Fleiri fréttir

Skrifstofustjóri þingflokks Framsóknar til varnar Birki Jóni

„Birkir hvorki hýsti mótið eða hefur af því atvinnu, svo tilgangur fréttarinnar er í sjálfu sér hulin ráðgáta. Ekki man ég eftir að menn hafi setið fyrir utan Vinabæ í Skipholtinu og skrifað fréttir um þá sem stunda fjárhættuspilið bingó þar á sunnudagskvöldum,“ skrifar Helga Sigrún Harðardóttir, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, á heimasíðu sína.

Afklæddu og misþyrmdu miðaldra manni

Tveir piltar réðust að manni á Hornafirði aðfararnótt laugardags. Létu þeir hann meðal annars afklæðast en árásin stóð yfir í á þriðju klukkustund. Fórnarlambið þekkti árársarmennina.

Hrafn Gunnlaugsson vill Dubai-skipulag í Vatnsmýrina

Það skortir dirfsku í tillögum um framtíðarskipulag Vatnsmýrar, segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri, sem hvetur menn til að byggja þar glæsileg háhýsi í anda Dubai, en ekki litla kassa og alla eins.

Kampavín teygað sem aldrei fyrr

Landsmenn hafa teygað kampavín sem aldrei fyrr í góðæri undanfarinna ára. Kampavínssala jókst um rösklega áttatíu prósent milli áranna 2003 og 2006.

Friðrik Valur hefur ekkert hringt

Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um kvöldmatarleytið þar sem Friðrik Valur Hákonarson var beðinn að hringja heim til sín strax. Samkævæmt upplýsingum frá lögreglunni nú í kvöld hefur Friðrik ekkert látið í sér heyra.

Ráðherra stöðvar loðnuveiðar

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, hefur ákveðið að fara að tillögu Hafrannsóknarstofnunar og stöðva loðnuveiðar á hádegi á morgun. Í samtali við Vísi sagði ráðherrann að áfram verði fylgst grannt með á miðunum og að möguleiki sé á því að veiðar geti hafist að nýju verði breyting á aðstæðum.

Laun framhaldsskólakennara standist samanburð

Leiðrétta þarf laun kennara í framhaldsskólum og tryggja að kjör þeirra standist til frambúðar samanburð við aðra háskólamenntaða ríkisstarfsmenn segir í ályktun Kennarasamands Íslands og Félags framhaldsskólakennara.

„Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil.

Ósáttur við niðurstöðu Neytendastofu

Framkvæmdastjóri Vagnsson MultiMedia er mjög ósáttur við þá ákvörðun Neytendastofu að sekta hann um hálfa milljóni króna fyrir að hafa ekki afskráð lénið tónlist.is eins og fyrri úrskurður Neytendastofu kvað á um.

Ástæða til að hafa áhyggjur af hækkun áburðarverðs

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ástæðu til hafa áhyggjur hækkun áburðarverðs og segir ljóst að það muni leiða til hækkandi framleiðslukostnaðar á landbúnaðarvörum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna.

Háskólinn í samstarf við Auðlindastofnun Indlands

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirritaði á dögunum samstarfssamning við indverska háskólann TERI (Auðlindastofnun Indlands), um víðtæka samvinnu í umhverfis- og auðlindafræðum, í orku- og jarðvísindum auk samvinnu í rannsóknum á sjálfbærri þróun. Samningurinn, sem var undirritaður í Nýju Delhi á Indlandi, felur einnig í sér gagnkvæm skipti á nemendum og kennurum.

Alvarleg tíðindi ef hætta þarf loðnuveiðum

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir það alvarleg tíðindi ef hætta þurfi að loðnuveiðum í dag vegna slakrar stöðu loðnustofnsins. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.

Íslensk forsjárdeila að baki blóðugum átökum í Danmörku

Að baki hinna blóðugu átaka sem áttu sér stað á milli íslenskra feðga og dansks karlmanns í Langæbæk í Danmörku um helgina býr harðvítug forræðisdeila. Málið hefur ratað á síður helstu dagblaða Danmerkur en þarlendir fjölmiðlar segja að afbrýðissemi hafi búið að baki átökunum. Málið er hins vegar mun flóknara en það.

Efast um að lestarsamgöngur séu raunhæfur kostur

Borgarstjórinn í Reykjavík, Ólafur F. Magnússon, segir að gífurlega dýrt yrði að koma á fót lestarsamgöngum og efast um að þær séu raunhæfur kostur. Slíkar hugmyndir hafi enda fengið hraklega meðferð í borgarstjórn fyrir nokkrum árum.

Milljarðatap vofir yfir ef loðnuveiðar verða stöðvaðar

Allt bendir til þess að loðnuveiðar verði stöðvaðar í dag, til þess að ganga ekki of nærri stofninum, sem virðist vera í mikilli lægð. Stöðvun þýddi milljarða tekjutap fyrir útvegsfyrirtæki, sjómenn og mörg byggðarlög.

Lögbrotum fækkar milli ára

Lögbrotum sem skráð eru hjá Ríkislögreglustjóra fækkaði nokkuð í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra.

Dauðadópið

Frá því í nóvember 2005 hefur Kompás fjallað mikið um læknadóp. Kompás hefur tvisvar sýnt fram á auðvelt aðgengi að læknadópi með hjálp falinna myndavéla og annað skiptið keypti 16 ára tálbeita Kompáss stórhættulegt morfín á götunni. Fréttablaðið greindi frá því nýverið að átján ára unglingur hefði látist eftir neyslu morfíns. Morfín er stórhættulegt efni sé það misnotað, en á hverju ári deyja um sex einstaklingar af völdum ofneyslu morfíns.

Enn fást engin svör um flótta Annþórs

Enn bólar ekkert á svörum við því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson flúði úr haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðasta föstudag.

Aukið fylgi Samfylkingarinnar kemur Degi á óvart

„Þetta er hærra en ég hef séð Samfylkinguna mælast áður og verð því að viðurkenna að þetta kom mér á óvart,“ segir Dagur B Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn mælist með 46,7% fylgi í nýrri könnun Capacent Gallup.

Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra

Hanna Birna Kristjánsdóttir fær 43,9% stuðning sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins samkvæmt netkönnun á vegum Capacent Gallup. Gísli Marteinn Baldursson kemur næstur á eftir Hönnu með 17,0%.

Hringvegurinn opinn við Svignskarð

Hringvegurinn við Svignaskarð í Borgarfirði er nú opinn. Framkvæmdum er ekki lokið og vegfarendur beðnir að fara varlega. 50 km hámarkshraði er um svæðið.

Varð fyrir bíl og fluttur á slysadeild

Keyrt var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar nú í kvöld. Vegfarandinn fann til í baki og var fluttur á slysadeild.

Barnaníðingur í Borgarnesi

„Það var tilkynnt um að þessi maður væri þarna og við fórum og ræddum við hann. Ég get því staðfest að hann dvelur þarna,“ segir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi.

Samfylkingin bætir við sig í borginni

Samfylkingin mælist með 46,7% fylgi í borginni samkvæmt könnun Capacent Gallup. Bætir hún við sig 16,2% frá síðustu kosningum. Frjálslyndir og óháðir fá 2,8% fylgi.

Annar piltanna útskrifaður af gjörgæslu

Piltur á átjanda ári liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild eftir að bíll sem hann og félagi hans voru í skall harkalega á húsi á Akranesi í gær. Félagi hans var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag.

Sjá næstu 50 fréttir