Fleiri fréttir Halldór Sævar Guðbergsson nýr formaður Öryrkjabandalagsins Halldór Sævar Guðbergsson var kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands á aukafundi milli aðalfunda ÖBÍ sem haldinn var síðdegis í dag. 14.2.2008 20:18 Reykur í potti á Rauðarárstíg Slökkviliðið var kallað að Rauðarárstígur klukkan hálfsjö í kvöld þegar tilkynnt var um reykjalykt í stigagangi í fjölbýslishúsi á þremur hæðum. Við nánari athugun kom í ljós að einstaklingur í einni íbúðinni hafði sofnað út frá potti á eldavél. 14.2.2008 20:10 100 kíló af stolnum verkfærum fundust í Þýskalandi Lögreglan í Þýskalandi stöðvaði í dag póstsendingu með rúmum hundrað kílóum af verkfærum sem talið er að hafi verið stolið hér á landi. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er talið að ætlunin hafi verið að senda verkfærin til Póllands. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi verið handteknir í tengslum við þetta tiltekna mál. Samkvæmt heimildum Vísis hefur töluvert verið stolið af verkfærum á undanförnum mánuðum, sem flest eru flutt til Austur - Evrópu. 14.2.2008 19:51 Varar við því að hindra aðgang fjölmiðla „Til að tryggja opið og lýðræðislegt samfélag þarf að greiða leið allra fjölmiðla að fréttaviðburðum. Blaðamannafélagið varar við tilraunum til þess að standa í vegi fyrir því. Vinnubrögð af því tagi sem viðhöfð voru í vikunni eru auk þess einungis til þess fallin að skapa tortryggni," segir í bréfi sem stjórn blaðamannafélagsins sendi Andra Óttarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, í dag. 14.2.2008 19:18 Ný tjörn í Vatnsmýri miðpunktur framtíðarbyggðar Ný tjörn verður grafin í Vatnsmýrina og gerð að miðpunkti nýrrar lágreistrar byggðar og Hljómskálagarðurinn stækkaður til suðurs, samkvæmt skoskri tillögu sem hlaut fyrsta sæti í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðisins. 14.2.2008 18:45 Laun hækka um 18 þúsund krónur strax Lægstu laun í landinu hækka um 16 prósent við undirskrift og um 32 prósent á næstu tveimur árum, samkvæmt kjarasamningum sem verið er að ganga frá, en búist er við að skrifað verði undir um helgina. 14.2.2008 18:38 Fimm þúsund krónurnar duga skemur Fyrir fjórum árum gat meðalfólksbíll ekið frá Reykjavík langleiðina á Kópasker fyrir fimm þúsund krónur en nú kemst hann aðeins á rétt fram hjá Akureyri. 14.2.2008 18:23 Ómerkti dóm í nauðgunarmáli Hæstiréttur ómerkti í dag dóm héraðsdóms í nauðgunarmáli og vísaði málinu heim í hérað til nýrrar aðalmeðferðar. Ákærða sem er tæplega tvítugur karlmaður er gefið að sök 14.2.2008 17:35 Geðhjálp íhugar að kljúfa sig úr ÖBÍ Ágreiningur er innan Öryrkjabandalagsins um stefnu þess segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar og vísar til óánægjuradda innan bandalagsins. 14.2.2008 15:47 Fundur ráðherra og bankastjóra ekki krísufundur Fundur ráðherra og fulltrúa úr íslensku fjármálalífi í Ráðherrabústaðnum í dag var ekki krísufundur að sögn forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar. Fundinum lauk fyrir stundu og sögðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra að hann hefði verið gagnlegur. 14.2.2008 15:34 Sjö manns tilnefndir í stýrihóp um skipulag Vatnsmýrar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tilnefna þau Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Gísla Martein Baldursson, Kjartan Magnússon, Ástu Þorleifsdóttur, Dag B. Eggertsson, Svandísi Svavarsdóttur og Óskar Bergsson í stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. 14.2.2008 14:19 Tveir ölvaðir reyndu að aka sama bílnum Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af tveimur mönnum í liðinni viku sem reyndu að aka sömu bifreiðinni ölvaðir. 14.2.2008 12:50 Fá ferðaávísun fyrir fullkomna mætingu Þeir starfsmenn Samherja sem missa ekki dag úr vinnu eiga nú kost á myndarlegri bónusgreiðslu. Starfsmannastjóri óttast ekki að þetta ýti undir að fólkið mæti veikt til vinnu. 14.2.2008 12:34 Skilur að Vilhjálmur vilji skoða sín mál eftir klaufaleg mistök Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir að ákvörðun hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni um að sitja áfram í borgarstjórn hafa verið eðlileg. Hann segist skilja að hann vilji skoða sín mál eftir að hafa gert klaufaleg mistök í sjónvarpsviðtali. 14.2.2008 12:26 Samið um meginlínur nýrra kjarasamninga - SA gagnrýnir Seðlabankann Samtök atvinnulífsins segja að svo virðist sem aldrei rofi til í Seðlabankanum og rökstuðningur bankans sé veikur. Framkvæmdastjóri ASÍ hefði viljað sjá vaxtalækkun hjá Seðlabankanum en skilur að hann sé í þröngri stöðu. 14.2.2008 12:20 Annir á slysadeild vegna hálkuslysa Nokkuð hefur verið um að fólk hafi leitað á slysadeild í morgun eftir að hafa dottið í hálku. Algengir áverkar eru brotnir úlnliðir, axlir og ökklar. Fólk er beðið að fara varlega og eldri borgarar íhuga að halda sig heima í dag. 14.2.2008 11:55 Davíð: „Hvernig líst þér á Huddersfield?“ Davíð Oddson sat fyrir svörum í Seðlabankanum varðandi ákvörðun bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum leitaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, ráða hjá Davíð varðandi þau vandræði sem flokkurinn og hann sjálfur hafa ratað í síðustu vikur. 14.2.2008 11:33 Stjórn BHM segir Samtök atvinnulífsins dæmalaust ósvífin Stjórn Bandalags háskólamanna (BHM) segir dæmalaust ósvífið að ætlast til þess að kjör opinberra starfsmanna verði ákveðin af öðrum en þeim sem um þau eiga að semja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem BHM hefur sent frá sér vegna kröfu Samtaka atvinnulífsins um að ríkið fylgi sömu launastefnu og ákveðin verður í komandi kjarasamningum við samtök verkalýðsins. 14.2.2008 10:58 Starfsmenn Reykjanesbæjar fá hvatagreiðslur á árinu Rúmar 35 milljónir verða lagðar til aukalega í launagreiðslur til starfsmanna Reykjanesbæjar á þessu ári vegna aukins álags á þá samfara mikilli fjölgun íbúa bæjarins. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs. 14.2.2008 10:43 SI greiðir 2,5 milljóna króna sekt til Samkeppniseftirlitsins Samtök iðnaðarins og Samkeppniseftirlitið hafa gert sátt í máli tengdu því þegar virðisaukaskattur og vörugjöld voru lækkuð 1. mars síðastliðinn. Greiða samtökin 2,5 milljóna króna sekt til eftirlitsins. 14.2.2008 10:07 Reyndu að svíkja út vörur fyrir tólf og hálfa milljón Fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu hefur frá 7. febrúar sl. unnið að rannsókn stórfelldra fjársvika gagnvart nokkrum rafvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. 14.2.2008 10:02 Ráðherrar og bankastjórar funda klukkan hálftvö Fundur fjögurra ráðherra ríkisstjórnarinnar með bankastjórum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans verður í Ráðherrabústaðnum klukkan hálftvö. 14.2.2008 09:31 Fundu hass og amfetamín við húsleit í Breiðholti Fíkniefnadeild lögrelgunnar rannsakar nú mál manns, sem handtekinn var í fyrradag, eftir að fíkniefni fundust í íbúð hans við húsleit í Breiðholti. 14.2.2008 08:49 Vísaði lögreglu á rangt herbergi Hann var heldur seinheppinn karlmaðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum fyrir tölvuþjófnað. 14.2.2008 08:45 Sneypuför norskra loðnuveiðiskipa Ljóst er að norski loðnuveiðiflotinn, sem hefur leyfi til loðnuveiða hér við land, fer hálfgerða sneypuför til Íslands að þessu sinni. 14.2.2008 08:30 Samfylkingin orðin stærst samkvæmt nýrri könnun Fylgi við Samfylkinginguna er orðið mun meira en við Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmtkönnun, sem Talnakönnun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is, rétt áður en skýrslan um REI kom út. 14.2.2008 08:28 Kjálka- og kinnbeinsbrotinn eftir fólskulega árás í Reykjanesbæ Nítján ára karlmaður var fluttur á slysadeild Landspítalans kjálka- og kinnbeinsbrotinn eftir fólskulega árás á hann og föður hans að Heiðarhvammi í Reykjanesbæ laust upp úr klukkan sjö í gærkvöldi. 14.2.2008 08:24 Ölvaður í Elliðaánum Ölvaður ökumaður, sem ók austur Bústaðaveg í gærkvöldi, gleymdi að beygja til hægri eða vinstri á mótum Reykjanesbrautar heldur ók þvert yfir hana og út í eina kvísl Elliðaánna. 14.2.2008 07:50 Vilja evru en ekki ESB Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja af þremur vilja losna við krónuna. Um leið eru fleiri á móti Evrópusambandsaðild en fylgjandi. Á Viðskiptaþingi 2008 voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir stefnuleysi í gjaldeyrismálum og lausatök í hagstjórn.Viðskiptaráð kallar eftir skýrri sýn og aðgerðum af hálfu stjórnvalda varðandi framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi og aðgerðum til að styrkja efnahagslegan stöðugleika. 14.2.2008 05:00 14 mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl Hollenskur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 14 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að reyna að smygla um 390 grömmum af kókaíni innvortis. 13.2.2008 21:40 Ætlar ekki að senda Villa til Kanada Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ekkert til í því að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni sé að verða sendiherra í Kanada. Þetta kom fram í Íslandi í dag fyrir stundu. 13.2.2008 19:07 Beðið í Karphúsinu eftir ákvörðun Seðlabankans Vaxtaákvörðun Seðlabankans í fyrramálið ræður miklu um framhald kjaraviðræðna, að mati Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar þeirra sitja þessa stundina hjá ríkissáttasemjara á fundi með fulltrúum Alþýðusambands Íslands. 13.2.2008 18:52 Tillögur um Miklubraut í stokk Miklabraut verður lögð í stokk milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar, samkvæmt tillögum vinnuhóps Vegagerðar og Reykjavíkurborgar, sem verið er að kynna í borgarkerfinu. Lagt er til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og þeim verði að fullu lokið eftir sex ár. 13.2.2008 18:50 Guðlaugur Þór styður Vilhjálm sem borgarfulltrúa Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra styður Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og þvertekur fyrir að vera sjálfur á leið í borgarmálin. Tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sem fréttastofa náði tali af í dag vildu ekki lýsa yfir afdráttarlausum stuðningi við Vilhjálm, en hinir fjórir hafa ekki látið ná í sig í dag. 13.2.2008 18:30 Bolvíkingar styðja Súðvíkinga í baráttu fyrir jarðgöngum Bæjarráð Bolungarvíkur tekur heilshugar undir með sveitastjórn Súðavíkur þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að hefja nú þegar undirbúning að gerð jarðganga á milli Álftarfjarðar og Skutulsfjarðar. 13.2.2008 17:34 Matsmaður metur hvort farið hafi verið illa með hest Hæstiréttur hefur vísað frá kærumáli manns, sem sakaður er um að hafa farið illa með hross, á þeim grundvelli að kæra mannsins til Hæstaréttar hafi borist of seint. Matsmaður verður því kallaður til í málinu. 13.2.2008 17:22 Aldraðir fá inni í Heilsuverndarstöðinni Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og María Ólafsdóttir, yfirlæknir eignarhaldsfélagsins Heilsuverndarstöðvarinnar, skrifuðu í dag undir samning um rekstur 20 skammtímahvíldarrýma fyrir aldraða skjólstæðinga heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu og 30 dagvistarrýma þar sem áhersla verður lögð á endurhæfingu. 13.2.2008 16:24 Geir útilokar evru „Það er einfaldlega ekki kostur að taka einhliða upp evru. Slíkt er ekki trúverðugt og því fylgir margs konar óhagræði og aukakostnaður," sagði Geir Haarde forsætisráðherra á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í dag. Hann benti því á að tveir kostir væru í stöðunni. Að halda íslensku krónunni eða taka upp evru sem jafnframt þýði inngöngu í Evrópusambandið. 13.2.2008 16:21 Kýldi ellefu ára fósturson sinn fullur í útilegu Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið ellefu ára gamlan fósturson sinn í andlitið. 13.2.2008 16:15 Skipulagðri leit að Cessnu formlega hætt Skipulagðri leit að bandarísku flugvélinni sem hvarf af ratsjá 50 sjómílur vestur af Keflavík á mánudag hefur verið hætt. 13.2.2008 15:53 Markús Örn í Þjóðmenningarhúsið Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri og útvarpsstjóri, hefur verið skipaður forstöðumaður Þjóðmenningarhússins frá og með 1. september næstkomandi. 13.2.2008 15:19 Mál Vestmannaeyjarbæjar á hendur olíufélögum þingfest í næstu viku Mál Vestmannaeyjabæjar á hendur stóru olíufélögunum þremur vegna tjóns sem bærinn telur sig hafa orðið fyrir vegna samráðs þeirra, verður þingfest í næstu viku. 13.2.2008 14:57 Barnaníðingurinn Ágúst Magnússon býr á höfuðborgarsvæðinu Barnaníðingurinn Ágúst Magnússon sást í Reykjanesbæ í gærdag. Hann mun þó ekki búa í bænum heldur er hann með dvalarstað á höfuðborgarsvæðinu. Ágúst ók um á grænni Toyotu Corollu sem er í eigu föður hans. 13.2.2008 14:54 Extra Bladet biðst aðeins afsökunar á enskri þýðingu Ritstjóri danska Extrablaðsins segir að afsökunarbeiðni blaðsins til Kaupþings nái einungis til enskrar þýðingar á greinaflokki sem blaðið skrifaði um bankann. Þýðingin var sett á vefsíðu þess. 13.2.2008 14:15 Framtíð Nasa rædd í skipulagsráði Óskar Bergsson, áheyrnarfulltrúi framsóknarmanna í skipulagsráði segir að málefni Nasa við Austurvöll hafi verið til umræðu á fundi skipulagsráðs í dag án þess að niðurstaða væri tekin í málinu. Hugmyndir eru uppi um að rífa salinn sem hýsir tónleikastaðinn í dag en gert er ráð fyrir að endurbyggja hann að nýju á sama stað, eða í kjallara þeirrar byggingar sem á að reisa á reitnum. 13.2.2008 13:13 Sjá næstu 50 fréttir
Halldór Sævar Guðbergsson nýr formaður Öryrkjabandalagsins Halldór Sævar Guðbergsson var kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands á aukafundi milli aðalfunda ÖBÍ sem haldinn var síðdegis í dag. 14.2.2008 20:18
Reykur í potti á Rauðarárstíg Slökkviliðið var kallað að Rauðarárstígur klukkan hálfsjö í kvöld þegar tilkynnt var um reykjalykt í stigagangi í fjölbýslishúsi á þremur hæðum. Við nánari athugun kom í ljós að einstaklingur í einni íbúðinni hafði sofnað út frá potti á eldavél. 14.2.2008 20:10
100 kíló af stolnum verkfærum fundust í Þýskalandi Lögreglan í Þýskalandi stöðvaði í dag póstsendingu með rúmum hundrað kílóum af verkfærum sem talið er að hafi verið stolið hér á landi. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er talið að ætlunin hafi verið að senda verkfærin til Póllands. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi verið handteknir í tengslum við þetta tiltekna mál. Samkvæmt heimildum Vísis hefur töluvert verið stolið af verkfærum á undanförnum mánuðum, sem flest eru flutt til Austur - Evrópu. 14.2.2008 19:51
Varar við því að hindra aðgang fjölmiðla „Til að tryggja opið og lýðræðislegt samfélag þarf að greiða leið allra fjölmiðla að fréttaviðburðum. Blaðamannafélagið varar við tilraunum til þess að standa í vegi fyrir því. Vinnubrögð af því tagi sem viðhöfð voru í vikunni eru auk þess einungis til þess fallin að skapa tortryggni," segir í bréfi sem stjórn blaðamannafélagsins sendi Andra Óttarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, í dag. 14.2.2008 19:18
Ný tjörn í Vatnsmýri miðpunktur framtíðarbyggðar Ný tjörn verður grafin í Vatnsmýrina og gerð að miðpunkti nýrrar lágreistrar byggðar og Hljómskálagarðurinn stækkaður til suðurs, samkvæmt skoskri tillögu sem hlaut fyrsta sæti í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðisins. 14.2.2008 18:45
Laun hækka um 18 þúsund krónur strax Lægstu laun í landinu hækka um 16 prósent við undirskrift og um 32 prósent á næstu tveimur árum, samkvæmt kjarasamningum sem verið er að ganga frá, en búist er við að skrifað verði undir um helgina. 14.2.2008 18:38
Fimm þúsund krónurnar duga skemur Fyrir fjórum árum gat meðalfólksbíll ekið frá Reykjavík langleiðina á Kópasker fyrir fimm þúsund krónur en nú kemst hann aðeins á rétt fram hjá Akureyri. 14.2.2008 18:23
Ómerkti dóm í nauðgunarmáli Hæstiréttur ómerkti í dag dóm héraðsdóms í nauðgunarmáli og vísaði málinu heim í hérað til nýrrar aðalmeðferðar. Ákærða sem er tæplega tvítugur karlmaður er gefið að sök 14.2.2008 17:35
Geðhjálp íhugar að kljúfa sig úr ÖBÍ Ágreiningur er innan Öryrkjabandalagsins um stefnu þess segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar og vísar til óánægjuradda innan bandalagsins. 14.2.2008 15:47
Fundur ráðherra og bankastjóra ekki krísufundur Fundur ráðherra og fulltrúa úr íslensku fjármálalífi í Ráðherrabústaðnum í dag var ekki krísufundur að sögn forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar. Fundinum lauk fyrir stundu og sögðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra að hann hefði verið gagnlegur. 14.2.2008 15:34
Sjö manns tilnefndir í stýrihóp um skipulag Vatnsmýrar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tilnefna þau Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Gísla Martein Baldursson, Kjartan Magnússon, Ástu Þorleifsdóttur, Dag B. Eggertsson, Svandísi Svavarsdóttur og Óskar Bergsson í stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. 14.2.2008 14:19
Tveir ölvaðir reyndu að aka sama bílnum Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af tveimur mönnum í liðinni viku sem reyndu að aka sömu bifreiðinni ölvaðir. 14.2.2008 12:50
Fá ferðaávísun fyrir fullkomna mætingu Þeir starfsmenn Samherja sem missa ekki dag úr vinnu eiga nú kost á myndarlegri bónusgreiðslu. Starfsmannastjóri óttast ekki að þetta ýti undir að fólkið mæti veikt til vinnu. 14.2.2008 12:34
Skilur að Vilhjálmur vilji skoða sín mál eftir klaufaleg mistök Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir að ákvörðun hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni um að sitja áfram í borgarstjórn hafa verið eðlileg. Hann segist skilja að hann vilji skoða sín mál eftir að hafa gert klaufaleg mistök í sjónvarpsviðtali. 14.2.2008 12:26
Samið um meginlínur nýrra kjarasamninga - SA gagnrýnir Seðlabankann Samtök atvinnulífsins segja að svo virðist sem aldrei rofi til í Seðlabankanum og rökstuðningur bankans sé veikur. Framkvæmdastjóri ASÍ hefði viljað sjá vaxtalækkun hjá Seðlabankanum en skilur að hann sé í þröngri stöðu. 14.2.2008 12:20
Annir á slysadeild vegna hálkuslysa Nokkuð hefur verið um að fólk hafi leitað á slysadeild í morgun eftir að hafa dottið í hálku. Algengir áverkar eru brotnir úlnliðir, axlir og ökklar. Fólk er beðið að fara varlega og eldri borgarar íhuga að halda sig heima í dag. 14.2.2008 11:55
Davíð: „Hvernig líst þér á Huddersfield?“ Davíð Oddson sat fyrir svörum í Seðlabankanum varðandi ákvörðun bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum leitaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, ráða hjá Davíð varðandi þau vandræði sem flokkurinn og hann sjálfur hafa ratað í síðustu vikur. 14.2.2008 11:33
Stjórn BHM segir Samtök atvinnulífsins dæmalaust ósvífin Stjórn Bandalags háskólamanna (BHM) segir dæmalaust ósvífið að ætlast til þess að kjör opinberra starfsmanna verði ákveðin af öðrum en þeim sem um þau eiga að semja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem BHM hefur sent frá sér vegna kröfu Samtaka atvinnulífsins um að ríkið fylgi sömu launastefnu og ákveðin verður í komandi kjarasamningum við samtök verkalýðsins. 14.2.2008 10:58
Starfsmenn Reykjanesbæjar fá hvatagreiðslur á árinu Rúmar 35 milljónir verða lagðar til aukalega í launagreiðslur til starfsmanna Reykjanesbæjar á þessu ári vegna aukins álags á þá samfara mikilli fjölgun íbúa bæjarins. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs. 14.2.2008 10:43
SI greiðir 2,5 milljóna króna sekt til Samkeppniseftirlitsins Samtök iðnaðarins og Samkeppniseftirlitið hafa gert sátt í máli tengdu því þegar virðisaukaskattur og vörugjöld voru lækkuð 1. mars síðastliðinn. Greiða samtökin 2,5 milljóna króna sekt til eftirlitsins. 14.2.2008 10:07
Reyndu að svíkja út vörur fyrir tólf og hálfa milljón Fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu hefur frá 7. febrúar sl. unnið að rannsókn stórfelldra fjársvika gagnvart nokkrum rafvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. 14.2.2008 10:02
Ráðherrar og bankastjórar funda klukkan hálftvö Fundur fjögurra ráðherra ríkisstjórnarinnar með bankastjórum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans verður í Ráðherrabústaðnum klukkan hálftvö. 14.2.2008 09:31
Fundu hass og amfetamín við húsleit í Breiðholti Fíkniefnadeild lögrelgunnar rannsakar nú mál manns, sem handtekinn var í fyrradag, eftir að fíkniefni fundust í íbúð hans við húsleit í Breiðholti. 14.2.2008 08:49
Vísaði lögreglu á rangt herbergi Hann var heldur seinheppinn karlmaðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum fyrir tölvuþjófnað. 14.2.2008 08:45
Sneypuför norskra loðnuveiðiskipa Ljóst er að norski loðnuveiðiflotinn, sem hefur leyfi til loðnuveiða hér við land, fer hálfgerða sneypuför til Íslands að þessu sinni. 14.2.2008 08:30
Samfylkingin orðin stærst samkvæmt nýrri könnun Fylgi við Samfylkinginguna er orðið mun meira en við Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmtkönnun, sem Talnakönnun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is, rétt áður en skýrslan um REI kom út. 14.2.2008 08:28
Kjálka- og kinnbeinsbrotinn eftir fólskulega árás í Reykjanesbæ Nítján ára karlmaður var fluttur á slysadeild Landspítalans kjálka- og kinnbeinsbrotinn eftir fólskulega árás á hann og föður hans að Heiðarhvammi í Reykjanesbæ laust upp úr klukkan sjö í gærkvöldi. 14.2.2008 08:24
Ölvaður í Elliðaánum Ölvaður ökumaður, sem ók austur Bústaðaveg í gærkvöldi, gleymdi að beygja til hægri eða vinstri á mótum Reykjanesbrautar heldur ók þvert yfir hana og út í eina kvísl Elliðaánna. 14.2.2008 07:50
Vilja evru en ekki ESB Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja af þremur vilja losna við krónuna. Um leið eru fleiri á móti Evrópusambandsaðild en fylgjandi. Á Viðskiptaþingi 2008 voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir stefnuleysi í gjaldeyrismálum og lausatök í hagstjórn.Viðskiptaráð kallar eftir skýrri sýn og aðgerðum af hálfu stjórnvalda varðandi framtíðarskipan gjaldeyrismála hér á landi og aðgerðum til að styrkja efnahagslegan stöðugleika. 14.2.2008 05:00
14 mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl Hollenskur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 14 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að reyna að smygla um 390 grömmum af kókaíni innvortis. 13.2.2008 21:40
Ætlar ekki að senda Villa til Kanada Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ekkert til í því að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni sé að verða sendiherra í Kanada. Þetta kom fram í Íslandi í dag fyrir stundu. 13.2.2008 19:07
Beðið í Karphúsinu eftir ákvörðun Seðlabankans Vaxtaákvörðun Seðlabankans í fyrramálið ræður miklu um framhald kjaraviðræðna, að mati Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar þeirra sitja þessa stundina hjá ríkissáttasemjara á fundi með fulltrúum Alþýðusambands Íslands. 13.2.2008 18:52
Tillögur um Miklubraut í stokk Miklabraut verður lögð í stokk milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar, samkvæmt tillögum vinnuhóps Vegagerðar og Reykjavíkurborgar, sem verið er að kynna í borgarkerfinu. Lagt er til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og þeim verði að fullu lokið eftir sex ár. 13.2.2008 18:50
Guðlaugur Þór styður Vilhjálm sem borgarfulltrúa Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra styður Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og þvertekur fyrir að vera sjálfur á leið í borgarmálin. Tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sem fréttastofa náði tali af í dag vildu ekki lýsa yfir afdráttarlausum stuðningi við Vilhjálm, en hinir fjórir hafa ekki látið ná í sig í dag. 13.2.2008 18:30
Bolvíkingar styðja Súðvíkinga í baráttu fyrir jarðgöngum Bæjarráð Bolungarvíkur tekur heilshugar undir með sveitastjórn Súðavíkur þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að hefja nú þegar undirbúning að gerð jarðganga á milli Álftarfjarðar og Skutulsfjarðar. 13.2.2008 17:34
Matsmaður metur hvort farið hafi verið illa með hest Hæstiréttur hefur vísað frá kærumáli manns, sem sakaður er um að hafa farið illa með hross, á þeim grundvelli að kæra mannsins til Hæstaréttar hafi borist of seint. Matsmaður verður því kallaður til í málinu. 13.2.2008 17:22
Aldraðir fá inni í Heilsuverndarstöðinni Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og María Ólafsdóttir, yfirlæknir eignarhaldsfélagsins Heilsuverndarstöðvarinnar, skrifuðu í dag undir samning um rekstur 20 skammtímahvíldarrýma fyrir aldraða skjólstæðinga heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu og 30 dagvistarrýma þar sem áhersla verður lögð á endurhæfingu. 13.2.2008 16:24
Geir útilokar evru „Það er einfaldlega ekki kostur að taka einhliða upp evru. Slíkt er ekki trúverðugt og því fylgir margs konar óhagræði og aukakostnaður," sagði Geir Haarde forsætisráðherra á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í dag. Hann benti því á að tveir kostir væru í stöðunni. Að halda íslensku krónunni eða taka upp evru sem jafnframt þýði inngöngu í Evrópusambandið. 13.2.2008 16:21
Kýldi ellefu ára fósturson sinn fullur í útilegu Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið ellefu ára gamlan fósturson sinn í andlitið. 13.2.2008 16:15
Skipulagðri leit að Cessnu formlega hætt Skipulagðri leit að bandarísku flugvélinni sem hvarf af ratsjá 50 sjómílur vestur af Keflavík á mánudag hefur verið hætt. 13.2.2008 15:53
Markús Örn í Þjóðmenningarhúsið Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri og útvarpsstjóri, hefur verið skipaður forstöðumaður Þjóðmenningarhússins frá og með 1. september næstkomandi. 13.2.2008 15:19
Mál Vestmannaeyjarbæjar á hendur olíufélögum þingfest í næstu viku Mál Vestmannaeyjabæjar á hendur stóru olíufélögunum þremur vegna tjóns sem bærinn telur sig hafa orðið fyrir vegna samráðs þeirra, verður þingfest í næstu viku. 13.2.2008 14:57
Barnaníðingurinn Ágúst Magnússon býr á höfuðborgarsvæðinu Barnaníðingurinn Ágúst Magnússon sást í Reykjanesbæ í gærdag. Hann mun þó ekki búa í bænum heldur er hann með dvalarstað á höfuðborgarsvæðinu. Ágúst ók um á grænni Toyotu Corollu sem er í eigu föður hans. 13.2.2008 14:54
Extra Bladet biðst aðeins afsökunar á enskri þýðingu Ritstjóri danska Extrablaðsins segir að afsökunarbeiðni blaðsins til Kaupþings nái einungis til enskrar þýðingar á greinaflokki sem blaðið skrifaði um bankann. Þýðingin var sett á vefsíðu þess. 13.2.2008 14:15
Framtíð Nasa rædd í skipulagsráði Óskar Bergsson, áheyrnarfulltrúi framsóknarmanna í skipulagsráði segir að málefni Nasa við Austurvöll hafi verið til umræðu á fundi skipulagsráðs í dag án þess að niðurstaða væri tekin í málinu. Hugmyndir eru uppi um að rífa salinn sem hýsir tónleikastaðinn í dag en gert er ráð fyrir að endurbyggja hann að nýju á sama stað, eða í kjallara þeirrar byggingar sem á að reisa á reitnum. 13.2.2008 13:13