Fleiri fréttir

Rannsókn á flótta Annþórs stendur enn yfir

Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, stendur rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar Annþór Kristján Karlsson strauk úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn síðasta ennþá yfir. Engrar yfirlýsingar er að vænta um málið í dag.

Vilja láta kanna hagkvæmni lestarsamgangna

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, og ellefu aðrir þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

Könnun í Ísland í dag: Hver á að verða borgarstjóri?

Í þættinum Íslandi í dag strax eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 verður birt ný könnun þar sem borgarbúar eru spurðir um hver eigi að taka við af Ólafi F. Magnússyni á stóli borgarstjóra. Hringt var í 1800 manns dagana 13. til 18. febrúar síðastliðinn og þeir spurðir hvern þeir vilji sjá sem næsta borgarstjóra í Reykjavík. Svarhlutfall var hátt í könnuninni.

Castro bauð Vigdísi og Brundtland í sumarfrí á Kúbu

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ber Fidel Castro vel söguna af stuttri viðkynningu sem hún hafði af honum á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Castro bauð henni og Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs, í sumarfrí á Kúbu í framhaldi af samtali þeirra.

Vilhjálmur á leið á borgarstjórnarfund

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi er nú í þessum töluðum orðum á leið á borgarstjórnarfund í Ráðhúsinu. Eins og kom fram á Vísi rétt áðan var Vilhjálmur ekki mættur á fundinn þegar hann byrjaði og hafði ekki boðað forföll.

Óánægja með vinnubrögð meirihlutans

Borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa lýst óánægju með vinnubrögð meirihlutans í borginni sem nú kynnir frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarinnar á fundi borgarinnar.

Bannað að leggja á seðilgjöld

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur beint þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að þau bjóði ekki kröfuhöfum sem nýta sér innheimtuþjónustu þeirra að bæta seðilgjöldum eða sambærilegum kröfum sem neytendur hafa ekki getað samþykkt við aðalkröfuna.

Lægstu laun duga ekki til lágmarksframfærslu

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu í dag að lægstu laun í landinu dygðu ekki enn til lágmarksframfærslu þrátt fyrir nýja kjarasamninga. Utanríkisráðherra tók undir með þeim en sagði réttlæti ekki komið fram í einu skrefi.

Hvar er Villi?

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er ekki viðstaddur borgarstjórnarfund sem nú fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Enginn ástæða hefur verið gefin fyrir fjarvist hans. Jórunn Frímannsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson eru heldur ekki á fundinum en þau eru erlendis.

Býst við breytingum á Kúbu eftir brotthvarf Castros

Pétur Guðjónsson, einn af forsvarsmönnum húmanista á Íslandi, telur að breytingar verði á Kúbu í kjölfar brotthvarfs Fidels Castro úr forsetaembætti. Hann segir Kúbu hafa verið lögregluríki undir stjórn leiðtogans aldna.

Taka sér tíma í að fara yfir sjálfstæði Kosovo

Aldrei stóð til að Norðurlöndin tækju sameiginlega ákvörðun um að viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Íslendingar muni taka sér tíma til þess að skoða málið.

Framhaldsskóli í Mosfellsbæ á næsta ári

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í dag samkomulag um stofnun og byggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ.

Báðir piltarnir komnir á gjörgæslu

Tveir piltar á átjánda sem slösuðust þegar annar þeirra ók bíl á miklum hraða á hús á Akranesi eru báðir komnir á gjörgæslu.

Íslensku feðgarnir biðu daglangt eftir túlki

Íslensku feðgarnir sem réðust á 49 ára gamlan Dana í bænum Langebæk á Sjálandi síðastliðinn sunnudag þurftu að bíða megnið af mánudeginum í vörslu lögreglunnar meðan leitað var að túlki.

Davíð hvetur Vilhjálm til að halda áfram

Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur undanfarna daga lagt hart að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins að halda sínu striki þrátt fyrir mótbyr.

Lögðu hald á loftbyssu

Lögreglumenn fundu loftskammbyssu í bíl, sem stöðvaður var við reglubundið umferðareftirlit í Reykjavík í nótt.

Lögreglan lýsir eftir Sigrúnu Maríu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigrúnu Maríu Líndal, sem er fædd 1994. Hún er 160 sentímetrar á hæð , í brúnni hettupeysu, gallabuxum og með dökkt missítt hár.

Hringvegurinn er enn lokaður við Svignaskarð

Hringvegurinn er enn lokaður við Svignaskarð í Borgarfirði eftir að vatnsagi rauf hann í fyrrinótt. Þar stíflaðist ræsi, með fyrrgreindum afleiðingum, og ætlar Vegagerðin að setja mun afkastameira ræsi í staðinn.

Lýst eftir ungri stúlku

Lögreglan lýsir eftir Sigrúnu Maríu Líndal. Hún er fædd árið 1994 og er klædd í brúna hettupeysu, gallabuxur og er með dökkt millisítt hár. Hún er 160 sm á hæð.

Haldið sofandi í öndunarvél

Annar piltanna sem lenti í hörðum árekstri á Akranesi seinni partinn í dag er haldið sofandi í öndunarvél. Líðan hans er stöðug að sögn vakthafandi læknis.

Samningar ASÍ aldrei fyrirmynd að kennarasamningum

Kjarasamningar Alþýðusambandsins við atvinnurekendur verða aldrei fyrirmynd að samningum við kennara, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Sterkari aðgerðir þurfi til að stöðva flóttann úr stéttinni. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segir ríkið ekki geta tekið upp hráa samningastefnu atvinnurekenda.

Hringvegurinn ekki opnaður fyrr en á morgun

Hringvegurinn, sem lokaður er við Svignaskarð í Borgarfirði vegna vatnaskemmda verður ekki opnaður fyrr en um miðjan dag á morgun, þriðjudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Fleiri konur en karlar smituðust af HIV í fyrra

Þrettán einstaklingar greindust með HIV-smit á síðasta ári samkvæmt því sem fram kemur í nýjasta hefti Farsóttarfrétta frá Landlæknisembættinu. Þá greindust óvenjumargir með lifrarbólgu B á síðasta ári.

Jón Baldvin: Ekki eftir neinu að bíða varðandi Kosovo

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ekki eftir neinu að bíða fyrir Íslendinga með að viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt að hafa verði samráð við Norðurlöndin í málinu.

Segjast ekki tengjast heimasíðu til höfuðs Steinþóri

Starfsfólk sölu og markaðsdeildar Sláturfélags Suðurlands segist í yfirlýsingu ekki standa fyrir heimasíðunni slaturfelagid.com sem sett hefur verið á laggirnar til höfuðs forstóra SS, Steinþóri Skúlasyni.

Sjá næstu 50 fréttir