Fleiri fréttir

Ný skýrsla áfellisdómur yfir fyrri meirihluta að mati borgarstjóra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir nýja skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar, áfellisdóm yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta. Skýrslan var kynnt í borgarráði í dag og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að sérfræðingar KPMG telji að ná megi fram aukinni skilvirkni í fjármálastjórn og reikningshaldi borgarinnar. Fara þurfi yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild sinni og leita leiða til að ná betri rekstrarárangri.

Prófkjör hjá Vinstri-grænum í desember

Vinstri grænir halda prófkjör í Reykjavíkurkjördæmi suður, Reykavíkurkjördæmi norður og í Suðvesturkjördæmi þann 2. desember næstkomandi. Í prófkjörinu verða valdir fjórir efstu frambjóðendurnir á þrjá framboðslista svæðisins.

Óflokksbundinn gæti lent á þingi

Svo gæti farið að varaþingmaður sem sagði sig úr Framsóknarflokknum taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það.

Skorað á Skagafjörð að fresta Villinganesvirkjun

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á sveitarstjórn Skagafjarðar að fresta áformum um að setja Villinganes, og í framhaldinu Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulag. Sveitarstjórn Skagafjarðar fjallar um málið á fundi síðdegis. Héraðsvötn ehf, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Rarik er virkjanaaðili við Villinganes. vill að sveitarfélögin gangi sem fyrst frá staðfestu aðalskipulagi svo framkvæmdaleyfi fáist.

Vernharð Guðnason vill 6. sæti hjá Sjálfstæðisflokki

Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), sækist eftir 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 27. og 28. október vegna þingkosninganna í vor. Vernharð er 44 ára, kvæntur og þriggja barna faðir. Samhliða starfi sínu sem formaður LSS starfar hann sem slökkviliðsmaður og bráðatæknir hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS).

Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð breytt

Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið.

Eldri virkjanir betur rannsakaðar

Rannsóknir fyrir Blönduvirkjun og Sultartangavirkjun voru mun vandaðri en þær rannsóknir sem fóru fram áður en ráðist var í stærstu og dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar - Kárahnjúkavirkjun. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Linnulaus hernaður gegn jöfnuði

Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum.

Bara Vodafone

Og Vodafone heitir nú bara Vodafone. Nýr tímamótasamningur við alþjóðlega stórfyrirtækið Vodafone Group um nánara samstarf var kynntur í morgun. Vodafone á Íslandi er fyrsta sjálfstæða farsímafélagið sem fær að nota vörumerki Vodafone.

Bensín lækkar

Atlantsolía og Olíufélagið hafa tilkynnt veðlækkun á bensíni og olíuvörum. Bensínlítrinn ´kominn niður fyrir 116 krónur hjá Atlantsolíu.

Toppar fá 3% afturvirka hækkun

Kjararáð hefur ákveðið að embættismenn og þjóðkjörnir fulltrúar fái þriggja prósenta kauphækkun, sem reiknast frá fyrsta júlí.

Bjartar horfur á hlutabréfamarkaði

Greiningardeild Glitnis telur nokkuð bjartar horfur á innlendum hlutabréfamarkaði litið til næstu missera. Grunnrekstur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé með ágætum og megi reikna með að afkoma þeirra verði góð bæði í ár og á næsta ári.

Sviptur fyrir hraðakstur

Nítján ára karlmaður, sem stöðvaður var í Ártúnsbrekku í fyrrakvöld eftir að hafa mælst á rúmlega 140 kílómetra hraða, hefur nú verið sviftur ökuréttindum og sektaður um tugi þúsunda króna.

Gistnóttum á hótelum fjölgar

Gistnóttum á hótelum fjölgaði um 5,7% í ágúst sambanborið við ágúst í fyrra. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum en hlutfallslega mest á Norðurlandi en þar fjölgaði þeim um 23%.

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar veitt í dag

Ingunn Snædal, grunnskólakennari, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár en þau voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag í sjöunda sinn. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 1994. Þau verða nú framvegis veitt árlega. Alls bárust tæplega 50 handrit í keppnina þetta árið.

Sigríður Anna ætlar að hætta

Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum næsta vor. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í kvöld. Sigríður Anna hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1991.

Jón fram í Reykjavík

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar að bjóða sig fram í öðru hvoru Reykjavíkur kjördæmanna í Alþingiskosningunum í vor. Þetta tilkynnti hann á fundi á Grand hóteli í kvöld.

Atlantsolía lækkar bensínverð

Atlantsolía lækkaði í dag verð á bensíni um eina krónu og fimmtíu aura. Eftir lækkun kostar bensínlítrinn 115 krónur og 90 aura og 114 krónur og 90 aura fyrir dælulyklahafa. Skipagasola lækkar einnig um 1 krónu og verð því 57 krónur og 50 aurar.

Aðför að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni

Byggðaráð Langanesbyggðar mótmælir þeirri harkalegu því sem það kallar aðför stjórnvalda að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni sem felst meðal annars í áformum stjórnar Ratsjárstofnunar um að segja upp 5 af 8 starfsmönnum fyrirtækisins á Gunnólfsvíkurfjalli og bjóða hluta þeirra að starfa áfram hjá því í viðhaldsdeild þess á Miðnesheiði.

Sýndamennska eða skýr skilaboð

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir frestun ríkisstjórnarinnar á vegaframkvæmdum í sumar hafa verið sýndarmennsku. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ríkisstjórnina hafa náð markmiði sínu strax í sumar með því að senda skýr skilaboð út í samfélagið.

Fær ekki að koma til Íslands í áratug

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð dómsmálaráðuneytis frá í apríl í fyrra um að Víetnömskum manni, sem nú er staddur í heimalandi sínu, verði vísað úr landi og bannað koma aftur til Íslands næstu 10 árin.

Nýr banki hefur starfsemi á vordögum

Nýr banki, Saga Fjárfestingarbanki, hefur starfsemi sína á vordögum með höfuðstöðvar á Akureyri. KB-banki missir fjóra lykilstarfsmenn til nýja bankans.

Hitaveitan gæti verið skaðabótaskyld

Hitaveita Hvalfjarðar gæti orðið skaðabótaskyld, komi í ljós að lokun hennar á rennsli Laxár í Leirarsveit um stund hafi valdið skaða í lífríki árinnar.

Segir rektor misnota sér aðstöðu sína

Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir rektor Háskólans í Reykjavík fyrir að misnota sér stöðu sína í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Fær frjálsan aðgang að gögnum

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í vor til að setja reglur um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál, fær frjálsan aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á Alþingi í kvöld.

Alþjóðadagur kennara á morgun

Alþjóðadagur kennara verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum á morgun. Yfirskrift dagsina að þessu sinni er: Hæfir kennarar tryggja gæði menntunar.

75 milljónir næstu 3 árin til rannsókna

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í dag skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð verður ný deild innan hans um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði sem mun veita styrki til einstaklingsverkefna og fyrirtækja sem og rannsóknar-, þróunar- og háskólastofnana.

Eftirlitsnefnd sökuð um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum

Hátt í tugur mála, þar sem grunur leikur á að fasteignasalar hafi brotið gróflega á viðskiptavinum sínum, liggur óbættur hjá eftirlitsnefnd fasteignasala. Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala sakar nefndina um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum. Formaður nefndarinnar vísar gagnrýninni til föðurhúsanna.

Þinghúsið verður bleikt

Alþingishúsið verður baðað bleiku ljósi í kvöld og næstu daga sem táknrænn stuðningur Alþingis og alþingismanna við baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Kveikt verður á ljósunum kl. 20 í kvöld og verða forseti Alþingis og varaforsetar viðstaddir af því tilefni.

Sofandi ökumaður og farþegar

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ökumanni, sem hafði sofnað undir stýri, í austurbænum í nótt. Til allrar lukku var bíllinn ekki á ferð þegar það gerðist. segir lögreglan. Bíllinn var hins vegar í gangi þegar að var komið og því þótt rétt að athuga með ökumanninn. Hann reyndist allsgáður.

Stofna á sérstakan Byggðasjóð

Stofnaður verður sérstakur Byggðasjóður ef nýtt frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð fær fram að ganga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiparáðherra um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún verður til við sameiningu Iðntæknistofnunar, Byggðastofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins.

Allt á fullt í vegamálum

Hringvegurinn upp úr Jökuldal á Austurlandi og Uxahryggjavegur á milli Þingvalla og Borgarfjarðar verða líklega boðnir út í byrjun næstu viku. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti í gær að skapast hefði svigrúm til að hefja samgöngubætur á ný en í júní voru öll útboð á vegum Vegagerðar stöðvuð.

Bætt við stöðugildi hjá umboðsmanni barna

Bætt verður við einu stöðugildi hjá umboðsmanni barna. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fjárveiting til umboðsmannsins hækki um 5,5 milljónir króna en með hækkuninni á að vera hægt að bæta við einu stöðugildi sérfræðings hjá embættinu.

Steinn Kárason gefur kost á sér í 3.-5. sæti

Steinn Kárason umhverfishagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.

Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir varnarsamninginn

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn við Bandaríkin harðlega á Alþingi í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir varnarmálunum upp úr klukkan hálf tvö. Samfylkingin krafðist þess að leynd yrði tafarlaust létt af varnarþætti samningsins.

Hundrað ökumenn stungu af frá árekstri

Lögreglunni í Reykjavík bárust tilkynningar um 544 árekstra í septembermánuði. Í nítíu og sjö tilvikum stungu ökumenn af vettvangi, en ef tjónvaldur finnst ekki getur sá sem fyrir tjóninu varð ekki sótt um bætur frá tryggingarfélögunum. Á hverju ári koma á borð lögreglunnar á bilinu sjö til átta hundruð mál þar sem stungið hefur verið af af vettvangi.

Magnús Tumi: Rannsóknum var áfátt

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, hefur bæst í hóp þeirra jarðbvísindamanna sem gagnrýnt hafa Landsvirkjun fyrir hvernig staðið var að undirbúningsrannsóknum Kárahnjúkavirkjunar.

Sjá næstu 50 fréttir