Fleiri fréttir Launavísitala hækkar um 0,7 prósent milli mánaða Launavísitala í ágúst hækkaði um 0,7 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6 prósent. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í október 2006 er 6506 stig. 22.9.2006 10:45 Viktor fer ekki í prófkjörsslag Viktor B. Kjartansson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, hyggst ekki gefa kost á sér í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. 22.9.2006 10:30 Spáir því að verðbólga standi í stað milli mánaða Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent og að verðbólga muni áfram verða 7,6 prósent á ársgrundvelli eins og hún er nú. Segir í verðbólguspá bankans að hækkun á matvöru, fatnaði og húsnæði muni vega þyngst í hækkun vísitölunnar. 22.9.2006 10:15 Íslendingar munu líklega þjálfa heimamenn Íslendingum veður líklega falið að að þjálfa heimamenn til að taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í gær í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldið þar í borg, og kom þetta fram á fundinum, sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, sat. 22.9.2006 10:00 Allt að 113% verðmismunur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum Meðalverð á fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10% frá því í janúar samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ og munur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum var allt að 113%. Í átján tilvikum af þeim tuttugu og níu, sem skoðuð voru, var munur á hæsta og lægsta verði um og yfir 50%. Lægsta verðið var oftast í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði en oftast hæst í Gallerý fiski við Nethyl í Reykjavík. Athygli vekur að hæsta verð var oft í nýju verslanakeðjunni Fiskisögu, þannig að hagkvæmni stærðarinnar virðist ekki vera að skila sér til neytenda í þeim fiskbúðum. 22.9.2006 09:45 Stefnir lífeyrissjóðunum ef ekki verður fallið frá skerðingu Öryrkjabandalag Íslands hyggst stefna þeim lífeyrissjóðum sem hafa ákveðið að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja ef ekki verður horfið frá þeirri framkvæmd. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar bandalagsins í gær. 22.9.2006 09:30 Óvenju mikið um árekstra í Reykjavík í gær Óvenju mikið var um árekstra í Reykjavík í gærdag þrátt fyrir hin ákjósanlegustu akstursskilyrði. Frá klukkan sjö í gærmorgun fram til klukkan níu í gærkvöldi urðu 24 árekstrar, þar af einn fimm bíla á Breiðholtsbraut, en engin slasaðist alvarlega. Þau mynduðu löggæslumyndavélar lögreglunnar tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í borginni í gær. 22.9.2006 09:15 Býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Helga Vala hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum en hún er menntaður leikari og hefur starfað við uppfærslur frá útskrift árið 1998, bæði sem leikari og leikstjóri. Hún er gift Grími Atlasyni bæjarstjóra Bolungarvíkur og saman eiga þau fjögur börn. 22.9.2006 09:00 Sumarbústaður brann til kaldra kola Sumarbústaður í Sléttuhlíð, suðaustur af Hafnarfirði, brann til kaldra kola í nótt. Vegfarandi sá reyk langt að og tilkynnti um hann, en þegar slökkviliðið kom á vettvang skömmu síðar var bústaðurinn al elda. Engin hafði verið í honum eða nálægum bústöðum í gærkvöldi. Eldsupptök eru ókunn en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi. 22.9.2006 08:45 Íslensk leyniþjónusta starfrækt fyrir seinni heimsstyrjöld Vísir að íslenskri leyniþjónustu var starfræktur hér á landi frá því skömmu fyrir seinni heimstyrjöldina. Tíu árum síðar beitti Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, sér fyrir leynilegri öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Morgunblaðið greinir frá því að þetta komi fram í grein eftir Þór Whitehead, prófessor, sem hann ritar í tímaritið Þjóðmál og kemur út á næstu dögum. 22.9.2006 08:18 Enn í yfirheyrslum vegna afbrota Lögreglan í Keflavík beið í gær eftir að lögreglan í Reykjavík lyki yfirheyrslum yfir tveimur síbrotamönnum, sem Reykjavíkurlögreglan handtók á stolnum jeppa í fyrrinótt eftir að Selfosslögreglan hafði handtekið þá á stolnum fólksbíl tveimur nóttum fyrr. Eftir yfirheyrslur í Keflavík, vegna afbrota mannanna þar í bæ, óskaði lögreglan eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim, sem Héraðsdómur Reykjaness féllst á í gærkvöldi. Þegar það rennur út bíða svo Húsavíkurlögreglan og lögreglan í Borgarnesi eftir að fá að tala við mennina vegna afbrota þeirra í þeim bæjarfélögum. 22.9.2006 08:15 Pólverjar fengu ekki laun og bjuggu í lélegum bát Tveir Pólverjar segja vinnuveitendur sína ekki hafa staðið í skilum með laun og hafa svikið annað samkomulag. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Þeir voru látnir búa í hálf-fokheldum bát í Reykjavíkurhöfn. 22.9.2006 07:45 Ferðalagi síbrotamanna er lokið Tveir ungir menn sem grunaðir eru um innbrot víðs vegar um landið voru í gærkvöld úrskurðaðir af Héraðsdómi Reykjaness í síbrotagæslu til 20. desember. 22.9.2006 07:45 Dísilolía dýrari en bensínið Í fyrsta skipti í sögunni er dísilolía dýrari en bensín á Íslandi. Lítri af dísilolíu með olíugjaldi var að meðaltali 30 aurum dýrari en bensínlítrinn í gær. 22.9.2006 07:30 Ómar er bara góður vinur Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir það túlkunaratriði hvort Ómar Ragnarsson fjalli minna eða meira um umhverfismál á næstunni. Ætli hann fjalli ekki bara þeim mun meira um þau, segir hann. 22.9.2006 07:30 Mörg hryðjuverkamál til athugunar hjá lögreglunni Mál sem varða þjóðaröryggi, þar með talið hugsanlega hryðjuverkastarfsemi, hafa komið reglulega upp hér á landi að undanförnu og verið til athugunar hjá lögregluyfirvöldum. 22.9.2006 07:30 Biðlistar heyri sögunni til Á næsta ári verður ráðist í stækkun barna- og unglingageðdeildar. Þá færast greiningar á vægari tilfellum geðrænna vandamála til heilsugæslustöðva. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að með þessum aðgerðum heyri biðlistar brátt sögunni til. Áætlaður kostnaður stækkunarinnar er um 340 milljónir. Þess má geta að nú bíða 108 börn og unglingar eftir fyrsta viðtali á BUGL og hafa sumir beðið í á annað ár. 22.9.2006 07:30 Ekkert eftirlit með búnaði símafyrirtækja til hlerana Símafélögin þurfa samkvæmt lögum að vera með tækjabúnað sem hægt er að nota til símhlerana. Ekkert eftirlit er með búnaðinum. Póst- og fjarskiptastofnun þarf samkvæmt lögum að sinna eftirliti með búnaði. 22.9.2006 07:30 Berjast um fyrsta sæti á lista stjórnmál Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og alþingismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Pétur Blöndal sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Efnt verður til sameiginlegs prófkjörs fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og mun annað sætið í því veita forystusæti á öðrum listanum. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun að líkindum sækjast einn eftir fyrsta sæti í prófkjörinu og skipa sama sæti á lista og í síðustu kosningum, það er fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. 22.9.2006 07:15 Utanríkisráðherrar NATO funda í New York Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í dag í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldið þar í borg. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat fundinn, sem var haldinn til undirbúnings leiðtogafundi bandalagsins í Ríga, höfuðborg Lettlands, í lok nóvember næstkomandi. Rætt var um ástandið í Afganistan og mögulega stækkun NATO. 21.9.2006 23:02 3. sæti í keppninni Ungfrú Skandinavía og Eystrasalt Sif Aradóttir, fegurðardrottning Íslands, hreppti 3. sæti í keppninni um tiltilinn ungfrú Skandinavía og Eystrasalt sem haldin var í kvöld. Keppnir um titla tvo frá þessu svæðum voru sameinaðar nýverið og voru þátttakendur frá bæði Norður- og Eystrasaltslöndunum. 21.9.2006 22:42 Erla Ósk Ásgeirsdóttir nýr formaður Heimdallar Erla Ósk Ásgeirsdóttir var í kvöld kjörin formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir starfsárið 2006 til 2007 á fjölmennasta aðalfundi í sögu félagsins. 1550 manns kusu. 21.9.2006 22:31 Óskað eftir áliti dómsmálaráðuneytis Kærunefnd upplýsingamála hefur beðið dómsmálaráðuneytið um álit á því hvort gögn um símhleranir, sem Þjóðskjalasafnið neitar að veita aðgang að, varði virka öryggishagsmuni ríkisins. Ráðuneytið hefur frest fram á miðvikudag til að svara. 21.9.2006 19:34 Hefðin ein aðalástæða þess að launamunur helst óbreyttur Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. 21.9.2006 19:27 Nylon í 1. sæti á breska danslistanum Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi. 21.9.2006 18:52 365 ná dómssátt vegna umfjöllunar DV 365 miðlar hafa náð dómsátt í máli sem karlmaður höfðaði á hendur Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV, vegna umfjöllunar blaðsins um manninn sökum þess að hann veiktist af hermannaveiki. 21.9.2006 17:45 Einn handtekinn vegna tilræðis í Gautaborg í gær Lögreglan í Gautaborg í Svíþjóð hefur handtekið einn mann vegna rannsóknar sinnar á sprengjutilræði í miðri borginni í gær. Sænska ríkisútvarpið segir manninn tengjast vélhjólaklúbbnum Banditos. 21.9.2006 17:30 Skonnortan Haukur í Reykjavíkurhöfn Skonnortan Haukur frá Húsavík er nú kominn til Reykjavíkurhafnar í ferð sinni hringinn í kringum landið. Skonnortan hefur siglt með ferðamenn í hvalaskoðun síðastliðin sumur en þetta er í fyrsta sinn sem hún siglir hringinn í kringum landið. 21.9.2006 17:15 Katrín gefur kost á sér í annað sætið Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. 21.9.2006 16:30 Rafmagn aftur komið á í Hafnarfirði og nágrenni Rafmagn er aftur komið á í Hafnarfirði, á Álftanesi og í hluta Garðabæjar. Rafmagnsleysið má rekja til þess að verktaki gróf í streng við Vesturgötu í Hafnarfirði og olli það rafmagnsleysinu sem var á milli klukka hálftvö og tíu mínútur yfir þrjú. Nokkurn tíma tók að finna bilunina en um leið og hún var fundin tók skamma stund að koma rafmagni aftur á. 21.9.2006 16:06 Auður Lilja nýr formaður UVG Auður Lilja Erlingsdóttir var kosin formaður Ungra vinstri-grænna á landsfundi samtakanna sem haldinn var í Hveragerði um síðustu helgi. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í október. 21.9.2006 15:45 Ómar útilokar ekki framboð Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður sagði í viðtali við NFS í dag að umhverfissinnar ættu að íhuga að bjóða fram lista í þingkosningum í vor. Hann útilokaði ekki að hann myndi sjálfur fara í framboð í þágu umhverfismála. 21.9.2006 15:26 Farið að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fara að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og leyfa veiði á 45 þúsund rjúpum í haust. Þetta kom fram á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu í dag. 21.9.2006 15:05 Rafmagnslaust sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu Rafmagnslaust er í Hafnarfirði, á Álftanesi og í hluta Garðabæjar. Unnið er að því að finna bilun en líklegt er að grafið hafi verið í streng í Garðabæ. Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja. 21.9.2006 14:56 Innbrot og skemmdarverk í höfuðborginni Nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglunni í Reykjavík á síðasta sólarhring vegna innbrota og skemmdarverka. 21.9.2006 14:30 Lýsing styrkir Þroskahjálp um tvær milljónir Lýsing hefur ákveðið að styrkja Landsamtökin Þroskahjálp um tvær milljónir króna í tilefni þess að Lýsing fagnar í ár 20 ára afmæli sínu. Fyrirtækið hefur verið aðalstyrktaraðili Þroskahjálpar undanfarin tvö ár og styrkt það um 500 þúsund krónur á ári. 21.9.2006 14:15 Markarfljót breytir farvegi sínum Markarfljót hefur breytt um farveg við Þórólfsfell og rennur nú yfir veginn við rætur fellsins, þannig að ófært er úr Fljótshlíð um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri. Þessar breytingar komu mönnum í opna skjöldu og voru tveir Spánverjar hætt komnir þegar þeir misstu bílinn út í vatnselginn. 21.9.2006 14:00 Ómar kynnir áherslubreytingar í starfi Ómar Ragnarsson hefur boðað til blaðamannafundar í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík nú klukkan tvö. Þar kynnir hann átta síðna aukablaði sem Hugmyndaflug ehf. gefur út með næsta sunnudagsblaði Morgunblaðsins og sýnir myndbönd sem byggjast á starfi hans við Kárahnjúka í sumar og undanfarin ár. Ómar mun einnig á fundinum segja frá áherslubreytingum sem eru að verða í starfi hans sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Sýnt verður beint frá fundinum á NFS. 21.9.2006 13:50 Gylfi sækist eftir þriðja til fjórða sætinu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, hyggst gefa kost á sér í þriðja til fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmununum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. 21.9.2006 13:45 Íslensk lögregla búi við þrengri skorður en starfsbræður annars staðar Embætti Ríkislögreglustjóra ætlar ekki að tjá sig um fréttaflutning af því að lögregluyfirvöld rannsaki nú mál manns sem sagður er ógn við þjóðaröryggi. Dómsmálaráðherra segir lögreglu hér á landi búa við þrengri skorður til að rannsaka mál sem þessi. 21.9.2006 13:15 Þjófagengi á ferðinni á suðvesturhorninu Þjófagengi, sem farið hefur ránshendi víða um land upp á síðkastið var enn á ferð í nótt enda verður lögregla alltaf að sleppa fólkinu þegar játningar liggja fyrir. 21.9.2006 13:00 Segir tæki og tól ekki keypt heldur leigð Íslensk stjórnvöld munu leigja bæði snjóruðningstæki og tækjabúnað Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt ýmiss konar fjarskiptabúnaði af Bandaríkjamönnum þegar herinn hverfur endanlega af landi brott í næstu viku. Þetta hefur Suðurnesjablaðið Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum. 21.9.2006 12:49 Stefnir í mikla stækkun íslenska landgrunnsins Það stefnir í að flatarmál íslenska landgrunnsins stækki um þrjátíu þúsund ferkílómetra á næstunni, eða um tæpan þriðjung af flatarmáli landsins. 21.9.2006 12:42 Hálslón verður orðið fullt haustið 2007 Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í næstu viku. Ráðgert er að lónið verði orðið fullt haustið 2007 en þá eru um fimm ár frá því að vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun. 21.9.2006 12:15 Lýsing afhendir Þroskahjálp 2 milljónir króna Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. 21.9.2006 12:00 Sjá næstu 50 fréttir
Launavísitala hækkar um 0,7 prósent milli mánaða Launavísitala í ágúst hækkaði um 0,7 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,6 prósent. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í október 2006 er 6506 stig. 22.9.2006 10:45
Viktor fer ekki í prófkjörsslag Viktor B. Kjartansson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, hyggst ekki gefa kost á sér í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. 22.9.2006 10:30
Spáir því að verðbólga standi í stað milli mánaða Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent og að verðbólga muni áfram verða 7,6 prósent á ársgrundvelli eins og hún er nú. Segir í verðbólguspá bankans að hækkun á matvöru, fatnaði og húsnæði muni vega þyngst í hækkun vísitölunnar. 22.9.2006 10:15
Íslendingar munu líklega þjálfa heimamenn Íslendingum veður líklega falið að að þjálfa heimamenn til að taka við rekstri flugvallarins í Kabúl í Afganistan. Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í gær í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldið þar í borg, og kom þetta fram á fundinum, sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, sat. 22.9.2006 10:00
Allt að 113% verðmismunur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum Meðalverð á fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10% frá því í janúar samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ og munur á hæsta og lægsta verði á ákveðnum tegundum var allt að 113%. Í átján tilvikum af þeim tuttugu og níu, sem skoðuð voru, var munur á hæsta og lægsta verði um og yfir 50%. Lægsta verðið var oftast í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði en oftast hæst í Gallerý fiski við Nethyl í Reykjavík. Athygli vekur að hæsta verð var oft í nýju verslanakeðjunni Fiskisögu, þannig að hagkvæmni stærðarinnar virðist ekki vera að skila sér til neytenda í þeim fiskbúðum. 22.9.2006 09:45
Stefnir lífeyrissjóðunum ef ekki verður fallið frá skerðingu Öryrkjabandalag Íslands hyggst stefna þeim lífeyrissjóðum sem hafa ákveðið að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja ef ekki verður horfið frá þeirri framkvæmd. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar bandalagsins í gær. 22.9.2006 09:30
Óvenju mikið um árekstra í Reykjavík í gær Óvenju mikið var um árekstra í Reykjavík í gærdag þrátt fyrir hin ákjósanlegustu akstursskilyrði. Frá klukkan sjö í gærmorgun fram til klukkan níu í gærkvöldi urðu 24 árekstrar, þar af einn fimm bíla á Breiðholtsbraut, en engin slasaðist alvarlega. Þau mynduðu löggæslumyndavélar lögreglunnar tugi ökumanna fyrir of hraðan akstur í borginni í gær. 22.9.2006 09:15
Býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Helga Vala hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum en hún er menntaður leikari og hefur starfað við uppfærslur frá útskrift árið 1998, bæði sem leikari og leikstjóri. Hún er gift Grími Atlasyni bæjarstjóra Bolungarvíkur og saman eiga þau fjögur börn. 22.9.2006 09:00
Sumarbústaður brann til kaldra kola Sumarbústaður í Sléttuhlíð, suðaustur af Hafnarfirði, brann til kaldra kola í nótt. Vegfarandi sá reyk langt að og tilkynnti um hann, en þegar slökkviliðið kom á vettvang skömmu síðar var bústaðurinn al elda. Engin hafði verið í honum eða nálægum bústöðum í gærkvöldi. Eldsupptök eru ókunn en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi. 22.9.2006 08:45
Íslensk leyniþjónusta starfrækt fyrir seinni heimsstyrjöld Vísir að íslenskri leyniþjónustu var starfræktur hér á landi frá því skömmu fyrir seinni heimstyrjöldina. Tíu árum síðar beitti Bjarni Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, sér fyrir leynilegri öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Morgunblaðið greinir frá því að þetta komi fram í grein eftir Þór Whitehead, prófessor, sem hann ritar í tímaritið Þjóðmál og kemur út á næstu dögum. 22.9.2006 08:18
Enn í yfirheyrslum vegna afbrota Lögreglan í Keflavík beið í gær eftir að lögreglan í Reykjavík lyki yfirheyrslum yfir tveimur síbrotamönnum, sem Reykjavíkurlögreglan handtók á stolnum jeppa í fyrrinótt eftir að Selfosslögreglan hafði handtekið þá á stolnum fólksbíl tveimur nóttum fyrr. Eftir yfirheyrslur í Keflavík, vegna afbrota mannanna þar í bæ, óskaði lögreglan eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim, sem Héraðsdómur Reykjaness féllst á í gærkvöldi. Þegar það rennur út bíða svo Húsavíkurlögreglan og lögreglan í Borgarnesi eftir að fá að tala við mennina vegna afbrota þeirra í þeim bæjarfélögum. 22.9.2006 08:15
Pólverjar fengu ekki laun og bjuggu í lélegum bát Tveir Pólverjar segja vinnuveitendur sína ekki hafa staðið í skilum með laun og hafa svikið annað samkomulag. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Þeir voru látnir búa í hálf-fokheldum bát í Reykjavíkurhöfn. 22.9.2006 07:45
Ferðalagi síbrotamanna er lokið Tveir ungir menn sem grunaðir eru um innbrot víðs vegar um landið voru í gærkvöld úrskurðaðir af Héraðsdómi Reykjaness í síbrotagæslu til 20. desember. 22.9.2006 07:45
Dísilolía dýrari en bensínið Í fyrsta skipti í sögunni er dísilolía dýrari en bensín á Íslandi. Lítri af dísilolíu með olíugjaldi var að meðaltali 30 aurum dýrari en bensínlítrinn í gær. 22.9.2006 07:30
Ómar er bara góður vinur Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir það túlkunaratriði hvort Ómar Ragnarsson fjalli minna eða meira um umhverfismál á næstunni. Ætli hann fjalli ekki bara þeim mun meira um þau, segir hann. 22.9.2006 07:30
Mörg hryðjuverkamál til athugunar hjá lögreglunni Mál sem varða þjóðaröryggi, þar með talið hugsanlega hryðjuverkastarfsemi, hafa komið reglulega upp hér á landi að undanförnu og verið til athugunar hjá lögregluyfirvöldum. 22.9.2006 07:30
Biðlistar heyri sögunni til Á næsta ári verður ráðist í stækkun barna- og unglingageðdeildar. Þá færast greiningar á vægari tilfellum geðrænna vandamála til heilsugæslustöðva. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að með þessum aðgerðum heyri biðlistar brátt sögunni til. Áætlaður kostnaður stækkunarinnar er um 340 milljónir. Þess má geta að nú bíða 108 börn og unglingar eftir fyrsta viðtali á BUGL og hafa sumir beðið í á annað ár. 22.9.2006 07:30
Ekkert eftirlit með búnaði símafyrirtækja til hlerana Símafélögin þurfa samkvæmt lögum að vera með tækjabúnað sem hægt er að nota til símhlerana. Ekkert eftirlit er með búnaðinum. Póst- og fjarskiptastofnun þarf samkvæmt lögum að sinna eftirliti með búnaði. 22.9.2006 07:30
Berjast um fyrsta sæti á lista stjórnmál Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og alþingismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Pétur Blöndal sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Efnt verður til sameiginlegs prófkjörs fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og mun annað sætið í því veita forystusæti á öðrum listanum. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun að líkindum sækjast einn eftir fyrsta sæti í prófkjörinu og skipa sama sæti á lista og í síðustu kosningum, það er fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. 22.9.2006 07:15
Utanríkisráðherrar NATO funda í New York Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu í dag í New York samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú er haldið þar í borg. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sat fundinn, sem var haldinn til undirbúnings leiðtogafundi bandalagsins í Ríga, höfuðborg Lettlands, í lok nóvember næstkomandi. Rætt var um ástandið í Afganistan og mögulega stækkun NATO. 21.9.2006 23:02
3. sæti í keppninni Ungfrú Skandinavía og Eystrasalt Sif Aradóttir, fegurðardrottning Íslands, hreppti 3. sæti í keppninni um tiltilinn ungfrú Skandinavía og Eystrasalt sem haldin var í kvöld. Keppnir um titla tvo frá þessu svæðum voru sameinaðar nýverið og voru þátttakendur frá bæði Norður- og Eystrasaltslöndunum. 21.9.2006 22:42
Erla Ósk Ásgeirsdóttir nýr formaður Heimdallar Erla Ósk Ásgeirsdóttir var í kvöld kjörin formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir starfsárið 2006 til 2007 á fjölmennasta aðalfundi í sögu félagsins. 1550 manns kusu. 21.9.2006 22:31
Óskað eftir áliti dómsmálaráðuneytis Kærunefnd upplýsingamála hefur beðið dómsmálaráðuneytið um álit á því hvort gögn um símhleranir, sem Þjóðskjalasafnið neitar að veita aðgang að, varði virka öryggishagsmuni ríkisins. Ráðuneytið hefur frest fram á miðvikudag til að svara. 21.9.2006 19:34
Hefðin ein aðalástæða þess að launamunur helst óbreyttur Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. 21.9.2006 19:27
Nylon í 1. sæti á breska danslistanum Lag Nylon-söngflokksins vermir efsta sætið á breska danslistanum sem birtur verður í næstu viku. Umboðsmaður stúlknanna segir að ef eitthvað sé lögreglumál, þá séu það þessi tíðindi. 21.9.2006 18:52
365 ná dómssátt vegna umfjöllunar DV 365 miðlar hafa náð dómsátt í máli sem karlmaður höfðaði á hendur Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV, vegna umfjöllunar blaðsins um manninn sökum þess að hann veiktist af hermannaveiki. 21.9.2006 17:45
Einn handtekinn vegna tilræðis í Gautaborg í gær Lögreglan í Gautaborg í Svíþjóð hefur handtekið einn mann vegna rannsóknar sinnar á sprengjutilræði í miðri borginni í gær. Sænska ríkisútvarpið segir manninn tengjast vélhjólaklúbbnum Banditos. 21.9.2006 17:30
Skonnortan Haukur í Reykjavíkurhöfn Skonnortan Haukur frá Húsavík er nú kominn til Reykjavíkurhafnar í ferð sinni hringinn í kringum landið. Skonnortan hefur siglt með ferðamenn í hvalaskoðun síðastliðin sumur en þetta er í fyrsta sinn sem hún siglir hringinn í kringum landið. 21.9.2006 17:15
Katrín gefur kost á sér í annað sætið Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. 21.9.2006 16:30
Rafmagn aftur komið á í Hafnarfirði og nágrenni Rafmagn er aftur komið á í Hafnarfirði, á Álftanesi og í hluta Garðabæjar. Rafmagnsleysið má rekja til þess að verktaki gróf í streng við Vesturgötu í Hafnarfirði og olli það rafmagnsleysinu sem var á milli klukka hálftvö og tíu mínútur yfir þrjú. Nokkurn tíma tók að finna bilunina en um leið og hún var fundin tók skamma stund að koma rafmagni aftur á. 21.9.2006 16:06
Auður Lilja nýr formaður UVG Auður Lilja Erlingsdóttir var kosin formaður Ungra vinstri-grænna á landsfundi samtakanna sem haldinn var í Hveragerði um síðustu helgi. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í október. 21.9.2006 15:45
Ómar útilokar ekki framboð Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður sagði í viðtali við NFS í dag að umhverfissinnar ættu að íhuga að bjóða fram lista í þingkosningum í vor. Hann útilokaði ekki að hann myndi sjálfur fara í framboð í þágu umhverfismála. 21.9.2006 15:26
Farið að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fara að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og leyfa veiði á 45 þúsund rjúpum í haust. Þetta kom fram á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu í dag. 21.9.2006 15:05
Rafmagnslaust sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu Rafmagnslaust er í Hafnarfirði, á Álftanesi og í hluta Garðabæjar. Unnið er að því að finna bilun en líklegt er að grafið hafi verið í streng í Garðabæ. Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á heimasíðu Hitaveitu Suðurnesja. 21.9.2006 14:56
Innbrot og skemmdarverk í höfuðborginni Nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglunni í Reykjavík á síðasta sólarhring vegna innbrota og skemmdarverka. 21.9.2006 14:30
Lýsing styrkir Þroskahjálp um tvær milljónir Lýsing hefur ákveðið að styrkja Landsamtökin Þroskahjálp um tvær milljónir króna í tilefni þess að Lýsing fagnar í ár 20 ára afmæli sínu. Fyrirtækið hefur verið aðalstyrktaraðili Þroskahjálpar undanfarin tvö ár og styrkt það um 500 þúsund krónur á ári. 21.9.2006 14:15
Markarfljót breytir farvegi sínum Markarfljót hefur breytt um farveg við Þórólfsfell og rennur nú yfir veginn við rætur fellsins, þannig að ófært er úr Fljótshlíð um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri. Þessar breytingar komu mönnum í opna skjöldu og voru tveir Spánverjar hætt komnir þegar þeir misstu bílinn út í vatnselginn. 21.9.2006 14:00
Ómar kynnir áherslubreytingar í starfi Ómar Ragnarsson hefur boðað til blaðamannafundar í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík nú klukkan tvö. Þar kynnir hann átta síðna aukablaði sem Hugmyndaflug ehf. gefur út með næsta sunnudagsblaði Morgunblaðsins og sýnir myndbönd sem byggjast á starfi hans við Kárahnjúka í sumar og undanfarin ár. Ómar mun einnig á fundinum segja frá áherslubreytingum sem eru að verða í starfi hans sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Sýnt verður beint frá fundinum á NFS. 21.9.2006 13:50
Gylfi sækist eftir þriðja til fjórða sætinu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, hyggst gefa kost á sér í þriðja til fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmununum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. 21.9.2006 13:45
Íslensk lögregla búi við þrengri skorður en starfsbræður annars staðar Embætti Ríkislögreglustjóra ætlar ekki að tjá sig um fréttaflutning af því að lögregluyfirvöld rannsaki nú mál manns sem sagður er ógn við þjóðaröryggi. Dómsmálaráðherra segir lögreglu hér á landi búa við þrengri skorður til að rannsaka mál sem þessi. 21.9.2006 13:15
Þjófagengi á ferðinni á suðvesturhorninu Þjófagengi, sem farið hefur ránshendi víða um land upp á síðkastið var enn á ferð í nótt enda verður lögregla alltaf að sleppa fólkinu þegar játningar liggja fyrir. 21.9.2006 13:00
Segir tæki og tól ekki keypt heldur leigð Íslensk stjórnvöld munu leigja bæði snjóruðningstæki og tækjabúnað Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt ýmiss konar fjarskiptabúnaði af Bandaríkjamönnum þegar herinn hverfur endanlega af landi brott í næstu viku. Þetta hefur Suðurnesjablaðið Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum. 21.9.2006 12:49
Stefnir í mikla stækkun íslenska landgrunnsins Það stefnir í að flatarmál íslenska landgrunnsins stækki um þrjátíu þúsund ferkílómetra á næstunni, eða um tæpan þriðjung af flatarmáli landsins. 21.9.2006 12:42
Hálslón verður orðið fullt haustið 2007 Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í næstu viku. Ráðgert er að lónið verði orðið fullt haustið 2007 en þá eru um fimm ár frá því að vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun. 21.9.2006 12:15
Lýsing afhendir Þroskahjálp 2 milljónir króna Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. 21.9.2006 12:00