Fleiri fréttir Virkjanir hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Skagafirði Skagafjarðarvirkjanir koma til með að hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu ef af þeim verður, að mati eigenda Ferðaþjónustunnar á Bakkaflöt, en flúðasiglingar fyrirtækisins koma þá til með að leggjast af. 7.10.2006 12:45 Kaupa Icelandair Líkur eru á því að gengið verði frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair á næstu dögum, að stærstum hluta til hóps fjárfesta með tengsl við fyrrum Sambandsfyrirtæki. 7.10.2006 12:10 Hátt í fimmtíu bílar eru skráðir í sparaksturskeppni Hátt í fimmtíu bílar eru skráðir í sparaksturskeppni sem hefst við Húsgagnahöllina á Bíldshöfða nú klukkan ellefu. FÍB og Atlantsolía standa að keppninni og geta þeir sem vilja vera með mætt til leiks allt til klukkan hálf eitt. 7.10.2006 11:00 Jón Baldvin ekki í framboði í Suðvesturkjördæmi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er ekki á meðal þeirra sem buðu sig fram í prófkjör hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í gærkvöldi og gefa 19 manns kost á sér. 7.10.2006 10:42 Ríflega helmingshlutur í Icelandair group seldur? Gengið verður frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair group til hóps fjárfesta um helgina, að því fram kemur í Morgunblaðinu. Þar segir að Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS fari fyrir hópi fjárfesta sem kaupi 30 prósent í fyrirtækinu en ásamt honum komi einnig að kaupunum þeir Helgi S. Guðmundsson og Þórólfur Gíslason. 7.10.2006 10:35 Sautján ára tekinn í fjórða sinn Sjö voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt og í morgun. Þrír þeirra voru próflausir. Lögreglan svipti einnig ökumann bílprófi sínu sem ók í nótt á 163 kílómetra hraða austarlega á Miklubrautinni. Sautján ára piltur var einnig stöðvaður vegna hraðaaksturs en þetta er í fjórða sinn sem hann er tekinn fyrir of hraðan akstur. 7.10.2006 10:04 Vatnsleki í Bónus í Kringlunni Vatnsleki varð í gærkvöldi í búð Bónus í Kringlunni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn eftir að vatn bunaði úr úðara á lager og í búðinni. Kúbull hafði brotnað af vatnsslökkvikerfi og fór því úðarinn í gang. Ekki urðu miklar skemmdir. 7.10.2006 10:01 Kringlumýrarbraut lokuð vegna slyss Vegna alvarlegs umferðarslyss hefur lögregla lokað Kringlumýrarbraut til suðurs rétt sunnan við Bústaðabrú. Um bílveltu er að ræða eftir árekstur við annan bíl og er tækjabíll með klippur á vettvangi. Lokun er við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar til suðurs. Umferð sem kemst inn á brautina er vísað upp á Bústaðaveg eða inna á Hamrahlíð. Búast má við að brautin verði lokuð til kl. 20:30 í minnsta lagi. Lögrgela getur ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu. 7.10.2006 19:33 19 gefa kost á sér Framboðsfresti vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi lauk kl. 22:00 í kvöld. Alls gefa 19 einstaklingar kost á sér í prófkjörinu. 6.10.2006 22:45 Jakob Frímann sækist eftir 3. sæti Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í kvöld. 6.10.2006 21:45 Ragnheiður stefnir á 3. sæti í Kraganum Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að sækjast eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Prófkjör fer fram 11. nóvember. 6.10.2006 21:30 Ferðir um draugabæ Skoðunarferðir um yfirgefna herstöðina á Miðnesheiði eru nýjasta útspilið í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Þar sem áður var eitt stærsta bæjarfélag landsins eru nú auðar götur og mannlaus hús. Tvær ferðir í draugabæinn á Keflavíkurflugvelli verða farnar á morgun. Fyrsta ferðin var farin í dag og hana fóru eldri borgarar og skólafólk úr Reykjanesbæ. 6.10.2006 21:18 Bardagi að bresta á Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. 6.10.2006 20:51 Framkvæmdastjórn fyrir rektor til mánaðamóta Framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík mun sinna verkefnum Guðfinnu Bjarnadóttur rektors fram til mánaðamóta. Þetta var tilkynnt á fundi rektors með starfsmönnum skólans í dag, en háskólaráð hefur veitt Guðfinnu launalaust leyfi til októberloka, á meðan hún tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 6.10.2006 20:30 ÖBÍ undirbýr málsókn gegn lífeyrissjóðunum Öryrkjabandalagið undirbýr víðtæka málsókn gegn lífeyrissjóðunum vegna stórfelldrar kerfisbundinnar kjaraskerðingar fátækasta fólks landsins. Sjóðirnir hafa ekki sinnt erindi um að eitt prófmál hafi verið höfðað. 6.10.2006 20:15 Mótmæla brottrekstri Rafiðnaðarsamband Íslands hótar því að verkalýðshreyfingin beiti sér gegn stækkun álversins í Straumsvík vegna uppsagna þriggja starfsmanna hjá Alcan í gær. Í ályktun sambandins segir að þrír iðnaðarmenn á aldrinum 58 til 60 ára hafi verið reknir fyrirvaralaust með þeim orðum að fyrirtækið væri ekki ánægt með vinnubrögð þeirra. 6.10.2006 20:00 Ratsjárstofnun sögð hafa fylgst með sprengjuflugvélunum Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir Ratsjárstofnun hafa fylgst með rússneskum sprengjuflugvélum fyrir viku. Annað kemur fram í dagbókarfærslum flugumferðarstjóra í Keflavík. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, segir að Flugmálastjórn í Reykjavík hafi verið látin vita en vill ekki segja hvenær. Ríkisstjórnin skoðar nú boðskipti milli stofnana sem hafa eftirlit með flugumferð. 6.10.2006 19:45 Rýmt fyrir enn hættulegri manni Geðsjúkum afbrotamanni, sem dæmdur var á Sogn í kjölfar líkamsárásar og líflátshótana, var sleppt fyrir viku án dómsúrskurðar vegna þess að það þurfti að taka í vistun hættulegri einstakling. Kona sem maðurinn hefur ofsótt á grundvelli ranghugmynda árum saman fékk ekki að vita af lausn mannsins fyrr en hann sendi henni ástarbréf og blóm daginn eftir að honum var sleppt. 6.10.2006 19:09 Hvalfjarðargöngin opnuð á ný Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð á ný eftir að þeim var lokað vegna bílveltu í göngunum á sjötta tímanum síðdegis. 6.10.2006 18:15 19 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 19 hafa gefið kost á sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður daganan 27. og 28. október næstkomandi. Framboðsfresturinn rann út kl. 17 í dag. 6.10.2006 18:15 17 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 17 gefa kost á sér í 5 efstu sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir prófkjör flokksins í Suðurkjördæmi. Prófkjörið verður haldið laugardaginn 4. nóvember og er opið öllum kosningabærum mönnum sem eiga lögheimili í kjördæminu á kjördag. 6.10.2006 18:02 Bíll valt í Hvalfjarðargöngum Lögreglan fékk tilkynningu um bílveltu í Hvalfjarðargöngunum klukkan tíu mínútur yfir fimm síðdegis. Ökumaður mun hafa misst stjórn á fólksbíl sínum og bíllinn farið nokkrar veltur og staðnæmst á hliðinni. Ekki munu vera nein teljandi meiðsl á fólki, að sögn lögreglu. 6.10.2006 17:30 Hagstjórnin gagnrýnd úr öllum áttum Tvenn samtök Starfsgreinasamband Íslands og Samtök fiskvinnslustöðva gagnrýndu hagstjórn ríkisstjórnarinnar á fundum sínum í dag 6.10.2006 17:07 Þjóðskrá annar nú útgáfu kennitalna Þjóðskrá annar nú útgáfu kennitalna eftir að fór að bera á töfum vegna gríðarlegrar sóknar útlendinga í vinnu hér í sumar. Þjóðskrá afgreiðir nú yfir eitthundrað kennitölubeiðnir á dag. Næstum 4000 útlendingar eða 3.946 útlendingar fengu úthlutað kennitölu hjá Þjóðskrá í ágúst og september. 6.10.2006 16:37 Sonja B. Jónsdóttir sækist eftir 4. - 5. sæti Sonja B. Jónsdóttir myndlistarkennari og kvikmyndagerðarmaður býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi þann 4. nóvember n.k. Hún sækist eftir 4.-5. sæti og vill einkum vinna að auknum jöfnuði í samfélaginu, forvarnamálum, bættum hag barna, unglinga, fatlaðra, öryrkja og aldraðra og einnig að fræðslu- og menningarmálum. 6.10.2006 15:27 Gæslan "stal" tækjunum í herstöðinni 6.10.2006 15:26 Geðhjálp skorar á ríkisstjórnina Stjórn Geðhjálpar skorar á ríkisstjórn Íslands, að tafarlaust verði tryggt fjármagn til samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar um kennslu fyrir geðsjúka og heilaskaðaða. Þessi kennsla hefur verið til staðar síðan 2003 og rúmlega 80 manns njóta góðs af henni í vetur. Áætlað er að kostnaður nemi um 24 milljónum kr. á ári. Ár eftir ár hefur óvissa ríkt um fjármögnun verkefnisins. Tvívegis áður hefur þurft að segja kennurum upp störfum og nemendur verið í fullkominni óvissu um skólann sinn, segir í tilkyningu frá Geðhjálp. 6.10.2006 14:50 Bjarni Harðarson stefnir á 2. sæti Bjarni Harðarson, fyrrverandi ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins og væntalegur bóksali á Selfossi, hefur aðkveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna komandi kosninga til Alþingis. fréttavefurinn sudurland.is greinir frá. 6.10.2006 14:34 Ragnheiður Ríkharðsdóttir í prófkjör Ragnheiður Ríkharðsdóttir stefnir á 3. sæti í prófkjöri í Kraganum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ hefur tekið ákvörðun um bjóða sig fram i í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningarnar sem fram fer 11. nóvember. Ragnheiður sækist eftir 3 sæti listans. 6.10.2006 14:25 Virkjanadeilur í Skagafirði Stórátök eru í uppsiglingu um virkjun jökulfljóta Skagafjarðar eftir að sveitarstjórn samþykkti að gera ráð fyrir þeim í aðalskipulagi í gær. Meirihluti fimm fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar í Sveitarfélaginu Skagafirði samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar Ragnarsson segir að bardagi sé að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir. 6.10.2006 13:11 ESB vill kæfa EES-samninginn Evrópusambandið er meðvitað að reyna að kæfa EES-samninginn, segir forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst. Við stækkun ESB um næstu áramót verður þess líklega krafist að framlag Íslands í þróunarsjóð hækki um tuttugu prósent - úr hálfum milljarði króna árlega í rúmar sex hundruð milljónir. 6.10.2006 12:51 Staða Guðfinnu skýrist Bjarni Ármannsson, bankastjóri og stjórnarmaður í Háskólanum í Reykjavík, og Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor, tilkynna væntanlega í hádeginu hver verður staðgengill Guðfinnu og einnig hver framtíðarstaða hennar verður í skólanum. 6.10.2006 12:41 Rummungsþjófar 6.10.2006 11:28 Sigurbjörg sleppir erninum sínum Haförninn Sigurörn sem hefur dvalið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því í lok júní sl. fær nú brátt að njóta frelsisins á ný. Örninn hafði steypst ofan í lón en náði að koma sér að landi þar sem Sigurbjörg S. Pétursdóttir, ung stúlka úr Grundarfirði, handsamaði hann og kom honum, með góðri hjálp, undir hendur sérfræðinga. 6.10.2006 10:19 ÍE gerir hlé á prófunum á tilraunalyfi Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að gera hlé á prófunum á tilraunalyfi meðal bandarískra hjartasjúklinga. Við reglubundnar leysnimælingar hafi komið í ljós að tíminn sem það tekur fyrir lyfið að losna úr töflum hafi lengst. Í tilkynningu frá félaginu segir að ekkert bendi til þess að þetta hafi haft áhrif á upptöku lyfsins hjá þátttakendum í rannsókninni, né á öryggi lyfsins. 5.10.2006 23:47 Einelti gegn stóriðju Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir umræðu þá sem hafi verið ráðandi í fjölmiðlum um stóriðju og virkanir síðustu misseri minna um margt á einelti. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms á vefsíðu samtakanna. 5.10.2006 23:15 Ráðherra gagnrýnir Draumalandið Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Þar gagnrýnir hann einnig Draumalandið, bók Andra Snæ Magnasonar, og segir tengingu höfundar við stórframkvæmdir á Austurlandi ekki sannfærandi. 5.10.2006 22:46 Óttast að Framsóknarmenn komi í veg fyrir þingsetu Svo gæti farið að varaþingmaður, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum, taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það. 5.10.2006 21:00 70 ár á þingi samanlagt Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Sigríður Anna er fjórða reynslumikla þingkonan sem dregur sig í hlé fyrir þessar kosningar en þær hafa samtals setið á þingi í sjötíu ár. 5.10.2006 20:45 Nýr aðgerðarhópur og greiningardeild meða nýjunga Nýr aðgerðahópur og greiningardeild verða meðal nýjunga í starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar miklar skipulagsbreytingar taka gildi um áramót. Með breytingunum verður lögreglan betur í stakk búin til að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og alvarlegri glæpum, segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. 5.10.2006 20:23 Peningaleg staða Reykjavíkurborgar versnað Peningaleg staða Reykjavíkurborgar hefur versnað um hátt í 90 milljarða króna frá árinu 1994. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar sem KPMG gerði fyrir núverandi meirihluta. Þriggja ára fjárhagsáætlanir hafa ekki náð fram að ganga síðustu árin. 5.10.2006 20:15 ASÍ fagnar úrskurði Kjararáðs Kjararáð hefur úrskurðað að laun þjóðkjörinna manna, ráðherra, dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem ekki hafa samningsrétt, hækki um 3% og er hækkunin afturvirk til 1. júlí. Alþýðusamband Íslands telur úrskurðinn fagnaðarefni. 5.10.2006 19:53 600 hjón með 60% fjármagnstekjna 600 hjón eru með 60% allra fjármagnstekna á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í utandagskrárumræðu um aukinn ójöfnuð í íslensku samfélagi á Alþingi í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segist ekki missa svefn þótt einhverjir hafi hagnast á viðskiptum, aðalatriðið sé að kaupmáttur landsmanna allra hafi aukist gríðarlega undanfarin ár. 5.10.2006 19:45 Landsvirkjun hafnar gagnrýni prófessors Sex og hálfur milljarður fór í undirbúning fyrir Kárahnjúkavirkjun, segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og blæs á gagnrýni prófessors í jarðeðlisfræði um að þær hafi verið algerlega ófullnægjandi. 5.10.2006 18:49 Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. 5.10.2006 18:30 Sjá næstu 50 fréttir
Virkjanir hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Skagafirði Skagafjarðarvirkjanir koma til með að hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu ef af þeim verður, að mati eigenda Ferðaþjónustunnar á Bakkaflöt, en flúðasiglingar fyrirtækisins koma þá til með að leggjast af. 7.10.2006 12:45
Kaupa Icelandair Líkur eru á því að gengið verði frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair á næstu dögum, að stærstum hluta til hóps fjárfesta með tengsl við fyrrum Sambandsfyrirtæki. 7.10.2006 12:10
Hátt í fimmtíu bílar eru skráðir í sparaksturskeppni Hátt í fimmtíu bílar eru skráðir í sparaksturskeppni sem hefst við Húsgagnahöllina á Bíldshöfða nú klukkan ellefu. FÍB og Atlantsolía standa að keppninni og geta þeir sem vilja vera með mætt til leiks allt til klukkan hálf eitt. 7.10.2006 11:00
Jón Baldvin ekki í framboði í Suðvesturkjördæmi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er ekki á meðal þeirra sem buðu sig fram í prófkjör hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í gærkvöldi og gefa 19 manns kost á sér. 7.10.2006 10:42
Ríflega helmingshlutur í Icelandair group seldur? Gengið verður frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair group til hóps fjárfesta um helgina, að því fram kemur í Morgunblaðinu. Þar segir að Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS fari fyrir hópi fjárfesta sem kaupi 30 prósent í fyrirtækinu en ásamt honum komi einnig að kaupunum þeir Helgi S. Guðmundsson og Þórólfur Gíslason. 7.10.2006 10:35
Sautján ára tekinn í fjórða sinn Sjö voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt og í morgun. Þrír þeirra voru próflausir. Lögreglan svipti einnig ökumann bílprófi sínu sem ók í nótt á 163 kílómetra hraða austarlega á Miklubrautinni. Sautján ára piltur var einnig stöðvaður vegna hraðaaksturs en þetta er í fjórða sinn sem hann er tekinn fyrir of hraðan akstur. 7.10.2006 10:04
Vatnsleki í Bónus í Kringlunni Vatnsleki varð í gærkvöldi í búð Bónus í Kringlunni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn eftir að vatn bunaði úr úðara á lager og í búðinni. Kúbull hafði brotnað af vatnsslökkvikerfi og fór því úðarinn í gang. Ekki urðu miklar skemmdir. 7.10.2006 10:01
Kringlumýrarbraut lokuð vegna slyss Vegna alvarlegs umferðarslyss hefur lögregla lokað Kringlumýrarbraut til suðurs rétt sunnan við Bústaðabrú. Um bílveltu er að ræða eftir árekstur við annan bíl og er tækjabíll með klippur á vettvangi. Lokun er við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar til suðurs. Umferð sem kemst inn á brautina er vísað upp á Bústaðaveg eða inna á Hamrahlíð. Búast má við að brautin verði lokuð til kl. 20:30 í minnsta lagi. Lögrgela getur ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu. 7.10.2006 19:33
19 gefa kost á sér Framboðsfresti vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi lauk kl. 22:00 í kvöld. Alls gefa 19 einstaklingar kost á sér í prófkjörinu. 6.10.2006 22:45
Jakob Frímann sækist eftir 3. sæti Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í kvöld. 6.10.2006 21:45
Ragnheiður stefnir á 3. sæti í Kraganum Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að sækjast eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Prófkjör fer fram 11. nóvember. 6.10.2006 21:30
Ferðir um draugabæ Skoðunarferðir um yfirgefna herstöðina á Miðnesheiði eru nýjasta útspilið í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Þar sem áður var eitt stærsta bæjarfélag landsins eru nú auðar götur og mannlaus hús. Tvær ferðir í draugabæinn á Keflavíkurflugvelli verða farnar á morgun. Fyrsta ferðin var farin í dag og hana fóru eldri borgarar og skólafólk úr Reykjanesbæ. 6.10.2006 21:18
Bardagi að bresta á Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. 6.10.2006 20:51
Framkvæmdastjórn fyrir rektor til mánaðamóta Framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík mun sinna verkefnum Guðfinnu Bjarnadóttur rektors fram til mánaðamóta. Þetta var tilkynnt á fundi rektors með starfsmönnum skólans í dag, en háskólaráð hefur veitt Guðfinnu launalaust leyfi til októberloka, á meðan hún tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 6.10.2006 20:30
ÖBÍ undirbýr málsókn gegn lífeyrissjóðunum Öryrkjabandalagið undirbýr víðtæka málsókn gegn lífeyrissjóðunum vegna stórfelldrar kerfisbundinnar kjaraskerðingar fátækasta fólks landsins. Sjóðirnir hafa ekki sinnt erindi um að eitt prófmál hafi verið höfðað. 6.10.2006 20:15
Mótmæla brottrekstri Rafiðnaðarsamband Íslands hótar því að verkalýðshreyfingin beiti sér gegn stækkun álversins í Straumsvík vegna uppsagna þriggja starfsmanna hjá Alcan í gær. Í ályktun sambandins segir að þrír iðnaðarmenn á aldrinum 58 til 60 ára hafi verið reknir fyrirvaralaust með þeim orðum að fyrirtækið væri ekki ánægt með vinnubrögð þeirra. 6.10.2006 20:00
Ratsjárstofnun sögð hafa fylgst með sprengjuflugvélunum Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir Ratsjárstofnun hafa fylgst með rússneskum sprengjuflugvélum fyrir viku. Annað kemur fram í dagbókarfærslum flugumferðarstjóra í Keflavík. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, segir að Flugmálastjórn í Reykjavík hafi verið látin vita en vill ekki segja hvenær. Ríkisstjórnin skoðar nú boðskipti milli stofnana sem hafa eftirlit með flugumferð. 6.10.2006 19:45
Rýmt fyrir enn hættulegri manni Geðsjúkum afbrotamanni, sem dæmdur var á Sogn í kjölfar líkamsárásar og líflátshótana, var sleppt fyrir viku án dómsúrskurðar vegna þess að það þurfti að taka í vistun hættulegri einstakling. Kona sem maðurinn hefur ofsótt á grundvelli ranghugmynda árum saman fékk ekki að vita af lausn mannsins fyrr en hann sendi henni ástarbréf og blóm daginn eftir að honum var sleppt. 6.10.2006 19:09
Hvalfjarðargöngin opnuð á ný Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð á ný eftir að þeim var lokað vegna bílveltu í göngunum á sjötta tímanum síðdegis. 6.10.2006 18:15
19 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 19 hafa gefið kost á sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður daganan 27. og 28. október næstkomandi. Framboðsfresturinn rann út kl. 17 í dag. 6.10.2006 18:15
17 gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 17 gefa kost á sér í 5 efstu sætin á lista Samfylkingarinnar fyrir prófkjör flokksins í Suðurkjördæmi. Prófkjörið verður haldið laugardaginn 4. nóvember og er opið öllum kosningabærum mönnum sem eiga lögheimili í kjördæminu á kjördag. 6.10.2006 18:02
Bíll valt í Hvalfjarðargöngum Lögreglan fékk tilkynningu um bílveltu í Hvalfjarðargöngunum klukkan tíu mínútur yfir fimm síðdegis. Ökumaður mun hafa misst stjórn á fólksbíl sínum og bíllinn farið nokkrar veltur og staðnæmst á hliðinni. Ekki munu vera nein teljandi meiðsl á fólki, að sögn lögreglu. 6.10.2006 17:30
Hagstjórnin gagnrýnd úr öllum áttum Tvenn samtök Starfsgreinasamband Íslands og Samtök fiskvinnslustöðva gagnrýndu hagstjórn ríkisstjórnarinnar á fundum sínum í dag 6.10.2006 17:07
Þjóðskrá annar nú útgáfu kennitalna Þjóðskrá annar nú útgáfu kennitalna eftir að fór að bera á töfum vegna gríðarlegrar sóknar útlendinga í vinnu hér í sumar. Þjóðskrá afgreiðir nú yfir eitthundrað kennitölubeiðnir á dag. Næstum 4000 útlendingar eða 3.946 útlendingar fengu úthlutað kennitölu hjá Þjóðskrá í ágúst og september. 6.10.2006 16:37
Sonja B. Jónsdóttir sækist eftir 4. - 5. sæti Sonja B. Jónsdóttir myndlistarkennari og kvikmyndagerðarmaður býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi þann 4. nóvember n.k. Hún sækist eftir 4.-5. sæti og vill einkum vinna að auknum jöfnuði í samfélaginu, forvarnamálum, bættum hag barna, unglinga, fatlaðra, öryrkja og aldraðra og einnig að fræðslu- og menningarmálum. 6.10.2006 15:27
Geðhjálp skorar á ríkisstjórnina Stjórn Geðhjálpar skorar á ríkisstjórn Íslands, að tafarlaust verði tryggt fjármagn til samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar um kennslu fyrir geðsjúka og heilaskaðaða. Þessi kennsla hefur verið til staðar síðan 2003 og rúmlega 80 manns njóta góðs af henni í vetur. Áætlað er að kostnaður nemi um 24 milljónum kr. á ári. Ár eftir ár hefur óvissa ríkt um fjármögnun verkefnisins. Tvívegis áður hefur þurft að segja kennurum upp störfum og nemendur verið í fullkominni óvissu um skólann sinn, segir í tilkyningu frá Geðhjálp. 6.10.2006 14:50
Bjarni Harðarson stefnir á 2. sæti Bjarni Harðarson, fyrrverandi ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins og væntalegur bóksali á Selfossi, hefur aðkveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna komandi kosninga til Alþingis. fréttavefurinn sudurland.is greinir frá. 6.10.2006 14:34
Ragnheiður Ríkharðsdóttir í prófkjör Ragnheiður Ríkharðsdóttir stefnir á 3. sæti í prófkjöri í Kraganum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ hefur tekið ákvörðun um bjóða sig fram i í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningarnar sem fram fer 11. nóvember. Ragnheiður sækist eftir 3 sæti listans. 6.10.2006 14:25
Virkjanadeilur í Skagafirði Stórátök eru í uppsiglingu um virkjun jökulfljóta Skagafjarðar eftir að sveitarstjórn samþykkti að gera ráð fyrir þeim í aðalskipulagi í gær. Meirihluti fimm fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar í Sveitarfélaginu Skagafirði samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar Ragnarsson segir að bardagi sé að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir. 6.10.2006 13:11
ESB vill kæfa EES-samninginn Evrópusambandið er meðvitað að reyna að kæfa EES-samninginn, segir forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst. Við stækkun ESB um næstu áramót verður þess líklega krafist að framlag Íslands í þróunarsjóð hækki um tuttugu prósent - úr hálfum milljarði króna árlega í rúmar sex hundruð milljónir. 6.10.2006 12:51
Staða Guðfinnu skýrist Bjarni Ármannsson, bankastjóri og stjórnarmaður í Háskólanum í Reykjavík, og Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor, tilkynna væntanlega í hádeginu hver verður staðgengill Guðfinnu og einnig hver framtíðarstaða hennar verður í skólanum. 6.10.2006 12:41
Sigurbjörg sleppir erninum sínum Haförninn Sigurörn sem hefur dvalið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því í lok júní sl. fær nú brátt að njóta frelsisins á ný. Örninn hafði steypst ofan í lón en náði að koma sér að landi þar sem Sigurbjörg S. Pétursdóttir, ung stúlka úr Grundarfirði, handsamaði hann og kom honum, með góðri hjálp, undir hendur sérfræðinga. 6.10.2006 10:19
ÍE gerir hlé á prófunum á tilraunalyfi Íslensk erfðagreining hefur ákveðið að gera hlé á prófunum á tilraunalyfi meðal bandarískra hjartasjúklinga. Við reglubundnar leysnimælingar hafi komið í ljós að tíminn sem það tekur fyrir lyfið að losna úr töflum hafi lengst. Í tilkynningu frá félaginu segir að ekkert bendi til þess að þetta hafi haft áhrif á upptöku lyfsins hjá þátttakendum í rannsókninni, né á öryggi lyfsins. 5.10.2006 23:47
Einelti gegn stóriðju Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir umræðu þá sem hafi verið ráðandi í fjölmiðlum um stóriðju og virkanir síðustu misseri minna um margt á einelti. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms á vefsíðu samtakanna. 5.10.2006 23:15
Ráðherra gagnrýnir Draumalandið Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Þar gagnrýnir hann einnig Draumalandið, bók Andra Snæ Magnasonar, og segir tengingu höfundar við stórframkvæmdir á Austurlandi ekki sannfærandi. 5.10.2006 22:46
Óttast að Framsóknarmenn komi í veg fyrir þingsetu Svo gæti farið að varaþingmaður, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum, taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það. 5.10.2006 21:00
70 ár á þingi samanlagt Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Sigríður Anna er fjórða reynslumikla þingkonan sem dregur sig í hlé fyrir þessar kosningar en þær hafa samtals setið á þingi í sjötíu ár. 5.10.2006 20:45
Nýr aðgerðarhópur og greiningardeild meða nýjunga Nýr aðgerðahópur og greiningardeild verða meðal nýjunga í starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar miklar skipulagsbreytingar taka gildi um áramót. Með breytingunum verður lögreglan betur í stakk búin til að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og alvarlegri glæpum, segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. 5.10.2006 20:23
Peningaleg staða Reykjavíkurborgar versnað Peningaleg staða Reykjavíkurborgar hefur versnað um hátt í 90 milljarða króna frá árinu 1994. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar sem KPMG gerði fyrir núverandi meirihluta. Þriggja ára fjárhagsáætlanir hafa ekki náð fram að ganga síðustu árin. 5.10.2006 20:15
ASÍ fagnar úrskurði Kjararáðs Kjararáð hefur úrskurðað að laun þjóðkjörinna manna, ráðherra, dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem ekki hafa samningsrétt, hækki um 3% og er hækkunin afturvirk til 1. júlí. Alþýðusamband Íslands telur úrskurðinn fagnaðarefni. 5.10.2006 19:53
600 hjón með 60% fjármagnstekjna 600 hjón eru með 60% allra fjármagnstekna á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í utandagskrárumræðu um aukinn ójöfnuð í íslensku samfélagi á Alþingi í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segist ekki missa svefn þótt einhverjir hafi hagnast á viðskiptum, aðalatriðið sé að kaupmáttur landsmanna allra hafi aukist gríðarlega undanfarin ár. 5.10.2006 19:45
Landsvirkjun hafnar gagnrýni prófessors Sex og hálfur milljarður fór í undirbúning fyrir Kárahnjúkavirkjun, segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og blæs á gagnrýni prófessors í jarðeðlisfræði um að þær hafi verið algerlega ófullnægjandi. 5.10.2006 18:49
Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. 5.10.2006 18:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent