Fleiri fréttir

Davíð telur ekki víst að Kaupþing skipti yfir í evru

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir ekki endilega líklegt að Kaupþing skipti yfir í evru enda geti það haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir bankann. Fari hins vegar svo óttast Davíð ekki afleiðingarnar, það myndi hugsanlega um skamma hríð skapa tímabundinn trúverðugleikavanda gagnvart krónunni.

Skipverjar Castor Star bíða enn eftir launum

Ekkert þokast í málum skipverja á flutningaskipinu Castor Star sem er við Grundatangahöfn. Fulltrúi útgerðarinnar kom aftur um borð í skipið í morgun en skipverjarnir hafa enn ekki fengið launin sín greidd.

Hraðaakstur undir Hafnarfjalli

Tveir ökumenn voru teknir fyrir hraðaakstur undir Hafnarfjalli í nótt á 112 og 118 kílómetra hraða. Lögreglan í Borgarnesi vill koma þeim skilaboðum á framfæri að mikil hálka er á vegum í umdæmi hennar vegna hlýnunnar undanfarin sólarhring og eru því ökumenn beðnir að gæta ítrustu varúðar nú sem endranær.

Íslenskukennslu fyrir erlent fiskvinnslufólk

Íslenskukennslu fyrir erlent fiskvinnslufólk á Íslandi verður komið á, en sjávarútvegsráðherra og fulltrúi Fjölmenningarseturs á Ísafirði skrifuðu undir samning þess efnis í gær.

Varmársamtökin boða til borgarafundar

Varmársamtökin boða til almenns borgarafundar í dag um hina umdeildu Helgafellsbraut í Mosfellsbæ í dag. Fundurinn sem er öllum opinn verður haldinn í Þrúðvangi í Álafosskvos klukkan tvö.

Nýr formaður KSÍ verður kjörinn í dag

Nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands verður kjörinn í dag, en það er í fyrsta sinn í hátt í tvo áratugi sem slíkt gerist. Þrennt hefur boðið sig fram til formennsku, Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ, Jafet Ólafsson fyrrverandi forstjóri Verðbréfastofunnar og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður.

Dráttur á of miklum hraða

Bíll sem var með annan bíl í togi var stöðvaður á 105 kílómetra hraða á klukkustund á Vesturlandsvegi í umdæmi Akraneslögreglunnar í gær. Ökumaður dráttarbílsins var því sviptur ökuleyfi á staðnum enda var hann 75 kílómetrum yfir hámarkshraða.

Úrskurðir í safni Pósts og síma

Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót.

Uggur í skipverjum

Uggur er í skipverjum um borð í flutningaskipinu Castor Star, sem hefur verið í Grundartangahöfn síðan í fyrradag. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd laun og rýran kost vera um borð. Fulltrúi útgerðarfélagsins kom um borð í morgun og hefur fram eftir degi ráðið ráðum sínum með íslenskum lögfræðingi.

Húseignir skemmdar með veggjakroti í miðborginni

Einhverjir virðast í nótt hafa fengið útrás fyrir skemmdarfísn sína með úðabrúsa. Skemmdarverk hafa verið unnin á húsum við Skólavörðustíg með veggjakroti og má áætla að tjón húseigenda skipti mörghundruð þúsundum króna.

Utanríkisráðherra fyrir þingnefnd vegna forseta Íslands

Utanríkisráðherra gerir ekki athugasemd við setu forseta Íslands í þróunarráði Indlands. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þetta mál hins vegar sýna að ekki ríki fullur trúnaður á milli forsetaembættisins og annarra stjórnvalda.

Valgerður vill sömu ríkisstjórn áfram

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir best fyrir Ísland að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks haldi áfram eftir kosningar.

Máli olíuforstjóranna vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli ákæruvaldsins gegn olíuforstjórunum þremur í samráðsmálinu. Frávísun Héraðsdóms er óvanalega harðorð en samkvæmt henni er verknaðarlýsing óljós og því erfitt að verjast ákæru.

Skjólstæðingar Byrgisins fái tafarlaust aðstoð

Félagsmálanefnd Alþingis samþykkti einróma á fundi sínum í dag að skora á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða vegna málefna Byrgisins sem voru til umræðu á fundi nefndarinnar í dag. Þar er farið fram á að fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins verði tafarlaust veitt aðstoð innan heilbrigðis- og félagslega kerfisins.

Stöðvaður á 105 km með annan í togi

Lögreglan á Akranesi stöðvaði bifreið í dag á Vesturlandsvegi á 105 km hraða. Ökumaðurinn dró aðra bifreið með taug og gildir 30 km hámarkshraði við þær aðstæður. Í reglugerð um tengingu og drátt ökutækja segir að sé bifreið dregin með viðurkenndum björgunarbúnaði megi ekki aka hraðar en 50km/klst, en ef dregið er með taug er hámarkshraði 30 km/klst.

Bjuggust við þessari niðurstöðu

Kristinn Björnsson fyrrverandi forstjóri Skeljungs segir að hann og lögmaður hans hafi átt von á þessari niðurstöðu frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Frekari viðbrögð myndu þó bíða þar til niðurstaða Hæstaréttar væri ljós.

Ýmis leyfi í veitinga- og gistigeira verða rekstrarleyfi

Veitinga- og gistileyfi, áfengisveitingaleyfi og skemmtanaleyfi verða sameinuð í eitt leyfi undir nafninu rekstarleyfi samkvæmt frumvarpi sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á morgun. Jafnframt er lagt til að yfirstjórn mála sem lúta að veitinga- og gististöðum verði færð frá samgönguráðuneyti til dómsmálaráðuneytis.

Risasamningur um markaðssetningu á diski Silvíu Nætur

Íslenska útgáfufyrirtækið Reykjavik Records hyggst á morgun undirrita stærsta hljómplötusamning sem gerður hefur verið hér á landi um markaðssetnignu á nýjum geisladiski Silvíu Nætur á alþjóðavettvangi.

Verk Kjarvals og Ólafs Elíassonar sýnd í Kaupmannahöfn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði dag listsýningu í í Gallery Gl. Strand í Kaupmannahöfn þar sem sýnd eru verk eftir tvo íslenska meistara, þá Jóhannes S. Kjarval og hinn heimsþekkta dansk-íslenska listamann Ólaf Elíasson. Sýningin ber nafnið Hraunland.

Útilokar ekkert í rannsókn á dauða Íslendings

Rannsókn á dauða Íslendings sem fórst í bruna á veitingastaðnum Engelen í Gamla stan hverfinu í Stokkhólmi í fyrrinótt stendur enn yfir að sögn lögreglunnar í Stokkhólmi og útilokar hún ekkert í þeim efnum. Eins og greint var frá fyrr í dag fannst maðurinn í ruslageymslu inn af veitingastaðnum.

Lögreglan á Akureyri leitar tveggja vélsleða

Lögreglan á Akureyri leitar tveggja vélsleða og tveggja sleða kerru sem var stolið frá Frostagötu á Akureyri á tímabilinu 29. - 31. janúar 2007. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að sleðarnir séu báðir af Yamaha-gerð, annar þeirra blár að lit en hinn rauður og svartur.

Boða til fundar gegn virkjunum í Þjórsá

Samtökin Sól á Suðurlandi sem berjast gegn áformum Landsvirkjunar um þrjár virkjanir með tilheyrandi lónum í neðri hluta Þjórsár hyggjast halda fund á sunnudaginn kemur í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Skipar nýjan stjórnarformann TR

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Inga Má Aðalsteinsson viðskiptafræðing, formann stjórnar Tryggingastofnunar ríkisins. Hann tekur við af Kristni H. Gunnarssyni.

Tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna

Félag skólasafnskennara hefur tilnefnt Brynhildi Þórarinsdóttur til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2007 af Íslands hálfu. Brynhildur er tilnefnd fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu. Í þeim segir hún á afar skemmtilegan og aðgengilegan hátt frá þessum þekktu og vinsælu Íslendingasögum.

Fagnar útrás á sviði vistvænnar orku

Aðalfundur Samorku, sem eru samtök orku- og veitufyrirtækja, fagnar útrás íslenskra fyrirtækja á sviði vistvænnar orku og segir að með frumkvöðlastarfsemi muni Íslendingar leggja sitt af mörkum í einu mikilvægasta verkefni samtímans sem sé baráttan við hlýnun lofthjúps jarðar.

Grunur um íkveikju í Breiðholti

Stórt hús við Hraunberg í Breiðholti í Reykjavík sem til skamms tíma hýsti starfsemi skátafélags stórskemmdist í eldi í gærkvöldi. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í húsinu.

Útgerðarmaður flutningaskips kominn um borð

Heitt var í kolunum um borð í flutningaskipinu Castor Star í Grundartangahöfn í morgun þegar grískur útgerðarmaður skipsins kom um borð. Nær öll áhöfnin hefur ekki fengið laun í um 5 mánuði og kostur um borð mun vera af skornum skammti. Siglingastofnun kannar nú skráningarpappíra skipsins.

Kraftur og hugvit grunnur að útrás til Danmerkur

Forseti Íslands segir kraft og hugvit íslensku þjóðarinnar grunninn að miklum fjárfestingum Íslendinga í Danmörku. Þetta sagði hann á ráðstefnu í Kaupmannahöfn í morgun um nýsköpun íslenskra fyrirtækja.

Hreyfing fyrir alla

Tilraunaverkefni um aukna hreyfingu landsmanna hefur verið hleypt af stokkunum. Tilgangur verkefnisins Hreyfing fyrir alla er að fjölga tilboðum og skipulagðri hreyfingu, sér í lagi fyrir fullorðna og eldra fólk, og er ætlað að höfða til ólíkra hópa með mismunandi þarfir sem stunda ekki reglulega hreyfingu. Vonir standa til að verkefnið geti náð til allt að 2/3 hluta landsmanna en um er að ræða samvinnu við ýmis bæjarfélög, stéttarfélög auk heilsugæslu og íþróttafélaga í við komandi sveitarfélögum, auk fleiri aðila.

Íslendingur lést í bruna í Stokkhólmi

Íslenskur karlmaður lést í bruna á veitingastað í Stokkhólmi aðfaranótt fimmtudagsins. Eftir því sem sænska dagblaðið Aftonbladet segir var um að ræða veitingastaðinn Engelen í hverfinu Gamla stan, sem er gamli bærinn í Stokkhólmi.

Árangur íslenskra fyrirtækja í brennidepli

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fjallaði um árangur íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi í ræðu á málþingi í Kaupmannahöfn sem ber heitið Hvorfor er islandske firmaer saa innovative – giver det anledning til forundring? Forsetinn vakti athygli á því að önnur smærri ríki Evrópu hefðu náð góðum árangri og að 21. öldin gæti orðið smáum og meðalstórum ríkjum hagstæð.

Mótmæla uppbyggingu Kjalvegar

Ferðaklúbburinn 4x4 mótmælir áformum Norðurvegs ehf. um uppbyggingu Kjalvegar. Í tilkyningu frá klúbbnum er bent á að uppbyggður og malbikaður Kjalvegur geti verið afar varasamur vegna veðurfarsaðstæðna. Til viðmiðunar er bent á reynslu af Kvíslaveituvegi og syðsta hluta Sprengisandsvegar sem svipi til aðstæðna á Kjalvegi.

Kaupsamningum fækkar nokkuð milli mánaða

Þinglýstum fasteignakaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um nærri 18 prósent milli janúarmáðanar í ár og desember í fyrra samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins.

Skýrsla um aðgang að kaldastríðsgögnum kynnt í dag

Nefnd, sem skipuð var til að fjalla um aðgang að opinberum gögnum um innra og ytra öryggi landins á árunum 1945-1991 til þess að gera tillögu um tilhögun á frjálsum aðgangi fræðimanna að þeim, skilar skýrslu sinni í dag til forseta Alþingis og formanna þingflokka.

Enn logar í gamla skátaheimilinu

Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu við Hraunberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar fóru inn í húsið að leita að eldsupptökum en eldurinn er enn sem komið er aðeins inni í húsinu. Slökkviliðið er sem stendur að rífa gat á þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf.

Eldur í gamla skátaheimilinu í Breiðholti

Eldur kviknaði í gamla skátaheimilinu bakvið Gerðuberg í Breiðholti í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins. Sex reykkafarar eru þegar komnir inn í húsið. Slökkviliðið gat ekkert sagt um umfang eldsins eða upptök hans að svo stöddu.

Snjór framleiddur á Dalvík

Á meðan snjó kyngir niður víða um Evrópu þurfa Dalvíkingar að framleiða hann sjálfir. Það hafa þeir gert í vetur og hafa fyrir vikið getað haft skíðasvæði sitt að hluta opið í rúmlega 50 daga sem ella hefði verið lokað flesta daga.

Rán framið í Samkaup í Sandgerði

Rán var fram í versluninni Samkaup í Sandgerði nú rétt eftir sjöleytið í kvöld. Lögreglan á suðurnesjum er enn á vettvangi að rannsaka vegsummerki á staðnum. Einn aðili var að verki og leitar nú lögreglan í bílum á leið frá svæðinu. Ekkert er hægt að segja til um umfang ránsins að svo stöddu.

Sjá næstu 50 fréttir