Fleiri fréttir

Hringdi af stöðinni og seig niður í reipi

Annþór Karlsson fékk að nota síma á lögreglustöðinni við Hverfisgötu daginn áður en hann strauk. Annþór var handtekinn undir kvöld í gær þar sem hann faldi sig í skáp í húsi í Mosfellsbæ. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Rafmagn komið aftur á í miðbænum

Rafmagn komst aftur á í miðbænum um hálfeitt leytið eftir að það hafði farið af í klukkutíma á Laugavegi og Hverfisgötu. Um háspennubilun var að ræða.

Samtals 32 ára fangelsi í Pólstjörnumáli

Sex menn voru í gær dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sem upp hefur komið hér á landi. Sá sem þyngsta dóminn hlaut, Einar Jökull Einarsson, fékk níu og hálft ár.

Í einangrun í fjóra mánuði í Færeyjum

Íslenskur karlmaður hefur setið í einangrun í færeysku fangelsi í um fjóra mánuði. Hann var handtekinn í september í tengslum við Pólstjörnumálið. Hjá honum fundust tvö kíló af fíkniefnum. Hann verður ákærður í byrjun apríl.

Bjórdælur virka en posar ekki

Rafmagnlaust hefur verið í miðbænum undanfarin stundarfjórðung. Að sögn bilanavaktar Orkuveitunnar er um að ræða háspennubilun sem verið er að vinna í að laga.

Annþór í þriggja vikna gæsluvarðhald

Annþór Kristján Karlsson var í kvöld úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Annþór flúði frá Lögreglustöðinni á Hverfisgötu í morgun en náðist um klukkan 18 í húsi Mosfellsbæ.

Árekstur á Olísplani á Selfossi

Engin slys urðu á fólki þegar árekstur varð á Olísplaninu á Selfossi í kvöld. Keyrt var inn í hlið kyrrstæðs bíls og var hann óökufær á eftir að sögn lögreglunnar á Selfossi.

Enn fundað í Karphúsinu

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ sitja enn á fundi í Karphúsinu þar sem reynt er að ná lendingu í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði.

Ekki á valdi ríkisstjórnar að hindra álver í Helguvík

Formaður Samfylkingarinnar efast um að það sé á valdi ríkisstjórnarinnar að hindra álver í Helguvík. Ekki verði gengið á svig við gildandi lög. Ingibjörg Sólrún sér samt öll tormerki á að álverið rísi á næstunni.

Annþór fannst inni í fataskáp

Annþór Kristján Karlsson fannst inni í fataskáp í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ þegar hann var handtekinn um nú fyrir skömmu eins og Vísir greindi frá kl. 18. Annþór kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness og var úskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Annþór var laus í tæpa tólf tíma.

Reglur verði einfaldaðar fyrir orkufyrirtæki

Reglu-og lagaumhverfi fyrir fyrir orku- og veitufyrirtæki er alltof flókið. Dæmi eru um að sama framkvæmd hafi verið oftar en tuttugu sinnum til umfjöllunar sömu umsagnaraðila. Samtök orku- og veitufyrirtækja leggja til að kerfið verði einfaldað.

Ríkisstjórnin undir feldi

Ríkisstjórnin gæti þurft alla helgina til að móta framlag sitt til kjarasamninga, en aðilar vinnumarkaðarins vilja svör helst um hádegisbil á morgun, svo unnt sé að fara að skrifa undir. Forsætisráðherra segir að verið sé að tala um aðgerðir á sviði skattamála, þar með barnabætur, húsnæðisaðgerðir fyrir lágtekjufólk og starfsmenntamál.

Eru síðustu Downs-börnin fædd á Íslandi?

Formaður Læknafélagsins kallar eftir ábyrgri siðferðislegri umræðu um hversu langt eigi að ganga í að eyða fóstrum þegar fósturskimun leiði í ljós einhverja galla. Foreldrar barna með Downs heilkenni telja þróunina í þessum efnum óhugnanlega.

Annþór fannst í Mosfellsbæ

Annþór Kristján Karlsson sem strauk úr fangaklefa af lögreglustöðini við Hverfisgötu fannst í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ nú fyrir skömmu.

Borgin rífur vararafstöðina í Elliðaárdal

Landsvirkjun afhenti í dag Reykjavíkurborg varastöðina í Elliðaárdal ásamt landi til eignar, stöð sem var hluti af stofnframlagi borgarinnar til Landsvirkjunar árið 1965

Strætisvagnar kjaftfullir á álagstímum

Strætisvagnar í Reykjavík anna ekki fjölda farþega á álagstímum sem fá frítt í strætó. Nemendur kvarta undan yfirfullum vögnum. Reynir Jónsson, framkvæmdarstjóri Strætós bs., segir fyrirtækið ekki hafa verið tilbúið að mæta kröfum borgarinnar.

Þrír landsbyggðarþingmenn geta deilt aðstoðarmanni

Aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka verða í fullu starfi og hafa starfsaðstöðu á skrifstofum Alþingis en aðstoðarmenn alþingismanna verða í þriðjungsstarfi og hafa starfsaðstöðu í kjördæmunum.

Á 125 kílómetra hraða í göngunum

Ökumaður var myndaður á 125 kílómetra hraða á klukkustund í Hvalfjarðargöngum þegar lögregla var þar við mælingar á dögunum.

Tveir félagar Annþórs handteknir - grunaðir um aðstoð við flóttann

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangageymslu í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa aðstoðað Annþór. Alls gerði lögregla húsleit á tólf stöðum í dag í leit sinni að Annþóri.

Svipuð úttekt á öðrum heimilum í kjölfar Breiðavíkurskýrslu

Skýrsla sú sem forsætisráðuneytið hefur látið gera um Breiðavíkurdrengina verður kynnt í lok næstu viku. Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að allar líkur séu á því að svipuð úttekt verði gerð á öðrum heimilum í framhaldi af Breiðavíkurskýrslunni.

Conscriptor ritar sjúkraskrár sem boðnar voru út

Eignarhaldsfélagið Conscriptor átti lægsta tilboð í ritun sjúkraskráa fyrir slysa- og bráðasvið Landspítalans sem boðin var út nýverið. Fram kemur í tilkynningu á vef spítalans að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við fyrirtækið en það hefur reynslu af ritun sjúkraskráa í Svíþjóð.

Útspil ríkisstjórnarinnar hugsanlega klárt um helgina

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að útspil ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarsamninga á almennum vinnumarkaði líti dagsins ljós í fyrsta lagi um helgina en gæti allt eins dregist fram yfir helgi.

Rafiðnaðarsambandið greiddi 600 þúsund króna skaðabætur fyrir Guðmund

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins var dæmdur til þess að greiða 250 þúsund krónur í skaðabætur vegna tiltekinna ummæla í Hæstarétti fyrir skömmu. Einnig þurfti hann að greiða lögfræðikostnað. Upphæðin sem er rúmlega 600 þúsund krónur var greidd af Rafiðnaðarsambandi Íslands.

Tilgangslaus fundur með ríkisstjórninni

„Ráðherrarnir létu eins og þeir hefðu aldrei fengið þessar tillögur okkar,“ segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, eftir fund með ríkisstjórninni í morgun.

Kópavogsbær tekur við leikskólanum Hvarfi

Á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær var ákveðið að bæjaryfirvöld tækju við rekstri leikskólans Hvarfs þegar þjónustusamningur við einkaaðila rennur út 1. Maí. Óvissa hafði ríkt í Hvarfi frá því í október og var þjónustusamningi við ÓB Ráðgjöf sem rekur leikskólann sagt upp um áramót.

8 þúsund fyrirtæki skila ekki ársreikningi

Átta þúsund fyrirtæki skila ekki ársreikningum til Ársreikningaskráar samkvæmt heimildum Vísis. Fons, félag athafnamannsins Pálma Haraldssonar, er eitt þeirra en það hefur ekki skilað ársreikningi undanfarin þrjú ár eins og fram kom í blaðinu 24 stundum í morgun.

Annþór hoppaði niður af annarri hæð og strauk

„Hann braut öryggisgler í glugga á ganginum og hoppaði niður af annarri hæð,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn um flótta handrukkarans Annþórs Kristjáns Karlssonar. Annþór átti að koma fyrir dómara seinna í dag þar sem gæsluvarðhald yfir honum rennur út í dag.

Krefjast þess að ráðherrar standi við orð sín

Náttúruverndarsamtök Íslands fara fram á það að ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar og forsætisráðherra standi við orð sín í tengslum við byggingu álvera á suðvesturhorninu.

Einkaneysla dregst ekki saman

Einkaneysla virðist ekki vera að dragast saman þrátt fyrir lækkandi gengi hlutabréfa og horfur á minnkandi vexti í hagkerfinu. Þetta kemur fram í mælingu á smásöluvísitölu sem Rannsóknarsetur verslunarinnar stendur fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir