Fleiri fréttir Byggingarkostnaður lækkar Vísitala byggingarkostnaðar hefur lækkað um 0,03 prósent frá því í apríl samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Á síðastliðnum tólf mánuðum hefur vísitalan hins vegar hækkað um 10,5 prósent. 18.5.2007 10:02 Lentu í árekstri og veittust að ökumanni Harður árekstur varð á áttunda tímanum í kvöld á gatnamótum Hallsvegar og Strandvegar í Reykjavík. Tveir bílar lentu í árekstri og voru fjórir í öðrum bílnum. Ekki er vitað hversu margir farþegar voru í hinum bílnum. Enginn slasaðist alvarlega þó svo að fjarlægja þurfi báða bílana með krana. Eftir áreksturinn veittust mennirnir fjórir, sem voru allir ölvaðir og á tvítugsaldri, að ökumanni hins bílsins. Lögregla var kölluð á staðinn og mennirnir handteknir. 17.5.2007 20:32 Syngur um ástir og örlög malískra kvenna Malíska söngdívan Oumou Sangare sem komin er til landsins segir fjölkvæni í Malí fara verst með konur þar í landi. Söngdívan ætlar sér að syngja um ástir og örlög malískra kvenna fyrir íslendinga á tónleikum á Nasa í kvöld. 17.5.2007 19:27 Tekist á um tryggingaverðmæti Eigendur húsanna við Lækjargötu tvö og Austurstræti tuttugu og tvö, takast enn á um verðmæti húsanna við tryggingafélag sitt. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir milli borgarinnar og eigendanna um framtíð byggingareitsins. 17.5.2007 19:13 Eldur á Akureyri Eldur kom upp í dekkjahrúgu hjá fyrirtækinu Hringrás við Krossanes á Akureyri í dag. Slökkviliðið á Akureyri náði fljótlega tökum á eldinum. Um mikla aðgerð er að ræða en starfið hefur engu að síður gengið vel. Mikill reykur er af eldinum en hann leggur ekki yfir bæinn þar sem austanátt er ríkjandi. 17.5.2007 19:10 Sagan endurtekur sig Sagan frá vorinu 1995, virðist nú vera að endurtaka sig með afar keimlíkum hætti. Þá skipti Davíð Oddsson Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður. 17.5.2007 19:07 Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun Fundi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur lauk nú fyrir stundu. Þar sögðu þau að samkomulag hefði náðst um að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Geir sagði að hann ætli að ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, klukkan ellefu í fyrramálið og biðjast lausnar. Þá ætlar hann einnig að biðja um umboð til stjórnarmyndunar með Samfylkingunni. 17.5.2007 17:11 Logar í dekkjum á Akureyri Eldur logar nú í dekkjahrúgu hjá fyrirtækinu Hringrás við Krossanes, þar sem loðnubræðslan var einu sinni, í norðurenda bæjarins. Slökkvilið er á staðnum og er að undirbúa slökkvistarf. Búið er að taka hluta af dekkjahrúgunni til hliðar þess að auðvelda slökkvistarf. 17.5.2007 16:33 Geir og Ingibjörg ætla að funda í Alþingishúsinu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde hittast í Alþingishúsinu klukkan hálf fimm í dag. Gert er ráð fyrir að formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eigi viðræður um möguleika á að mynda ríkisstjórn eftir að viðræðum sjálfstæðismanna við Framsóknarflokkinn var hætt. 17.5.2007 15:36 Stjórnarsamstarfi slitið - Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í viðræður Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson tilkynntu sameiginlega niðurstöðu sína í stjórnarráðinu í dag um að þeir hefðu slitið 12 ára stjórnarsamstarfi flokkanna. Þá sagði Geir að hans fyrsti valkostur væri viðræður við Samfylkinguna. Samstaða var á milli flokkanna um að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi. 17.5.2007 14:31 Búist við yfirlýsingu innan nokkurra mínútna Yfirlýsingar er búist við frá stjórnarflokkunum tveimur eftir nokkrar mínútur. Framsóknarflokkurinn fundaði í dag í rúma þrjá klukkutíma. Strax eftir fundinn fóru Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, í stjórnarráðið á fund með Geir H. Haarde. Niðurstaða þeirrar fundar verður væntanlega efni yfirlýsingarinnar. 17.5.2007 14:23 Jón og Guðni funda með Geir H. Haarde Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins héldu rakleitt á fund forsætisráðherra í stjórnarráðinu að loknum fundi þingmanna Framsóknarflokksins og fleiri í dag. Fundur þeirra stendur enn yfir. 17.5.2007 14:16 Krían komin á Álftanesið Krían er loksins komin á Álftanesið. Hópur af þeim sást á ströndinni þar um hádegisbil og svo virtist sem hann væri þrekaður. Krían sást fyrst í ár þann 22. apríl síðastliðinn. 17.5.2007 14:01 Viðræður við Þjóðverja um varnamál Þýsk sendinefnd kemur hingað til lands í dag til könnunarviðræðna við íslensk stjórnvöld um hugsanlegt varnarsamstarf. Ekki er um formlegar viðræður að ræða heldur ætla Þjóðverjarnir að skoða varnarsvæðið á Miðnesheiði á morgun með tilliti til aðstöðunnar þar. 17.5.2007 14:00 Jón sagði ekkert eftir fund Framsóknarflokks Fundi Framsóknarflokksins lauk nú fyrir stundu. Jón Sigurðsson formaður flokksins vildi ekkert segja við fjölmiðla þegar hann kom út af fundinum. Aðrir ráðherrar sem sátu fundinn vildu ekkert segja við fjölmiðla. 17.5.2007 13:53 Volta rýkur út Volta, nýjasta plata Bjarkar, hefur rokselst víða um heim og er níunda söluhæsta platan í Bandaríkjunum og sjöunda mest selda í Bretlandi, samkvæmt samantekt Morgunblaðsins. Þetta er besti árangurs íslensks tónlistarmanns á bandaríska listanum. 17.5.2007 13:35 Íslandshreyfingin skuldar tæpar 20 milljónir Íslandshreyfingin - lifandi land skuldar hátt í tuttugu milljónir eftir kosningabaráttu sína. Greitt var fyrir auglýsingar og leiguhúsnæði undir kosningamiðstöðvar um allt land. Samkvæmt lögum um fjárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóðenda skal árlega úthluta fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka sem hlotið hafa að minnsta kosti tvö og hálft prósent atkvæða í kosningum. 17.5.2007 13:33 Ker áfrýjar til Hæstaréttar Ker hf. sem áður rak olíufélagið Esso hefur áfrýjað máli Sigurðar Hreinssonar húsasmiðs á Húsavík sem hann vann í héraðsdómi, til Hæstaréttar Íslands. Hinn 20. febrúar dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Ker hf. til að greiða Sigurði 15 þúsund krónur í bætur með vöxtum, en málið tengdist málaferlum vegna verðsamráðs olíufélaganna. 17.5.2007 12:11 Lögreglan lýsir eftir konu Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 40 ára gamalli konu, Guðríði Björgu Gunnarsdóttur. Guðríður er þéttvaxin, um 160 sentimetrar á hæð og með stutt dökkt hár. Ekki er vitað um klæðaburð hennar. Ef einhver hefur upplýsingar um ferðir Guðríðar síðan þriðjudaginn 15. maí eða veit hvar hún er, er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. 17.5.2007 10:49 Rólegt um land allt í nótt Í gærkvöldi og í nótt voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum og einn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Annars var nóttin róleg um land allt í gærkvöldi. Á Selfossi var ein minni háttar líkamsárás tilkynnt til lögreglu. 17.5.2007 09:55 Vantrú á áframhaldandi stjórnarsamstarf Vaxandi vantrú er á áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan stjórnarflokkanna, eftir því sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Í blaðinu segir að ekkert hafi gerst í viðræðum formanna flokkanna. 17.5.2007 09:52 Pólsku farandsalarnir farnir frá Ísafirði Þrír Pólverjar sem lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af í gær vegna ólöglegrar farandsölu hafa nú greitt sekt og eru farnir frá bænum. Mennirnir voru á sendiferðabíl með erlendum númerum og gengu í heimahús í bænum og reyndu að selja blýantsteikningar og eftirprentanir. Mennirnir höfðu ekki verslunarleyfi og hafði lögreglan þá í haldi þar til rétt undir kvöld. 16.5.2007 22:15 Vissi ekki að hann var á 155 km Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn á 155 km hraða á Akureyri þar sem hámarkshraði er 90. Lögregla stöðvaði manninn á Hringvegi við Skógarbakka. Ökumaðurinn keyrði venjulegan fólksbíl og sagði lögreglu að hann hefði ekki gert sér grein fyrir hraðanum. 16.5.2007 21:33 Framtíðarlandið hvetur til bóta á kosningafyrirkomulagi Stjórn Framtíðarlandsins telur misbresti á kosningafyrirkomulagi hafa orðið til þess að sitjandi stjorn fékk minnihluta atkvæða en haldi samt meirihluta á þingi. Samtökin hvetja nýkjörið Alþingi að bæta úr “þessum ágöllum.” Stjórnmálamönnum beri að virða vilja kjósenda. Minnihluti þeirra hafi greitt sitjandi stjórn atkvæði. Talsmenn umhverfisverndar hafi hins vegar fengið byr undir báða vængi. 16.5.2007 20:30 Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. 16.5.2007 19:09 Engir úrslitakostir settir um stóriðjustopp Vinstri grænir hafa komið skilaboðum til sjálfstæðismanna um að þeir séu til í viðræður og Steingrímur J. Sigfússon, formaður þeirra, segir að ekki verði farið með neina úrslitakosti í stóriðjumálum. Steingrímur taldi þó í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag flest benda til að þess ríkisstjórnarflokkarnir endurnýi samstarf sitt. 16.5.2007 18:59 Útstrikanir og ofríki í krafti auðs Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra gagnrýnir Jóhannes í Bónus harðlega fyrir að hvetja til útstrikana á sér. Hann lýsir áhyggjum af því að menn beiti ofríki í krafti auðs til að tryggja sér viðhlæjendur á þingi. Tæplega 20 prósent kjósenda strikuðu yfir Björn og fellur hann niður um eitt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 16.5.2007 18:54 Stungið undan Framsókn um helgina? Margir spyrja hvort atburðarásin eftir þingkosningarnar vorið 1995, þegar Davíð Oddsson skipti Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður, kunni að endurtaka sig nú. Kringumstæður í stjórnmálunum nú eru að mörgu leyti líkar. 16.5.2007 18:52 Jóhannes stóð ekki yfir kjósendum Hreinn Loftsson formaður stjórnar Baugs Group segir afstöðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra lýsa hroka í garð lýðræðislegra ákvarðana sem teknar eru af einstaklingum þegar þeir nýti sér kosningarétt sinn. Jóhannes Jónsson hafi ekki staðið yfir kjósendum þegar þeir gengu til kosninga síðastliðinn laugardag. 16.5.2007 18:50 Formennirnir halda áfram viðræðum Formenn stjórnarflokkanna hafa hist á tveimur fundum í Stjórnarráðinu í dag til að ræða um endurnýjun samstarfsins. Forysta Framsóknarflokksins kannar samhliða hvort meirihlutastuðningur sé meðal 150 miðstjórnarmanna flokksins við það að hann haldi áfram stjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokki. 16.5.2007 18:49 55 geðsjúkir heimilislausir Þriðjungur þeirra sem voru í Byrginu undir það síðasta eru aftur komnir á götuna í neyslu, segir Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðjálpar. Hann telur húsnæðislausa miklu fleiri en yfirvöld viðurkenna og segir athvarf við Njálsgötu einungis veita gálgafrest. 16.5.2007 18:45 Varmársamtökin fordæma skemmdarverk Varmársmtökin harma þá eyðileggingu sem unnin var á sjö vinnuvélum ofanvið Álafosskvos í Mosfellsbæ í nótt. Samtökin telja yfirlýsingar verktaka um að þau hafi hvatt til skemmdarverkanna vera ærumeiðandi. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér vegna málsins segir að ofbeldisverk samrýmist ekki markmiðum þeirra. 16.5.2007 18:03 Sýknaður af ákæru um að hafa hindrað lögregluna í starfi Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hindra lögregluna í starfi og sneri þannig dómi héraðsdóms sem hafði dæmt hann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 16.5.2007 16:50 Hálfs árs fangelsi fyrir að hafa neytt veitinga án þess að geta borgað Hæstiréttur mildaði í dag dóm héraðsdóms yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa fimmtán sinnum pantað og neytt veitinga á veitingastöðum í borginni án þess að geta greitt fyrir þær. Var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi. 16.5.2007 16:38 Formenn stjórnarflokkanna funda Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, áttu stuttan fund í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Er þetta í annað skipti sem formennirnir hittast í dag en þeir funduðu einnig fyrir hádegi. 16.5.2007 16:34 Þrettán ára undir stýri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þrettán ára stúlku í gærkvöld sem hafði sest undir stýri á bíl og ekið á annan bíl. 16.5.2007 16:07 Magnús Ragnarsson hættir sem sjónvarpsstjóri Skjás eins Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, mun láta af störfum sem sjónvarpsstjóri stöðvarinnar um næstu mánaðamót. Magnús tilkynnti þetta á starfsmannafundi í dag. 16.5.2007 15:42 Sömdu um gagnkvæma aðstoð í bráðatilvikum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brunavarnir Árnessýslu, Slökkvilið Hveragerðis og Heilbrigðisstofnun Suðurlands sömdu í dag um gagnkvæma aðstoð og sameiginleg viðbrögð við slysum, eldsvoðum og öðrum bráðatilvikum þar sem þjónustusvæði þeirra liggja saman. 16.5.2007 15:30 Fingralangur golfari staðinn að verki Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær handtekinn eftir að hann reyndi að stela golfkylfu úr verslun í Smáralindinni. Maðurinn gaf þá skýringu að hann væri að kaupa golfbolta og vildi vera viss um að þeir pössuðu við kylfuna. Alls voru sjö einstaklingar staðnir að búðarhnupli á höfuðborgarsvæðinu í gær og þá var tilkynnt um eitt innbrot í Breiðholti. 16.5.2007 15:24 Húsvíkingar binda miklar vonir við enduropnun flugvallarins Miklar vonir eru bundnar við enduropnun flugvallarins á Húsavík en flugvöllurinn verður opnaður formlega næstkomandi laugardag. Vonast heimamenn að reglubundið áætlunarflug til Húsavíkur geti hafist að nýju. 16.5.2007 15:11 Gætið ykkar á Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér viðvörun vegna fyrirtækisins Aquanetworld sem er skráð með aðsetur að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík. Er fólki ráðlagt að eiga ekki viðskipti við þetta fyrirtæki. 16.5.2007 14:57 Vísar ásökunum Jóhannesar á bug Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir ásakanir Jóhannesar Jónssonar í Bónus, um að hann misnoti embætti sitt úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér fyrir skemmstu undir fyrirsögninni „Stöldrum við - hugsum alvöru málsins.“ Hann segir ásakanir Jóhannesar varpa ljósi á einkennilegan hugarheim og lýsir yfir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins hér á landi. 16.5.2007 14:21 Á allt eins von á sömu ríkisstjórn áfram Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á allt eins von á því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn endurnýi samstarf sitt í ríkissttjórn. Hann segir menn ætla "að velja átakminnsta, þægilegasta en um leið metnaðarlausasta kostinn, að láta þetta lafa áfram á annarri hjörinni." 16.5.2007 14:03 Kvíabryggja stækkuð Framkvæmdir eru hafnar við stækkun fangelsisins á Kvíabryggju og verður meðal annars sex herbergjum bætt við þau sem fyrir eru. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn. 16.5.2007 14:03 Skemmdarvarga enn leitað Lögreglan leitar enn þeirra sem unnu skemmdir á sjö vinnuvélum fyrir ofan Álafosskvosina í Mosfellsbæ í nótt. Rándýr stýribúnaður í sumum vélanna var gjöreyðilagður. 16.5.2007 13:25 Sjá næstu 50 fréttir
Byggingarkostnaður lækkar Vísitala byggingarkostnaðar hefur lækkað um 0,03 prósent frá því í apríl samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Á síðastliðnum tólf mánuðum hefur vísitalan hins vegar hækkað um 10,5 prósent. 18.5.2007 10:02
Lentu í árekstri og veittust að ökumanni Harður árekstur varð á áttunda tímanum í kvöld á gatnamótum Hallsvegar og Strandvegar í Reykjavík. Tveir bílar lentu í árekstri og voru fjórir í öðrum bílnum. Ekki er vitað hversu margir farþegar voru í hinum bílnum. Enginn slasaðist alvarlega þó svo að fjarlægja þurfi báða bílana með krana. Eftir áreksturinn veittust mennirnir fjórir, sem voru allir ölvaðir og á tvítugsaldri, að ökumanni hins bílsins. Lögregla var kölluð á staðinn og mennirnir handteknir. 17.5.2007 20:32
Syngur um ástir og örlög malískra kvenna Malíska söngdívan Oumou Sangare sem komin er til landsins segir fjölkvæni í Malí fara verst með konur þar í landi. Söngdívan ætlar sér að syngja um ástir og örlög malískra kvenna fyrir íslendinga á tónleikum á Nasa í kvöld. 17.5.2007 19:27
Tekist á um tryggingaverðmæti Eigendur húsanna við Lækjargötu tvö og Austurstræti tuttugu og tvö, takast enn á um verðmæti húsanna við tryggingafélag sitt. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir milli borgarinnar og eigendanna um framtíð byggingareitsins. 17.5.2007 19:13
Eldur á Akureyri Eldur kom upp í dekkjahrúgu hjá fyrirtækinu Hringrás við Krossanes á Akureyri í dag. Slökkviliðið á Akureyri náði fljótlega tökum á eldinum. Um mikla aðgerð er að ræða en starfið hefur engu að síður gengið vel. Mikill reykur er af eldinum en hann leggur ekki yfir bæinn þar sem austanátt er ríkjandi. 17.5.2007 19:10
Sagan endurtekur sig Sagan frá vorinu 1995, virðist nú vera að endurtaka sig með afar keimlíkum hætti. Þá skipti Davíð Oddsson Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður. 17.5.2007 19:07
Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun Fundi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur lauk nú fyrir stundu. Þar sögðu þau að samkomulag hefði náðst um að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Geir sagði að hann ætli að ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, klukkan ellefu í fyrramálið og biðjast lausnar. Þá ætlar hann einnig að biðja um umboð til stjórnarmyndunar með Samfylkingunni. 17.5.2007 17:11
Logar í dekkjum á Akureyri Eldur logar nú í dekkjahrúgu hjá fyrirtækinu Hringrás við Krossanes, þar sem loðnubræðslan var einu sinni, í norðurenda bæjarins. Slökkvilið er á staðnum og er að undirbúa slökkvistarf. Búið er að taka hluta af dekkjahrúgunni til hliðar þess að auðvelda slökkvistarf. 17.5.2007 16:33
Geir og Ingibjörg ætla að funda í Alþingishúsinu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde hittast í Alþingishúsinu klukkan hálf fimm í dag. Gert er ráð fyrir að formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eigi viðræður um möguleika á að mynda ríkisstjórn eftir að viðræðum sjálfstæðismanna við Framsóknarflokkinn var hætt. 17.5.2007 15:36
Stjórnarsamstarfi slitið - Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í viðræður Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson tilkynntu sameiginlega niðurstöðu sína í stjórnarráðinu í dag um að þeir hefðu slitið 12 ára stjórnarsamstarfi flokkanna. Þá sagði Geir að hans fyrsti valkostur væri viðræður við Samfylkinguna. Samstaða var á milli flokkanna um að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi. 17.5.2007 14:31
Búist við yfirlýsingu innan nokkurra mínútna Yfirlýsingar er búist við frá stjórnarflokkunum tveimur eftir nokkrar mínútur. Framsóknarflokkurinn fundaði í dag í rúma þrjá klukkutíma. Strax eftir fundinn fóru Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, í stjórnarráðið á fund með Geir H. Haarde. Niðurstaða þeirrar fundar verður væntanlega efni yfirlýsingarinnar. 17.5.2007 14:23
Jón og Guðni funda með Geir H. Haarde Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins héldu rakleitt á fund forsætisráðherra í stjórnarráðinu að loknum fundi þingmanna Framsóknarflokksins og fleiri í dag. Fundur þeirra stendur enn yfir. 17.5.2007 14:16
Krían komin á Álftanesið Krían er loksins komin á Álftanesið. Hópur af þeim sást á ströndinni þar um hádegisbil og svo virtist sem hann væri þrekaður. Krían sást fyrst í ár þann 22. apríl síðastliðinn. 17.5.2007 14:01
Viðræður við Þjóðverja um varnamál Þýsk sendinefnd kemur hingað til lands í dag til könnunarviðræðna við íslensk stjórnvöld um hugsanlegt varnarsamstarf. Ekki er um formlegar viðræður að ræða heldur ætla Þjóðverjarnir að skoða varnarsvæðið á Miðnesheiði á morgun með tilliti til aðstöðunnar þar. 17.5.2007 14:00
Jón sagði ekkert eftir fund Framsóknarflokks Fundi Framsóknarflokksins lauk nú fyrir stundu. Jón Sigurðsson formaður flokksins vildi ekkert segja við fjölmiðla þegar hann kom út af fundinum. Aðrir ráðherrar sem sátu fundinn vildu ekkert segja við fjölmiðla. 17.5.2007 13:53
Volta rýkur út Volta, nýjasta plata Bjarkar, hefur rokselst víða um heim og er níunda söluhæsta platan í Bandaríkjunum og sjöunda mest selda í Bretlandi, samkvæmt samantekt Morgunblaðsins. Þetta er besti árangurs íslensks tónlistarmanns á bandaríska listanum. 17.5.2007 13:35
Íslandshreyfingin skuldar tæpar 20 milljónir Íslandshreyfingin - lifandi land skuldar hátt í tuttugu milljónir eftir kosningabaráttu sína. Greitt var fyrir auglýsingar og leiguhúsnæði undir kosningamiðstöðvar um allt land. Samkvæmt lögum um fjárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóðenda skal árlega úthluta fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka sem hlotið hafa að minnsta kosti tvö og hálft prósent atkvæða í kosningum. 17.5.2007 13:33
Ker áfrýjar til Hæstaréttar Ker hf. sem áður rak olíufélagið Esso hefur áfrýjað máli Sigurðar Hreinssonar húsasmiðs á Húsavík sem hann vann í héraðsdómi, til Hæstaréttar Íslands. Hinn 20. febrúar dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Ker hf. til að greiða Sigurði 15 þúsund krónur í bætur með vöxtum, en málið tengdist málaferlum vegna verðsamráðs olíufélaganna. 17.5.2007 12:11
Lögreglan lýsir eftir konu Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 40 ára gamalli konu, Guðríði Björgu Gunnarsdóttur. Guðríður er þéttvaxin, um 160 sentimetrar á hæð og með stutt dökkt hár. Ekki er vitað um klæðaburð hennar. Ef einhver hefur upplýsingar um ferðir Guðríðar síðan þriðjudaginn 15. maí eða veit hvar hún er, er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. 17.5.2007 10:49
Rólegt um land allt í nótt Í gærkvöldi og í nótt voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum og einn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Annars var nóttin róleg um land allt í gærkvöldi. Á Selfossi var ein minni háttar líkamsárás tilkynnt til lögreglu. 17.5.2007 09:55
Vantrú á áframhaldandi stjórnarsamstarf Vaxandi vantrú er á áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan stjórnarflokkanna, eftir því sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Í blaðinu segir að ekkert hafi gerst í viðræðum formanna flokkanna. 17.5.2007 09:52
Pólsku farandsalarnir farnir frá Ísafirði Þrír Pólverjar sem lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af í gær vegna ólöglegrar farandsölu hafa nú greitt sekt og eru farnir frá bænum. Mennirnir voru á sendiferðabíl með erlendum númerum og gengu í heimahús í bænum og reyndu að selja blýantsteikningar og eftirprentanir. Mennirnir höfðu ekki verslunarleyfi og hafði lögreglan þá í haldi þar til rétt undir kvöld. 16.5.2007 22:15
Vissi ekki að hann var á 155 km Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn á 155 km hraða á Akureyri þar sem hámarkshraði er 90. Lögregla stöðvaði manninn á Hringvegi við Skógarbakka. Ökumaðurinn keyrði venjulegan fólksbíl og sagði lögreglu að hann hefði ekki gert sér grein fyrir hraðanum. 16.5.2007 21:33
Framtíðarlandið hvetur til bóta á kosningafyrirkomulagi Stjórn Framtíðarlandsins telur misbresti á kosningafyrirkomulagi hafa orðið til þess að sitjandi stjorn fékk minnihluta atkvæða en haldi samt meirihluta á þingi. Samtökin hvetja nýkjörið Alþingi að bæta úr “þessum ágöllum.” Stjórnmálamönnum beri að virða vilja kjósenda. Minnihluti þeirra hafi greitt sitjandi stjórn atkvæði. Talsmenn umhverfisverndar hafi hins vegar fengið byr undir báða vængi. 16.5.2007 20:30
Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. 16.5.2007 19:09
Engir úrslitakostir settir um stóriðjustopp Vinstri grænir hafa komið skilaboðum til sjálfstæðismanna um að þeir séu til í viðræður og Steingrímur J. Sigfússon, formaður þeirra, segir að ekki verði farið með neina úrslitakosti í stóriðjumálum. Steingrímur taldi þó í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag flest benda til að þess ríkisstjórnarflokkarnir endurnýi samstarf sitt. 16.5.2007 18:59
Útstrikanir og ofríki í krafti auðs Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra gagnrýnir Jóhannes í Bónus harðlega fyrir að hvetja til útstrikana á sér. Hann lýsir áhyggjum af því að menn beiti ofríki í krafti auðs til að tryggja sér viðhlæjendur á þingi. Tæplega 20 prósent kjósenda strikuðu yfir Björn og fellur hann niður um eitt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 16.5.2007 18:54
Stungið undan Framsókn um helgina? Margir spyrja hvort atburðarásin eftir þingkosningarnar vorið 1995, þegar Davíð Oddsson skipti Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður, kunni að endurtaka sig nú. Kringumstæður í stjórnmálunum nú eru að mörgu leyti líkar. 16.5.2007 18:52
Jóhannes stóð ekki yfir kjósendum Hreinn Loftsson formaður stjórnar Baugs Group segir afstöðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra lýsa hroka í garð lýðræðislegra ákvarðana sem teknar eru af einstaklingum þegar þeir nýti sér kosningarétt sinn. Jóhannes Jónsson hafi ekki staðið yfir kjósendum þegar þeir gengu til kosninga síðastliðinn laugardag. 16.5.2007 18:50
Formennirnir halda áfram viðræðum Formenn stjórnarflokkanna hafa hist á tveimur fundum í Stjórnarráðinu í dag til að ræða um endurnýjun samstarfsins. Forysta Framsóknarflokksins kannar samhliða hvort meirihlutastuðningur sé meðal 150 miðstjórnarmanna flokksins við það að hann haldi áfram stjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokki. 16.5.2007 18:49
55 geðsjúkir heimilislausir Þriðjungur þeirra sem voru í Byrginu undir það síðasta eru aftur komnir á götuna í neyslu, segir Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðjálpar. Hann telur húsnæðislausa miklu fleiri en yfirvöld viðurkenna og segir athvarf við Njálsgötu einungis veita gálgafrest. 16.5.2007 18:45
Varmársamtökin fordæma skemmdarverk Varmársmtökin harma þá eyðileggingu sem unnin var á sjö vinnuvélum ofanvið Álafosskvos í Mosfellsbæ í nótt. Samtökin telja yfirlýsingar verktaka um að þau hafi hvatt til skemmdarverkanna vera ærumeiðandi. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér vegna málsins segir að ofbeldisverk samrýmist ekki markmiðum þeirra. 16.5.2007 18:03
Sýknaður af ákæru um að hafa hindrað lögregluna í starfi Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hindra lögregluna í starfi og sneri þannig dómi héraðsdóms sem hafði dæmt hann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 16.5.2007 16:50
Hálfs árs fangelsi fyrir að hafa neytt veitinga án þess að geta borgað Hæstiréttur mildaði í dag dóm héraðsdóms yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa fimmtán sinnum pantað og neytt veitinga á veitingastöðum í borginni án þess að geta greitt fyrir þær. Var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi. 16.5.2007 16:38
Formenn stjórnarflokkanna funda Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, áttu stuttan fund í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Er þetta í annað skipti sem formennirnir hittast í dag en þeir funduðu einnig fyrir hádegi. 16.5.2007 16:34
Þrettán ára undir stýri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þrettán ára stúlku í gærkvöld sem hafði sest undir stýri á bíl og ekið á annan bíl. 16.5.2007 16:07
Magnús Ragnarsson hættir sem sjónvarpsstjóri Skjás eins Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, mun láta af störfum sem sjónvarpsstjóri stöðvarinnar um næstu mánaðamót. Magnús tilkynnti þetta á starfsmannafundi í dag. 16.5.2007 15:42
Sömdu um gagnkvæma aðstoð í bráðatilvikum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brunavarnir Árnessýslu, Slökkvilið Hveragerðis og Heilbrigðisstofnun Suðurlands sömdu í dag um gagnkvæma aðstoð og sameiginleg viðbrögð við slysum, eldsvoðum og öðrum bráðatilvikum þar sem þjónustusvæði þeirra liggja saman. 16.5.2007 15:30
Fingralangur golfari staðinn að verki Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær handtekinn eftir að hann reyndi að stela golfkylfu úr verslun í Smáralindinni. Maðurinn gaf þá skýringu að hann væri að kaupa golfbolta og vildi vera viss um að þeir pössuðu við kylfuna. Alls voru sjö einstaklingar staðnir að búðarhnupli á höfuðborgarsvæðinu í gær og þá var tilkynnt um eitt innbrot í Breiðholti. 16.5.2007 15:24
Húsvíkingar binda miklar vonir við enduropnun flugvallarins Miklar vonir eru bundnar við enduropnun flugvallarins á Húsavík en flugvöllurinn verður opnaður formlega næstkomandi laugardag. Vonast heimamenn að reglubundið áætlunarflug til Húsavíkur geti hafist að nýju. 16.5.2007 15:11
Gætið ykkar á Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér viðvörun vegna fyrirtækisins Aquanetworld sem er skráð með aðsetur að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík. Er fólki ráðlagt að eiga ekki viðskipti við þetta fyrirtæki. 16.5.2007 14:57
Vísar ásökunum Jóhannesar á bug Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir ásakanir Jóhannesar Jónssonar í Bónus, um að hann misnoti embætti sitt úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér fyrir skemmstu undir fyrirsögninni „Stöldrum við - hugsum alvöru málsins.“ Hann segir ásakanir Jóhannesar varpa ljósi á einkennilegan hugarheim og lýsir yfir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins hér á landi. 16.5.2007 14:21
Á allt eins von á sömu ríkisstjórn áfram Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á allt eins von á því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn endurnýi samstarf sitt í ríkissttjórn. Hann segir menn ætla "að velja átakminnsta, þægilegasta en um leið metnaðarlausasta kostinn, að láta þetta lafa áfram á annarri hjörinni." 16.5.2007 14:03
Kvíabryggja stækkuð Framkvæmdir eru hafnar við stækkun fangelsisins á Kvíabryggju og verður meðal annars sex herbergjum bætt við þau sem fyrir eru. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn. 16.5.2007 14:03
Skemmdarvarga enn leitað Lögreglan leitar enn þeirra sem unnu skemmdir á sjö vinnuvélum fyrir ofan Álafosskvosina í Mosfellsbæ í nótt. Rándýr stýribúnaður í sumum vélanna var gjöreyðilagður. 16.5.2007 13:25