriðjudaginn 25. maí á Hvolsvelli, frestað um óákveðinn tíma samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. 24.5.2010 14:52 Heimavarnarliðið boðar til mótmæla Heimavarnarliðið boðar til þögullar mótmælastöðu fyrir utan Stjórnaráð Íslands við Lækjartorg, þriðjudag 25. maí kl. 11:30. 24.5.2010 17:53 Lúðvík Geirsson: „Það er allt í járnum“ „Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. 24.5.2010 14:22 Líklegra að Jón Gnarr verði borgarstjóri en Sóley Tómasdóttir Veðmálafyrirtækið Betsson ætlar ekki að láta komandi sveitstjórnarkosningar á Íslandi framhjá sér fara. Meðal annars er hægt að veðja á hver verði næsti borgarstjóri í Reykjavík. Líklegast er að Dagur eða Hanna Birna hljóti nafnbótina samkvæmt veðmálasíðunni. 24.5.2010 13:00 Suður-Kórea setur viðskiptabann á Norður-Kóreu Suður Kórea hefur hætt öllum viðskiptum við Norður Kóreu og krafist afsökunarbeiðni, eftir að rannsókn leiddi í ljós að Norður Kóreumenn hafi sökkt herskipi sunnanmanna sem kostaði 46 manns lífið. Norður Kóreumenn segja rannsóknina óþolandi og alvarlega ögrun. 24.5.2010 12:54 Búist við mikilli umferð inn til höfuðborgarinnar síðdegis Búist er við mikilli umferð inn til höfuðborgarinnar í dag á þessari fyrstu ferðahelgi sumarsins. Ökumenn eru hvattir til að fara varlega og fara ekki of snemma af stað eftir gleðskap næturinnar. 24.5.2010 12:43 Annar flugritinn fundinn Annar flugriti indversku flugvélarinnar sem fórst í Mangalore á laugardag er fundinn en hann inniheldur upptökur á samræðum flugmanna í flugstjórnarklefanum fyrir slysið. 24.5.2010 12:17 Segir Framsókn eiga hugmyndina um uppboðsmarkað á gjaldeyri Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir áhugavert að stjórnarliðar hafi loksins séð ljósið varðandi uppboðsmarkað á gjaldeyri, eins og Framsóknarflokkurinn hafi áður lagt til. Flokkurinn hyggst leggja þetta til á ný og vonist til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hætti að standa í vegi fyrir að þessi leið verði farin. 24.5.2010 12:12 Ísland er barn-fjandsamlegt samfélag „Aðaldánarorsök barna á Íslandi eru slys,“ segir Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhússins, en alþjóðleg rannsókn var kynnt á dögunum þar sem í ljós kom að Ísland er með lægstu dánartíðni barna undir fimm ára í hinum vestræna heimi. Bretar eru hinsvegar á botninum. 24.5.2010 11:15 Flugraskanir þrátt fyrir gosleysi Þótt gosinu í Eyjafjallajökli sé lokið halda raskanir á flugi áfram í Bretlandi því á miðnætti lögðu flugliðar British Airways niður vinnu. 24.5.2010 09:59 Engin aska í loftinu og heiðskýrt og fallegt veður Enginn gosmökkur er nú frá Eyjafjallajökli og sjást aðeins litlar gufubólstrar á toppnum. 24.5.2010 09:55 Leigusamningum fækkar verulega Rúmlega tuttugu prósent færri leigusamningar íbúðahúsnæða voru gerðir í apríl miðað við marsmánuð. 24.5.2010 09:49 Dánartíðni barna á Íslandi lægst - Bretar á botninum Ísland er með lægstu dánartíðni barna yngri en fimm ára í heiminum en á eftir fylgja Svíar og svo Kýpur. Rannsóknin var framkvæmd af Washington-háskóla í Bandaríkjunum og birt í tímaritinu Lancet. 24.5.2010 09:28 Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23.5.2010 20:15 Aðalatvinnugreinarnar í uppnámi Ferðaþjónusta og landbúnaður tvær aðalatvinnugreinarnar á Suðurlandi eru í uppnámi, vegna eldgossins undanfarnar fimm vikur. Sumstaðar hafa bókanir ferðamanna í sumar hrunið. 23.5.2010 18:49 Segja frumvarp um hjúskaparlög andkristið Umsagnaraðilar nýs frumvarps um hjúskaparlög óttast sumir að það muni leiða bölvun yfir land og þjóð og segja frumvarpið andkristið. Þá brjóti það gegn eðli hjónabandsins sem stofnunar. 23.5.2010 18:55 Gosinu lokið í bili „Það er engin kvika að koma upp og gosið er dottið niður. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta sé endir gossins eða hlé. Við vitum það ekki,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann og Ómar Ragnarsson flugu yfir Eyjafjallajökul á fjórða tímanum í dag. 23.5.2010 16:28 Sinubruni í Tálknafirði Slökkviliðsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum börðust við sinubruna í Tálknafirði ásamt heimamönnum fram á kvöld. Tilkynning um brunann skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Slökkvistarf stóð enn yfir á áttunda tímanum, að sögn íbúa í Tálknafirði. Bruninn kom upp í sinu rétt fyrir utan bæjarfélagið. 23.5.2010 19:38 Sækir ekki gull í greipar Kópavogsbúa Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir að fyrrverandi landeigendur lands á Vatnsenda muni ekki sækja gull í greipar Kópavogsbúa. Í fréttum Ríkissjónvarpsins kom fram í gær að Kópavogsbær ætti yfir höfði sér 14 milljarða kröfu vegna lands á Vatnsenda sem tekið var eignarnámi fyrir þremur árum. Lögmaður landeiganda sagði bæjaryfirvöld í Kópavogi ekki hafa staðið við gerða samninga. Hann sagði ennfremur að málið væri á leið fyrir dómstóla. 23.5.2010 19:23 Búið að loka síðunni Lögreglan á höfuborgarsvæðinu hefur skoðað uppruna Facebook síðu sem stofnuð var þar sem höfundur gaf til kynna að hann myndi sprengja Melaskóla ef hann fengi ákveðinn fjölda áhangenda að síðu sinni. 23.5.2010 19:02 Sjá næstu 50 fréttir
Lagfæringar á veginum inn í Þórsmörk að hefjast Lagfæringar á veginum inn í Þórsmörk hefjast í vikunni og reiknað er með að fært verði inn í Mörk um næstu helgi. Það er eigi að síður í valdi Almannavarna hvort umferð verði leyfð á svæðinu samkvæmt upplýsingum sem finna má á vefsíðu Vegagerðarinnar. 25.5.2010 13:00
Ákærður fyrir að lemja tvo lögregluþjóna með mánaðar millibili Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að slá lögregluþjón með krepptum hnefa í andlitið í nóvember á síðasta ári þegar hann hugðist hafa afskipti af manninum vegna skyldustarfa sinna. Árásin átti sér stað í fangaklefa á Húsavík. 25.5.2010 12:50
Sigldi til Íslands á ónýtum dópdalli og til baka með Norrænu Einn Hollendingurinn af þremur, sem voru handteknir við komuna til Seyðisfjarðar fyrir um tveimur vikum síðan grunaðir um aðild að fíkniefnasmygli, er farinn úr landi. 25.5.2010 12:23
Kaupþing og Landsbankinn styrktu Gísla Martein um milljón Kaupþing og Landsbankinn styrktu Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um eina milljón króna fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2006. Þetta segir Gísli Marteinn í samtali við Vísi. Eins og DV hafði áður greint frá styrktu Baugur og FL Group Gísla Martein jafnframt um milljón hvor. 25.5.2010 11:35
Fámenn mótmæli fyrir utan stjórnarráðið Um fimmtíu mótmælendur mótmæltu fyrir utan stjórnarráðið á meðan ríkisstjórnarfundur fór fram þar innandyra í morgun. Mótmælin eru á vegum Heimavarnarliðsins sem eru samtök sem mótmæla uppboðum á heimilum. 25.5.2010 11:32
Þyrla sótti slasaðan ökumann til Borgarfjarðar Ökumaður bifreiðar, sem valt í Borgarfirðinum, var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvoginum í morgun. 25.5.2010 10:26
Kannabisbófi handtekinn á Eyrarbakka Kannabisræktun var upprætt á Eyrarbakka um helgina. Lögregla hafði haft grun um mann sem hugsanlega væri að rækta kannabisið. 25.5.2010 10:11
Ljóshærður stubbur kýldi mann Ungur lágvaxinn, ljóshærður maður sló annan hnefahöggi í andlitið þar sem hann var á dansgólfinu á 800 bar á Selfossi í fyrrinótt. Sá sem varð fyrir högginu mun hafa nefbrotnað. Árásarmaðurinn var farinn af staðnum þegar lögreglan kom þar. Maðurinn hafði, ásamt öðrum, verið til leiðinda á staðnum og reynt að stofna til óláta. Lögreglan á Selfossi biður þá sem voru vitni að árásinni að hafa samband í síma 480 1010. 25.5.2010 10:08
Dópaður unglingur með veiðihníf handtekinn fyrir eignaspjöll Uppúr miðnætti síðastliðinn laugardag sást til sex unglinga skemma girðingu við Sigtún á Selfossi. 25.5.2010 10:06
Útilokar ekki bensínlækkun Ekki er útilokað að eldsneytisverð verði lækkað í dag, segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað umtalsvert liðna daga og fór tunnan á Norðursjávarolíu undir 70 dollara. 25.5.2010 09:14
Nokkur skip á síldarveiðum austur af landinu Nokkur skip eru byrjuð veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum austur af landinu. Skipin veiða með flottrollum sem dregin eru í nokkrar klukkustundir í senn. Að sögn stýrimanns á einu skipanna í morgun, hafa skipin aðeins fengið slatta í hverju holi og er ekki mikla síld að sjá á miðunum, enn sem komið er. Í ráði er að frysta sem allra mest af aflanum á vertíðinni, bæði um borð í vinnsluskipum og í landi, til að auka verðmæti aflans. 25.5.2010 08:10
Sinubrunar í Hafnarfirði og Breiðholti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis kallað út vegna sinubruna í gærkvöldi, annarsvegar í Hafnarfirði og hinsvegar í Breiðholti. Í báðum tilvikum var um minniháttar bruna að ræða og var hann slökktur á skammri stundu. Minna hefur verið um sinubruna á höfuðborgarsvæðinu í vor en undanfarin ár.- 25.5.2010 07:07
Engin eldsumbrot í Eyjafjallajökli Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum í Eyjafjallajökli í nótt eftir að nokkrir smáskjálftar mældust í jöklinum, suðvestur af Básum í Þórsmörk í gærkvöldi. Síðan hefur allt verði rólegt í jöklinum, en kraftur er að færast í hreinsunarstarf. 25.5.2010 07:01
Fyrsta ferðahelgin lofar góðu Töluvert mikil umferð var til höfuðborgarsvæðisins síðdegis í gær og fram á kvöld. Um tíma voru samfelldar bílaraðir bæði á Suðurlands- og Vesturlandsvegum, en engin óhöpp eða slys urðu. Að sögn lögreglu bar líka óvenju lítið á hraðakstri eða framúrakstri, þannig að ökumenn sýndu þolinmæði. Þessi fyrsta umferðarhelgi sumarsins þykir því lofa góðu.- 25.5.2010 06:55
Europol aðstoðar við rannsókn kókaínmálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann átta milljónir króna í tveimur aðskildum bankahólfum í tengslum við rannsókn sína á kókaínmáli, þar sem reynt var að smygla þremur kílóum af mjög hreinu kókaíni í ferðatöskum til landsins frá Spáni í síðasta mánuði. 25.5.2010 06:00
Hefur ekki gefið sér tíma enn „Ég geri það á morgun eða hinn,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi í gær, spurður hvenær hann hyggst gefa upp nöfn þeirra fyrirtækja sem gáfu honum styrki fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. 25.5.2010 05:30
Allt féð verði notað í viðhald á vegum Sveitarstjórnarmenn og forsvarsmaður Vegagerðarinnar telja að viðhald og þjónusta eigi að vera í forgangi næstu árin á kostnað nýframkvæmda. Þeir segja gott dæmi um niðurskurð til vegamála að aðeins tólf milljónir króna eru eyrnamerktar vegamálum á Norðurlandi vestra á gildistíma samgönguáætlunar til ársins 2012. Svipaða sögu er að segja um allt land. 25.5.2010 05:00
Skýrsla um Álftanes eftir kosningar Ríkisendurskoðun segir að niðurstöður athugunar á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftanes muni ekki verða kynntar fyrr en um miðjan júní. 25.5.2010 04:30
Nýjum þunglyndislyfjum gæti seinkað Breytingar á greiðsluþátttöku heilbrigðisyfirvalda á þunglyndislyfjum gætu þýtt að ný lyf komi seinna á markað hér á landi, en ættu ekki að hafa neikvæð áhrif á meðferð þunglyndissjúklinga, segir Þórður Sigmundsson, yfirlæknir á bráðamóttökudeild geðsviðs Landspítalans. 25.5.2010 03:30
Mælingar segja ekkert strax „Ennþá er ekki alveg ljóst hvort kvikuaðstreymið hafi núna haldið áfram að neðan, og fjallið þá þanist út, og það er það sem skiptir sköpum í því hvort framhald verður á þessari sögu eða ekki. Slíkt kemur ekki í ljós fyrr en næstu daga, og það gætið tekið viku og upp í tíu daga að afskrifa þessa atburðarás,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. 25.5.2010 03:15
Formaður telur stöðuna óbreytta Unnur G. Kristjánsdóttir, formaður þingkjörinnar nefndar um erlenda fjárfestingu, segist ekki telja, í fljótu bragði, að nefndin þurfi að fjalla á ný um viðskipti Magma Energy og Geysi Green Energy með hlutabréf í HS Orku en Magma hefur eignast 98,53 prósent í GGE. 25.5.2010 03:00
Kýrnar ánægðar að komast út í sumarið „Hér ríkir náttúrulega mikil gleði og menn urðu strax bjartsýnir þegar ljóst var að gosið væri hugsanlega að stöðvast. Við settum kýrnar út í fyrsta skipti í dag og þær voru að vonum ánægðar,“ segir Heiða Björg Scheving frá bænum Hvassafelli, sem er einn af Steinabæjum undir Eyjafjöllum. 25.5.2010 02:00
Segir bílnum hafa verið stolið úr tollvörslu Bifreiðareigandi segir bíl sínum hafa verið stolið úr tollvörslu eftir æði skrautlegan undanfara. Hann gagnrýnir öryggisgæslu á tollvörslusvæðinu. 24.5.2010 18:34
Þung umferð frá Selfossi til Reykjavíkur Það er bíll við bíl frá hringtorginu á Selfossi langleiðina til Reykjavíkur að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. Ferðamennirnir eru farnir að halda heim á leið en gríðarlega fjöldi manns fóru úr bænum um Hvítasunnuhelgina. 24.5.2010 16:34
Lilja Mósesdóttir: Margir sagt sig úr VG vegna Magma „Ég hef fengið mjög harðorða gagnrýni frá mínum stuðningsmönnum og margir hafa sagt sig úr flokknum vegna málsins,“ segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um óánægju með kaup kanadíska orkufyrirtækisis Magma á hlut Geysis Green Energy á HS Orku. 24.5.2010 15:38
Vinnufundi vegna gossins frestað Vegna hugsanlegra gosloka er vinnufundi vegna eldgossins í Eyjafjallafjallajökli sem vera átti á morgun, þriðjudaginn 25. maí á Hvolsvelli, frestað um óákveðinn tíma samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. 24.5.2010 14:52
Heimavarnarliðið boðar til mótmæla Heimavarnarliðið boðar til þögullar mótmælastöðu fyrir utan Stjórnaráð Íslands við Lækjartorg, þriðjudag 25. maí kl. 11:30. 24.5.2010 17:53
Lúðvík Geirsson: „Það er allt í járnum“ „Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. 24.5.2010 14:22
Líklegra að Jón Gnarr verði borgarstjóri en Sóley Tómasdóttir Veðmálafyrirtækið Betsson ætlar ekki að láta komandi sveitstjórnarkosningar á Íslandi framhjá sér fara. Meðal annars er hægt að veðja á hver verði næsti borgarstjóri í Reykjavík. Líklegast er að Dagur eða Hanna Birna hljóti nafnbótina samkvæmt veðmálasíðunni. 24.5.2010 13:00
Suður-Kórea setur viðskiptabann á Norður-Kóreu Suður Kórea hefur hætt öllum viðskiptum við Norður Kóreu og krafist afsökunarbeiðni, eftir að rannsókn leiddi í ljós að Norður Kóreumenn hafi sökkt herskipi sunnanmanna sem kostaði 46 manns lífið. Norður Kóreumenn segja rannsóknina óþolandi og alvarlega ögrun. 24.5.2010 12:54
Búist við mikilli umferð inn til höfuðborgarinnar síðdegis Búist er við mikilli umferð inn til höfuðborgarinnar í dag á þessari fyrstu ferðahelgi sumarsins. Ökumenn eru hvattir til að fara varlega og fara ekki of snemma af stað eftir gleðskap næturinnar. 24.5.2010 12:43
Annar flugritinn fundinn Annar flugriti indversku flugvélarinnar sem fórst í Mangalore á laugardag er fundinn en hann inniheldur upptökur á samræðum flugmanna í flugstjórnarklefanum fyrir slysið. 24.5.2010 12:17
Segir Framsókn eiga hugmyndina um uppboðsmarkað á gjaldeyri Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir áhugavert að stjórnarliðar hafi loksins séð ljósið varðandi uppboðsmarkað á gjaldeyri, eins og Framsóknarflokkurinn hafi áður lagt til. Flokkurinn hyggst leggja þetta til á ný og vonist til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hætti að standa í vegi fyrir að þessi leið verði farin. 24.5.2010 12:12
Ísland er barn-fjandsamlegt samfélag „Aðaldánarorsök barna á Íslandi eru slys,“ segir Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhússins, en alþjóðleg rannsókn var kynnt á dögunum þar sem í ljós kom að Ísland er með lægstu dánartíðni barna undir fimm ára í hinum vestræna heimi. Bretar eru hinsvegar á botninum. 24.5.2010 11:15
Flugraskanir þrátt fyrir gosleysi Þótt gosinu í Eyjafjallajökli sé lokið halda raskanir á flugi áfram í Bretlandi því á miðnætti lögðu flugliðar British Airways niður vinnu. 24.5.2010 09:59
Engin aska í loftinu og heiðskýrt og fallegt veður Enginn gosmökkur er nú frá Eyjafjallajökli og sjást aðeins litlar gufubólstrar á toppnum. 24.5.2010 09:55
Leigusamningum fækkar verulega Rúmlega tuttugu prósent færri leigusamningar íbúðahúsnæða voru gerðir í apríl miðað við marsmánuð. 24.5.2010 09:49
Dánartíðni barna á Íslandi lægst - Bretar á botninum Ísland er með lægstu dánartíðni barna yngri en fimm ára í heiminum en á eftir fylgja Svíar og svo Kýpur. Rannsóknin var framkvæmd af Washington-háskóla í Bandaríkjunum og birt í tímaritinu Lancet. 24.5.2010 09:28
Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23.5.2010 20:15
Aðalatvinnugreinarnar í uppnámi Ferðaþjónusta og landbúnaður tvær aðalatvinnugreinarnar á Suðurlandi eru í uppnámi, vegna eldgossins undanfarnar fimm vikur. Sumstaðar hafa bókanir ferðamanna í sumar hrunið. 23.5.2010 18:49
Segja frumvarp um hjúskaparlög andkristið Umsagnaraðilar nýs frumvarps um hjúskaparlög óttast sumir að það muni leiða bölvun yfir land og þjóð og segja frumvarpið andkristið. Þá brjóti það gegn eðli hjónabandsins sem stofnunar. 23.5.2010 18:55
Gosinu lokið í bili „Það er engin kvika að koma upp og gosið er dottið niður. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta sé endir gossins eða hlé. Við vitum það ekki,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann og Ómar Ragnarsson flugu yfir Eyjafjallajökul á fjórða tímanum í dag. 23.5.2010 16:28
Sinubruni í Tálknafirði Slökkviliðsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum börðust við sinubruna í Tálknafirði ásamt heimamönnum fram á kvöld. Tilkynning um brunann skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Slökkvistarf stóð enn yfir á áttunda tímanum, að sögn íbúa í Tálknafirði. Bruninn kom upp í sinu rétt fyrir utan bæjarfélagið. 23.5.2010 19:38
Sækir ekki gull í greipar Kópavogsbúa Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir að fyrrverandi landeigendur lands á Vatnsenda muni ekki sækja gull í greipar Kópavogsbúa. Í fréttum Ríkissjónvarpsins kom fram í gær að Kópavogsbær ætti yfir höfði sér 14 milljarða kröfu vegna lands á Vatnsenda sem tekið var eignarnámi fyrir þremur árum. Lögmaður landeiganda sagði bæjaryfirvöld í Kópavogi ekki hafa staðið við gerða samninga. Hann sagði ennfremur að málið væri á leið fyrir dómstóla. 23.5.2010 19:23
Búið að loka síðunni Lögreglan á höfuborgarsvæðinu hefur skoðað uppruna Facebook síðu sem stofnuð var þar sem höfundur gaf til kynna að hann myndi sprengja Melaskóla ef hann fengi ákveðinn fjölda áhangenda að síðu sinni. 23.5.2010 19:02