Kýrnar ánægðar að komast út í sumarið 25. maí 2010 02:00 Kýrnar á bænum Hvassafelli voru kátar að vera komnar út í íslenska sumarið í gær. Aska er á túnum en vorverkin hafa sinn gang.mynd/úr einkasafni „Hér ríkir náttúrulega mikil gleði og menn urðu strax bjartsýnir þegar ljóst var að gosið væri hugsanlega að stöðvast. Við settum kýrnar út í fyrsta skipti í dag og þær voru að vonum ánægðar,“ segir Heiða Björg Scheving frá bænum Hvassafelli, sem er einn af Steinabæjum undir Eyjafjöllum. Bær Heiðu og eiginmanns hennar, Páls Magnúsar Pálssonar bónda, hefur á undanförnum vikum orðið illa úti í öskufallinu. Um helgina steig hins vegar aðeins gufustrókur upp frá Eyjafjallajökli. „Það er hellings aska á öllum túnum hjá okkur, um 5-6 sentimetra þykkt lag, en þar sem grasið er orðið hátt virkar allt grænt og fínt úr fjarlægð. Við slógum blettinn hjá okkur í gær og þá sá maður hvað er í raun mikil aska á túnunum og allt gisið. En það er ekkert að gera nema bíða og sjá hvaða áhrif það hefur,“ segir Heiða og bætir við að þetta hafi þó engin áhrif á hin venjubundnu vorverk. „Við ákváðum að halda okkar striki, bera á öll túnin eins og venjulega. Hugsanleg goslok virka auðvitað eins og vítamínsprauta í verkin.“ Heiða hitti aðra bændur í nágrenninu um helgina og segir alla komna út með kálfana og það hjálpi að veðrið hafi verið gott. „Það hefur verið skýjað og stillt, þannig að askan fýkur ekki. Um leið og þornar og fer að fjúka verður þetta hins vegar erfiðara. Það var allt hreinsað um daginn en síðan þá hefur aska fallið öðru hverju og því umhverfið komið í svipað far. Slökkviliðið kom í fyrradag og hreinsaði öll hús og af stéttum en ef þetta er búið er ekkert að gera nema taka hraustlega til hendinni aftur.“ Íbúafundi, sem vera átti á Hvolsvelli í dag, hefur verið frestað vegna hugsanlegra gosloka en á fundinum átti að fara yfir stöðu mála vegna eldgossins. „Við ætlum að sjá hvað er að gerast, bíða í nokkra daga meðan málin þróast til að ákveða nánari tímasetningu á fundinum og hvaða aðgerða er þörf,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. „Ef gosinu er lokið þarf samhent átak í uppbyggingu og hljóðið í mönnum er jákvætt. Við höfum verið á ferðinni í dag og brúnin á til dæmis ferðamannastöðunum er léttari. Menn bíða bara eftir ferðamönnunum sínum.“ juliam@frettabladid.is Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Hér ríkir náttúrulega mikil gleði og menn urðu strax bjartsýnir þegar ljóst var að gosið væri hugsanlega að stöðvast. Við settum kýrnar út í fyrsta skipti í dag og þær voru að vonum ánægðar,“ segir Heiða Björg Scheving frá bænum Hvassafelli, sem er einn af Steinabæjum undir Eyjafjöllum. Bær Heiðu og eiginmanns hennar, Páls Magnúsar Pálssonar bónda, hefur á undanförnum vikum orðið illa úti í öskufallinu. Um helgina steig hins vegar aðeins gufustrókur upp frá Eyjafjallajökli. „Það er hellings aska á öllum túnum hjá okkur, um 5-6 sentimetra þykkt lag, en þar sem grasið er orðið hátt virkar allt grænt og fínt úr fjarlægð. Við slógum blettinn hjá okkur í gær og þá sá maður hvað er í raun mikil aska á túnunum og allt gisið. En það er ekkert að gera nema bíða og sjá hvaða áhrif það hefur,“ segir Heiða og bætir við að þetta hafi þó engin áhrif á hin venjubundnu vorverk. „Við ákváðum að halda okkar striki, bera á öll túnin eins og venjulega. Hugsanleg goslok virka auðvitað eins og vítamínsprauta í verkin.“ Heiða hitti aðra bændur í nágrenninu um helgina og segir alla komna út með kálfana og það hjálpi að veðrið hafi verið gott. „Það hefur verið skýjað og stillt, þannig að askan fýkur ekki. Um leið og þornar og fer að fjúka verður þetta hins vegar erfiðara. Það var allt hreinsað um daginn en síðan þá hefur aska fallið öðru hverju og því umhverfið komið í svipað far. Slökkviliðið kom í fyrradag og hreinsaði öll hús og af stéttum en ef þetta er búið er ekkert að gera nema taka hraustlega til hendinni aftur.“ Íbúafundi, sem vera átti á Hvolsvelli í dag, hefur verið frestað vegna hugsanlegra gosloka en á fundinum átti að fara yfir stöðu mála vegna eldgossins. „Við ætlum að sjá hvað er að gerast, bíða í nokkra daga meðan málin þróast til að ákveða nánari tímasetningu á fundinum og hvaða aðgerða er þörf,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. „Ef gosinu er lokið þarf samhent átak í uppbyggingu og hljóðið í mönnum er jákvætt. Við höfum verið á ferðinni í dag og brúnin á til dæmis ferðamannastöðunum er léttari. Menn bíða bara eftir ferðamönnunum sínum.“ juliam@frettabladid.is
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira